Morgunblaðið - 06.03.1982, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982
mmm
ff
-CjgaQ 'JnÍYBfiQ1 t . Syndicqto__ ..______________________
■n Vi/jiá per l&ta i/ekjp) yc^ur, herra?"
HÖGNI HREKKVÍSI
Um útvarpsdagskrána
frá áramótum og
íslensku fornhandritin
Gódi Vclvakandi!
Þar sem sjónvarp og útvarp
eru miklir þættir í daglegu lífi
manna, þykir mér hlýða að fram
komi öðru hvoru álit manna á
því, sem þar heyrist og birtist,
og sem flestra, því viðhorf við
bæði fróðleiks- og skemmtiefni
hljóta að vera misjöfn og gott að
sem flest sjónarmið komi í ljós.
Útvarpið hefur frá áramótum
flutt marga ágæta þætti. Ég álít
að margt af efni þess hafi verið
bæði fróðlegt og skemmtilegt.
Talsvert hefur verið kvartað yf-
ir, hve seint á kvöldin hinir
ágætu viðtalsþættir Jónasar eru
fluttir, en þeir eru að mínu viti
oft hrein listaverk. Ég hef hlýtt
á þá flesta og gæti vel notið
þeirra í annað sinn. Það er alltaf
ánægjulegt að fylgjast með efni
sem kemur alveg á óvart með
hversu gott það er, þótt verið
hafi von á góðu. Ég skora á ráð-
endur útvarps að endurflytja
þessa þætti á hentugum tíma.
Munu margir mér sammála um
að ýmislegt, sem þá er flutt,
megi missa sig í staðinn.
Leikritin í vetur hafa að mestu
verið endurflutt frá fyrri tíð. Nú,
frá mínu sjónarmiði er ekkert út
á þessa sparnaðaraðgerð að
setja. Mér þykir gaman að
hlusta á góð leikrit með gömlu
góðu leikurunum okkar. Hitt
finnst mér afsiða, þegar lélegar
sjónvarpsmyndir eru á skjánum
á fárra mánaða fresti. Ég vil
nota tækifærið til að þakka
Magneu Þorkelsdóttur innilega
fyrir frábæran flutning hennar
á orði kvöldsins. Er ég alls ekki
að lasta aðra sem farið hafa með
þetta efni, þótt mér þyki þýð og
innileg framsögn hennar bera af.
í sjónvarpi eru Furður verald-
ar og Alheimurinn mjög áheyri-
legir þættir, — þótt mér þyki
stundum meira um hæpnar
bollaleggingar en fróðleik hjá
Sagan enda er hann „science
fiction“-höfundur. Hljómlistar-
þáttur Jehudi Menuins er góður.
Ég hef ánægju af honum þó ég
hafi lítinn skilning á efninu.
An þess að ég sakni „Dallas"
virðist mér að mörgum þyki
þetta góð dægrastytting og væri
því rétt að þægja fólki með ann-
arri sýniröð. Ég held að þetta sé
ekki meira spilliefni en margt
annað. Að vísu gæti þetta ömur-
iega hyski spillt hugmyndum
manna um lifnaðarhætti í
Bandaríkjunum.
Ættarsetrið var góð gaman-
mynd en allt er bezt í hófi og ég
sá henni á bak án saknaðar.
Fimm dagar í desember er vel-
gerð mynd og áhugaverð.
Spænska myndin finnst mér
hálfleiðinleg. Ég get ekki fengið
áhuga á þessu fólki sem hún
fjallar um.
Þulir í sjónvarpi þykja mér
flestir góðir — sumir afbragð
eins og Sonja og Ómar. Guð-
mundur Ingi hefur góðan róm,
hann ætti að taka Sonju sér til
fyrirmyndar og hætta að höggva
sundur setningarnar þar sem
síst skyldi. Seint held ég að Ólaf-
ur Sigurðsson nái því marki að
verða góður sjónvarpsmaður.
Hann hefur ekki nógu góðan
málróm til þess. Ég hef ekkert út
á það að setja sem hann segir en
gengur illa að heyra það.
íslcnzku handritin
verði ekki lánuð
Hér er svo orðsending sem ég
bið þig að koma á framfæri
Velvakandi góður. Ég las í blaði
að forsætisráðherra væri tregur
til að lána forn handrit til Am-
eríku í sumar. Furða var! Hér er
mín skoðun á þessu máli: Allir
Islendingar eru eigendur hand-
ritanna sem Danir endursendu
okkur af einstæðum höfðings-
skap og sanngirni. Þeir neituðu á
sínum tíma að lána Flateyjarbók
til Bandaríkjanna þótt boðið
væri að senda herskip eftir
henni. Umsjónarmenn Árna-
safns hafa umboð til að annast
og vernda handritin. Ráðherrar
hafa umboð til að stjórna mál-
efnum okkar innanlands og
utan.
En öll þessi umboð hafa að
sjálfsögðu sínar eðlilegu tak-
markanir. Ég álít að þessir
menn hafi ekkert umboð til að
selja, gefa eða lána handritin
frekar en landið sjálft. Umsjón
með hlutum felur ekki í sér að
þeim megi ráðstafa á afbrigði-
legan hátt. Geri ég þá kröfu til
þessara manna að þeir svari
beiðni um lan á handritunum
kurteisislega þannig: VIÐ HÖF-
UM ENGA HEIMILD TIL
ÞESS.
Þórunn Guðmundsdóttir
I Velvakanda
fyrír ■'!() árum
Aumingja við
Osköp erum við fáir og lítils
megnugir. Við eigum ekkert
gull í jörðu, engin kol og enga
olíu. Éinu auðæfin okkar eru
þessir fiskar við strendurnar,
sem útlendingar eru í þann veg-
inn að éta upp til agna. Hér er
kuldi og hretviðri hér um bil árið
um kring og gróðurinn rýr eftir
því.
Svona orðræður eru mönnum
tamar og minna helzt á hugar-
vingl sumra drykkjusjúkra
manna, sem steypa sér í glötun
af eintómri meðaumkun með
sjálfum sér.
Kkki er okkur þó alls varnað
vað skyldi annars heita
vatnið sem streymir til
Reykjavíkur allan sólarhringinn
vera á við mikið af kolum og
olíu,, svo að á nokkur náttúru-
auðæfi sé minnzt? Áreiðanlega
mættum við grafa mikil kol úr
jörðu til að jafngilti því, en sá er
munurinn, að við þurfum nauða-
lítið fyrir heita vatninu að hafa,
þegar það hefir einu sinni verið
leitt heim.
Og þó að gaman sé að geta
dælt olíu beint upp úr iðrum
jarðarinnar, þá vantar mikið á,