Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 26

Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 Næsta stórvirkjun Óskiljanleg vinnubrögd stjórnvalda Eftir Berg Sigiirbjörnsson Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem almenningur vildi mega treysta, lágu fyrir um það, að hefði ekki náðst samkomulag milli heimamanna um svonefnda „virkjunarleið 1“ í Blöndu fyrir síðustu áramót, yrðí ráðist í Fljótsdalsvirkjun sem næstu stór- virkjun. Þó skildist manni að þá yrði áfram unnið að samkomulagi um aðra virkjunartilhögun við Blöndu, þannig að framkvæmdir við þessar tvær virkjanir kæmu í öllu falli til með að skarast, eins og það var orðað. Um síðustu árámót lá það alveg Ijóst fyrir, að samstaða náðist ekki meðal heimamanna um virkj- unarleið I í Blöndu. Það lá einnig jafn Ijóst fyrir, að allt mundi falla í Ijúfa löð milli heimamanna um Blönduvirkjun, ef horfið yrði frá þeirri ákvörðun svonefndra „sér- fræðinga Orkustofnunar" að eyða ti11itslaust öllu því gróðurlendi, sem virkjunarleið I hafði í för með sér. Óskiljanleg og óhugnanleg vinnubrögd stjórnvalda Þrátt fyrir framangreindar yf- irlýsingar innan þings og utan, var ákveðið í núverandi rikis- stjórn að halda áfram að þjarma að því fótki á Norðurlandi, sem var andvígt virkjunarleið I í Blöndu og bjóða einnig meira fé fram í „bætur" til að knýja fram það „samkomulag", sem öllum landsmönnum var ljóst, að ekki var fyrir hendi. Fyrir þá, sem utan við standa, eru þetta satt að segja óskiljanieg og „óhugnanleg vinnubrögð, sem menn hefðu helst ekki viljað horfa upp á hér vestan megin, og það af ýmsum ástæðum. 1. Með þessu átti að beygja menn til að samþykkja það, sem þeir höfðu áður neitað, knýja þá til að fallast á landeyðingu, sem þeim var hjartans mál að fall- ast ekki á. 2. Bera slíkt fé í málið, að menn af þeim sökum féllust á það, sem þeir höfðu áður neitað að fall- ast á. 3. Stilla þeim upp við vegg, benda á þá og hrópa: Það voru þessir menn, sem komu í veg fyrir Blönduvirkjun. Með þessu er vísvitandi verið að stofna til þeirra illdeilna og „mannvíga" heima í héraði milli hinna andstæðu hópa, að ekki er ósennilegt að ýmsir sæju sér þann kostinn vænstan að flýja af þeim vígvelli. Minnir þetta óhugnanlega á afleið- ingarnar af afskiptum stjórn- valda eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í Geithellnahreppi 1978, sem munu eitra allt mannlíf þar í sveit um ófyr- irsjáanlegan tíma. 4. En ef með þessum vinnubrögð- um tekst að bera slíkt fé í málið í formi bóta, að menn samþykki þá landeyðingu, sem þeir áður höfðu neitað, er verið að gera Blönduvirkjun að dýrustu virkjun landsins, en ekki ódýr- ustu, þar sem bæturnar eiga sér líklega enga hliðstæðu í veröld- inni, en mundu auk þess skapa fordæmi um bætur vegna allra annarra virkjana héðan í frá, sem skrifast yrði á reikning Blöndu, m.a. Fljótsdalsvirkjun, þar sem núverandi samkomu- lag um hana gildir aðeins ef framkvæmdir eru hafnar innan þriggja ára frá undirritun. Svona geta aðeins ráðherrar talað Skömmu eftir að ljós varð af- staða heimamanna í þeim sveit- arfélögum, sem höfðu hagsmuna að gæta vegna röskunar á stöðu og högum í sambandi við Blöndu- virkjun, brýndi einn núv. ráðherra bændur nyrðra (í sjónvarpsþætti) á því, að þeir væru, með því að fresta Blönduvirkjun og hleypa Fljótsdalsvirkjun fram yfir, að stuðla að 20% hærra orkuverði í landskerfinu en ella hefði orðið. Svona geta aðeins ráðherrar leyft sér að tala. Aðrir ekki. í fyrsta lagi vegna þess, að þó að 20% munur væri á verði á orkueiningu frá Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun, vegur það ekki 20% í landskerfinu. í öðru lagi vegna þess, að allir landsmenn (nema