Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________137. þáttur
í síðasta þætti var efnið þess
eðlis, hversu rita skyldi um
vísindi á íslensku, þannig að
læsilegt og skiljanlegt yrði al-
menningi. Vandinn er að vísu
mjög mismikill eftir vísinda-
greinum og aldri þeirra. Tunga
okkar hefur verið tamin við
sumar þeirra, önnur ekki.
Ég skildi, að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu,
kvað Einar Benediktsson í
upphafi Voga 1921. Þetta er
því miður mjög ofmælt. Frá
fornu fari hafa menn glímt við
vísindin á tungu okkar og allt-
af hefur þurft að búa til nýyrði
eða gæða gömul orð nýrri
merkingu. Þessa viðleitni má
að sjálfsögðu aldrei láta ofan
falla, en stofnanaíslenskan og
vísindaíslenskan, sem nú má
oft sjá fremur en heyra, er því
miður tiðum slík að ekki verð-
ur við unað. Latína er ekki
mikið vandamál lengur, og
minnast má þess að flest
málfræðiheiti í íslensku voru á
sínum tíma nær því beinar
þýðingar úr latínu. Um sumt
hafa betri heiti verið fundin,
en önnur hefur tímans tönn
ekki unnið, enda má þá vel við
una.
Gamlir fræðimenn, sem
kunnu sína latínu, eins og Ari
fróði, gerðu sér hins vegar
ljóst, að skrifa ber á íslensku
handa íslendingum. Þótti
snillingnum Snorra Sturlusyni
hans sögn öll merkilegust.
Jón Arason, biskup í kaþ-
ólskum sið, hefur vafalaust
kunnað meira í latínu en hann
lætur í veðri vaka í frægri
vísu, en honum þótti að vísu
meira skipta hvernig farið
væri með móðurmálið (móður-
lands málfar):
Látína er list mæt,
lögsnar Böðvar,
í hcnni eg kann
ei par, Höðvar.
Þætti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar,
míns ef væri móðurlands
málfar, Böðvar.
Þó latína sé ofnotuð í grein
Ljósmæðrablaðsins, þeirri sem
N.N. vitnaði til, verður hún
ekki skaðvaldur móðurmálsins
okkar nú á dögum, enda verið
að rýma burtu síðustu leifum
hennar úr nokkrum skólum.
Allt um það hljótum við að
fylgja hreintungustefnu svo
sem kostur er. Hættan, sem að
okkur steðjar nú, er að mínu
viti mest fólgin í lymskum
áhrifum úr ensku varðandi
orðaröð, áherslur, hrynjandi
og tón. Ber því enn að sama
brunni og fyrr. Ég held að
auka þurfi til muna framburð-
ar- og talkennslu í skólum.
En ljúkum nú þessum lat-
ínuþönkum með lærdómsvís-
um eftir Örn Snorrason, þegar
enn þótti eftirsóknarvert að
kunna sína latínu í skóla. Lat-
ínuvísur hestamannsins:
Ég hneigi mig og heilsa
heilum meraflokk.
Taktu í taglið!
His, hunc, huius, huic, hoc.
Jónki tekur Jarp gamla,
ég ríð á Blakk.
Afram meri!
Haec, hanc, huius, huic, hac.
Hsttu að ausa helvískur,
hundskastu á brokk!
Hott, hott,
hoc, hoc, huius, huic, hoc.
Kristinn Reyr í Reykjavík
sendi mér bréf vegna vísunnar
um fuglinn sem flaug „með
fjöður á sér“. Ég hafði í
bernsku litlar mætur á gát-
unni sem svo hljóðaði:
Fuglinn flaug fjaðralaus,
settist á vegginn beinlaus.
Þá kom maðurinn handalaus
og skaut fuglinn bogalaus.
Þessi þvæla átti að þýða það,
að þeyvindur bræddi snjókorn
á bæjarvegg. Ég taldi mig því
hafa fengið nokkurs konar
hefnd, þegar ég heyrði þessa
nútímalegu útgáfu af fuglsvís-
unni:
Fuglinn flaug með fjöður á sér,
settist á vegginn á rassinn á sér.
Þá kom maður með byssu á sér
og skaut fuglinn í nefið á sér.
Ég þóttist vita hver höfund-
urinn væri, frændi minn ágæt-
ur, en Kristinn Reyr kann vís-
una svolítið öðruvísi, og
frændinn, sem ég hélt að væri
höfundur, sver hana með öllu
af sér. Ég get því hvorki sagt
Kristni Reyr né nokkrum öðr-
um lesendum hver höfundur-
inn er. En sé hann á lífi og lesi
þetta, þætti mér vænt um ef
hann gæfi sig fram við mig.
Ég ætla til breytingar að
láta hér á prent nokkrar af
vísnagátum Arnar Snorrason-
ar (Aquilae), en hirði ekki í bili
að segja hver ráðningin er.
Nokkur þjálfun má það vera að
spreyta sig á slíkum orðagát-
um:
1. Á Fróni jafnan Tylgja þessu
feikn oj? brestir.
