Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 H Koupku Lionsconnbursbo um halgino b'l styrkfcor öldruöum LIONSKLÚBBURINN FJÖLNIR Sovésk „inn- rás“ í Noreg Osló, 2. apríl. Krá Jan Krik Lauré, fréllarilara Mbl. FJÓRIIM sovéskum vöruflutninga- birreiðum var í dag ekið úr vöru- flutningaskipi upp á hafnarbakkann i Drammen. Var það að sögn gert til að koma mætti öðrum bílum, sem voru í flutningaskipinu, í land. Allur bílainnflutningur til Noregs fer um höfnina í Drammen. Þessi sovéska „innrás" er frek- leg móðgun við Norðmenn. Sov- ésku bílarnir höfðu alls ekkert leyfi til að fara i land. Þetta er nánast endurtekning á atburði, sem átti sér stað fyrir réttu ári. Þá fóru 11 sovéskar vörubifreiðir, sem áttu að fara til Angóla, á land í höfninni í Drammen. Norðmenn mótmæltu þá harðlega, án nokk- urs sýnilegs árangurs. Atburður þessi var tilkynntur bæði utanríkisráðuneytinu norska svo og dómsmálaráðuneytinu, sem væntanlega munu bera fram harð- orð mótmæli við sovéska sendi- herrann í Osló. Stjórn Willoch situr áfram Osló, 2. apríl. Frá Jan Krik Ijiuré, fréltaritara Mbl. KTJÓRN Kaare Willoch heldur enn velli í Noregi, en ekki mátti miklu muna að hún tapaði meirihluta sín- um í Stórþinginu vegna svonefnds Reksten-máls. Við atkvæðagreiðslu um málið munaði aðeins einu at- kvæði á þinginu. Geysileg umræða hefur orðið um þetta mál í Noregi að undan- förnu. Snýst það um ríkisábyrgð fyrri ríkisstjórnar á láni til út- gerðarmannsins Hilmars Reksten. Eldgosið í Mexíkó: 10.000 manns eru ein- angraðir á gossvæðinu Pilchucalco, Mcxíkó, 2. apríi. VANDR/KÐAÁSTAND ríkir nú á gossvæðinu í Tabasco-héraði í SA- Mexíkó. Héraðið er eitt mesta ræktun- arsvæði landsins. llm 10.00(1 manns hafa verið innilokaðir í nágrenni eld- fjallsins, El ( hiconal, frá þvi á mánu- dag er fjallið gaus fyrst. Stórhættulegt er að reyna að nálg- ast fólkið úr lofti því aska sest í flugvélahreyfla og stöðvar þá. Þá er einnig talið vonlítið að reyna þyrlu- flug af sömu ástæðum. Hins vegar hefur hjálpargögnum verið varpað niður hátt úr lofti. Óvíst er hvort þau hafa komist til fólksins. Björgunarsveitir hafa enn ekki komist landleiðina til fólksins vegna rúmlega hálfs metra þykks öskulags á jörðu niðri. Undir venjulegum kringumstæðum tekur það um 10 stundir að komast til þorpanna, sem eru einangruð, en engir vegir liggja að þeim — aðeins stígar. Norskir þingmenn uppvísir að smygli Hermaður í El Salvador dregur látinn skæruliða á brott eftir átök, sem urðu við kjörstað í nágrenni San Salvador. Bandaríkjamenn veita áframhaldandi stuðning 1‘arís ojí Bonn, 2. apríl. Al*. ALKXANDKR Haig, utanríkisráð- herra Kandaríkjanna, lét hafa eftir sér í frönsku dagblaði, að ólíklegt væri að skæruliðar vinstrimanna na'ðu undirtökunum i Kl Salvador. Sagði hann stjórnvöldum ekki standa meiri ógn af skæruliðunum nú en fyrir ári. Haig sagði ennfremur að ef bar- átta skæruliðanna gegn stjórn- völdum héldi áfram eftir