þá ráðherrann) reikna með að Fljótsdalsvirkjun verði byggð, þó svo hún verði næst á eftir Blöndu, og kemur þá inn í lands- kerfið með sínu kostnaðarverði (vonandi til lækkunar á þáverandi orkuverði). Hugsanlegur munur á orkuverði, eftir þvi hvór virkjunin yrði á undan, gæti því aldrei gætt nema þann tíma, sem lifði frá því fyrri virkjunin tæki til starfa og þar til sú seinni kæmi í gagnið. Og í þriðja lagi veit enginn enn, hvert endanlegt verð á orkuein- ingu verður um að ræða frá þess- um tveimur virkjunum, þar sem kostnaður vegna „bóta“ hefur ekki verið tekinn inn í núverandi út- reikninga, auk þess sem útreikn- ingarnir sjálfir eru allir gagnrýni verðir og varlega marktækir. Bergur Sigurbjörnsson Adstæður, sem þungt ættu að vega við ákvörðun I lengstu lög verður að trúa því og vona, að stjórnvöld beri gæfu til að taka tillit til veigamestu at- riða vegna hagsmuna þjóðarinnar allrar, þegar næsta stórvirkjun verður ákveðin. Til frekari áherslu skulu hér aðeins þau allra mikil- vægustu talin. Miðlun fyrir landskerfið Þjóðin hefur tapað ófáum millj- ónum á því, einkum tvo síðustu vetur, að næga vatnsmiðlun vant- ar í landskerfið, þ.e. vatn sem unnt er að safna í stór lón yfir vor- og sumarmánuði og geyma til vetrarins eins og hey, svo að ekki þurfi að grípa til rafmagns- skömmtunar á veturna og draga með því stórlega úr framleiðslu og þjóðartekjum. Aðeins Fljótsdals- virkjun býður upp á þennan kost. Hin gífurlega tilgangslausa eyð- ing á gróðurlendi við Blöndu i því skyni að búa þar til stórt, en til- tölulega vatnslítið miðlunarlón, tryggir ekki nærri því nauðsyn- lega miðlun í landskerfinu. Öryggi þjóðarheild- arinnar ofar öðru í núverandi stjórnarsamningi er kveðið á um það, að næsta stór- virkjun skuli vera utan eldvirkra svæða og þá um leið jarðskjálfta- svæða. Er svo kveðið á vegna þess, að mörgum var farið að ofbjóða það fyrirhyggju- og öryggisleysi, sem í þvi fólst að hrúga öllum stórvirkjunum landsins á Þjórs- ár-Tungnársvæðið í skjóli helstu eldstöðvanna. Því til skýringar, hvað hér er átt við, og hvaða hags- munir eru í húfi fyrir mesta þétt- býli landsins, skal birt eftirfar- andi kort og skýringar við það frá Almannavörnum. Það er afsakanlegt, þó að hinn almenni borgari vilji loka augun- um fyrir hugsanlegum stóráföll- um og huga að bjartari hlutum. En það er óafsakanlegt, ef stjórn- völd loka augunum. Það er eitt af mörgum hlutverk- um stjórnvalda að reyna að búa þjóðina þann veg í stakk, að hún geti mætt stóráföllum án þess að til beinna hörmunga komi. „IJm V< hlutar (hladinna) steinhúsa eyðileggjast og flest þeirra hrynja til grunna. Vel byggð timburhús og brýr stórskemmast og einstaka eyðileggjast. Stíflu- og flóðgarðar verða fyrir miklum skemmdum. Leiðslur í jörðu rifna í sundur og skekkjast. Sprungur koma í malbikaðar götur. Mikil skriðuföll og grjóthrun úr fjöllum. Yfirborð á lausum sandi breytist allmikið. í ám og vötnum myndast öldur sem ganga á land.“ Þessi lína liggur í gegnum Búrfellsvirkjun. „Það tekur langan tíma að undirbúa og semja um alla þá margvíslegu og marg- slungnu þætti, sem orkufrek fyrirtæki varðar. Ekkert um- talsvert fyrirtæki er nú kom- ið eins langt í öllum undir búningi eins og kísilmálm- verksmiðjan á Reyðarfirði. Tvö ár eða meir gætu liðið þar til eitthvert fyrirtæki á öðrum stað gæti komist á sama stig undirbúnings. Fljótsdalsvirkjun er eina virkjunin á lokastigi undir búnings, sem gæti séð kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar firði og allt að helmingi stærra fyrirtæki á Norður landi fyrir nægri orku.