Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
9
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_______________140. þáttur
Svo segir á bókum, að sonur
Óðins, sá er þeirra þótti mest-
ur fyrir sér, héti Þór, af því að
hann væri þrumuguð. Væri
orðið þá skylt ensku thunder og
þýsku Donner, en þau orð
merkja þrumu. Hér mætti
einnig nefna íslensku sögnina
stynja.
Þór átti hamarinn Mjölni.
Við skulum hugsa okkur að
hann tákni lost eldingarinnar,
skylt mala, mölva, mylja,
mola, meldur (= mölun) o.s.frv.
Ekki var mikill siður hér
fyrr meir að skíra menn einu
saman Þórsnafni, svo títt sem
það er í samsetningum. En nú
er öldin önnur. Mér skilst að
Þór sé orðið eitt hið allra vin-
sælasta mannsnafn á íslandi
hina síðustu áratugi. Einkum
er það seinna nafn af tveimur,
og er hið fyrra þá tíðast tvö
atkvæði og spillir ekki, að það
endi á i, Árni Þór, Ingi Þór.
Vilja menn leita nafna ann-
arra sona Þórs að skíra eftir,
má gægjast í Eddu Snorra
Sturlusonar, en nemendum
sínum til flýtis og hagræðis
orti Örn Snorrason (Aquila):
\.a l'nr var Ódins bur,
Áli, Haldur, Hermóður,
meó (.jallarhornið Heimdallur,
llöður, Týr og Hragi.
I»ótti Víðarr þagmælskur
oj» það í meira lagi.
Af þessum nöfnum hafa
Baldur og Bragi þótt girni-
legust, en hin eru fátíð eða þó
þekkt sem skírnarheiti sveina.
Ekki veit ég til þess að menn
hafi verið skírðir Heimdallur
eða Týr, og er þó sannast, að
allt heita fuglarnir, eins og
kerlingin sagði.
Vel má una því að heita
Baldur eða Bragi. Baldur
merkir hinn sterki, erfiði.
Samsvarandi orð í engilsaxn-
esku merkir jafnvel þjóðhöfð-
ingi. Við þekkjum trúlega ein-
hvern sem er baldinn, það er
erfiður viðfangs. Um þann,
sem óprúttinn var í tiltektum
eða orðum, t.d. Grettir Ás-
mundarson frá Bjargi, var
sagt að hann væri bellinn.
Sögnin að bella (belldi — bellt)
merkti að bregða fyrir sig og
þá í neikvæðri merkingu, og
þar af koma bellibrögð. I göml-
um kvæðum er jötunn ballur,
og skilst mér þá að hann hafi
verið ægilegur eða skaðvæn-
legur. Talað er um böll ráð í
Hamdismálum. Allt þetta leið-
ir svo hugann að nafnliðnum
bald- bæði í íslenskum og út-
lendum orðum, svo sem Bald-
vin og Garibaldi. Er þá og
augljóslega sifjum blandið við
enska orðið bold = hugrakkur.-
Bragi trúi ég að merki hinn
fremsti eða ágætasti. Heitie á
gamalli ensku brego þjóðhöfð-
ingi, og ætla þá að þetta sé
skylt bregða og afbragð. Bragur
getur einnig merkt hinn
fremsti eða tignasti. í Ljomum
er Kristur víst nefndur svo.
Forn fóstbróðir Óðins Bors-
sonar var Loki, sonur Laufeyj-
ar (af ása ætt) og jötunsins
Fárbauta. Hann sór sig því
meir í föðurætt sem lengra
leið. „Furðuilla barnaeign gat
Loki.“ Voru það börn gýgjar-
innar Angurboðu og hans:
Fenrisúlfur, Miðgarðsormur
og Hel, en með Sigynju konu
sinni eignaðist hann syni tvo:
Vála og Narfa. Undrum sætti
að hann var móðir Sleipnis og
þá að vísu í merar líki.
Fenrisúlfur var þvívegis
bundinn rammlega, og hétu
fjötrarnir Læðingur, Drómi og
Gleipnir. Hann braut hina
fyrri, en Gleipnir hélt honum.
