Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.03.1982, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 Gjafirnar streyma til danska handknattleikssambandsins DANIR hafa sem kunnugt er staðid sig frába'rlega á HM-keppninni í handknattleik í Vestur l»ýskalandi að undanftirnu. Kr varla ofsögum sagt, að almennur áhugi á hand- knattleik hafi aldrei verið meiri í Danmörku en nú. Að vísu hafnaði danska liðið í fjórða sætinu á síð- ustu HM-keppni, en þá var danska liðið fvrirfram álitið miklu sterkara en hið kornunga lið þeirra nú. Og þá fór keppnin fram í Danmörku. Ekki er langt síðan að danska liðið var gersigrað á Akranesi og nokkrum dögum síðar var það í hinu mesta basli með hið lélega norska lið. Það kom því verulega á óvart er danska liðið small saman á HM og fór að vinna ótrúlegustu lið. Þegar Danir mættu Svíum í milliriðli var talið að um 2 milljónir Dana hafi fylgst með leiknum beint í sjónvarpi. Danir sigruðu 21—20 í æsispennandi leik. Næstu mót- herjar voru Ungverjar og hefur þegar verið reifað hversu litlu munaði að Danir sigruðu og kæm- ust í úrslitaleikinn gegn Rússum. Talið var að sjónvarpsáhorfendur danskir hafi verið tæpar 3 millj- ónir, en Danir eru ekki nema tæp- lega 5 milljónir allt í allt. Má því segja áhugann með ólíkindum. Áheit og peningagjafir hafa streymt til danska handknatt- leikssambandsins eftir að danska liðið hóf sigurgöngu sína á HM. Má til dæmis nefna að tvö fyrir- tæki hafa gefið sem nemur einni milljón og tvö hundruð þúsund krónum til danska liðsins fyrir frammistöðuna. Fleiri hafa gefið höfðinglega og upphæðin stígur geysilega ört. Er ljóst að danskur handknattleikur hefur aldrei stað- ið betur fjárhagslega en hann kemur til með að gera í kjölfarið á HM. UMFA skoraði 1 mark síðustu tuttugu mínútur leiksins HAUKAR sigruðu Aftureldingu í 2. deild Islandsmótsins í handknatt- leik í gærkvöldi að Varmá í Mos- fellssveit með 19 mörkum gegn 16. f hálfleik var staðan jöfn, 11 —11. Allan fyrri hálfleikinn var leik- Hverjir verða innan- hússmeistarar? ÍSLANDSMOTIÐ í knattspyrnu innanhúss hófst í gærkvöldi og fóru þá fram í Laugardalshöllinni 16 leik- ir og stóð gamanið yfir fram yfir miðnætti. í dag og á morgun verður mótinu fram haldið og lýkur því samkvæmt áætlun KSÍ með úrslita- leik klukkan 22.45. Meiri fjöldi liða en í annan tíma tekur þátt í mótinu að þessu sinni og er keppt í fjórum deildum. í þremur efstu deildunum, A-, B- og C-deild eru fjórir riðlar með fjór- um liðum hver riðill. I D-deild eru riðlarnir aðeins tveir, liðin í allt átta. Efstu lið í hverjum riðli leika hvert við annað í undanúrslitum, uns tvö lið standa uppi sem leika síðan til úrslita. ur liðanna jafn. Framan af síðari hálfleiknum lék lið UMFA vel og af miklum krafti og náði forystu, 15—11. Þá voru liðnar 10 mínútur af hálfleiknum. En þá hljóp allt í baklás hjá liðinu. Og þótt ótrúlegt sé, þá skoraði liðið aðeins 1 mark síðustu 20 mínútur leiksins. Hauk- arnir náðu hinsvegar að skora 8 og það nægði til að vinna öruggan sigur. Besti maður Hauka í leiknum var línumaðurinn snjalli Ingimar Haraldsson en hann skoraði 6 mörk. Hjá