Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 35 Skagfirska söng- sveitin í Reykja- vík og sæluvikan Eftir Jón Björnsson Sæluvika Skagfirðinga hófst þann 21. mars. Það hefur verið ár- legur viðburður í fleiri tugi ára að halda þessa skemmtiviku sem kölluð er „sæluvika" seinni part vetrar — eða nánar tiltekið um mánaðamótin mars—apríl. Það eiga margir af eldri kynslóðinni góðar minningar frá þeim gömlu, góðu dögum, því ekki voru skemmtiatriðin síðri þá en nú til dags. Sýnd voru ágætis leikrit eins og t.d. Ævintýri á gönguför, Lén- harður fógeti, Skugga-Sveinn o.fl. Ennfremur voru sýndar „revíur". Einnig voru málfundir haldnir þar sem ýmsir ræðumenn ræddu þau mál sem efst voru á baugi í hérað- inu. (Þá var Blanda ekki komin til sögunnar.) En allir skemmtu sér konunglega. Nú er þetta orðið allt öðruvísi 1982. Það má segja að sæluvikan í dag sé svipuð og aðrar vikur árs- ins — þar sem skemmtanahald er orðð óslitið um hverja einustu helgi. En vissulega er þó ýmislegt jákvætt sem boðið er upp á nú þessi seinni ár. En að þessu sinni komu hingað góðir gestir sunnan yfir heiðar. Skagfirska söngsveit- in í Reykjavík kom fljúgandi á föstudag í sæluviku 26. mars, alls 70—80 manns. Söngsveitin söng hér í Bifröst undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur á föstudag kl. 8.30 og laugardag kl. 3 fyrir troðfullu húsi, við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Snæbjörg er frábær söngstjóri og hefur sjáaniega mjög næmt eyra. Einnig hefur hún mjög góðan efnivið að vinna úr. Á söngskrá voru 18 lög. Mörg þeirra mjög vandasöm í flutningi eins og t.d. lög eftir G. Rossini og G. Verdi o.fl. Einsöngvarar voru fimm. Steinn Erlingsson söng lag úr Rakaranum frá Sevilla með miklum glæsibrag. Hlíf Káradótt- ir sópran og Sverrir Guðmundsson tenór sungu bæði einsöng og tví- söng í iaginu Vald örlaganna eftir Giuseppe Verdi. Ennfremur sungu þau einsöng og tvísöng í fleiri lög- um með miklum ágætum. Snorri Þórðarson söng einsöng í laginu Hraustir menn eftir Romberg og gerði því vissulega góð skil. Þó er þetta lag erfitt í söng og mjög þekkt og sungið oft af öðrum. Ein- ar Lúthersson, kallaður sólókall- ari í söngskrá, söng í rímnalagi eftir Jón Ásgeirsson. Þetta lag féll ekki í minn smekk. (En það getur svp sem verið ágætt fyrir því.) í stuttu máli má segja að þetta „prógram" allt væri viðamikið og erfitt. I heild var kórinn vel sam- æfður. Samræmi í röddum yfir- leitt gott. Tenórinn hefði mátt á stundum halda svolítið betur í við bassann. En kórinn og einsöngvar- ar skiluðu þessu öllu með mikilli prýði. Snæbjörg var heldur ekki að halda aftur af því í „forte- söng“. Það má segja að söngstjór- inn hafi spilað á kórinn eins og hljóðfæri. Undirleikari var hinn kunni öðl- ingur, Ólafur Vignir Albertsson, sem lék á píanóið af sinni alkunnu list eins og hans var von og vísa. Kórinn varð að endurtaka mörg lög og syngja fjölda aukalaga. Áheyrendur kunnu vel að meta þennan ágæta söng, enda mikið klappað og aidrei ætlaði að linna. Og vissulega setti söngsveitin mikinn svip á sæluvikuna að þessu sinni. Söngstjóri, undirleikari og söngfólk, hafið þökk fyrir komuna og syngið um sólina og komandi vor. Lifið heil. Þorlákshöfn: Tregur afli alla- an marsmánuð 1‘orlákshofn, 2. apríl. HÉK IIEFIIK verið mjög slæm tíð og tregur afli allan marsmánuð og ekki nein veruleg breyting á því enn hvað snertir afla, en gæftir eru betri núna. En þá er að koma stopp og er því heldur lítil von um páskahrotu að þessu sinni þar sem tveir róðrar eru eftir fram að því að öll veiðarfæri eiga að vera komin á land. Bátafiskur á land kominn nú eru 16.720 tonn en á sama tíma í fyrra 10.726 tonn. Bátarnir eru miklu fleiri nú eða 40 á móti 25 í fyrra. Togaraafli nú er um 1.900 tonn. Þrír afiahæstu bátarnir eru Njörður með 726 tonn, Arnar með 705 tonn og Húnaröst með 644 tonn. í frysti- húsi Meitilsins hf. hefur verið unn- in dagvinna að undanförnu. 75 stúlkur vinna þar við snyrtingu og pökkun. Það þarf því mikinn fisk til handa slíku húsi ef á að vinna með fullum afköstum. En nú hefur ann- ar togari fyrirtækisins verið í slipp og er reyndar ókominn enn og þá er erfitt um vik. Þó hefur það tekist undravel að haida dagvinnu í hús- inu enda unnin bátafiskur meðfram eins og hægt hefur verið að þessu sinni. Kagnheiður. DREGINN ÚT 6. APRIL Húseign að eigin vali fyrir 700.000.* krónur. Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Happdrætti Nú má enginn gleyma að endurnýja!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.