Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
Adda Bára Sigfúsdóttir í borgarstjórn:
Samráð við borgarbúa
hefur minnkað síðustu ár
„VINSTRI meirihlutinn í
borgarstjórn Reykjavíkur
hefur viljað sniðganga vid-
horf framfarafélaga í ein-
stökum hverfum eða viðhorf
hverfisbúa,“ sagði Markús
Örn Antonsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, í
umræðum í borgarstjórn
Reykjavíkur 4. mars um til-
lögur Alþýðubandalagsins til
breytinga á stjórnkerfi
Reykjavíkurborgar. En Al-
þýðubandalagsmenn leggja
þar meðal annars til, að
stofnaðar verði „hverfa-
nefndir“ og verði þær form-
legir málsvarar hverfisbúa
gagnvart borgarstjórn. Adda
Rára Sigfúsdóttir, talsmaður
Alþýðubandalagsins, viður
kenndi í umræðunum, að
samráð við borgarbúa hefðu
minnkað í stjórnartíð vinstri
meirihlutans.
Markús Örn Antonsson taldi
það ekki gild rök hjá Öddu Báru
Sifffusdóttur, að minnkandi sam-
ráð við borgarbúa mætti rekja til
þess, að Alþýðubandalagið hefði
verið rekið út í horn innan meiri-
hlutans. Alþýðubandalagsmenn
hefðu viljað sniðganga Framfara-
félag Arbæjar, þegar gerðar voru
athugasemdir við skipulag í Ar-
túnsholti. Og á fundi, sem Fram-
farafélag Breiðholts III hélt í
Hólabrekkuskóla, til að koma á
framfæri athugasemdum meðal
annars varðandi skipulagsmál,
hefðu flokksmenn í Alþýðubanda-
laginu kvartað undan skorti á
sambandi við Framfarafélagið.
Taldi Markús Örn með öllu óþarft
að kerfisbinda sambandið við
borgarbúa eins og Alþýðubanda-
lagið vildi, í þessu máli réði mestu
viðhorf ráðamanna á hverjum
tíma. Hverfafundir borgarstjóra
tvisvar á kjörtímabili í stjórnartíð
sjálfstæðismanna sýndi hug
þeirra í þessu efni.
Leiðrétting
í MORGUNBLAÐINU í gær, bls.
47, misritaðist nafn Helgu
Björnsson, sem þar var nefnd
Bjarnason, er skýrt var frá því, að
ullarkápa hennar hefði vakið at-
hygli. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Athugasemdir
ísafirði
Morgunblaðinu hefur borizt eft-
irfarandi athugasemd vegna frétt-
ar í blaðinu laugardaginn 20.
febrúar sl.
í Morgunblaðinu sl. föstudag
birti fréttaritari Mbl. hér á ísa-
firði (Úlfar) frétt um fyrirhugað
prófkjör stjórnmálaflokkanna
sem fram fer um næstu helgi.
Væri sú frétt allra góðra gjalda
verð ef ekki hefðu slæðst með
rangar fullyrðingar um forval
Alþýðubandalagsins „til vals á
endanlegum prófkjörslista
flokksins", en þar er farið rangt
með bæði nöfn og atkvæðafjölda
í veigamiklum atriðum.
Aðspurður kvaðst fréttaritari
hafa heyrt sögur af forvali þessu
og látið þær flakka með fréttinni
af áðurnefndu sameiginlegu
prófkjöri. Ekki hafði hann fyrir
því að leita til Alþýðubanda-
lagsmanna til að kanna sann-
leiksgildi þessa bæjarslúðurs.
Ekki kvaðst fréttaritari í sam-
tali við undirritaðan heldur vilja
draga þessa röngu frétt til baka.
Verður hún því hér leiðrétt.
Sannleikurinn er sá, að kjörin
nefnd á vegum Alþýðubanda-
lagsins á Isafirði framkvæmdi
skoðanakönnun meðal flokks-
manna og nokkurra stuðnings-
manna, til þess að auðvelda sér
val á mönnum til að skipa próf-
kjörslista flokksins. Ekki var um
það að ræða að raða nöfnum í
sæti. Þess vegna sögðu niður-
stöður ekkert um skoðanir
flokksmanna á því hverjir
skyldu skipa efstu sæti. Ákveðið
var að gera þessar niðurstöður
ekki að fjölmiðlamáli (og við það
verður staðið hér), enda gæti
slíkt hugsanlega haft áhrif á val
kjósenda í væntanlegu prófkjöri
og væri þá heldur ekki hallað á
neinn af þeim er tækju þátt í
prófkjörinu.
