Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 v )petta. er ekki kartöflustoppci- F'rönsku kartöflumar cLuttu a góLfi&-" ... að sakna hennar ef þúfe rð í fe rð. HÖGNI HREKKVISI u HANM EK AP K’ENNA SVNI SÍNUM APFBfc&lkNAR. Si'nAR !* I Velvakanda fyrir 30 árum Próráhyggjurnar farnar að gera vart við sig KÆRI Velvakandi. Undan- farin vor eða síðan 1946 hafa þeir unglingar, sem hafa ætlað sér upp í lærdómsdeild Menntaskólans, þurft að taka hið svonefnda landspróf. Er talið, að próf þetta sé að tiltölu þyngsta prófið, sem tekið er við þann skóla, og þó að víðar væri leitað. Venjulega hefir upplestrar- leyfi verið þrjár vikur, og hefir ekki veitt af því fyrir þá, sem reyna vilja að ná góðu prófi, en láta sér ekki nægja að skríða upp. 1800 bls. á hálf- um mánuði EN svo heyrði ég um dag- inn, að í ráði væri að stytta leyfið um þriðjung eða niður í hálfan mánuð. Þykir mér þetta alger óhæfa, og eru allir þeir landsprófsnemendur, sem ég hefi átt tal við, á sama máli. Kunnugum er yfirleitt ljóst, að þetta fyrirkomulag mundi gera nemendum geysilega erf- itt fyrir við próflesturinn. Annað hvort yrðu þeir að lesa allt saman í einum spreng og hvíldarlaust, eða velja hinn kostinn að fara ekki yfir allt efnið. Eða þykir þér ekki til of mikils mselzt að ætla nemend- um að lesa þessar 1800 bls. ásamt vinnubókum og fleiru á hálfum mánuði? Kóngurinn lengi lifi VELVAKANDI sæll. - Ég skrapp í Tjarnarbíó um daginn, og langar mig að segja þér í fáum orðum frá, hvernig þar gekk til, því að þar þótti mér ýmislegt eins og skemmt- anir eða kvikmyndasýningar eiga ekki að vera að mínu viti. Hátíðin hófst með fimm mínútna bið eftir, að sýningin hæfist. Þá bið ber víst að skrifa hjá hinni almáttku ís- lenzku stundvísi. Þá hófst sýn- ing á gamalli aukamynd, sem ég hefi séð áður hér í kvik- myndahúsi. Nú, nú þá kom aukamynd frá Bretlandshátíðinni í fyrra- sumar. Klykkti hún út með því að óska kónginum góðs bata. — Svona mynd hefði gengið hér á útmánuðum í fyrndinni, þegar skipakomur voru helzt ekki nema einu sinni á ári og fréttir bárust engar nema með þeim. Ifla af stað farið NÚ hélt ég, að aðalkvik- myndin hlyti að birtast, en því var ekki að heilsa. Kom nú skrummynd eða auglýs- ingamynd frá bandarísku fyrirtæki og átti að skemmta okkur um hríð. Loks kom fjórða aukamynd- in og sú langskásta. Var það raunar hún, sem gerði það ómaksins vert að fara í kvik- myndahúsið að þessu sinni. Menn eru ýmsu vanir í kvikmyndahúsunum, og svona upphaf er tilræði við það, sem á eftir kemur. — S.H.“ Þessir hringdu . . . Foreldrar - tökum okkur saman og hindr um reiðhjólaþjófnaði - ískyggileg þróun ef krökkum á að haldast þetta uppi Örn Ásbjarnarson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Svo er mál með vexti að synir mínir áttu báðir hjól en þeir hafa orðið fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í sambandi við þau. Þetta eru vönduð gírahjól og kostuðu um 3000 kr. Fyrir síðustu áramót var gírinn skrúfaður af hjóli annars þeirra og stolið. Síðan gerist það í síðustu viku að hjóli hins er stolið. Þetta var greinilega með ráðum gert — hjólið var í læstri geymslu sem þó er innangengt í úr sam- eign. Mér skilst að hér í Breiðholti sé stór hópur unglinga sem stund- ar það að stela hjólum eða skrúfa af þeim ýmsa hluta. Mér hefur dottið í hug að þessa plágu mætti auðveldlega stöðva ef foreldrar tækju sig saman. Mér finnst með ólíkindum að krakkar geti komið heim til sín með reið- hjól án þess að gefa nokkra skýr- ingu á hvar og hvernig þau eru fengin — a.m.k. gætu mín börn Mikil breyting hefur orðið á til batnaðar síðan þessi nýi símsvari kom til sögunnar og undantekning ef ekki næst samband. Eitt finnst mér þó mikið vanta á, en það eru upplýsingar um veðurfarið í skíða- löndunum. Við sem stundum þessa íþrótt vitum að oft er mikill mun- ur á veðri þar og í bænum ýmist til hins betra eða verra, og væri það ekki. Þannig hlýtur að vera hægt að sporna eitthvað við þessu þó trúlega verði aldrei hægt að hindra það með öllu. Þó þarna sé kannski ekki um mjög mikið tjón að ræða, þá fellur yngri kynslóðinni þetta mjög þungt, að missa reiðhjólin sín, og mér er sjálfum alls ekki sama — sérstaklega vegna þess að þetta leiðir huga manna að því hvað unglingar eru orðnir óforskamm- aðir. Ef krökkum á að líðast svona lagað í æsku, hvað erum við þá að kalla yfir okkur síðar meir, ef þau komast alltaf upp með þetta? Er ekki hætt við að svona krakkar færi sig upp á skaftið og verði ansi afkastamikil þá er fram líða stundir?" Þakkir tii Jóns Björg- vinssonar og ÍJlfars Guðmundssonar fyrir gott útvarpsefni Ónafngreindur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Jóns Björgvinssonar sem er með tónlistarþáttinn „Undir svefninn" á sunnudagskvöldum. Hann velur tónlistina vel og rabbar við hlust- endur með smekklegum hætti. Þá langar mig einnig til að þakka sr. Úlfari Guðmundssyni, presti á Eyrarbakka, fyrir hug- vekjuna sem hann flutti í sjón- varpi sl. sunnudagskvöld — hann talaði við þá sem sátu fyrir fram- an sjónvarpsskerminn í stað þess að lesa upp af blaði, en það finnst mér einmitt að allir ættu að gera sem sjá um þessa þætti." mjög gott að vita eitthvað um slíkt áður en lagt er af stað, t.d. með tilliti til klæðnaðar. KR-ingar í Skálafelli gefa t.d. alltaf upp hitastig og almennar uplýsingar um veðrið. Ég held að margir yrðu þessum úrbótum fegnir. Með þökk fyrir birtinguna. Hjördís Magnúsdóttir Símsvari Bláfjalla — 80111: Til mikilla bóta en vantar upplýsingar um veður i i„_i___a 11...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.