Morgunblaðið - 06.03.1982, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
KOSNINGAR til Stúdentaráds Háskóla íslands fara fram ellefta
þessa mánaöar. Á sídasta ári höfdu tvö stúdentafélög sameigin-
lega meirihluta i ráðinu, Vaka, Félag lýðræðissinnaðra stúdenta,
og Félag umbótasinnaðra stúdenta. En áður höfðu vinstrimenn
verið þar við völd i um áratug. 1 tilefni af komandi kosningum
sneri Mbl. sér til nokkurra forystumanna stúdenta og innti þá
eftir því hvað hefði breyst síðan núverandi meirihluti komst til
valda í Stúdentaráði og hver staðan væri i málefnum stúdenta við
HÍ. Fara samtölin hér á eftir.
Auðunn Sigurðsson
ritstjóri
Stúdentablaðsins:
Samstarfið
hefur
markað
tímamót
Auðunn Sigurðsson er ritstjóri
Stúdcntablaðsins og stundar
nám í læknisfræði. Við hvernig
blaði tók hann af vinstri-
mönnum fyrir um ári síðan?
„Blaðið hafði fjarlægst mjög
stúdentana við Háskólann, þeirra
áhugasvið og hagsmunamál. Rót-
tækir vinstrimenn höfðu notað
blaðið, sem og aðrar stofnanir
stúdenta til að ná fram sínum
pólitísku markmiðum. Það var
hrein misnotkun. Þeir litu ger-
samlega framhjá hagsmunamál-
um stúdenta og blaðið bar öll ein-
kenni þess að vera marxískt trú-
boðsrit.
Blaðið hafði verulega neikvæð
áhrif á álit almennings á stúdent-
um og áhugi fór óðum þverrandi
hvað við kom baráttumálum stúd-
enta á meðan vinstrimenn voru
við stjórn. Maður fann það þegar
leitað var eftir auglýsingum í
blaðið að það var afskrifað sem
öfgafullt málgagn marxista, og
illa gekk að fá auglýsingar. Það
var bara lokað á okkur. Eitthvað
er það farið að breytast núna.
Þær breytingar sem við gerðum
á blaðinu voru fyrst og fremst
fólgnar í því, að tengja það skóla-
lífinu og beinum hagsmunamálum
stúdenta. Til þess að koma þessari
stefnu í framkvæmd, var ætlað að
virkja ritnefnd blaðsins, sem Vaka
hafði komið á fyrir rúmu ári síð-
an. Þetta hefur tekist að verulegu
leyti, að tengja blaðið skólalífinu
og stúdentar eru farnir að líta á
það sem sitt eigið blað, nokkuð
sem ég held að þeir hafi ekki gert
síðustu 10 árin. Blaðið er opið öll-
um stúdentum og skoðunum
þeirra. Það ber þess kannski best
vitni sá fjöldi aðsendra greina sem
berast hverju sinni.
Hins vegar er ég ekki nógu
ánægður með virkni ritnefndar-
innar sjálfrar. Skýringarinnar á
því tel ég vera arfleifð frá gamla
stúdentablaðinu, þ.e. neikvæð af-
staða vinstrimanna til deildarfé-
laganna.
— Efni blaösins, hvernig hefur það
breyzt?
„Efni blaðsins hefur að mestu
verið breytt á þá veru, að við höf-
um verið að reyna að breyta af-
stöðu almennings til blaðsins, en
það hefur reynst mjög erfitt. Það
virðist ríkja mikil andúð gagnvart
blaðinu og sannar það best hve illa
hefur gengið að safna auglýsing-
uni í það, eins og ég sagði áðan.
Það hefur gengið afar illa og hefur
auglýsingastjórinn þegar sagt upp
störfum vegna þess. Það er nú
eitthvað farið að rofa til í þessum
efnum nú upp á síðkastið og við
verðum varir við jákvæðari af-
stöðu almennings. Það er eins og
fólk sé farið að skilja það, að það
eru ekki einungis marxistar í Há-
skóla Islands.
Eg held að í framtíðinni verði
blaðið og núverandi stjórn Stúd-
entaráðs til þess að stjórnvöld
verði jákvæðari gagnvart kröfum
og hagsmunum stúdenta."
— Vinstrimenn hafa ekki verið
ánægðir með þig sem ritstjóra.
„Nei. I dag ríkir mikil gremja
meðal róttæklinga með að hafa
misst tök sín á Stúdentablaðinu.