þing- setninguna í landinu myndi Bandaríkjastjórn veita stjórn- völdum nauðsynlegan stuðning tii að halda velli i baráttunni gegn skæruliðunum. Alheimsfundur krata, sem hald- inn hefur verið í Bonn fyrir Jukt- um dyrum undanfarna tvo daga, fordæmdi íhlutun Bandaríkja- manna og Kúbu í málefni E1 Salvador. Sagði ennfremur í yfir- lýsingu fundarins að kosningarnar á sunnudag leystu engan vanda í landinu. Var þar hvatt til samn- ingaviðræðna til að binda enda á borgarastyrjöldina, sem geisað hefur undanfarin tvö ár. Þá var frá því skýrt í dag að einn leiðtoga hægri manna í El Salvador, Robert D'Aubnisson, fengi framvegis leyfi til að heim- sækja Bandaríkin. Honum var bannað að koma til landsins í stjórnartíð Jimmy Carters, fyrr- um Bandaríkjaforseta. Veður víöa um heim Akureyri vantar Amsterdam 10 heióskírt Aþena 18 rigning Bangkok 35 heiðskfrt Beirút 24 skýjað Berlín 20 sól BrUssel 13 skýjað Buenos Aires 25 rigning Chicago 18 skýjaö Dublin 13 skýjað Frankturt 17 heiöskirt Genl 12 heiðskirt Helsínki 10 heiðskírt Hong Kong 22 rtgning Honolulu 27 skýjað Jerúsalem 24 skýjað Jóhannesarborg 27 heiðskirt K aupmannahöfn 7 sól Kairó 23 skýjaö Lissabon 15 heiðskírt London 13 skýjað Los Angeles 15 skýjaö Madrid 12 sól Manila 35 bjart Mexicoborg 31 heiðakírt Miami 26 skýjað Montevídeo 24 heióskirt Montreal 14 heiðskirt Moskva 4 skýjaö New York 19 skýjað Osló 3 skýjað Paris 14 skýjað Perth 24 bjart Reykjavik vantar Rió de Janeiró 30 skýjað Róm 22 heiöskirt San Francisco 10 rigning Santiago 20 skýjað Sao Paulo 26 skýjað Singapore 32 rigning Stokkhólmur 14 sól Sydney vantar Tel Aviv 27 heiöskirt Tókió 15 skýjað Toronto 8 rok Vancouver 6 heiðskirt Vínarborg 13 heiðskfrt Osló, 2. apríl, frá Jan Krik Lauré, frétUmanni KORMAÐIIR iðnaðarmálanefndar norska Stórþingsins hefur ákært nokkra nefndarmenn fyrir það, sem hann nefnir skýlaust brot á reglugerð um innflutning tollfrjáls varnings. Seg- ir hann nokkra nefndarmanna hafa flutt tollfrjálsan varning með sér til landsins í trássi við lög. Aumt sé til þess að vita að þingmenn skuli ekki þekkja landslög betur en raun beri vitni. ERLENT Morgunblaósins. Smygl það sem formaðurinn vitn- • ar til var þegar nokkrir nefndar- manna fóru með þyrlu út í einn olíu- pallanna á Norðursjó. Þar var tollfrjáls varningur til sölu. Keyptu mennirnir talsvert af vindlingum, súkkulaði og ilmvötnum. I Noregi er óheimilt að koma með lollfrjálsan varning til landsins nema dvalist hafi verið utan land- helgi í að minnsta kosti einn sól- arhring. „Ég er sannfærður um að það var ekki ætlun nefndarmann- anna að smygla þessum vörum. Hins vegar er lágmarkskrafa að þeir þekki eigin landslög." Mennirnir, sem um ræðir, þurftu ekki að gangast undir tollskoðun er þeir sneru aftur til lands eftir heim- sóknina á borpallinn. Nefndarfor- maðurinn hefur hins vegar ákveðið að nafngreina þá ekki. „Eg er enginn uppljóstrari,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.