Öfl leysast úr læðingi og eitt
og annað er drepið í dróma.
Aquila kvað:
Leysti sig úr Læðingi
lioka sonur hyggjurýr,
sig úr Dróma drepandi,
dugði hvorki hand né vír.
Kr (ileipnir hélt og harðnaði,
hlógu allir nema Týr.
Týr hafði lagt hönd sína í
munn úlfinum því til sönnun-
ar, að fjöturinn Gleipnir væri
falslaust gerður og á lagður, en
varla gat það heitið. Var hann
smíðaður úr dyn kattarins,
skeggi konunnar, hráka fugls-
ins, anda fisksins, rótum
bjargsins og sinum bjarnarins.
Þó var hann sléttur og mjúkur
sem silkiræma.
Gleipnir harðnaði því meira
sem úlfurinn braust hraustleg-
ar um, og Týr lét = missti hönd
sína. Vel má nota sögnina að
láta í þessari gömlu merkingu
meira en gert er. Fréttamenn,
sem segja frá slysförum og
manntjóni, hafa lengi ofnotað
sögnina að týna í þessu sam-
bandi.
Samsetningin Gjallarhorn er
merkileg. Eignarfallið Gjallar-
er ekki fall eignarinnar. Þetta
merkir ekki: hornin hennar
Gjallar. Eignarfallið er hér til
útskýringar eða skilgreiningar
(genetivus definitivus). Gjall-
arhorn er þá hornið sem er eða
heitir Gjöll, hin háværa, enda
var Gjallarhorn lúður, en ekki
drykkjarhorn, þótt Snorri hafi
látið sér detta það í hug í ein-
um kafla Eddu. Þetta sama
skilgreinandi eignarfall er trú-
lega að finna í Fenrisnlfur (úlf-
urinn Fenrir) og í nútímamáli
er það í nokkrum samsetning-
um, svo sem Isafjarðarkaup-
staður og Akureyrarbær.
Heimdallur hefur upphaflega
verið einhvers konar sólguð
eða birtutákn. Dallur í þessari
samsetningu merkir bjartur.
Mardöll = sæbjört er heiti
Freyju, Dellingur var faðir
dagsinSj og Dalla merkir hin
bjarta. I ensku og jafnvel írsku
hafa menn fundið hliðstæður.
Höður merkir hermaður,
dregið af kvenkynsorðinu höð =
orusta. Höður beygist eins og
köttur, og kemur eignarfallið
fram í bragarháttarheitinu
haðarlag.
Þegar ég fletti blöðum Eddu,
rekst ég á að Jótland hafi öðru
nafni heitið Reiðgotaland, en
eitthvað kynni menn að greina
á um það. Ekki þykir ólíklegt
að h hafi fallið framan af
þessu orði, enda kemur ekki
síður fyrir hliðarmyndin
Hreiðgotar. Uppruni orðsins
er að vonum umdeildur, eða
svo segir a.m.k. Jan de Vries,
sá mikli málfræðingur og höf-
undur. Ekki er ég bær um að
skera úr ágreiningi lærðra
manna í því efni. Læt ég við
það nema að tilfæra vísu,
nokkuð torræðna, en hljóm-
góða, þá sem Baldvin Ringsted
á Akureyri kenndi mér, en
amma hans honum:
Oll voru notuð ylfing.s pot,
eni þar hrotur í standi,
á Keiðgota- á Reiðgot-,
á Keiðgotalandi.
Ég reisti mér hurðarás um
öxl, ef ég ætlaði að skýra þessa
vísu fullum hætti. Björn bú-
fræðingur (búfótur) hefur ein-
mitt gert það í vísu, sem sami
Baldvin kenndi mér. Yrkisefn-
ið var göfugt, húsfreyjan í
Höfða, og Björn lagði sig allan
fram, en því miður: hann hefur
ekki fullkomið vald á þeim
skrúðmikla stíl, sem hann
taldi hæfa yrkisefni (saum-
andi) og skýtur yfir markið
með orðboga sínum. En við-
leitnina er ekki að lasta:
Saumadugga, Karólína, Itona (íunnars.
