Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 27
Sjötug: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 27 Sóley Þorsteinsdótt- ir fyrrv. kaupmaður í dag er Sóley Þorsteinsdóttir, fyrrverandi kaupmaður í verzlun- inni Sóley, sjötug. Sóley er fædd í Bolungarvík 6. marz árið 1912, dóttir sæmdar- hjónanna Þórlaugar Benedikts- dóttur og Þorsteins Eyfirðings skipstjóra. Sóley fluttist ung með foreldr- um sínum til ísafjarðar og 14 ára gömul fluttist hún með þeim til Reykjavíkur. Hún innritaðist í Kvennaskólann í Reykjavík og settist á annan bekk hans og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1928. Á þessum árum var mjög erfitt að fá vinnu, enda heimskreppan mikla í nánd. Sóley var svo heppin að fá vinnu í Soffíubúð hjá Axel Ketilssyni og þar var hún í fimm ár eða þar til að hún var tuttugu og eins árs gömul. í Soffíubúð kynntist Sóley Ágústi Jóhannes- syni, verzlunarmanni, sem varð síðar eiginmaður hennar. Þau giftu sig árið 1934. Sóley og Ágúst eignuðust fjögur mannvænleg börn, þrjár dætur og einn son: Sigríði, gifta Andrési Jó- hannessyni, fyrrverandi bónda á Stóra-Kroppi í Borgarfirði og nú- verandi kjötmatsmanni, Soffíu, gifta Oddi R. Hjartarsyni, dýra- lækni, Svövu, gifta Ólafi Sigurðs- syni, arkitekt, og Ágúst, sem lést af slysförum þrettán ára gamall. Sóley missti mann sinn árið 1941, eftir aðeins sjö ára sambúð. Sóley stofnaði verzlun sína 1. október árið 1952 og verslaði með vefnaðarvöru. Verzlunarstörfin kunni hún og hún var duglegur kaupmaður. Hún fór á sýningar erlendis og fylgdist með því sem var að gerast hjá nágrönnum okkar og flutti margar nýjungar í verzlun til landsins. Sóley tók strax virkan þátt í fé- lagsstarfi Félags vefnaðarvöru- kaupmanna og sat í stjórn þess félags í um það bil aldarfjórðung. Þegar Stofnlánasjóður skó- og vefnaðarvörukaupmanna var stofnaður var Sóley kjörin þar í stjórn og átti þar sæti þar til hún hætti að verzla. Sóley var kjörin til að inna af hendi margvísleg önnur störf í þágu Félags vefnaðarvörukaupmanna og kaupmannastéttarinnar sem slíkrar, en ég læt nægja í þetta sinn að nefna setu hennar í stjórn- um þeirra félga sem að ofan getur. Sóley Þorsteinsdóttir er fríð og fönguleg kona á velli, en þó er hitt meira virði að hún er búin óvenju- legum mannkostum. Hún tekur jákvætt á öllum málum sem hún meðhöndlar og frá henni stafar gleði og birtu sem upphefur svört- ustu skugga. Félag vefnaðarvörukaupmanna og Kaupmannasamtök íslands árna henni allra heilla á þessum merku tímamótum ævi hennar og þakka störf hennar í þágu kaup- mannastéttarinnar. Starfsfólk Kaupmannasamtak- anna sendir henni einnig bestu af- mælisóskir og þakkar henni skemmtilegt og gott samstarf á liðnum árum. Jón I. Bjarnason Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur: Athugasemdir vegna vidtals vid Kristján Ragnarsson formann LÍÚ í Mbl. 4. marz sl. í ofangreindu viðtali er haft eft- ir Kristjáni að hann harmi grein okkar Páls Reynissonar eðlis- verkfræðings um ástand loðnu- stofnsins og bergmálsmælingar á stærð hans sem birtist í Mbl. fimmtudaginn 25. febrúar sl. Finnst Kristjáni við taka illa gagnrýni þeirri sem við höfum sætt vegna starfs okkar á undan- förnum mánuðum. Ég er algerlega sammála Kristjáni um að málefnaleg gagnrýni eigi fyllsta rétt á sér hér sem annarsstaðar, en finnst hinsvegar að í okkar tilviki „sýnist gagnrýni þessi oft van- hugsuð og óábyrg ...“ eins og segir í umræddri grein í Mbl. Mér er ljúft að taka fram að Kristján Ragnarsson á hér eng- an hlut að máli. í annan stað vil ég leiðrétta þann misskilning sem fram kemur hjá Kristjáni að ákvörð- un loðnukvóta til bráðabirgða fyrir veiðitímabilið sumar- haust 1980 — vetur 1981 hafi byggst á tillögum frá íslenskum fiskifræðingum. Þetta var ákvörðun norsk-íslensku fiskveiðinefndarinnar og há- marksafli til bráðabirgða ákveðinn 125 þús. tonnum hærri en Hafrannsóknastofnunin hafði lagt til sbr. bréf hennar til Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 6. 5. 1980. Haustið 1980 var siðan lagður til 40% niðurskurður á bráða- birgðakvótanum. Skorið var niður um 30% en seinna leyfðar veiðar á um 90 þús. tonnum vegna frystingar og hrogna- töku, þannig að endanlegur niðurskurður varð um helming- ur þess sem lagt hafði verið til. Öðru máli gegnir um setningu bráðabirgðakvóta fyrir seinasta veiðitímabil (1981—1982). Þar var farið að tillögum fiskifræð- inga. Hinsvegar reyndist erfitt að skera kvótann nægilega niður þegar upplýsingar lágu fyrir um að við hefðum reynsl alltof bjartsýnir í upphafi. Annars var tilgangur okkai Páls með umræddri grein frá leitt sá að firra okkur ábyrgð Hún var eingöngu skrifuð ti þess að skýra vinnubrögð okka og sjónarmið og leiðrétta mis skilning, nákvæmlega eins 0| þessar athugasemdir. Hjálmar Vilhjálmsson Sjáffstæðisfólk í Kópavogí Prófkjör til bœjarstjórnarkosninga fer fram 6. marz. Guðna Stefánsson STYÐJUM bæjarfulltrúa til cndurkjörs Stuðningsmenn. Sjálfstæðismenn í Kópavogi Laugardaginn 6. mars fer fram prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Kópavogi. Við stuðningsmenn Braga Michaelssonar hvetjum allt sjálfstæöisfólk til aö taka þátt í prófkjörinu og styöja ungan mann meö reynslu í bæjarmálum og atvinnulífi. Stuðningsmenn. Við opnum nýja búð í Keflavík Hljómtækja- sýnmé KEFLAVIK í dag laugardag kl.13-17 Á morgun sunnudag kl. 14-17 Hafið þið heyrt það betra? I storglæsilegu hljóðstudeoi getið þið m.a. heyrt i KEF 1052 sem flestir gagnrynendur telja bestu hatalara heims og „State of the Art magnara (sa besti) fra Electrocompaniet. ► Mú verður fjör ó Hafnargötunni! Full búð af öllu því nýjasta frá: Technics - SONY Panasonic - audio-technica NIKKO - ELECTRO VOICE Gtitónleikar frá kl. 15-17. Fram koma Bodies og Spilafífl Technics E33 audio-technica MIKKO SONY ELECTRO VOICE Videoið á fullu VHS/Beta Hafnargötu 38 - Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.