En unglingar þad elska nestir.
2. Skoppar frár á akaris og í skógarhindum
IIm hann gripiÓ jmmm mundum.
Upp ad bonum dregid stundum.
3. liún er prýði sumra aeggj*.
Sum er Ijós og ðnnur dökk.
Mjög rar langt á milli tveggja,
þá maður kunnur jfir stökk.
4. Hún er margoft nefnd á nafn
um nætur glaðar.
Er við Hkírn nær til staðar.
ógnarekafla til sín laðar.
5. Þjkir misgott þetta að fá.
Af því befur margur veikur orðið.
Bæði gaman og illt við á.
Afleitt að verða það við borðið.
Lítil eru takmörk þess sem
heyra má og sjá í fjölmiðlum
og opinberum plöggum um
þessar mundir. I sjálfu Sjón-
varpinu var sagt 1 upphafi
þessa árs: „Þá verða sagt frétt-
ir“; sem sagt steingeld þol-
mynd eins og í bjálfalegasta
barnamáli, en í skýrslu frá
Selfossi mátti lesa þær merki-
legu fréttir, að þar væru hund-
ar ekki fjölmennir. Við skulum
vona að svo slysalega takist
aldrei til.
Fyrirlestur
um Alpajökla
og öldurbrjóta
GUTTORMUR Sigbjarnarson
heldur fyrirlcstur á vegum Land-
fræðifélagsins á miðvikudaginn um
alpajökla og öldubrjóta.
Fjallar erindi Guttorms um þá
kenningu að verulegur hluti
strandsvæða íslands hafi einvörð-
ungu verið þakinn alpafjöllum jök-
ulskeiðum kvartertímans. Sam-
kvæmt þessu eigi sjávarrof á hlý-
skeiðum verulcgan þátt í landmótun
strandsvæða. Sé kenning þessi á
rökum reist má ætla að jökulþykkt á
undangengnum jökulskeiðum hafi
verið mun minni um allt land en
ýmsir fræðimcnn hafa gert ráð fyrir.
Kcnning þessi er reist á mati á stór
um landformum og smærri veðrun-
arformum. Andmælandi á fundinum
verður Kggert Lárusson. Er það í
fyrsta skipti sem andmælandi er
fenginn á fundi Landfræðifélagsins.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 i
stofu 201 í Árnagarði. Þess má geta
að erindið vcrður það síðasta á veg-
um Landfræðifélagsins á þcssum
vetri.
Hafnarfjörður —
Norðurbær
Nýkomiö til sölu falleg um 100 fm 3ja—4ra herb.
íbúð á 1. hæð við Suðurvang. Sór þvottahús og búr
innaf eldhúsi. Stórar svalir.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, Hafnarfiröi,
sími 50764.
83000
3ja herb. við Skeggjagötu
Vönduð og falleg íbúð á 1. hæö.
Afhendist við samning.
FASTEICIMAÚRVALIÐ
SÍMI83000 Silfurteigi 1
Sötustjóri: Auöunn Hermannsson, Kristján Eiríksson haastaréttarlögmaður
ÞMM
tgnasala — Banka
29455
Fatteignasala — Bankastræti
3 línur
OPIÐ I DAG
EINSTAKLINGSÍBÚÐIR
Þingholtsstræti. Verö 300 þús.
Súluhólar. Verð 350—400 þús.
Skipholt. Utb. 170 þús.
Austurbrún. Verö 550 þús.
2JA HERB. ÍBÚÐIR
Spóahólar. Útb. 400 þús.
Furugrund. Útb. 400 þús.
3JA HERB. ÍBÚÐIR
Vesturgata. Útb. 400 þús.
Laugarnesvegur. Verö 580
þús.
Stýrimannastígur. Ca. 80 fm
hæð. Gætl losnað fljótlega.
Sléttahraun. Verð 820 þús.
Kríuhólar. Útb. 490 þús.
Mosgeröi. Verð 580 þús.
Suðurgata. Útb. 470 þús.
Hófgerði. 75 fm ibúö í kjallara.
Kaldakínn. Risíbúö. Verö 610
þús.
Spóahólar. Verö 560 þús.
Bjargarstigur. Ca. 70 fm íbúö á
jarðhæð. Verð 640 þús.
4RA HERB. ÍBÚÐIR
Miöbraut. 118 fm auk 40 fm bil
skúrs.
Fifusel. Rúmgóð íbúö á 1. hæö
Utb. 650 þús.
Dalaland. 110 fm ibúö á 1
hæð, eingöngu skipti á 3ja
herb.
Melabraut. Útb. 640 þús.
Víöihvammur Hf. Bein sala.
Kópavogsbraut. Utb. 690 þús.
Fannborg. Glæsileg 110 fm
íbúð á 2. hæð. Útb. 670 þús.
EINBÝLISHÚS
Víöilundur. 140 fm á einni hæð
+ 40 fm bílskúr. ( skiptum fyri
sér hæð á Seltjarnarnesi.
