Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 2
Stundum vantar tennur og er þá postulínskróna oft notuð sem festíng fyrir svokallaða brú eins og með- fylgjandi myndir sýna. 4?« Hér má sjá hvernig búið er aö slípa tvœr framtennur niður og setja postulín yfir. Brotnaö hefur upp úr framtönn, en síðan sett postulín neðan á hana svo tannvið- gerðin sést lítið sem ekkert. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 HVAÐ ER posoicinsHKonji? Kunningjakona mín fór til tann- læknis um daginn og vildi tann- læknirinn setja gullfyllingu í annan forjaxlinn í efri góm þannig að þeg- ar hún brosir sést glitta í gulliö. Hún spurði hvort ekki væri hægt að setja þarna postulínskrónu, því henni væri hálf illa við að fólk gæti speglaö sig í tönnum hennar, auk þess féllu postulínskrónur eðlilegar að tönnunum, sem fyrir væru og viðgerðin sæist síður eða alls ekki þannig að útlitslega væri þetta mun fallegra. Tannlæknirinn sagði að ýmsar hliðar væru á því máli. Bað kunningjakonan um skýringu og fékk hana auk örlítils fyrirlestrar um hvað postulínsviðgerðir væru. Þegar postulínskróna er búin til, undirbýr tannlækn- irinn fyrst tönnina, sem er fyrir, hreinsar tannskemmd, ef hún er fyrir hendi, rótfyllir ef það er nauösynlegt og býr til festingu í rót. Loks er tönnin slípuö niöur og tekiö mót af henni ásamt afstööu- móti. Tannsmiðurinn fær síöan mótin, steypir þau í harðgips og gerir siöan tönnina. Býr hann fyrst til hettu úr sérstöku tanngulli, sem hefur þá eignleika aö hafa sömu hitaþenslu og postulín. Aö því loknu er postulíniö brennt á gulliö og formaö til. Oft er erfitt aö ná nægilega góöum lit á postu- línið en oftast tekst þaö meö góöri samvinnu tann- læknis og tannsmiös. En hefur sjúklingurinn ekkert yfir tönninni meöan nýja krónan er í smíöum? Jú, tannlæknirinn býr til svo- kallaða bráöabirgöakrónu, sem hann notar á meöan. En kunningjakonan vildi vita hvers vegna tannlækn- irinn mælti frekar meö gull- fyllingu í forjaxl en postu- línskrónu. Svariö er aö oft er tannkrónan oröin svo efnislítil, ef tönnin hefur skemmst verulega, aö tæp- lega er unnt aö slípa hana nægilega niöur til aö fá nóg pláss fyrir postulínskrónu og þá um leiö nægan styrk- leika. í því tilfelli er gullfyll- ing oft eölilegri og betri lausn. Aö ööru leyti er þaö auövitaö mat tannlæknis og jafnvel smekkur hans hvaöa aögerð hann mælir meö í hvert sinn og framkvæmir síðan aö sjálfsögöu meö samþykki sjúklings. Hvenær eru postulíns- krónur gerðar? Langoftast eru postulínskrónur geröar framarlega í munni þar sem útlit skiptir meginmáli og þar sem ekki er unnt aö laga tönnina á viöunandi hátt meö fyllingu. Tönnin hefur oft farið illa af ýmsum orsökum, svo sem af völd- um tannskemmda eöa slysa. Stundum vantar tenn- ur og er þá postulínskróna oft notuö sem festing fyrir svokallaöa brú eins og meö- fylgjandi myndir sýna. En hefur þá postulíns- króna enga ókosti? Jú, svo sannarlega. Þaö er mikill ókostur aö þurfa aö slípa tönnina svo mikiö niður eins og nauösynlegt er, þegar postulín er notaö og veröur þaö ekki aftur tekiö. Ungar tennur má ekki slípa mikið niöur vegna hættu á áverka á tanntaug og því er þaf eins og fyrr segir, fyrst og fremst mat tannlæknis hvaöa aðgerö hann velur, hvort sem um er aö ræöa efni i krónu eöa festingu fyrir brú. Ennfremur er aö- gerðin tímafrek og kostnaö- arsöm. Hvaö kostar svo postu- línskróna? Venjulegt verð á postulínskrónum er um þrjú þúsund krónur, en ef um þriggja liöa brú er aö ræöa eins og sýnd er á meöfylgj- andi mynd, kostar hún um níu þúsund krónur. Til sam- anburöar má geta þess aö venjuleg gullkróna kostar rúmlega tvö þúsund krónur og ef viö höldum saman- buröinum áfram, þá kosta gervitennur, þaö er aö segja heill gómur uppi og niöri, um sex þúsund krónur. Postulínskrónur eru því meö dýrari tannviðgeröum nú. Stundum eru settar postulínskrónur yfir all flest- ar tennurnar, til dæmis ef fólk hefur oröiö fyrir slysi eöa vegna erföagalla eöa af öörum ástæöum. Tannviö- geröir sem þessar geta því oröið nokkuö kostnaöar- Daglegt Hildur Einarsdóttir samar en sem betur fer heyrir þetta þó til undan- tekninga. Er viögerö meö postu- línskrónu endingargóö? Því má hiklaust svara játandi. Tannhold þolir vel snertingu viö gull og postulín og postulíniö stenst vel álag vegna tyggingar. Órar tækninýjungar eiga sér staö á öllum sviðum og á þetta jafnt viö um tann- læknavísindin og önnur vís- indi. Nú eru til dæmis til mun betri efni til aö taka mót af tönnum en áður og tæki til aö slípa tennurnar niöur eru nú mun fullkomn- ari, einnig hefur tann- smíðum fariö fram. Þetta gerir þaö meöal annars aö verkum aö postulínstann- viögeröum hefur fleygt fram á siöustu árum. Er þetta já- kvæö þróun, því fólk er farið aö hugsa betur um tennur sínar og útlit þeirra og helst þetta því allt í hendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.