Aftureldingu var það Emil Karlsson markvörður sem bar af. Hann varði 16 skot í leikn- um og bjargaði liði sínu frá stór- tapi með snjallri markvörslu. Lens og Laval stóðu sig vel - hrepptu bæði stig í erfiðum útileikjum LENS (K; l.aval. „íslensku" liðin í frönsku knattspyrnunni gerðu það gott í vikunni, er heil umferð fór fram í deildarkeppninni þar í landi. Að vísu unnu liðin ekki leiki sína, en náðu í dýrmæt og athvglisverð stig. Skíðatrimm á morgun Skíðatrimmdagur verður haldinn um allt land á morgun og verða troðnar og merktar göngubrautir á öllum lielstu skíðastöðum Reykja- víkur og nágrennis. Einnig verða merktar svigbrautir á sömu stöðum. Milli klukkan 13.00 og 16.00 verður tímataka fyrir þá sem þess óska vegna SKI merkisins. Trimmbækl- ingum verður útbýtt á skíðastöðum og þeir sem hafa áhuga geta keypt SKI-stjörnuna klukkan 15.00. Lens sótti Auxerre heim og skildu liðin jöfn, 1—1. Auxerre er í fall- hættu eins og Lens og því gott hjá Teiti og félögum að tapa ekki. Lens hefur nú fengið 5 af síðustu 6 stigum mögulegum og lyft sér upp úr fall- sæti. Hefur liðið nú 21 stig, Mont- pellier hefur 20 stig, en Nice hefur 17 stig. Mikil barátta er á botninum, þannig hafa Metz og Valencienncs 23 stig hvort lið, Auxerre, Lyon og Strassbourg hafa 24 stig. En lítum á úrslit leikja. Nice — Sochaúx 1—0 Stangarstökk meistaramóts Stangarstökkskeppni Meistaram- óts íslands í frjálsfþróttum verður haldin í KR-húsinu á sunnudaginn og hefst kl. 13.15. Irene skaut litlu systur aftur fyrir sig VESTUR-þýska stúlkan Irene Epple sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppn- innar sem fram fór í Waterville Walley í New Hampshire á fimmtu- daginn. Þar með hefur Epple sigrað í þeirri grein heimsbikarkeppninnar. í samanlögðu stigakeppninni stendur Akureyrarmót í stórsvigi AKUREYRARMÓT í stórsvigi karla og kvenna fer fram í Hlíðarfjalli um helgina. Þá verður einnig keppt í stórsvigi 12 ára barna og yngri. Mót- ið fer fram báða daganna og hefst klukkan II.(M). hins vegar svissneska stúlkan Erika Hess langbest að vígi, hefur nánast tryggt sér sigur í heimsbikarkeppn- inni. Irene hafði forystu eftir fyrri ferðina og náði síðan næstbesta tímanum í seinni ferðinni, tryggði sér þannig nauman sigur yfir yngri systur sinni, Maria Epple, sem sigrað hafði í tveimur síðustu stórsvigsmótum heimsbikar- keppninnar. Samanlagður sigur- tími Irene var 2:11,85 mínútur. Litla systir fékk tímann 2:12,11, en Tamara McKinney fékk tímann 2:12,92 og þriðja sætið. I fjórða sætinu var síðan svissneska stúlk- an Erika Hess, hún fékk tímann 2:13,51. Lyon — Paris S.G. 0—3 Bordeaux — Laval 0—0 Montpellier — Tours 1—3 Lille — Bastia 4—0 Brest — Strasbourg 1—2 Auxerre — Lens 1—1 Nantes — St. Etienne 3—0 Nancy — Monaco 0—3 Valenciennes — Metz 2—0 Karl og félagar hjá Laval náðu stórgóðum árangri er þeir tóku stig af Bordeaux á útivelli, en sig- urganga Víkingsbananna var og er orðin æði löng. En Bordeaux féll fyrir vikið úr efsta sætinu, það skipar nú Monaco. Bæði liðin hafa 41 stig, en markatala Monaco er betri. St. Etienne, sem hefur sigið niður í öldudal síðustu vikurnar, er