Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 39 ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR „Vinnum að því að þjóðbúningurinn hljóti verðugan sess á ný“ „Áhugi á þjóðbúningasaum hefur aukist mjög, þá sérstaklega í vetur,“ segir Elín Jónsdóttir, sem kennir þjóðbúningasaum hjá Heimlisiðnaðarskólanum, en þjóðbún- ingasaumur hefur verið kenndur í skólanum síðan vorið 1978. „Hér kennum við að sauma bæði upphlut og peysuföt og frágang á þessum fatnaði að öHu leyti. Tilgangur- inn með námskeiðunum er aö gefa konum kost á að sauma á sig vel gerða þjóðbún- inga og halda þannig þessum sið við. En að áliti okkar sem að þessum málum starfa, var íslenski þjóðbúningurinn kominn í mikla niðurlægingu og það þarf að vinna að því að hann hljóti aftur verðugan sess, sem hver annar menningarhlutur.“_ Hvernig á fallegur íslenskur þjóðbúningur aö vera? „Viö leggum á þaö mikla áherslu aö búningurinn sé úr góöu ullarefni en ekki terilene-efni eöa silki, því þessi efni hæfa ekki þjóðbúningnum. Einnig teljum viö aö betur fari aö skyrta, slifsi og svunta séu úr sléttu, einföldu og lát- lausu efni og höfum mælt meö því aö svuntan sé úr ofnu efni. En viö höfum verið á móti því aö notuð séu gullofin eða blúnduefni í þessa búningahluti, því svo skrautleg efni hæfa ekki íslenska búningnum og bera gulliö eöa silfrið sem er á búningunum ofurliöi. Ég man að á kreppuárunum, þegar innflutningshöftin voru í algleymingi, var notast við þau efni sem til voru í verslunum. Á stríösárunum komu svo peningarnir, þá gat fólk keyþt sér skrautleg efni og þannig komst þaö á aö konur fóru aö nota slík efni í bæöi skyrtu, slifsi og svuntur. Á síöari árum hafa konur fariö aö prjóna bæöi skyrtur og svuntur úr eingirni og taliö þaö þjóölegt, en slíkt hæfir ekki íslenska þjóöbúningnum." Hvernig er nómskeiöunum hagað? „Fyrirkomulagiö er þannig, aö ég sníö búningana upþ í hendurnar á konunum og kenni þeim síöan aö sauma þá og máta þá á þær. Þær fara svo í sérstakt námskeiö í balderingu. Konurnar hafa reynt aö fara á balderingar- námskeiðiö veturinn áöur en þær læra sjálfan þjóöbún- ingasauminn, en sumar eru á balderingarnámskeiöi jafn- hliöa þjóðbúningasaumnum." Er mikil vinna við þjóöbúningagerðina? „Já, þaö er þaö óneitanlega. Hvert námskeiö tekur tvo mánuöi og koma konurnar í átta skipti og eru þrjár klukkustundir í senn. Námskeiðið tekur yfir þetta langan tíma, til að konurnar geti unniö heima þess á milli en ákaflega mikiö af saumaskapnum fer fram í höndunum. Enda krefst þessi saumaskapur þolinmæöi og vandvirkni. Ég er nú dálítiö vandfýsin, en þaö hefur komiö mér skemmtilega á óvart, hve konurnar eru vandvirkar, fúsar til að eyða tíma í þessa hluti." Hvort hafa konurnar meiri áhuga á að sauma peysuföt eða upphlut? „Þær hafa sýnt meiri áhuga á upphlutnum, sem var hvunndagsklæönaður hér áður fyrr en peysufötin voru spariklæönaður." Af hverju telur þú aö þessi áhugi á þóðbúningasaum stafi? „Hann stafar meöal annars af vöntun á saumaskap á þjóöbúningum, þaö eru fáar konur sem taka aö sér slíkt nú. Einnig stafar hann af auknum áhuga á öllu því sem gamalt er. Auk þess eiga margar konur erfðasilfur, sem ætlaö er þjóöbúningum og þær vilja nota." Veistu til þess aö konur noti þjóðbúningana sína tölu- vert? „Ég veit til þess að konum finnst búningurinn koma sór vel. Þeim finnst hann þægilegur og nota hann mikiö í hin ýmsu fjölskyldusamkvæmi eins og afmæli, fermingar og þess háttar. Þaö má segja aö hagkvæmt sé aö eiga þjóö- búning, því hann er ávalt sígildur og sómir sér hvarvetna vel.“ Er dýrt að eignast þjóðbúning? „Já, þaö má segja aö svo sé. Þaö þarf allt aö 3 metrum af ullarefni í hvern búning, en metrinn af ullarefni kostar um 300 krónur. í skyrtuna kostar 120 krónur og í svuntuna 400 krónur, auk þess sem silfriö er fokdýrt, en flestar þær konur, sem hér eru á námskeiöum hafa átt sitt búninga- silfur, sem þær hafa erft. Og svo kostar námskeiðiö sitt.