Þess vegna er það mjög miður
að fréttaritari Mbl. skuli, í um-
hyggju sinni fyrir innanflokks-
málum Alþýðubandalagsins á
Isafirði, birta rangar upplýs-
ingar. Er það forkastanlegt að
fréttaritari skuli heldur vilja
birta rangar fréttir en engar, og
að hann skuli sjá sóma sinn í því
að telja bæjarslúður eða sögu-
sagnir nægar heimildir frétta
sinna.
Hitt vekur einnig nokkra
furðu að fréttaritari, sem lætur
sér svo annt um innanflokksmál
Alþýðubandalagsins á ísafirði,
skuli ekki telja háværar sögu-
sagnir um prófkjörsraunir
Sjálfstæðismanna hér í bæ
fréttaefni að sama skapi.
Það er von mín að við áskrif-
endur Mbl. megum eiga von á
vandaðri fréttaflutningi frá ísa-
firði.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hallur Páll Jóns-son
Morgunblaðið hefur boðið mér
að gera athugasemd við bréf
Hajls Páls Jónssonar þar sem
hann gerir að umræðuefni frétt
mína í Morgunblaðinu 20. febrú-
ar sl., þar sem kemur fram, að
hann hafi fengið flest atkvæði í
forvali Alþýðubandalagsins
vegna prófkjörs flokksins á ísa-
firði. Segir hann fréttina upp-
logna án þess þó að sýna fram á
að annar sannleikur sé til í mál-
inu.
Hann gat þess hinsvegar ekki,
að ég bauðst til að biðja hann
afsökunar á fréttinni ef væri
hún röng og birta leiðréttingu.
Hann neitaði því afdráttarlaust
og kvaðst ekki gefa mér neinar
upplýsingar um þessi mál.
Þar sem ég veit að fréttin er
rétt, sé ég enga ástæðu til að
fara að skrifast á við bréfritara
jafnvel þótt að umræðan um úr-
slit forvalsins hafi e.t.v. orðið til
þess að hann fór halloka í
prófkjörinu fyrir Aage Steinson.
Hann verður hreinlega að sætta
sig við það að á meðan við búum
enn við frjálsa fjölmiðlun þá
birtast fréttir jafnt hvort það er
þóknanlegt „stjórnmálaleiðtog-
um“ eða ekki.
Eg vil að lokum aðeins endur-
taka það, að ég er tilbúinn til að
leiðrétta téða frétt reynist hún
ósönn og ég veit að Morgunblað-
ið mun Ijá málinu rúm til þess
að sannleikurinn megi njóta
þeirrar virðingar sem honum
ber.
Ulfar Agústsson,
fréttaritari Morgunblaðsins,
ísafirði.
Liðsmenn hljómsveitarinnar The Swinging Blue Jeans.
Þrjár hljómsveitir koma
Þorsteinn Viggósson hefur nú komist að samkomulagi við þrjár
rokkhljómsveitir, sem gerðu garðinn frægan á Bítlatímabilinu, um að
koma hingað til lands og halda hljómleika.
Fyrst í röðinni er hljómsveitin The Swinging Blue Jeans. Mun
hún halda hljómleika á skemmtistaðnum Broadway föstudaginn 12.
og laugardaginn 13. mars. Ef einhverjir muna eftir lögunum Hibby,
hibby Shake og Good Golly Miss Molly má rekja þau til þessarar
hljómsveitar. •
Sú næsta er Hollies og í sumar kemur hljómsveitin The Troggs
hingað til að skemmta landanum.
Ný mynd
í Regnboganum:
„Heimur í
upplausn“
Regnboginn er að hefja sýn-
ingar á myndinni „Heimur í upp-
lausn“ með Julie ('hristie í aðal-
hlutverki, leikstjóri er David
Gladwell og handrit eftir Doris
Iæssing.
Myndin fjallar um leit konu
nokkurrar til að losna við þann
ótta sem fjöldi fólks er haldinn
nú á dögum, ótti við að heimur-
inn hrynji til grunna og fleira í
þeim dúr. Til að losa sig við
þennan ótta skapar aðalpersón-
an sér sinn eigin heim, á bak við
einn vegginn í íbúðinni. Þar
kemur hún inn í skrautlega
íbúð, fulla af fögrum gömlum
munum og þar reikar hún um,
getur séð forfeður sína og sína
eigin æsku.
Jarðstöð fyrir Varnar-
liðið reist við Úlfars-
fell þegar á þessu ári?