Gremjan brýst út í persónuníði og
rangfærslum og jafnvel lygum um
málefni Stúdentablaðsins. Sem
dæmi má taka að nú kalla þeir það
spillingu að ritstjórinn skuli
þiggja laun fyrir störf sín. Rótin
að þessari gremju meðal þeirra og
aðförum þeirra að blaðinu og
stefnu þess, er ótti þeirra við þær
jákvæðu viðtökur sem breyt-
ingarnar á blaðinu hafa hvarvetna
fengið. Ólíkt því sem áður var.“
— Hvernig þykir þér félagslff og fé-
lagsmál hafa breyst frá því að
vinstrimenn misstu meirihlutann í
stúdentaráði?
„Það er alveg ljóst að allt fé-
lagslíf studenta hefur gjörbreyst
frá því nýi meirihlutinn tók við
störfum. Hann hefur einbeitt sér
af fullum krafti að því að vinna að
hagsmunamálum stúdenta og hef-
ur verulegu verið áorkað í þeim
efnum. Þetta er gjörbreyting frá
því sem áður var, þegar markmið
róttæklinganna var að misnota
starfsemi stúdentaráðs í barátt-
unni fyrir sínum eigin pólitísku
hagsmunum."
— Og samstarfið?
„Samstarf beggja lýðræðislegu
fylkinganna, Vöku og umbóta-
sinna, hefur markað tímamót í
sögu Háskla íslands. Ljóst er að
vinstri bylgjan sem reis á sjöunda
áratugnum er endanlega hnigin.
Hún hefur fjarað út. Ég á ekki von
á að í framtíðinni muni róttækl-
ingarnir nokkurn tíma aftur ná
þeim tökum á stefnu stúdenta sem
þeir höfðu síðastliðinn áratug.
Hagsmunamálin voru í molum á
þessum áratug og það var lengi vel
sem Vöku vantaði aðeins herslu-
muninn til að ná tökum á stúd-
entaráði, því það hafði iengi gætt
verulegrar óánægju meðal stúd-
enta með þá óreiðu, sem vinstri-
meirihlutinn hafði komið hags-
munamálum stúdenta í.
Að undanförnu hefur borið
mjög á örvæntingarfullum til-
raunum vinstrimanna til að
endurheimta meirihlutann í Stúd-
entaráði. Þannig hafa þeir bundist
samtökum við önnur námsmanna-
samtök, það er, SÍNE og BÍSN, til
að sverta störf núverandi meiri-
hluta. Þeir hika ekki við að fórna
hagsmunum námsmanna í lána-
málum og hafa snúist gegn lána-
málafrumvarpinu.
Það sem býr hér að baki er náið
samspil þessara samtaka við Al-
þýðubandalagið, en eins og við vit-
um hefur Alþýðubandalagið mis-
notað námsmannasamtökin, í Al-
þingis- og sveitarstjórnarkosning-
um. Besta dæmið er sú fádæma
svívirða SINE-forystunnar þegar
þeir kærðu inn á kjörskrá einung-
is þá stúdenta erlendis, sem trygg-
ir voru Alþýðubandalaginu í síð-
ustu borgarstjórnarkosningum.
Það er þó ekkert einsdæmi um
misnotkun vinstrimanna á að-
stöðu sinni í námsmannasamtök-
unum,“ sagði Auðunn að lokum.
Finnur Ingólfsson,
formaður
Stúdentaráðs:
„Það var
ekki erfitt að
gera betur
en fyrir-
rennararnir“
Finnur Ingólfsson viðskipta-
fræðingur er formaður Stúd-
entaráds Háskóla íslands og er
einn af fulltrúum Félags um-
bótasinnaðra stúdenta í ráðinu.
„Fram að kosningunum í fyrra
hafði sértrúarhópur róttæklinga
verið við völd í Stúdentaráði í ein
tíu ár. Ástæðan fyrir því að við
komum fram var sú að þessir
menn voru löngu búnir að gleyma
því, hvers vegna þeir voru þarna.
Þeir voru ekkert niðri á jörðinni
og fjölluðu lítið um bein hags-
munamál stúdenta. Þetta var eitt
eilífðarkarp á milli vinstrimanna
og Vöku; NATO - ekki NATO,
her — ekki her, o.sv.frv. Það er
vissulega sjálfsagt að forysta
stúdenta fjalli um utanríkismál og
láti frá sér heyra um mál, eins og
ástandið í Póllandi og E1 Salvador
Itil dæmis, ,en eins og málum var
háttað hér meðan vinstrimenn
sátu við völd, gerðist það að kjör-
sókn minnkaði sífellt í HI og
áhugi á stúdentapólitík sömuleið-
is. Þeir sem sátu hér uppi í fíla-
beinsturni sínum, töluðu einfald-
lega alls ekki sama tungumál og
hinn almenni stúdent."
— Hvernig hefur samstarfið geng-
ið?
