Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 15
í STUTTU MÁLI (■amla bíó: Tarzan Þetta nýjasta framtak þeirra hjóna, Bo og John Derek, hefur sjálfsagt komið Edgar Rice Burroughs, höfundi Tarsan- sagnanna, til að snúa sér við í gröfinni. Hér er að vísu reynt að gera grín að hinni gamal- kunnu söguhetju, en það er talsvert mikið mál sem engan veginn er á færi smáspekinga á borð við þau Derek-hjónin. Til þess þarf nefnilega ýmislegt fleira en laglegan kropp og gott auga fyrir myndatöku þó hvorutveggja sé ágætt. Ljósasti punkturinn er Rich- ard Harris sem gerir stólpagrín að öllu viðkomandi myndgerð- inni, ekki síst sjálfum sér. Byl- ur slakan textann af sömu inn- lifun og hann væri að flytja sjálfan Shakespeare á fjölum Old Vic. Bíóhöllin: Endless love í nýju og glæsilegu kvik- myndahúsi Breiðhyltinga (og Árna Sam.), gefur að líta nýj- asta verk Zeffirellis, Endless love. Karl er við sam heygarðs- hornið, heldur sig við tárakirtla áhorfenda og reynir að kreista þá sem mest hann má með hin- um dapurlegustu uppákomum sem hugsast getur í þó marg- slungnu lífi mannskepnunnar. Hér fæst hann á nýjan leik við þemað um Rómeó og Júlíu, lætur söguna gerast í nútíman- um að þessu sinni. Utkoman er líkt og oftast áður hjá hinum ítalska tilfinningamanni — væmin, fagmannleg og geysi- fögur (fyrir augað), ástarsaga. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 47 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Gary Busey sem Buddy Holly. Áhorfendum er bent á að hann flytur tónlist Hollys af eldmóði og að hún er öll tekin upp „live“. Háskólabíó: Sagan af Buddy Holly („Buddy Holly Story“) Leikstjóri: Steve Rash. Kvikmyndataka: Stevan Larner. Handrit: Robert Glitter. Aöalhlutverk: Gary Busey, Don Stroud, Charl- es Martin Smith, Maria Richwine. STUÐ, STUÐ, STUÐ Hver var Buddy Holly? Það vita sjálfsagt fæstir af yngri kynslóö- inni. Þrátt fyrir þá staöreynd aö hann var einn af frumhverjum rokksins og flest hinna fjölmörgu laga hans hljómi eins vel í dag og þau geröu fyrir þeim tæpa aldar- fjóröung sem liöinn er síöan þau slóu fyrst í gegn. i myndinni SABH, er reynt aö svara þessari spurn- ingu og hér duna mörg af bestu lögum hans, eins og Oh, boy, Peggy Sue, That Will Be the Day, True Love Ways, It’s so Easy, o.fl. o.fl. Farið á spretti yfir skamman feril söngvarans, frá því hann slær í gegn í heimabæ sínum, Lubbock, Texas, þar til hann ferst í flugslysi þremur árum síðar, þá heimsfræg stjarna. Höfundur myndarinnar fara þá leiöina aö leggja aðaláhersluna á hinar vinsælu tónsmíöar Buddys, en gera sögu hans lítil skil. SABH, er því fyrst og fremst tónleikamynd og þar sem fariö er niður í lífshlaup söngvarans, er fariö frjálslega meö staöreyndir. Sem dæmi má nefna aö The Crickets voru í fullu fjöri á síðasta hljómleikaferðalagi hans, en skipaö öörum en þeim Jesse (Don Stroud) og Ray Bob, (C.M. Smith). En þá voru hinsvegar í bandinu kunnir kappar eins og Waylon Jennings og Tommy Al- sup, sem báöir létu öörum eftir * sæti sín í hinni afdrifaríka flugi. Hiö dramatiska atriöi þegar þeir Bob og Jesse tilkynna Mariu aö þeir séu á leið til fundar viö mann hennar er alfariö „made in Holly- wood“. En aöalatriöiö, tóni.stin, er tekin því fastari tökum og með frábær- um árangri. Hér gerir þaö gæfu- muninn aö Gary Busey hreinlega ummyndast í persónuna Buddy Holly, og þaö ekki sist á sviöinu. Og maöur rekur upp stór augu (og eyru) er manni veröur Ijóst aö sá fátíöi atburöur hefur átt sér staö viö gerö myndarinnar aö þeir fé- lagarnir, Busey, Stroud og Smith syngja og spila öll lögin í myndinni „live“ — í