„UPPSETNING þessara tækja
tekur ekki langan tíma og þeir hafa
áhuga á að flýta þessu sem mest
þannig að þessi stöð kæmist í gagnið
á þessu ári, en það er að vísu óljóst
með afgreiðslutíma á tækjunum,“
sagði Gústaf Arnar, yfirverkfræðing-
ur hjá Pósti og síma, er Morgun-
Dalvík:
Listi Sjálfstæð-
isflokksins
lagður fram
Dalvík, 4. marz.
LISTI Sjálfstæðisflokksins vegna
bæjarstjórnarkosninganna á Dalvík
í vor hefur nú verið lagður fram og
skipa hann eftirtaldir:
1. Helgi Þorsteinsson, 2. Þor-
steinn Aðalsteinsson, 3. Eyvör
Stefánsdóttir, 4. Júlíus Snorrason,
5. Trausti Þorsteinsson, 6. Björn
Elíasson, 7. Lína Gunnarsdóttir, 8.
Zophanías Antonsson, 9. Guðbjörg
Antonsdóttir, 10. Óskar Jónsson,
11. Björgvin Gunnlaugsson, 12.
Hallfríður Þorsteinsdóttir, 13.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson og í 14.
sæti er Sigfús Þorleifsson.
Fréttaritari.
blaðið ræddi við hann í gær um
fyrirspurn Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli um möguleika á móttöku-
stöð fyrir sjónvarpsefni, sem sett
yrði upp við hlið Skyggnis við íllf-
arsfell. Hann bætti því við, að þetta
mál væri á algjöru frumstigi. Aðeins
tíu dagar væru liðnir frá því, að
óformleg fyrirspurn hefði borizt
þessa efnis frá forsvarsmönnum
sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli
og engin ákvörðun hefði verið tekin
um málið, hvorki hjá Pósti og síma,
né í samgönguráðuneytinu.
Bandaríkjaher hefur hug á að
nota þessa jarðstöð til að taka á
móti skemmtiefni, íþróttaviðburð-
um og ýmsu öðru efni, en það efni
yrði einnig sent til annarra her-
stöðva Bandaríkjamanna í Evr-
ópu. Sjónvarp Varnarliðsins gæti
ekki notað jarðstöðina Skyggni til
móttöku þessa efnis þar sem hún
er stillt á annan Intelsat-hnött, en
Bandaríkjamenn hyggjast nota,
og hverja stöð er aðeins hægt að
stilla á einn gervihnött. Ef þessi
stöð verður sett upp verður ekki
mögulegt fyrir aðra að horfa á það
sjónvarpsefni, sem fer í gegnum
stöðina, en þá sem búa á Keflavík-
urflugvelli. Jarðstöðin yrði ein-
göngu notuð til að taka á móti al-
mennu sjónvarpsefni.
„Þetta mál kemur upp í fram-
haldi af því, að við höfum tvívegis
tekið á móti efni í gegnum
Skyggni fyrir sjónvarp Varnar-
liðsins, þær sendingar tóku 3—4
tíma í hvort skipti," sagði Gústaf
Arnar. „Þeir hafa haft áhuga á að
auka þessar sendingar, en átt í
erfiðleikum með það vegna þess að
erfitt er að fá svona langan tíma
inni á gervitunglunum, sem eru
orðin mikið upptekin. Þá kom sú
hugmynd upp að senda dagskrá,
sem dreift er til herstöðva í
Bandaríkjunum, áfram í gegnum
gervihnött yfir Atlantshafið til
Evrópu. Nú eru þeir með á prjón-
unum að taka á leigu magnara í
einum Intelsat-gervihnettinum,
sem er notaður sem varahnöttur,
og dreifa efni þannig til sinna her-
stöðva í Evrópu.
í raun er eftir að athuga alla
þætti þessi máls; hvernig staðið
verður að kaupunum, hvort um
tollfrelsi verður að ræða, hvort
Póstur og sími verður einn eigandi
stöðvarinnar, hvers konar greiðsla
komi fyrir notkun stöðvarinnar og
ýmislegt annað. Það sem Varnar-
liðið hefur áhuga á er eingöngu
sjónvarpsmóttaka, en það sem við
sjáum við þetta er að ef Varnarlið-
ið hættir að nota gervitungl fyrir
þessa sendingu þá er þarna tæki,
sem við gætum notað fyrir okkar
eigin símanotkun með tiltölulega
litlum breytingum," sagði Gústaf
Arnar.
Kostnaður við slíka stöð er
áætlaður um 20 milljónir króna.