Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 6
Litiö inn á námskeið í þjóðbún- ingasaum í Heimilisiðn- aðarskólan- um og rætt við Elínu Jónsdóttur kennara. Undanfarna áratugi hefur saumuð skott- húfa úr flaueli orðið algengasta höfuöfat við íslenska þjóöbún- inginn á kostnaö prjónuöu skotthúf- unnar. Ljótm.: Emilía. Elín Jónsdóttir, lengst til hægri, ásamt þeim konum, sem veriö hafa á námskeiöi hjá henni síöastliöna tvo mánuði. Eru konurnar í búningum, sem þær saumuðu á námskeiöinu. Hér er saumað af kappi. Ljósm.: Kristján Einarsson. Konurnar á námskeiðinu hafa sýnt meiri áhuga á upphlut heldur en peysufötum. Ljósm.: ímynd. Rokkið Hárgreiöslumeistarar frá Rak- arastofunni Klapparstíg sáu um aö greiða herrunum eftir viðeig- andi tísku og hér eru tveir liðsmanna Dansbandsins mak- aðir hárkremi. Gamla rokkstuðið var í algleymíngi í Óðali á sunnudags- kvöldið þegar rifjað var upp gullaldartímabil rokksins, enda skipuðu gömlu kapparnir, Elvis Presley, Bill Hailey og Chubby Checker öndvegi í tónlist kvöldsins, ásamt þeim stjörnum, sem enn spila gamla rokkið af miklum móð, svo sem Match- box, Shakin’ Stevens og Alvin Stardust. En menn gerðu sér fleira til gamans í Óðali þetta kvöld en að hlusta á og dansa eftir plötum og meðal þeirra atriöa sem boöiö var upp á má nefna rokksýningu Sæma og Diddu, sem rokkuðu og tjúttuðu eins og það gerðist best hér á árum áður. í hlöðunni tróð „Steini Presley“ upp og söng Presley-lög viö undirleik Dans- bandsins og hlaut það atriði mjög góðar undirtektir gesta, sem undir lokin dönsuðu á borðunum. Steini, eða Þorsteinn Egg- ertsson textahöfundur og teiknari, stjórnaði einnig spurn- ingakeppni um rokk og hlutu sigurvegarar keppninnar plötu bresku hljómsveitarinnar Matchbox í verðlaun. í anddyri voru hágreiðslumeistarar frá Rakarastofunni Klapparstíg og sáu þetr um að greiða herrunum „í píku“ eins og það var kallað í gamla daga og uröu margir til aö notfæra sér þá þjónustu. Einnig var boðið upp á gæðadrykkinn „Shake“ sem naut mik- illa vinsælda á rokkárunum og gerír jafnvel enn. Sem sagt, rokkstemmningin í algleymingi og kjörorð kvöldsins átti vel við: „Rokkið er eilíft.“ Meðfylgjandi myndir voru teknar á rokkkvöldinu í Óðali og þess skal getið, að svo míkill var krafturinn í Sæma og Diddu að þau festust ekki á filmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.