“ Engin virkjun, af þeim sem nú eru að nálgast framkvæmdastig, er nægilega stór til að geta skapað suðvesturhorni landsins nægilegt öryggi í orkumálum, ef það versta skyldi gerast, — nema Fljóts- dalsvirkjun. Orkufrekur iðnaður Það er nú augljós staðreynd, að engum deilum á lengur að þurfa að valda, hvorki milli flokka né einstaklinga, að við sækjum ekki fram til bættra lífskjara fyrir fjölmennari þjóð (nýjar kynslóð- ir), nema með því að hagnýta orkulindir landsins í tengslum við aukinn iðnað, stóran og smáan. Það er því jafn augljóst, að for- senda fyrir næstu stórvirkjun er, að samtímis virkjuninni verði haf- ist handa um byggingu iðnfyrir- tækja, sem hagnýti a.m.k. helming orkunnar. Það tekur langan tíma að undir- búa og semja um alla þá margvís- legu og margslungnu þætti, sem orkufrek fyrirtæki varðar. Ekkert umtalsvert fyrirtæki er nú komið eins langt í öllum undirbúingi eins og kísilmálmverksmiðjan á Reyð- arfirði. Tvö ár eða meir gætu liðið þar til eitthvert fyrirtæki á öðrum stað gæti komist á sama stig und- irbúnings. Fljótsdalsvirkjun er eina virkj- unin á lokastigi undirbúnings, sem gæti séð kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og allt að helmingi stærra fyrirtæki á Norðurlandi fyrir nægri orku. Það er einn af hennar góðu kostum umfram allar þær virkjanir, sem nú eru í boði. Lokaorð En hvað sem öllu öðru líður, skulum við vona, að stjórnvöld beri gæfu til þess að gera það eitt varðandi ákvörðun um næstu stór- virkjun, sem þjóðarheildinni er fyrir bestu og til mestu hagsbóta, þegar öll efnisrök hafa verið vegin og metin. Við skulum einnig vona, að rík- isstjórninni takist að koma í veg fyrir nýtt „Laxárvirkjunarævin- týri Orkustofnunar", eða jafn hörmuleg sambúðarvandamál sveitunga, og stjórnvöld áttu drjúga hlutdeild að í Geithellna- hreppi. Til þess eru vítin að varast þau. 12. kirkjuvika Akureyrarkirkju Xkurcyrark'rkju, Akureyri, 4. marz. Ný sovésk mynd í MÍR-salnum KIRKJUVIKA, hin 12. í röðinni síóan árió 1959, veróur haldin meó fjölbreyttri dagskrá 7.—14. marz. Ilún hefst með æskulýðsmessu, þar sem Stína Gísladóttir, æsku- lýðsfulltrúi, prédikar, en sr. Þór- hallur llöskuldsson þjónar fyrir altari, og lýkur með guðsþjónustu, þar sem herra l’étur Sigurgeirsson biskup prédikar, en sr. Birgir Snæ- björnsson annast altarisþjónustu. Þar að auki verður föstumessa miðvikudagskvöldið, og þar préd- ikar sr. Pálmi Matthíasson, ný- kjörinn prestur í Glerárpresta- kalli. Samkomur verða á mánu- dags-, þriðjudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld, allar með* fjölbreyttum dagskráratriðum. Ræðumenn verða Bárður Hall- dórsson, menntaskólakennari, Bjarni Guðleifsson, ráðunautur, Margrét Jónsdóttir, skólastjóri á Löngumýri, Stína Gísladóttir, æskulýðsfulltrúi, og Halldór Blöndal, alþingismaður. Upp- lestur annast Heiðdís Norðfjörð, Jóhann Pálsson og Tryggvi Tryggvason og helgileikur verð- ur fluttur. Auk þess verður mik- il tónlist flutt, bæði söngur og hljóðfæraleikur, og þar að auki verður almennur söngur og víxllestur prests og safnaðar. Er þó ekki nærri allt talið, sem á dagskrá er. Einkunnarorð kirkjuvikunnar eru: „Kirkjan er oss kristnum móðir." Sv.P. NK. SUNNIJDAG, 7. mars, kl. 16, verður ný sovésk kvikmynd sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48. Þetta er myndin „Það myndi ekki hvarfla að ykkur" (Vam i ne snilos), sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í febrúar undir nafninu „Vegir ástar- innar eru órannsakanlegir". Kvikmyndin er gerð á sl. ári, leikstjórinn er Ilja Frez og fjallar hann hér um málefni og tilfinningalíf ungs fólks, eins og í mörgum öðrum myndum sínum. Hann bregður birtu á erfiðleika og sársauka þess tímabils, sem er undan- fari fullorðinsára. Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.