þó í 3. sætinu með 39 stig. • Danski markvörðurinn Mogens Jeppesen hefur leikið af stakri snilld í öllum leikjum danska liðsins í heimsmeistarakeppninni í handknattleik og verið öðrum fremur maðurinn á bak við velgengni danska liðsins. Þess má geta að Mogens varði ekki mark danska liðsins sem tapaði fyrir íslenska landsliðinu síðastliðið haust. Urslitaleikirnir á HM fara fram um helgina EINS OG komið hefur fram í Morg- unblaðinu, er milliriðlakeppninni á HM í handknattleik lokið og á nú aðeins eftir að leika um sæti. Þeir leikir hefjast í dag með viðureign AusturÞjóðverja og Rúmena, sem leika um 5.sætið. Að þeim leik lokn- um mætast Pólverjar og Danir, en leikur sá er um þriðja sætið eftir- sótta. A morgun leika Svisslend- ingar og Svíar um ll.sætið, Tékkar og Ungverjar um 9.sætið, Vestur Þýskaland og Spánn um 7.sætið og síðast en ekki síst Rússar og Júgó- slavar um gullið. Tveir síðast nefndu leikirnir fara fram í Dortmund, hinir tveir á sunnudeginum í Minden. læikirnir í dag fara báðir fram í Dortmund. Urslit í gærkvöldi ÍSLANDSMÓTIÐ í innanhúss- knattspyrnu hófst í gærkvöldi. Eftir töldum leikjum var lokið þegar blað- ið fór í prentun. Úrslit: Stjarnan — Óðinn 5—2 UBK — Víkingur 6—2 Haukar — Valur 3—12 Víðir — Afturelding 8—3 ÍBK - FH 8-4 Fram - UBK 8—3 Óðinn — Afturelding 3—8 Stjarnan — Víðir 7—6 ÍBK — Þróttur R. 5—6 Undirbúa þátttöku íslenskra siglingamanna í OL-leikunum sem fram fara í Los Angeles Á síðasta ársþingi Siglingasam- bands íslands kom fram eindreginn áhugi fyrir því að stórauka þátttöku siglingamanna í mótum erlendis. Stjórn SÍL hófst þegar handa um undirbúning og er stefnt að þátttöku íslenskra siglingamanna í mótum erlendis þegar næsta sumar. Eftir talinn hópur hefur verið valinn til æfínga og undirbúnings í vetur. Jóhannes Örn Ævarsson Ými Rúnar Steinsen Ými Guðlaugur Jónasson Ými Aðalsteinn Loftsson Brokey Jón Gunnar Aðils Vog Guðmundur Guðmundsson Vog Guðmundur Kjærnested Vog Páll Hreinsson Ými Ólafur Bjarnason Ými Við val hópsins var tekið tillit til frammistöðu og ástundunar í mótum síðastliðið keppnistímabil. Þegar um áramót hófust þrek- og þolæfingar undir umsjón Páls Ólafssonar íþróttakennara. Æf- ingar fara fram í íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, og á íþrótta- leikvanginum í Kópavogi. Síðar hefjast siglingaæfingar. Þegar er æfingar hófust var tek- in sú ákvörðun að bjóða nokkrum efnilegum siglingamönnum til þátttöku og eru nú í hópnum alls 18 menn. Markmið stjórnar SÍL með auk- inni þátttöku er í erlendum mót- um er að undirbúa þátttöku ís- lenskra siglingamanna í Ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984. Vonast er til að hópur þessi myndi þann kjarna sem valið verður úr þegar þar að kemur. Vissulega eru margir efnilegir siglingamenn er standa hópnum nærri og verður vel fylgst með frammistöðu þeirra og framförum í framtíðinni og hópnum breytt eftir því sem ástæða þykir til. Umfang þessa starfs mótast að sjálfsögðu af fjárhagsstöðu SÍL hverju sinni. Umsjónarmenn eru þeir Erling Ásgeirsson, Jóhann Níelsson og Loftur Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.