Himinskæri hildarórum
eins og það væri kansílórum.
Lóðir á Álftanesi
Til sölu á Álftanesi tvær byggingarhæfar lóöir fyrir
einbýlishús. Uppl. í síma 30247.
Kristján S. Sigurgeirsson, lögfr.
f.
Allir þurfa híbýli
26277
26277
Endaraöhús — Seljahverfi
Fullbúiö raöhús á þremur hæöum til sölu ásamt full-
búnu bílskýli. Skiptist í 5—6 svefnherb., stóra stofu,
eldhús meö borökrók, þrjú salerni, þvottahús og gott
geymsluris. (Gæti verið stórt svefnherb.). Tvær svalir
og góö sólverönd. Lóö ræktuö og girt. Ath.: Gott
útsýni. Eígnin er til sölu. Ekki háð keðjuverkun.
Einkasala Uppl. í síma 45625 í dag
Sölustjóri: HIBYLI & SKIP
Hjörleifur Hringsson, Garðastræti 38, sími 26277.
sími 45625. Gísli Ólafsson.
HÚSEIGNIN
EINSTAKUNGSÍBÚÐIR:
ÞANGBAKKI
40 fm íbúð á 5. hæð. Þvottahús á hæðinni. Verö 500 000
SNÆLAND
30 fm í kjallara, samþ. Ekki niöurgrafin. Verð 460.000.
2JA HERB. ÍBÚÐIR
FLÚÐASEL
45—50 fm i kjallara, ósamþ. Snyrtileg íbúð. Verð 500.000.
HRAUNBÆR
65 fm á 1. hæð. Svalir. Verð 570.000.
HRAUNBÆR
60 fm á jarðhæð.
SMYRILSHÓLAR
56 fm á jarðhæð. Verð 570.000.
ÞANGBAKKI
62 fm á 7. hæð. Verð 650.000.
GLÆSILEG IBÚÐ í MIÐBÆNUM
Höfum til sölu íbúð sem selst tilb. undir tréverk og málningu.
ibúðin er nánar tiltekið stofa, boröstofa og svefnherb., bað-
herb., eldhús, stór geymsla og bilskýli á jarðhæð. Afhendist í
sumar. Verð 830.000. Greiðslukjör samkomulag.
3JA HERB. IBUÐIR
BALDURSGATA
4 lítil herb. á tveimur hæðum. Verð 600.000.
HÓFGERDI
Góð kjallaraibúö, 75 fm. Sér inng. Sér hiti. Ósamþ. Verð 550.000.
HRINGBRAUT HF.
Miðhæð í góöu húsi, 90 fm. Sér hiti. Verð 750.000.
FOKHELD í GARÐABÆ
80 fm á jarðhæð í tvíbýli. Verð 700.000.
ÍRABAKKI
Góð íbúð, ekki fullfrágengin. 85 fm. Verð 750.000.
LEIFSGATA
Tvær saml. stofur og svefnherb. i kjallara. Bílastæði fylgir. 86 fm.
Verð 650.000.
ÞANGBAKKI
Góð íbúð, 77,3 fm. Gott útsýni. Verð 750.000 til 800.000.
LJÓSVALLAGATA
80 fm nýuppgerð. Verð 850.000.
130 FM GAMALT EINBÝLISHÚS Á NESI
Stór lóð. Verð filb.
4RA HERB. ÍBÚÐIR
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR
100 fm risíbúð. Suðursvalir. Verð 830.000.
VESTURBERG
Fjögur herb. með góðu sjónvarpsholi. 115 fm á 2. hæo. Verð
900.000.
VITASTÍGUR
5 herb. risibúð í steinhúsi. Svalir.
VERSLUNARHÚSNÆÐI
á horni Nönnugötu og Bragagötu, 37 fm. Verð 300.000.
Erum einnig með eignir í Hverageröi og á Selfossi.
Hringið og við verðmetum samdægurs
HÚSEIGNIN
Si mi
28511