„Þetta er í fyrsta skipti sem
samsteypustjórn er við völd í
Stúdentaráði og því kom hér upp
ný staða í málum stúdenta. Ég tel
að á liðnu ári hafi margt verið vel
gert og miklu áorkað, en þá er og á
það að líta að miðað við fyrirrenn-
ara okkar, var ekki erfitt að gera
betur. Samsteypustjórn nær
kannski aldrei jafn miklum
árangri og ef ein fylking fer með
völd og víst hefði mátt gera meira.
Það skiptust vitanlega á skin og
skúrir í samstarfi okkar og Vöku.
Það var alla tíð mjög gott í sam-
bandi við lánamálin og ég held að
við lítum á Lánasjóðinn sömu aug-
um, þ.e. sem félagslegan fram-
færslusjóð til að koma á jafnrétti í
þjóðfélaginu. Það er óraunhæft að
tala um námslaun eða einhverja
álíka óraunverulega hluti í þessu
sambandi, eins og vinstrimenn
vilja.
I málefnasamningi okkar var
lögð áhersla á að berjast fyrir því
að lánamálafrumvarpið yrði að
lögum. Það tókst að fá það lagt
fram, eftir að vinstrimenn höfðu
siglt því í strand í ríkisstjórninni.
Það er enginn hægðarleikur að
átta sig á því hvað þeir vilja. Þeir
eru einatt með í dag, en á móti á
morgun.
Það er einkum þrennt sem mér
finnst gleðiefni í sambandi við
lánamálafrumvarpið, þ.e. viður-
kenning á kröfunni um hundrað
prósent lán, aðildin að lífeyris-
sjóði og aukin aðild ýmissa sér-
skóla að Lánasjóðnum, enda þótt
við yrðum að skipta á þessum
gömlu baráttumálum og hæstu
endurgreiðslum.“
— Hvað viltu segja um málefni Fé-
lagsstofnunar?
„Það hafa orðið þó nokkrir
árekstrar í samstarfinu á þeim
vettvangi. Það er vegna þess að
hvort félagið um sig lítur sinum
augum á hlutverk FS. Við lítum á
hana sem stofnun sem eigi að
veita stúdentum góða þjónustu, en
Vaka lítur meira á hana sem
fyrirtæki."
— Hver hafa verið helstu ágrein-
ingsmálin?
„Það hafa verið málefni stúd-
entagarðanna. Vaka vill reka Hót-
el á Görðunum á sumrin, en við
lítum fyrst og fremst á Garðana
sem heimili stúdenta og finnst að
þeir eigi að hafa forgang að þeim á
sumrum líka.
Hvað sem öðru líður þá hafa
hvað mestar breytingar átt sér
stað einmitt í sambandi við Fé-
lagsstofnun, eftir viðskilnað
vinstrimanna. Mötuneytið, sem
var rekið með 18 milljón gkr. tapi
í fyrra er nú rekið með lítils hátt-
ar hagnaði. Lögð hefur verið rækt
Auðunn Sigurðsson, ritstjóri Stúd-
entablaðsins
„Vinstribylgj-
an sem reis á
sjöunda ára-
tugnum er end-
anlega hnigin**
við aukna fjölbreytni í matarvali
og lækkun matarverðs og þetta
hefur skilað sér í auknum fjölda
stúdenta sem borða í FS.“
— Hvað um byggingarmál?
„Við unnum mjög örugglega að
útvegun fjármagns til endurbygg-
ingar Nýja-Garðs og er nú ljóst að
hægt verður að ljúka þessum við-
gerðum á einu ári í stað þriggja,
eins og áætlun vinstrimanna
hljóðaði upp á. Það var nýmæli í
starfsemi Stúdentaráðs að við
rákum húsnæðismiðlun, eftir að
mistókst að fá leigt húsnæði til að
leysa úr brýnni húsnæðisþörf
stúdenta.
í sambandi við nýbyggingar
stúdentagarða þá hef ég ákveðnar
skoðanir á því hvernig að því skuli
staðið. Ég tel vænlegast að stofn-
aður verði byggingasjóður stúd-
enta og skal hann fjármagnaður
með frjálsum framlögum félaga
og einstaklinga og láni frá Hús-
næðismálastofnun ríkisins. En þá
þarf einnig að breyta lögum um
Húsnæðismálastofnun þannig að
stúdentar njóti sömu réttinda og
verkamenn, þ.e. að þeir fái 80%
lán. Ég tel þetta fyllilega raun-
hæfan möguleika og einmitt nú er
verið að endurskoða þessa löggjöf
hvort eð er. Að viðbættum fyrr-
töldum framlögum tel ég að
Byggðasjóður eigi að leggja til
fjármagn í þennan byggingarsjóð
stúdenta, enda er þetta mikið
hagsmunamál fyrir stúdenta utan
af landsbyggðinni."
— Hvað viltu scgja um Stúdenta-
blaðið?
m m m i
íl.josm. Kmilía.)