Hryggjarsel. 305 fm raðhús auk
54 fm bílskúrs. Fokhelt. Verö
950 þús.
Tjarnarstígur. Hús á tveimu
hæðum. Tvær íbúðir.
Suðurgata Hf.Timburhús hæð
og ris, alls ca. 50—60 fm.
Rauðilækur. 150 fm sér hæð
með bílskúr t.b. undir tréverk
Afhending í haust.
Miðbraut. 120 fm einbýlishús
þarfnast standsetn. 1030 fm
eignarlóð.
Kambsvegur. 200 fm verslun
arhúsnæöl.
Stekkir. Glæsilegt einbýlishú
186 fm. Hæð og 60 fm á jarð
hæð. 5 herb., útsýni. Verð
2.100.000.
Jóhann Davíðsson, sölustjóri.
Sveinn Rúnarsson.
Friörik Stetánsson, viöskiptafr.
Tónleikar
í Norræna
húsinu
I NORRÆNA húsinu þriðjudaginn
9. marz kl. 20.30 leikur Cluster Kn-
semble frá Finnlandi nútímaverk
eftir Usk Meriláinen, Miklós Maros,
Kalevi Aho, Erik Bergman auk bar
októnlistar eftir Jean Baptiste
Ixieillet (d. 1728).
Cluster Ensemble skipa fjórir
hljóðfæraleikarar, Mikael Hel-
asvuo, flauta, Pekka Svaijoki,
saxófónn, Jukka Savijoki, gítar og
Pauli Hámáláinen, siaghljóðfæri.
Kvartettinn hefur starfað síðan
1979.
Mörg finnsk og önnur norræn
tónskáld, m.a. Atli Heimir
Sveinsson hafa samið verk fyrir
hópinn.
Vísnavinir í
Þjóðleikhús-
kjallaranum
VÍSNAVINIR halda vísnakvöld í
Þjóðleikhúskjallaranum mánudag-
inn 8. marz kl. 20.15. Þar koma fram
meðal annara: Helga Möller ásamt
Eyjólfi Kristjánssyni, Einar Ein-
arsson, gítarleikari, Þórarinn Eld-
járn les úr eigin verkum og Blásara-
kvintettinn kemur í heimsókn.
usaval
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Stigahlíð
6 herb. rúmgóð endaibúð á 4.
hæð. 4 svefnherb., svalir. Stórt
geymsluloft yfir íbúðinni.
Bólstaðarhlíð
5 herb. rúmgóð og falleg íbúö á
3. hæð í suöurenda. Tvennar
svalir. Bilskúrsréttur.
2ja herb. íbúð
Hef kaupanda að 2ja herb. íbúð
sem næst miðbænum.
Helgi Ólafsson
Löggiltur (astaignasali.
Kvöldsímí 21155.
HÚSEIGNIN
Simi 28511
m
Opiö í dag
2JA HERB. ÍBÚÐIR
Dvergabakki 70 fm. Stór
geymsla í kjallara. Verð 600
þús.
Barónsstígur vönduö íbúö, 50
fm. Verð 600 þús.
Eiríksgata kjallaraíbúð. Verö
230 þús.
Flyðrugrandi 67 fm jarðhæð.
Verð 700 þús.
Hraunbær 65 fm ibúð. Verð
550 þús.
Hraunbær 55 fm íbúð. Verð
500 þús.
Nýbýlavegur með bílskúr.
Reynimelur 60 fm góð íbúð.
Verö 650 þús.
Þingholtsstræti 35—40 fm.
Verð 330 þús.
3JA HERB. ÍBÚÐIR
Mosgerði 65 fm. Verð 580 þús.
Asparfell 90 fm íbúð. Verð 700
þús.
Bjargarstígur í tvíbýli, 70 fm
íbúð. Verð 650 þús.
Grettísgata 80 fm íbúð. Verö
650 þús.
Hátröð stór lóð. Bilskúr. Verð
800 þús.
Hófgerði ósamþykkt 75 fm
íbúð. Verð 590 þús.
Hringbraut Hl. miöhæð. Bil-
skúrsréttur. Verð 750 þús.
Langabrekka m. bílskursrétti.
Orrahólar 90 fm. Verð 750 þús.
Þórsgata T.b. undir tréverk.
Bílskýli.
4RA HERB. ÍBÚÐIR
Hverfisgata 90 fm. Verð 600
þús.
Seljavegur ný uppgerö ibúö.
Verð 800 þús.
Skólavörðustígur góö ibúð.
Verð 830 þús.
Vesturberg 110 fm. Verð 800
þús.
Æsufell endaibuö, bilskýli. 115
fm.
Vitastígur 5 herb. ibúð. Verð
700 þús.
Sérhæð við Sörlaskjól 97 fm.
Fokhelt raöhús viö Hálsasel.
Verð 850 þús.
Húseignin
Pétur Gunnlaugsson lögfr.,
Skólavöröustíg 18, 2. hæð.
Simar 28511, 28040 28370.
Sverrir Friöriksson,
Guðni Stefánsson.