Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 55 Ferðaþankar: Þakkir til ferðaskrifstofunnar Útsýnar fyrir frábæra þjónustu og velvilja Frá Lignano Heiðradi Velvakandi. Við hjónin höfðum ákveðið að fara sólarlandaferð til Lignano á Ítalíu þ. 10. júlí sl. ár með ferðaskrifstofunni Útsýn. Við höfðum farið í þrjú sumur með Útsýn áður til Spánar og var reynsla okkar af þeim ferðum með afbrigðum góð. Við höfðum greitt ferðina að fullu, gjald- eyrir og annað sem þurfti fengið og eftirvænting mikil að fara þessa ferð á nýjar slóðir. En þá kom babb í bátinn. Fjórum dögum fyrir brottför varð ég að leggjast inn á spítala og gangast undir ýmsar rannsóknir. Það kom fljótlega í ljós að læknar myndu ekki sleppa mér af spítalanum fyrr en rann- sóknum væri lokið. Það var því augljóst að við gátum ekki farið þessa ferð 10. júlí. Kona mín fór þá á skrif- stofu Útsýnar og útskýrði vanda okkar fyrir Kristínu Aðalsteinsdóttur deildar- stjóra. Kristín bauð okkur að fresta ferðinni þangað til ég væri ferðafær. Stóð allt heima sem hún lofaði og ekki vorum við krafin um viðbót- argreiðslu fyrir þessar breyt- ingar. Við fórum með Útsýn síðar í mánuðinum fyrirhug- aða ferð og höfðum mikla ánægju af, ekki síst vegna frábærrar þjónustu og vel- vilja sem við nutum af hálfu starfsfólks Útsýnar. Nú er það svo að ferðafólk er mjög viðkvæmt gagnvart þjónustu og aðstöðu sem það nýtur á ferðalagi. Ef því finnst eitthvað ekki nógu gott lætur það óánægju sína í ljós, jafnvel í lesendabréf- um til dagblaðanna. Verður að telja það sjálfsagt og eðli- legt. En ef dæmið snýst við og ferðamaðurinn stendur ekki við sinn hlut gagnvart ferðaskrifstofunni, skapar starfsfólki aukna fyrirhöfn og vinnu, jafnvel ferða- skrifstofunni bein fjárútlát, sjáum við þess ekki getið í lesendabréfum dagblaðanna. Þessum línum er ætlað að bæta úr því. Við hjónin þökkum ferða- skrifstofunni Útsýn ánægju- lega ferð. Jón G. Þórarinsson, Helga Jónsdóttir. Mi dilkakjöt a gamla veiðinu f ram að helgi OpiÖ: föstud.tiikl. 22.00 laugard. til kl. 12.00 HAGKAUP Skeif unni 15 Bubba-byltingin og FÍH: „Hvað var FIH eiginlega að meina?“ Kæri Velvakandi. Eins og allir vita var lifandi tónlist ekki til á íslandi í árs- byrjun 1980. Þá voru það diskó- tekin og skallapoppið sem réðu lögum og lofum. Síðan kom Bubbi Morthens fram á sjónar- sviðið og varð svo vinsæll að talað hefur verið um Bubba- byltingu og Bubba-æði. Bubbi spilaði á u.þ.b. fjórum hljóm- leikum í viku hverri og reif með sér skara af ungum og efnilegum rokkurum. Fyrr en varði var allt morandi í lifandi hljómsveitum. Sumar voru beinlínis stofn- aðar út úr hljómsveit Bubba (Q4U og Purrkur Pillnikk) en aðrar urðu til vegna bylt- ingarsmiðsins — þær skrúfuð- ust upp með straumnum (Vonbrigði, Þeyr, Bara-flokk- urinn, Spilafífl, Box og a.m.k. 30 aðrar). Þetta rifja ég upp vegna af- mælishátíðar FÍH, sem haldin var undir kjörorðinu „Lifandi tónlist fyrir lifandi fólk“. FÍH sniðgekk nefnilega lífgjafa ís- lenzkrar popptónlistar, Bubba Morthens, með öllu. Ekki einn einasti þátttakandi Bubba- byltingarinnar tók þátt í hátíð- arhöldum FÍH fyrir bragðið. Að mínu áliti snérist hátíðin því upp í andstæðu sína — varð hálfgerð skallapoppsúpa, eða eins og Bodies kölluðu hana í Tímanum, Woodstock skalla- popparanna. Hvað var FÍH eig- inlega að meina? Björn Magnússon 53^ SVGGA V/öGA £ lilVt&AU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.