Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 5 Kl. 20.50 í kvöld hefst í sjón- varpi dagskrá sem ber heitið „Á Gljúfrasteini**, en það er fyrsti þátturinn af þremur, sem sjónvarpið hefur látið gera í tilefni af áttrsðisaf- mæli Halldórs Laxness. I þessum fyrsta þstti reðir Steinunn Sigurðardóttir við Halldór og Auði Laxness um daglegt líf, hugrekki, sam- visku o.fl. Bóla kl. 20.40: Rokk í Reykjavík Hljómsveitin Jonee Jenee. Hljómsveitir Q4U. Á dagskrá hljóðvarps á mánudagskvöld kl. 20.40 er þátturinn Bóla, með léttblönduðu efni fyrir ungt fólk. Umsjón- armenn: Hallur Helga- son og Gunnar Vikt- orsson. — Þessi þáttur verður alfarið tileink- aður kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, sagði Hallur. — Við verðum með viðtöl við hljómsveitir sem koma fram í mynd- inni. Einnig fengum við eina þessara hljómsveita Jonee Jonee, til þess að koma niður í út- varpshús og taka upp glæný lög, sem verða frumflutt í þættinum. Þá verður viðtal við söngkonuna Ellí úr hljómsveitinni Q4U. Hljórtvarp á mánudags- kvöld kl. 19.40: Þórhildur í deg- inum og veginum Á dagskrá hljóðvarps á mánu- dagskvöld kl. 19.40 er þátturinn Um daginn og veginn. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri talar. — Þetta er nú ekkert mótað hjá mér ennþá, sagði Þórhildur, — en það fer ekki hjá því, að ég mun minnast eitthvað á kvenna- málin; annað gæti ég ekki verið þekkt fyrir. Þá kynni svo að fara, að ég tæpti á einhverju um virkj- anir og stóriðju, en enn sem kom- ið er er svo sem frá engu að segja, ég er bara að láta hugann reika. Norræna húsið: Dagskrá úr ljóðum Halldórs Laxness í TILEFNI af 80 ára afmæli Hall- dórs Laxness flytja nemendur 3. bekkjar Leiklistarskóla íslands, í samvinnu við Norræna húsið, sam- fellda dagskrá úr Ijóðum skáldsins í Norræna húsinu kl. 17.00 í dag. Dagskráin, sem ber heitið „Ó, hve létt er þitt skóhljóð", er að mestu byggð á Kvæðakveri Hall- dórs, sem kom fyrst út árið 1930, og einnig verða flutt ljóðin úr skáldsögunum sem skáldið prent- aði í síðari útgáfu Kvæðakversins. Brotum úr blaðagreinum og öðr- um verkum skáldsins er skotið milli Ijóðanna og sungin eru lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórar- insson, Jón Nordal, Áskel Másson og Eyþór Árnason, en hann er úr hópi nemenda. Flytjendur auk hans eru: Edda Heiðrún Back- mann, Helgi Björnsson, Kristján Franklín Magnús, María Sigurð- ardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Halldórsdóttir. Þór- hallur Sigurðsson hefur tekið dagskrána saman og stjórnar flutningi ásamt Fjólu Olafsdóttur, sem æft hefur söngva. Undirleik annast Páll Eyjólfsson, gitarleik- ari. Leiklistarnemar munu endur- taka flutninginn í Norræna hús- inu næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30 og í ráði er að heimsækja nokkra staði utan Reykjavíkur, segir í frétt frá Norræna húsinu. Félagar úr Lionsklúbbnum Fjölni afhentu nýlega sjúkrastöð SÁÁ að Silunga- polli hjartalínuritstæki að gjttf. Myndin er tekin, þegar tækið var afhent. Skoðunarferðir: White House Nýlískulegar og þœgilegar íbúðir last við ströndina. Eitt eða tvö sveínherbergi. eldhús með öllum nauðsynlegum eldun- artœkjum og borðbúnaði, setustola. bað- herbergi og rúmgóðar svalir. Allar íbúðir eru loítkœldar. Hótel Margi House Nýtískuleg herbergi sem öll eru loft- kœld. búin baðherbergi, síma, útvarpi og svölum. Rúmgóð setustofa, barir, spila- herbergi, sjónvarpsherbergi, veitinga- salur, diskótek, verslanir, snyrtistofur o.fl. eykur enn írekar á vellíðan og á fallegum garði á þaki hótelsins er einstakt útsýni yíir ströndina. í hótelgarðinum er sund- laug og stutt er til strandarinnar. Aþena: l/2dagsskoðunarterð þar sem skoðuð eru öll þekktustu mannvtrki höfuðborgarinnar Eyjasigling: l/l dagsœvintýrasigling með viðkomu á grísku eyjunum Hydra, Poros og Aegina Argolis: 1/1 dags lerð ylir á Pelops- skagann með viðkomu m a í Kórinþu. Mykenu. Argos. Naupliu og Epidavros Delfi: Dagsterð til Delli. hins helga vé- fréttastaðar með viðkomu í mörgum sögufroegum þorpum og bœjum Kvöldferð til Aþenu: piaka hvertið heimsótt og farið ti! hafnarbœjarins Piraeus Kvöldverður snœddur á ósvikn- um grískum veitingastað og dansinn stiginn fram á nótt. Munið aðildarfélagsafsléttinn, barnaafsléttinn, SL-ferðaveltuna og jafna ferðakostnaðinn! Sumar- bæklingurinn og kvikmyndasýning í afgreiðslusalnum alla daga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Nú er sólin komin hátt á loít í Grikklandi og fyrsta brottförin í skipulögðum hópferðum íslendinga loksins framundan eftir nokkurra ára hlé. Grikkland er nýr áíangastaður í sjálístœðu leiguílugi Samvinnuferða-Landsýnar - ósvikinn draumastaður sól- og sjódýrkenda sem njóta guUfallegs landslags og fullkominnar aðstöðu á Vouliagmeni-ströndinni. En Grikkland á margt til viðbótar lands- laginu sjálfu Óvíða í heiminum er að íinna íleiri vitnisburði fornrar írœgðar og lit- ríkrar sögu. Meyjahofið á Akrópólis- hœðinni, Herodeon-leikhúsið og véfréttar- staðurinn helgi, Delíi, em á meðal sögu- frœgra staða sem fylla ferðamanninn lotningu og minna á hetjulega baráttu og glœsta sigra grísku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.