Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
Vaka frumsýndi gam-
anleikinn „Þjóðhátíð"
BorKarfirði eystra, 29. marz.
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
sýndi leikfélagið Vaka gamanleikinn
„I>jóöhátíð“ eftir Guðmund Steins-
son undir stjórn Ásgeirs Sigurvalda-
sonar. Leikendur voru Pétur Eiðs-
son, Ásta Geirsdóttir, Dagmar
Snjólfsdóttir, Jökull Magnússon og
Erling Olason.
Nú eru 10 ár síðan leikfélagið
Vaka var stofnað og þetta er ní-
unda verkefni félagsins. Leiknum
var mjög vel tekið og leikstjóra
færð blóm að sýningu lokinni.
Fyrirhugað er að Vaka sýni „Þjóð-
hátíð" víðar á Austurlandi. Stjórn
leikfélagsins skipa Erling Ólason,
formaður, Dagmar Snjólfsdóttir,
ritari og Ásta Geirsdóttir, gjald-
keri.
Fréttaritari.
Skipulagið í Sogamýri
Eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Eins og oft hefur verið rifjað
upp, dróst það úr hömlu að
vinstri meirihlutinn í borgar-
stjórn sinnti aðalskipulagi borg-
arinnkr. Loksins þegar tekið var
til við að vinna að því mikilvæga
máli, endaði það í röngum
ákvörðunum um að næstu
byggðasvæði skyldu vera við
Rauðavatn og upp í Hólmskeiði.
Reykvíkingar hafa reyndar ekki
enn bitið úr nálinni með það, því
að stórfelldur lóðaskortur er yf-
irvofandi vegna þess, hvernig á
málum þessum hefur verið hald-
ið.
Agreiningur
Til að dylja aðgerðarleysið var
fundið upp lausnarorðið „þétting
byggðar". Sú stefna fól það í sér
að setja niður byggð á óbyggðum
svæðum innan núverandi byggð-
ar. Nú getur sú stefna verið
góðra gjalda verð og rétt er að
taka fram að sum þau svæði,
sem þannig hafa verið skipulögð
hafa alltaf verið hugsuð til bygg-
inga. Þá má og minna á þá
stefnu Sjálfstæðisflokksins að
þétta byggð í eldri borgarhverf-
um. Hinsvegar tóku Sjálfstæð-
ismenn í borgarstjórn upp harða
baráttu gegn íbúðarbyggð á
tveimur þessara þéttingarsvæða,
þ.e. Laugardal og Sogamýrar-
svæði og létu í Ijós efasemdir um
réttmæti þess að byggja á þriðja
svæðinu, þ.e. háhæð Laugaráss-
ins.
Hin harða andstaða sjálfstæð-
isflokksmanna í borgarstjórn,
sem m.a. byggðist á áliti þús-
unda borgarbúa, gegn íbúðar-
byggð í Laugardal varð til þess
að vinstri meirihlutinn gafst upp
við það að setja þar niður íbúð-
arhverfi. Frá því var þó ekki
horfið fyrr en um síðustu ára-
mót eftir að miklum fjármunum
hafði verið varið til að skipu-
leggja íbúðarbyggð í Laugar-
dalnum.
Sogamýrarsvæðið
Hinsvegar hefur ekki tekist
eins vel varðandi íbúðarbyggð á
Sogamýrarsvæðinu, þ.e. svæðinu
við Suðurlandsbraut og Skeið-
arvog. Vinstri meirihlutinn hef-
ur keyrt það mál áfram af fullri
hörku og ekki tekið tillit til
neinna andmæla eða aðvarana.
Verður nú gangur þess máls rak-
inn í stuttu máli.
í maí 1980 var samþykkt í
borgarstjórn að láta fram fara
hugmyndasamkeppni um skipu-
lag byggðar austan Skeiðarvogs.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins og greiddu atkvæði
gegn þessari tillögu með þeim
rökstuðningi að þeir væru and-
vígir íbúðabyggð á þessu svæði.
Verðlaunatillögur
í júlí 1981 voru lagðar fram í
borgarráði verðlaunatillögur úr
samkeppninni ásamt niðurstöðu
dómnefndar. í september það ár
var samþykkt að láta fullvinna
deiliskipulag á svæðinu á
grundvelli 1. verðlaunatillögu.
Þegar málið var til afgreiðslu í
borgarstjórn 3. september 1981
fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins tillögu um að kynna
sérstaklega skipulagshugmyndir
fyrir ibúum og eigendum húsa
norðan þessa svæðis. Vinstri
meirihlutinn felldi þá tillögu.
Sjálfstæðismenn í borgar-
stjórn létu þá bóka eftirfarandi:
Bókun sjálf-
stæðismanna
„Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
Teygjanlegt efni sem hentar í flestar gerðir bifreiða. Fjölbreytt litaúrval.
