Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 37 MATUR teldu aö þau veitingahús, þar sem fjölskyldur vinna mikiö í rekstrin- um og þyrftu því minna aökeypt vinnuafl, gengju ef til vill einna best. Hvenær fer fólk helst út aö boröa? Á svörum viðmælenda okkar mátti merkja aö á svokölluðum finni stööum væru fremur sveiflur eftir dögum, en nær undantekn- ingalaust ávallt fullt um helgar. Á svokölluöum millistööum virtist aðsóknin jafnari. En þó viröast flest veitingahúsin, einkum þau fínni, eiga í erfiöleikum meö aö fá hádegisgesti á rúmhelgum dögum og hafa sum veitingahúsanna sér- stakan hádegismatseöil, þá gjarn- an á lægra veröi, til aö fá aukna aösókn. Einnig bjóöa sum veit- ingahúsin sérstakan fjölskylduaf- slátt, þá í formi sérstakra barna- matseðla eöa gefinn er afsláttur fyrir börn, en viömælendur okkar sögöu aö þaö heföi aukist mjög aö heilu fjölskyldurnar færu út aö boröa saman og þótti þeim þaö skemmtileg þróun. Svo hafa önnur veitingahús einfaldlega lokað í há- deginu eöa um helgar en þaö á einkum viö um veitingahús, sem staösett eru í atvinnuhverfum. Markaðurinn mettaöur? En hver er framtíðin? Á stöðun- um eftir aö fjölga eöa fækka? Er veitingahúsabyltingin bóla eöa hvaö telja viömælendur okkar í þessum efnum? Flestir voru sammála um þaö aö nú þegar væri markaöurinn mett- aöur, eins og áöur segir, og töldu aö hann heföi orðið þaö fyrir nokkru. Sæist þaö best á því aö sum veitingahúsanna heföu dregið saman seglin og á öörum heföu oröiö eigendaskipti, sem þýddi aö ekki heföi verið rekstrar- grundvöllur fyrir þessum stööum í því formi, sem þeir voru reknir. Aörir töldu aö ennþá væri mark- aður fyrir ný veitingahús og töldu aö fleiri staöir ættu eftir aö skjóta upp kollinum og ættu að geta plumaö sig ef rétt væri á málum haldiö. Höfum viö hlerað, án þess aö viö höfum fyrir því fulla vissu, aö veriö sé aö undirbúa opnun sjö nýrra veitingahusa. Sögöu viðmælendur ennfremur aö svo virtist sem það væri í tisku aö setja uþp veitingahús og allir vildu spreyta sig. En fólk ætti eftir aö komast niöur á jöröina í þess- um efnum og ætti eftir aö sann- reyna aö þaö aö reka veitingahús þýöir ekki aöeins gull og græna skóga heldur mikla vinnu. Nýtt — Nýtt Sumarvörurnar eru komnar. Pils, peysur, blússur. Glæsilegt úrval. Glugginn Laugavegi 49. Utsala Allskonar karlmannafatnaöur. T.d. karlmannaföt nýkomin. Terelyne/ull, kr. 898,-, Terelyne/ull/mohair, kr. 998,-, úlpur, terelyne-buxur, flauelsbuxur, galla- buxur, skyrtur, nærföt, peysur, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 Hvað er hártoppur? Hártoppur er gegnsæ plastþynna í húðarlit sem passar nákvæmlega eftir höfuðlagi yðar, það getur einnig verið úr örþunnu neti þar sem hárin eru hnýtt í. Hárprýði kynnir það nýjasta í herrahártoppum frá Waldorf Ragn of Copenhagen, mest seldu hártoppa á Norðurlöndunum. Verðum á Akureyri laugardag, 13. mars, og sunnudag, 14. mars, til hádegis. Ath.: Verðid kemur yður þægilega á óvart. Rakarastofa Hafsteins Brekkugötu 13. Sími 21461. Akureyri Akureyri Sími 32347.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.