Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 29 Löggæslumál á Seltjamarnesi: Hugmyndum ríkisvalds- ins mótmælt Eftir Magnús Erlendsson bæjar- fulltrúa Fyrir réttum áratug var Sel- tjarnarnes hreppsfélag og íbúar hreppsins um sautján hundruð. Þá önnuðust tveir lögreglumenn lög- gæslu í hreppnum. Nú, áratug síð- ar, er Seltjarnarneskaupstaður í hópi stærri kaupstaða landsins, íbúar á fjórða þúsund, en sem fyrr aðeins tveir lögreglumenn að störfum. Hér hefur ríkisvaldið brugðist hrapallega, því þrátt fyrir árlegar áskoranir og beiðnir bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi um fjölgun lögreglumanna, hefur hið opinbera látið þessar beiðnir sem vind um eyrun þjóta. Magnús Krlendsson Einstakir hæfíleikamcnn Það hefur hinsvegar verið lán íbúa bæjarins að þeir tveir lög- reglumenn, sem hér hafa báðir starfað um langt árabil, hafa reynst einstakir embættismenn í starfi, og hlotið lof og traust íbú- anna sakir mannkosta og árvekni. Sem dæmi þar um má geta þess, sem vafalítið er einsdæmi, að bæj- arstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkti samhljóða fyrir rúmu ári, að senda lögreglumönnunum báðum þakkarbréf bæjaryfirvalda fyrir vel unnin störf. A margan hátt minna vinnuaðferðir lög- reglumannanna tveggja á það sem best þekkist t.d. í Bretlandi, en á degi hverjum ekur lögreglumaður um allar götur Seltjarnarnesbæj- ar minnst tvisvar til þrisvar sinn- um, athugar hvort eitthvað sé at- hugavert við hús eða íbúðir, og lætur viðkomandi húseigendur vita ef eitthvað óeðlilegt er á ferð- inni. Þessi þjónusta við íbúana er mjög þakkarverð og jafnframt ómetanleg. Annar þáttur þessa máls er ekki minna virði, æskan í bænum lítur lögreglumennina tvo sem vini og félaga, en ekki óper- sónulegt yfirvald sem beri að óttast. Óeölilegt vinnuálag Að baki þessarar góðu þjónustu liggur hins vegar óeðlilegt vinnu- álag. Hvor lögreglumaðurinn fyrir sig verður að leggja á sig 10 tíma vinnuálag dag hvern og síðan bakvakt það sem eftir er nætur. Til langframa telst slíkt til vinnu- þrælkunar og á ekki að þekkjast. Sú hlið málsins sem þó er öllu al- varlegri, snýr að því að vera að- eins einn í starfi. Þótt íbúar Sel- tjarnarnesbæjar séu upp til hópa friðsemdarfólk og löghlýðið, er þar sem annars staðar misjafn sauður í mörgu fé, og þeir atburðir hafa skeð að lögreglumennirnir hafa slasast, og það jafnvel alvar- lega í ryskingum við ólánsfólk. Væri hér framfylgt lögum um fjölda lögreglumanna, hefði mátt afstýra mörgum þessara slysa. Krafa bæjaryfirvalda og bæjar- búa er því skýlaus. Framfylgt sé lögum um einn lögreglumann á hverja 500 íbúa. Hugmyndir ríkisvaldsins Nú hafa þær fréttir borist, að dómsmálaráðuneytið íhugi að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74 27. apríl 1972 um skipan dóms- valda í héraði, lögreglustjórn o.fl. Samkvæmt þessum hugmyndum myndi Seltjarnarneskaupstaður teljast til umdæmis Reykjavíkur um lögreglustjórn alla. Bæjar- stjórn Seltjarnarneskaupstaðar hefur samhljóða með atkvæðum bæjarfulltrúa allra flokka mót- mælt þessum hugmyndum. Bæjar- yfirvöld hafa ekki á móti hagræð- ingu í rekstri löggæslu eða sparn- aði, en telja frumvarpið lítið framlag í þeim efnum, þar sem ekki er ráðist í endurskipulag alls höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt myndi við tilkomu lögreglumanna frá Reykjavík hverfa hið mann- eskjulegu persónulega samband þegar tugir lögreglumanna hefðu hér vaktstöðu til skiptis. 