Fást á bensinstöövum Shell
og í Skeljungsbúöinni
Suöurlandsbraut 4
Heildsölubirgðir:
Skeljungur hf-Smávörudeild
Laugavegi 180-sími 81722
Sætaáklæði
ibíla
Bridge
Arnór Ragnarsson
Portoroz-mótið
er í dag
í dag munu Samvinnuferðir og
BSÍ efna til svokallaðs Portor-
oz-móts. Spilað verður í Félags-
stofnun stúdenta og hefst spila-
mennska kl. 13.00. Þátttaka er
takmörkuð við 40 pör. Spilaður
verður barómeter-tvímenningur,
13 umferðir með 3 spilum á milli
para, og keppnisgjald verður kr.
300 á par.
í verðlaun verða: 1. Ferðir og
uppihald í viku á bridgemótið í
Portoroz 26.—30. maí 1982 fyrir
2; 2. Flugfar fyrir 2 til Toronto;
3. Ferðaúttekt fyrir kr. 5000.
Mót þetta er árlegt og er til
styrktar unglingastarfinu í
bridge.
Hingað til lands er kominn
Júgóslavi í tilefni mótsins eti
hann er einn af forsvarsmönnum
hótelhringsins sem hefur veg og
vanda af bridgemótunum í Port-
oroz. Þá má einnig geta þess að
Omar Sharif verður eitt af stóru
nöfnunum á bridgemótinu í
Júgóslavíu í maílok.
Töfluröð á
íslandsmóti
Dregið hefur verið um töfluröð
þeirra sveita sem unnu sér rétt í
úrslit íslandsmótsins í sveita-
keppni. Röðin er þessi:
1. Eiríkur Jónsson, 2. Örn Arn-
þórsson, 3. Gestur Jónsson, 4.
Sævar Þorbjörnsson, 5. Karl Sig-
urhjartarson, 6. Þórarinn Sig-
þórsson, 7. Stefán Ragnarsson, 8.
Steinberg Ríkharðsson.
Úrslitakeppnin byrjar kl.
13.00, fimmtudaginn 8. apríl á
Hótel Loftleiðum og lýkur á
páskadag.
Eins og komið hefur fram er
íslandsmótið í tvímenningi, sem
fer fram 22. til 26. apríl, opið
fyrir alla félaga í Bridgesam-
bandinu. Þeir spilarar, sem hafa
hug á að taka þátt í mótinu eru
beðnir að hafa samband við það
bridgefélag sem þeir eru með-
limir í og það sjái síðan um að
koma þátttökutilkynningunum
til BSÍ ekki seinna en 21. apríl.
Bridgefélag
Breiðholts
SI. þriðjudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur og var spil-
að í tveimur 10 para riðlum.
Úrslit í A-riðli:
Halldór — Þórarinn 118
Helgi — Alison 116
Guðlaugur — Þorsteinn 115
Úrslit í B-riðli:
Bergur — Sigfús 133
Helgi — Hafsteinn 132
Anton — Friðjón 131
Meðalskor 108
Á þriðjudaginn verður spilað
páska-rúbertubridge og eru pen-
ingaverðlaun í boði. Eftir páska
verður eins kvölds tvímenningur
á dagskrá á ný. Spilað er í húsi
Kjöts og fisks, Seljabraut 54, og
hefst keppnin kl. 19.30.
Bridgefélag kvenna
Fjórar umferðir af fimm eru
búnar í hraðsveitakeppni hjá
kvenfélaginu og er keppni mjög
jöfn og spennandi.
Staða efstu sveita:
Halla Bergþórsdóttir 2253
Gunnþórunn Erlingsdóttir 2198
Aldís Schram 2190
Guðrún Bergsdóttir 2148
Vigdís Guðjónsdóttir 2123
Alda Hansen 2117
AIls taka 15 sveitir þátt í
keppninni sem lýkur á mánudag.
Spilað er í Domus Medica og
hefst lokaumferðin kl. 19.30.
Bridgedeild
Rangæingafélagsins
Barometerkeppninni er lokið
með sigri Birgis ísleifssonar og
Karls Stefánssonar sem hlutu
100 stig yfir meðalskor.
Röð næstu para:
Hjörtur Elíasson
— Daníel Halldórsson 94
Eiríkur Helgason
— Baldur Guðmundsson 79
Vilhjálmur Jóhannsson
— Lilja Jónsdóttir 59
Elías Helgason
— Kristinn Guðnason 37
Gunnar Guðmundsson
— Freysteinn Björgvinsson 32
Jón L. Jónsson
— Árni Jónasson 10
Pétur Einarsson
— Loftur Pétursson 2