“ Hvernig stóö á því aö þú lagðir fyrir þig þjóðbún- ingasaum? „Ég hef alist upp viö þaö aö konur klæddust þjóöbún- ingum og mér finnst íslenskar konur alltaf glæsilegar í þjóöbúningnum sínum, hvort sem þaö eru peysuföt eöa upphlutur. Ég er líka hneigö fyrir allt sem er gamalt, þjóö- legt og menningarlegt og eins og ég sagöi áöur, þá langar mig til þess að íslenski þjóðbúningurinn öðlist viröingar- sess á ný. Á mínum yngri árum læröi ég kjólasaum og síöar kápu- og dragtarsaum. Ég kenndi fatasaum áöur fyrr, en fór síðan aö kynna mér þjóöbúningasaum. Þaö var hvergi hægt aö læra þjóðbúningasaum heldur varö ég aö leita fanga viöa og hef ég mest lært af góöu handbragði ann- arra í þessum efnum.“ Eru þaö aöeins konur í Reykjavík, sem hafa áhuga á þjóöbúningasaum? „Nei, þaö er líka mikill áhugi úti á landi. Nýlega voru hér staddar átta konur, sem voru hér á viku námskeiði sem byrjaöi á morgnana og stóö fram eftir degi. Með þessu námskeiöi var verið aö koma til móts viö landsbyggöina. Aö námskeiöinu loknu áttu konurnar aö vera orðnar hæf- ar til aö sauma sjálfar þjóöbúninga og geta leiöbeint öör- um.“ Hvaða aöilar eru það einkum, sem starfað hafa að því aö varðveita íslenska þjóöbúninginn? „i sambandi viö starf sitt í þjóöminjasafninu hefur Elsa E. Guöjónsson rannsakaö þessa hluti og unniö aö smárit- um um íslenska þjóöbúninga. Einnig hefur Þjóödansafé- lagiö unniö mikiö starf innan sinna vébanda. Svo hefur þjóöbúninganefnd veriö starfandi frá árinu 1972.“ Telur þú þennan aukna áhuga á þjóðbúningnum vera stundarfyrirbrigði? „Nei, þaö tel ég ekki. Fyrir þær konur sem eignast hafa vandaöan þjóöbúning úr góöu efni þýöir þaö aö búningur- inn er varanlegur og gengur jafnvel í erföir. Einnig tel ég að aukinn áhugi ungra kvenna bendi til þess aö þjóöbún- ingurinn sé aö rísa úr öskustónni," sagöi Elín Jónsdóttir aö lokum. ROKK SAMVINNA GENERAL MOTORS OG TOYOTA Hyggjast framleiða 500 þúsund smábíla í Bandaríkjunumárlega GENERAL motors og Toyota, stærstu bílaframleiðendur í Bandaríkjunum og Japan, hafa í hyggju aö taka upp samvinnu um smíöi smábíla í Bandaríkjunum, að því er talsmenn fyrirtækjanna sögðu í vikunni. Formlega var rætt um þessa hugmynd á fundi, sem Roger B. Smith, stjórnarformaöur General Motors, og Eiji Toyota, forseti Toy- Bílar Jóhannes Tómasson Sighvatur Blöndahl ota, héldu meö sér í New York 1. marz sl., aö því er segir i sameig- inlegri yfirlýsingu fyrirtækjanna. Smith og Toyota voru sammála um að skoöa málið frekar áöur en smáatriöi yröu skýrö. I sameigin- legri yfirlýsingu Toyota og sölufyr- irtækis þeirra í Bandaríkjunum, Toyota Motor Sales Co., segir aö fyrirtækin séu ekki tilbúin að ræöa þessar hugmyndir í smáatriöum. Sama var upp á teningnum hjá General Motors i Detroit. Tals- menn fyrirtækisins sögöust engu vilja bæta viö yfirlýsinguna eftir fund þeirra Smith og Toyota. Hins vegar skýrir japanska viöskiptadagblaöiö, Nihon Keizai, frá því í vikunni, að hugmyndin sé sú, að framleiða um 500.000 Toyota-bíla árlega í verksmiöjum General Motors í Bandaríkjunum. Blaöiö segir ennfremur, aö hugmyndin sé sú aö nota tvær verksmiðjur General Motors í Kali- forníu til framleiðslunnar, en þaö eru tvær verksmiðjur, sem komið hefur til tals aö loka vegna tap- rekstrar fyrirtækisins og gifurlegs fjölda óseldra bíla. Japanska blaöiö segir, aö vænt- anlega veröi samningar milli fyrir- tækjanna undirritaðir í þessum mánuöi og í kjölfar þess veröi ákveöið hvaöa bílar veröi fram- leiddir og hvenær framleiöslan hefjist. Hagur Toyota í þessu samstarfi er fyrst og fremst sá, aö meö þessu móti getur fyrirtækið komizt hjá þeim takmörkunum, sem sett- ar hafa verið á innflutning þeirra til Bandaríkjanna, eins og reyndar annarra japanskra fyrirtækja. Það sem snýr hins vegar aö General Motors er þaö, aö fyrirtækið getur meö þessu komiö í veg fyrir lokun einnar eöa fleiri verksmiöja sinna, sem heföi að öörum kosti verið óhjákvæmilegt. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.