beinni upptöku. Þarna er verið aö taka stóra áhættu, ef pilt- arnir hefðu ekki staðið sig var myndin mislukkuö. En því er ekki aldeilis aö heilsa því þaö er svo mikill orkans kraftur í Busey aö áhorfandinn hefur á tilfinningunni aö hann sé á tónleikum hjá hinum fallna meistara. Og atriöi frá hljóm- leikum Buddy Holly and the Crick- ets í Appollo klúbbnum fræga í Harlem, er hreint út sagt einn al hressilegasti „live-konsert" sem sést hefur á hvíta tjaldinum um langa hríö. Líkt og fyrr segir, þá er þaö einkum glæsileikur og söngur Busseys sem gerir SABH, aö jafn eftirminnilegri mynd og raun ber vitni. Þá eru þeir Don Stroud og C.M. Smith hreint ágætir í hlut- verkum sínum sem hinir upphaf- legu meölimir the Crickets. Sér í lagi er gaman aö sjá Stroud berja hér húöirnar af jafnmikilli tilfinn- ingu og viökvæma líkamsparta fjanda sinna i ýmsum mann- drápsmyndum á liönum árum. Sagan af Buddy Holly svarar því spurningunni hver var Buddy Holly og tónlist hans, ágætlega. Meö henni hefur þessi bráösnjalli laga- smiöur, sm ásamt Presley, Fats Domino, Chuck Berry, Little Rich- ard og fleiri góöum mönnum, var einn af frumkvöölum og brautryöj- endum nýrrar tónlistar, komiö aft- ur fram í sviösljósiö. Og þaö á tónlist hans svo sannarlega skilið þvi Peggy Sue, That Will Be the Day, Oh Boy, It Doesn't Matter Anymore og fleiri góð lög hins skammlífa söngvara eiga eftir aö hljóma fyrir eyrum okkar um ókomin ár. SAMKVÆMISDANSAR Hinn nýi HR-dansflokkur sýnir samkvæmisdansa frá „ÉG HEF lengi verið með þaö í huga að koma á starfandi dansflokki, sem hefur þaö markmiö að sýna dansatriði á skemmtistöðum og nú hefur þetta orðið aö veruleika," sagði Hermann Ragnar Stefánsson, sem lengi rak dansskóla ásamt eíginkonu sinnu Unni Arngrímsdóttur. En síðastliðið föstudagskvöld var haldið einkasamkvæmi á Broadway, Hermanni Ragnari til heiðurs, en að því stóð HR-klúbburinn, sem samanstendur af gömlum nemendum hans. Þetta kvöld kom dansflokkurinn, sem nefnir sig HR-flokkinn, fyrst fram. Hér er um að ræöa rúmlega tuttugu manns, sem Hermann Ragnar safnaöi saman og sýna þau samkvæmisdansa sem rekja má til áranna 1919—1979. Sagöi Hermann Ragnar aö þó að sig heföi lengi langað til að stofna dansflokk, eins og þann sem nú starfar, þá heföi sú hugmynd veriö óraunhæf vegna þess aö það haföi vantað skemmtistað, sem byði upp á góða möguleika til að dansatriöin nytu sín vel. En svo þegar Broad- way hefði litiö dagsins Ijós, þá heföi hann ákveöiö að láta hugmyndir sínar verða aö veruleika. HR-dansflokkurinn mun skemmta á Broadway á næstunni og miðast dansatriöin einmitt viö aö ná upp Broadway-stemmningu, en að sögn Hermanns Ragnars eru flutt lög og dansar úr mörgum frægum söngleikjum, sem þar hafa verið settir upp. Meðlimir dansflokksins hafa æft dansana síðan í janúar og eru rfú bókaðir víöar en á Broadway. í einkasamkvæminu sl. föstu- dagskvöld dönsuðu Hermann Ragnar og dóttir hans Henný Her- manns saman, var þetta ekki aug- lýst á efnisskránni, en vakti mikla ánægju, en að sögn Hermanns Ragnars, þá hefur hann ekki dans- halda áfram með dansflokkinn, því hann hefði gaman af því að geta gert eitthvaö fyrr ungt og áhuga- samt fólk. Viðtökurnar heföu verið mjög góöar og heföi það gefið hon- um og dansflokknum byr undir báöa vængi. Dansarnir spanna yfir 60 ára tímabil og fjölbreytinin því mikil. Ljósm. AS. Sýndir eru dansar fré hinum ýmsu tlmabilum meö upp runalegri músik. Á danssýningunni er hver dans kynntur með litskyggnum. Hér stíga þau Hermann Ragnars og dóttir hans Henný fagran dans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.