Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 ntmmn Motar." ást er... ... að fara saman í sledaferð TM Reg. U.S Pat. Otf — alt rlglits raervtd •1982 Los Angetee Tlmee Syndlcaie f r v\YJ <-i-isa Ác * TL- : 1 Txcrnrn JU 359 Með morgunkaffinu Þú verður að fara með brauðristina í viðgerð! HÖGNI HREKKVÍSI *-/o 1982 McNaught Synd . Inc PAr?A í St<l£>AFEt?E\ CflA BI6R&un/v«LEÍBANC'UR ? ti Hvað er að ger- ast í heilbrigðis- málum okkar? Til Vclvakanda Við erum hér saman komnar konur úr öllum aldursflokkum, bæði heima- og útivinnandi. Við tilheyrum ýmsum stéttum þjóð- félagsins og erum ósammála um margt en algerlega sameinaðar í því að langa til að vita, hvað er í raun að gerast í heilbrigðismál- um okkar. Okkur sýnist, að það heilbrigðiskerfi, sem við þekkj- um og erum vanar, riði nú til falls, en nýtt tímabil sé að renna upp, tímabil heilsugæslustöðv- anna. I Fréttabréfi um heilbrigð- ismál, desember 1981, er grein sem nefnist „Heilsuvernd á ís- landi“ og hinn þriðja mars sl. var grein í Morgunblaðinu, sem gefur til kynna, að 12 nýjar heilsugæslustöðvar eigi að kom- ast í gagnið á næstu árum á höfðuborgarsvæðinu. Það er tekið fram, að þær eigi að vera litlar og persónulegar. Það er útaf fyrir sig gott og blessað, en samræmist það hinu geysilega víða starfssviði, sem þeim er ætlað samkvæmt ofangreindum greinum og ábyrgir aðilar heil- brigðisþjónustu eru bornir fyrir? Okkur verður ósjálfrátt á að spyrja: Hvaða starfslið á að vera á þessum litlu og persónu- legu stöðvum, sem eiga að veita „alla“ heilbrigðisþjónustu, hverju nafni sem hún nefnist. Á mjög litlum stöðvum getur tæplega verið svigrúm fyrir mjög margt starfslið. En fyrir- finnst í raun starfslið, sem er fært um að taka að sér hvaða læknisstörf og hvaða heilbrigð- isstörf sem vera skal — og leysa auk þess af hendi öll fyrirbyggj- andi læknisstörf samfélagsins? Læknisfræðin hefur ekki ver- ið að dragast saman. Þvert á móti hleðst upp ný og flókin þekking á hverjum degi. Þótt svo undarlega vildi til, að ein- hver einn aðili væri jafnvígur á öllum þekkingarsviðum í dag, er þá nokkur von til þess að sá hinn sami geti viðhaldið svo víðfeðmri þekkingu til lengdar og borið á sama tíma þungann af tímafreku, fjölþættu og erf- iðu starfi? Hvað með starfs- reynslu? Getur nokkur einn maður haft nægilega starfs- reynslu á öllum sviðum læknis- fræðinnar til að vera jafnvígur á allt? Við höfum búið við góða sér- fræðiþjónustu, sem mætti fara enn batnandi að okkar mati. Fáum við þessa þjónustu áfram og á hvern hátt verður henni komið fyrir? Höfum við trygg- ingu fyrir því, að fyrirbyggjandi læknisþjónusta haldi áfram að eflast og verði ekki undir í þrasi dagsins, þegar á hólminn er komið, ef sömu einstaklingar eiga að sinna öllu, hvort sem það er brýnt eða hefur eitthvert bið- þol? Við viljum geta leitað til sér- fræðinga án þess að þurfa að vera að þrasa um það. Við vilj- um að barnalæknar haldi áfram að sinna börnum okkar og fylgj- ast með framförum þeirra. Við viljum hafa skýlausan rétt til þess að leita til kvensjúkdóma- lækna að eigin vali, ef við teljum okkur þurfa á þeim að halda. Við drögum ekki í efa góðan vilja heilbrigðisyfirvalda og for- svarsmanna heilsugæslustöðva, en við gerum kröfur til þess, að heilbrigðismálin séu skoðuð af fullu raunsæi en ekki í ljósi sennilega óframkvæmanlegra hugsjóna. Hér er um mikið alvörumál að ræða en ekki leik með hugmyndir. Við förum vinsamlegast fram á að fá sem fyrst greinargóð svör frá ábyrgum aðilum. Með fyrirfram þökk. Nokkrar húsmæður. / \ (l cakandu ti/rir -'W áruni Skárra var það gabbið JÖG ramt hefir kveðið að því úti í heimi, að menn væru gabbaðir 1. apríl, ekki bara einstaklingar held- ur heilar fréttastofnanir og þá blöðin og lesendurnir. í Bretlandi fundu strákar á fermingaraldri bók fulla af furðulegum tölum og upp- dráttum. — Stóð utan á henni, að hún væri frá brezku kjarnorkurannsóknastöðinni og finnanda bæri að brenna henni. Þeir skiluðu bókinni til lögreglunnar og allt komst í uppnám. — Kjarnorkuleynd- armálin liggjandi á víða- vangi, svo að blöðin voru jafnvel með fimmdálka fyrir- sagnir. Svo þegar gauragangurinn ætlaði að keyra um þverbak, gerðu strákarnir heyrin- kunnugt, að þeir hefðu sjálfir ritað í heftið og væri því varla nokkuð á því að græða. Réttur áskilinn ... AÐ er ekki óalgengt að heyra og sjá auglýsingar enda með þessum orðum: „Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. — Það væri dá- laglegur skratti, ef menn réðu ekki, hvaða tilboði þeir tækju eða væru skuldbundnir alveg út í fingurgóma eftir að hafa auglýst. Satt að segja er þessi fyrir- vari eindæma fáránlegur eins og allir sjá, sem velta honum fyrir sér. En auk þess er hann alls óþarfur og hefir hreint ekkert gildi að lögum, — sem sagt út í bláinn. Mig minnir, að auglýsinga- verð útvarpsins sé 2 kr. á orð, svo að það er 20—30 kr. óþarfakostnaður á hverja auglýsingu, þar sem þessu attandingsi er hnýtt við. Dymbilvikan fer í hönd Á misskilningur veður nú uppi og er ekki nýr, að vikan, sem fer í hönd, heiti páskavika. Meðal annars hefi ég rekizt á þessa villu í stórri auglýsingu til skíðafólksins. Þetta er rangt, þó að ekki væri að öðru en því, að pásk- arnir eru alls ekki í næstu viku, heldur bænadagarnir. Næsta vika heitir að fornu og nýju dymbilvika. Dymbill er dregið af dumbur og er heiti á trékólfinum, sem sett- ur var þá í kirkjuklukkurnar til að rjúfa ekki kyrrð vik- unnar. Akureyri, Til Velvakanda! Nú í vetur hefir varla verið unnt að opna svo út- varpið — frá kl. 7.30 að morgni til miðnættis — að Akureyringur hafi ekki verið á taii eða einhver á Akureyri, tali við Akureyring. Þó er Akureyri ekki nema einn af 23 kaupstöðum landsins. Er dagskrárstjórinn þarna að verki eða bara norðlenzk frekja? Raunar má segja, að Akureyri sé höfuðborg Akureyri Norðurlands. En Egilsstað- ir eru höfuðborg Austur- lands og ísafjörður höfuð- borg Vestfjarða. Þaðan heyrist sjaldan eða ekkert. M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.