1‘jónustuskrifstofa fógetaembættis Seltjarnarnes hlaut kaupstað- arréttindi 9. apríl 1974. Frá þeim tíma hefur þar verið rekin þjón- ustuskrifstofa frá fógetaembætt- inu í Hafnarfirði. Þar hafa íbúar bæjarins getað fengið ýmis gögn, samanber veðbókarvottorð, öku- skírteini, vegabréf o.s.frv. Sú al- varlega hætta er fyrir hendi, að við breytingu á skipan dómsvalda í héraði, yrði sú þjónusta flutt úr bænum. Slíkt væri óheillaskref áratug aftur í tímann, og yrði kröftuglega mótmælt, ekki aðeins af bæjaryfirvöldum, heldur öllum ibúum bæjarins. Seltirningar gera þá kröfu til allra þingmanna Reykjaneskjördæmis, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir haldi vöku sinni og komi í veg fyrir að ríkisvaldið dragi úr þeirri þjón- ustu sem sístækkandi kaupstaður á skýlausan rétt á. Árásir á sendiráð BANDARÍSKA sendiráðið í Guate- rnala varð fyrir árás á fimmtudafr, sprengja sprakk við handaríska sendi- herrabústaðinn í Aþenu og skotið var á ítalska sendiráðið i Teheran — þriðja sendiráðið þar á fáeinum dögum. Skotárásin á sendiráð Bandaríkj- anna í Guatemalaborg var gerð í skjóli myrkurs, en engan sakaði og lítið tjón varð á byggingunni, þótt sprengjukúlur færu gegnum veggi. Síðasta árásin á sendiráðið var gerð í október sl. Heimagerð sprengja sprakk fyrir utan bústað sendiherra Bandaríkj- anna í Aþenu og sketnmdir urðu á vegg sem umlykur garðinn, en engan sakaði. Vinstrihópur, sem kallar sig „Byitingarbaráttu alþýðunnar" (ELA) og hefur játað á sig rúmlega 12 sprengjuárásir undanfarin fjögur ár, sagðist bera ábyrgðina á spreng- ingunni. Þetta var fyrsta árásin á sendiherrabústaðinn í rúm 20 ár. Að minnsta kosti þrír menn létu kúlum rigna yfir sendiráð Ítalíu í Teheran og þar með hafa þrjár árás- ir verið gerðar á sendiráðið á einni viku. ítalski sendiherrann hefur beð- ið írönsk stjórnvöld um aukna vernd. Engan sakaði í síðustu árásinni og lítið tjón varð. (AP). Basar Kökubasar og flóamarkaöur verður haldinn í Fram- heimilinu í dag laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Framkonur. Buxur kr. 299,- Blússur kr. 130,- kr. 450,- Kjólar kr. 275,- Jakkar kr. 355,- VERZLUNIN blb! Frakkastíg 12, s. 11699. Nýr oa stærri matseðill Skyndibitastaður Hagamel 67. Sími 26070. Góðborgari kr. 29,00 Góðborgari meó osti kr. 33,00 Góóborgari m/osti og skinku kr. 39,00 Aukaborgari meó ofangreindu kr. 10,00 Fiskborgari kr. 28,00 Roast beef borgari kr. 39,00 Franskar kartöflur kr. 14,00 Hrósalat kr. 11,00—15,00 Kokteil- eóa remoulaóisósa kr. 11,00—15,00 Kjúklingsósa kr. 8,00—10,00 V« grillkjúklingur kr. 36,00 Vt grillkjúklingur kr. 65,00 UM HELGAR Bernaisesósa kr. 16,00—21,00 Rjómasveppasósa kr. 14,00 Rauðvínssósa kr. 13,00 Karrýsósa kr. 12,00 Kynning 3. og 4. apríl V« grillkjúklingur, fransk- ar kartöflur, kjúklinga- sósa og glas af kóki, verð kr. 58,00. Matreiðslumeistari: Birgir Viðar Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.