Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 „Gengið í smidju“ Laugardaginn 6. mars verður opnuð sýning í Listmunahúsinu, Lækj- argötu 2. Sýning þessi sem heitir „Gengið í smiðju" gefur örlitla innsýn í tómsmíðar gullsmiða hér á landi. Ætlunin er einnig að koma fyrir í einum salnum vinnuborði og skiptast gullsmiðir á um að sitja þar við vinnu sína fyrir framan sýningargesti. Hlutir þeir sem þarna eru sýndir eru almennt ekki til sölu í verslunum gullsmiðanna og gefst því fólki gott tækifæri til að eignast myndverk og sérsmíðar sem ekki eru almennt á boðstólum. Öll verkin eru til sölu og er verð verkanna æði misjafnt, allt frá krónum 2.000 — til rúmlega 200.000.-. Verkin eru unnin í hin ólíkustu efni, svo sem gull, silfur, eir, látún, járn, gips og fleira. Þarna er um að ræða lágmyndir, skúlptúra, skartgripi og borð- búnað. 22 gullsmiðir taka þátt í samsýningunni. Sýningin stendur til 28. mars og er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00—22.00. Lokað á mánudögum. > Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi í dag laugardaginn 6. marz fer fram prófkjör Sjálf- stæöisflokksins í Kópavogi. Kosiö er í Víghólaskóla og Kársnesskóla frá 9—22. Viö hvetjum stuöningsmenn okkar til aö kjósa snemma og á þann hátt auövelda allt starf á kjör- stööum. Veröi þátttaka yfir 50% af kjörfylgi flokksins 1978, verður kosning þeirra sem fá yfir 50% atkvæöa bind- andi. Góö kosning sjálfstæðismanna er okkar markmið. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. ^mmmmmi^^^^mmmmmmm^^mmmm^mmmm^^^^ Rétt fæðuval: Fitan og æðakerfið Dr. Jón Úttar Ragnarsson dósent Hver gæti trúað því að óreyndu að jafn sakleysisleg fæða og fita geti haft eins afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf manns og heilsu eins og raun ber vitni? íslendingar af eldri kynslóð eiga sérlega erfitt með að trúa nokkru misjöfnu um fituna. Hélt hún ekki lífinu í þjóðinni? Voru íslendingar ekki jafnvel upp- nefndir mörlandar í Noregi? Staðreyndin er sú að flestir karlmenn og þær konur sem vinna erilsöm störf verða að vara sig á fitunni svo ekki sé talað um ef blóðfita eða blóðþrýstingur er í hærra lagi eða viðkomandi reykir. Þrátt fyrir alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um þetta efni virðist enn mjög algengt að fólk viti ekki hve brýnt það er að halda fituneyslunni í hófi og borða auk þess rétta fitu. í stuttu máli skiptir mestu að draga úr fituneyslunni, sérstaklega neyslu á harðfeiti. Jafnframt er æskilegt að auka nokkuð neyslu á mjúkri eða fljótandi fitu. í svo stuttri grein sem hér um ræðir gefst aðeins tími til að drepa á fáein atriði er snerta fitu og heilsufar og að leiðrétta algengustu bábiljurnar á þessu sviði. Æðakölkun Hjarta- og æðasjúkdómar eru nú algengastir allra hrörnunarsjúk- dóma á Vesturlöndum og á það sérstaklega við um karlmenn. Hafa Íslendingar ekki farið var hluta af þessari þróun. Margir deyja nú úr þessum sjúkdómum á besta aldri, oft án þess að sjúkdómurinn hafi gert teljandi boð á undan sér. Er því mikið í húfi ef tekst að draga úr tíðni þessara sjúkdóma. Oftast eiga þessir sjúkdómar rætur að rekja til æðakölkunar sem lýsir sér í því að fita safnast saman innan á æðaveggjunum svo æðarnar þrengjast smátt og smátt. Ef æðarnar við hjartað (kransæðar) lokast skyndilega fær viðkomandi kransæðastíflu eða hjartaslag. Ef þetta gerist í Mývatnssveit: Fjölmennt afmælis- hóf að Skjólbrekku Björk Mývatnssveit, 3. marz. MJÖG fjölmennt afmælishóf var haldið í Skjólbrekku í gærkvöldi, í tilefni 60 ára afmælis l'ráins Þóris- sonar skólastjóra á Skútustöðum. Tal- ið er að alls hafi mætt um eða yfir 200 manns. Birkir Fanndal, formaður skólanefndar, setti samkomuna með nokkrum orðum. Veizlustjóri var Ifelgi Jónasson hreppstjóri á Græna- vatni. Fjölmargar ræður voru fluttar og mikið sungið. Veitt var af rausn og setið að borðum í um fjórar klukku- stundir. Heiðursgesturinn, Þráinn Þóris- son, stjórnaði almennum söng. Þá söng hann og synir hans þrir, Hösk- uldur, Steinþór og Hjörtur, fjór- raddað. Ennfremur sungu einsöng og tvísöng, Þráinn og Steinþór við undirleik Fríðu Lárusdóttur. Marg- ar gjafir og skeyti bárust, m.a. vandað málverk, gullfagurt, málað af Sigurði Hallmarssyni á Húsavík, ennfremur bókagjafir og fleira. Þráinn Þórisson hefur nú starfað sem skólastjóri hér í sveitinni í 35 ár. Segja má, að hann hafi ætíð ver- ið farsæll í starfi, og hefur því á löngum skólastjóraferli mótað og uppfrætt fjölmörg mývetnsk ung- menni. Fullyrða má, að allt skóla- og uppeldisstarf Þráins í gegnum árin hafi borið góðan ávöxt og nem- endur hans þroskast og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Það hefur verið mikilvægt fyrir þetta byggðarlag að hafa fengið að njóta starfskrafta hans. Þráinn hefur einnig látið ýmis fé- lagsmál til sín taka og einkanlega hafa söng- og tónlistarmál verið honum hugleikin. Ekki er hægt að minnast Þráins á þessum merku tímamótum án þess að geta einnig eiginkonu hans, Margrétar Lárus- dóttur, frá Búðardal í Mosfellssveit. Hún hefur ætíð stutt hann með ráð- um og dáð, auk þess verið við kennslu í skóla hans. Meðan heimavist var í skólanum má segja, að þau hjón hafi verið sem foreldrar nemendanna, svo umhugaö var þeim um hag þeirra. Ég vil í lokin þakka þessum heið- urshjónum fyrir alla þeirra góðvild og samstarf á liðnum árum. Lifið heil. — Kristján . I I H arr Kerti í bílinn HEILDSALA — SMÁSALA Allt á sama Stað Laugavegi 118 - Simi 22240' EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.