Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRIL 1982
17
aldrei góöri lukku að stýra eins og
dæmin sýna okkur, jafnvel frá síð-
ustu vikum.
Tökum í útrétta
hönd FriÖjóns
Það hefur vissulega vakið þjóð-
arathygli, að Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra skuli sýna
þann drengskap heima í sínu kjör-
dæmi að viðurkenna þá staðreynd,
að nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin
fari frá áður en efnt verði til
nýrra kosninga, til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn komi sem
sterkastur út úr þeim. Enginn vafi
er á því að Friðjón hefur orðið
fyrir áhrifum og tekur með þess-
ari afstöðu tillit til þeirra sjón-
armiða, sem hann hefur orðið var
við í einkaviðtölum og á fundum
með stuðningsmönnum sínum
fyrir vestan. í hnotskurn má orða
þessa hugsun svo, að þýðing
Sjálfstæðisflokksins fyrir land og
þjóð verði ekki borin saman við
persónulega hagsmuni neins ein-
staklings, hversu stór í sniðunum
sem hann kann að þykjast vera.
Ekki skorast ég undan því að við-
urkenna, að á valdatíma þessarar
ríkisstjórnar hafi ég oftar en ekki
tekið djúpt í árinni og stundum
um of, kannske. Einmitt vegna
þess hlýt ég nú að taka í framrétta
hönd dómsmálaráðherra og er
reiðubúinn að vinna að því með
honum drengilega og opinskátt að
finna leiðir út úr þeirri sjálfheldu
sem Sjálfstæðisflokkurinn óneit-
anlega er í á Alþingi. Og verður
meðan ríkisstjórnin situr. Þetta
skiljum við Friðjón báðir. Þetta
verður að þróast. Mikilvægasti
áfanginn í bili eru sveitarstjórn-
arkosningarnar. Síðan verða
menn að meta stöðuna að nýju og
vinna úr henni eins vel og hún gef-
ur tilefni til. Kjörorð okkar nú
hlýtur að vera:
Stöndum aftur saman.
Sjálfstæðismaður með sjálf-
stæðismanni.
Vinnum gömlu vígin á ný.
"ERU ÞINGFRÉTTIRNRR
BÚNflK, JÓNRTRN?"
FÆÐA
HEILBRIGÐI
Eftir dr. Jón Óttar
Ragnarsson dósent
Innan þessara marka er rúm
fyrir nærri því ótakmarkaða fjöl-
breytni í fæðuvali og hreyfingu.
Einnig getur verið gott að breyta
um umhverfi, jafnvel taka upp nýja
tómstundaiðju ef kostur er.
Best er þegar megrunin verður
upphafið að betri lífsvenjum þar
sem hollfæði og hollusta eru höfð í
fyrirrúmi, en óskynsamlegir siðir
lagðir af, helst fyrir fullt og allt.
Ef viðkomandi býr einn eða
þarf ekki að hugsa um matseld
fyrir aðra getur verið best að
reyna að hætta að miklu leyti að
hugsa um mat án þess þó að
máltíðaskipan fari úr skorðum.
Flcstum hentar betur að taka
allt sitt neyslumynstur til endur-
skoðunar og betrumbæta það.
Skipuleggja kúrinn vandlega og
hafa ávallt ráð við þeim vandamál-
um sem upp kunna að koma.
Oft er það ekki megrunin sjálf
sem er erfiðust heldur hitt að
falla ekki í gamla farið að henni
lokinni. Þess vegna þarf að gera
varanlega breytingu á hegðun-
armynstri og neysluvenjum.
Hvað fæðinu viðkemur á að
leggja áherslu á allt grænmeti,
gróft korn, kartöflur, magurt (fitu-
skorið) kjöt, magran fisk, skelfisk
og magrar mjólkurafurðir (m.a.
kotasælu, skyr, léttmjólk).
Notfærið ykkur til hins ýtrasta
að af sumum tegundum grænmetis
má borða ótakmarkað magn. Gild-
ir það m.a. um gúrkur, tómata,
papriku, kálmeti, salat og sveppi.
Reynið jafnframt að lagfæra
matseldina. Glóðarsteikið, bakið
eða sjóðið (í sem minnstu vatni)
fæðuna í stað fitusteikingar. Drag-
ið sem mest úr notkun fitu og syk-
urs í allri matargerð.
Notið tækifæriö og dragið var-
anlega úr allri neyslu á djúpsteikt-
um mat, feitum hamborgurum,
pylsum, bjúgum, sælgæti og gosi.
Sparið jafnframt feitar sósur og
feitmeti.
Þeir sem fara oft á veitingahús
ættu að hafa í huga að það er í
tísku að borða einungis smárétti,
jafnvel forrétt eða súpu eingöngu.
Með því móti er líka hægt að kom-
ast oftar út að borða.
Reynið að koma máltíðum í
fastar skorður. Sleppið ekki úr
máltíöum og síst af öllu morgun-
verði. Borðið sem minnst milli
mála og helst ekkert eftir kvöld-
mat.
Það er óþarfi að hræðast það
þótt megrunin fari einstöku sinn-
um úr skorðum. Ekki þarf heldur
að hafa áhyggjur af því þótt lík-
amsþunginn standi stundum í stað
i fáeina daga.
Forðist sem mest spennu og
streitu meðan á megruninni
stendur. Streita getur hæglega
leitt til ofáts sem aftur leiðir af
sér meiri streitu og svo koll af
kolli.
Mikilvægt er að fullvissa sjálf-
an sig um að maður ráði fyllilega
við kúrinn. Það sem helst þarf að
óttast er óttinn sjálfur. En ótti
við megrun eða ofát er óþarfa
aukaálag.
Meginatriðið er að þér fer
smám saman að líða betur. Þú
ert að reyna að breyta lífi þínu í
annan farveg þar sem holl fæða
og skynsamlegar lífsvenjur sitja
í fyrirrúmi nú og framvegis.
Að lokum þetta: Ef þú missir
kíló á viku er Ijóst að megrun get-
ur tekið langan tíma. Þú þarft auð-
vitað þolinmæði og þrautseigju í
talsverðum skömmtum. En það er
þess virði.
Vörumarkaðurinn hf.
Sími 86113.
Nýkominn
Franskur
og
belgískur
sumarfatnaður
barna.
Franskir
smábarnaskór
og ungbarna-
fatnaður
frá Frakklandi
og Spáni.
Opið til kl. 4 í dag
Bruarland
Klógaröui
v Hagalandi 4,
Mosfellssveit (við Álafoss)
laugardag og sunnudag kl. 1 — 6.
HELGAFELL
‘frn
Hér sjáið þið nýjasta útlitið frá
INVITA, Sanne P, úr massífri
eik, líka til úr furu eða mahogni.
Eidaskálinn býður 39 gerðir
INVITA innréttinga i allt húsið.
Bjóðum sérsmiðaðar INVITA
innréttingar með öllum kostum
staðlaðra skápaeininga.
Möguleikarnir eru næstum
óendanlegir. Látið okkur að-
stoða viö skipulagningu heimilis-
ins. INVITA hentar alls staðar.
INVÍTA
innréttingar
i allt húsid
Komid - sjáid og
sannfærist
um gædin frá INVITA
ELDASKALINN
GRENSÁSVEG112, 101 REYKJAVÍK
SIMI: 91-39520 & 91-39270
-»... «-'m * » — «. » — -