Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 23 Cradock skildi eftir gamalt en velvopnað orrustuskip, „Canopus", þar sem hann taldi það of hægfara til að leita uppi hraðskreið herskip Þjóðverja og yrði aðeins til trafala þrátt fyrir skipanir frá flotamála- ráðuneytinu í London. Þar var Winston Churchill við stjórnvöl- inn ásamt Fisher lávarði, sem ný- lega hafði aftur tekið við stöðu fyrsta sælávarðar. Þessir menn áttu mestan heiðurinn af þvi að brezki flotinn hafði verið efldur fyrir stríðið og var reiðubúinn þegar það brauzt út. Flotadeildirnar mættust undan Coronel. Enginn munur var á skotkrafti flotadeildanna á papp- írnum, en Cradock hafði aðeins tvær 9,2 þumlunga fallbyssur, í flaggskipi sínu, „Good Hope", en Spee hafði sextán 8,2 þumlunga fallbyssur, í „Scharnhost" og „Gneisenau". Ekki bætti úr skák fyrir Breta að brezku beitiskipin urðu fyrir töluverðu hnjaski í miklum sjógangi og það dró enn úr skotkrafti þeirra. Bretar höfðu fleiri léttar fall- byssur, en gátu ekki beitt þeim í viðureigninni við von Spee, sem kom í veg fyrir allar tilraunir Breta til að komast í návigi og eyddi flotadeildinni skipulags- bundið og af löngu færi með þungu beitiskipunum „Scharn- host“ og „Gneisenau". Bretar misstu flaggskipið „Good Hope“ og beitiskipið „Monmouth" í orrustunni við Coronel. Cradock og allir mennirnir á báðum skip- unum létu lífið. Lítið sem ekkert tjón varð á þýzku skipunum og að- eins tveir þýzkir sjóliðar særðust. Létta beitiskipið „Glasgow" og hjálparbeitiskipið „Otranto" hlýddu skipunum Cradocks um að hörfa og komust undan í skjóli myrkurs. Graf von Spee ákvað að veita þeim ekki eftirför. Hann vissi að „Canopus" var í grenndinni og varð að spara skotfæri þar sem hann gat ekki birgt sig upp af vist- um áður en hann sigldi aftur til Þýzkalands. REIÐARSLAG Fréttin um ósigurinn kom eins og reiðarslag yfir Breta. Það sem þótti óhugsandi hafði gerzt: brezki flotinn hafði verið sigraður í orrustu. Stríðið á landi hafði gengið illa: Belgía var á valdi Þjóðverja og herir Bandamanna á undanhaldi. Aðeins tveimur dög- um áður höfðu þrjú orrustuskip Franz von Hippers aðmíráls ráðizt á Yarmouth og siglt á brott án Fisher lávaröur ■ tfer* r. Skemmdir á „Kentu eftir orrustuna viö Falklandteyjar. í tveimur skipalægjum, hefði hann getað unnið stórfelldan sigur, þótt hann hefði orðið fyrir verulegu tjóni sjálfur. BREZKIR YFIRBURÐIR Yfirleitt er slæmt veður um þetta leyti árs á Falklandseyjum, og Graf von Spee hefði staðið bet- ur að vígi ef svo hefði verið, en einmitt þennan dag var veður gott. Bæði „Invincible" og „Inflex- ible“ voru hraðskreiðari en beiti- skip von Spees og búin 12 þuml- unga (30 cm) fallbyssum miðað við 8,2 (20 cm) fallbyssur von Spees. Þegar varðmenn Falklendinga sáu skip von Spee kl. 8 um morg- uninn sigldu Bretar úr höfn á mettíma, fyrst „Glasgow", eina brezka skipið sem hafði barizt við Coronel, þá „Kent“, sem hafði ver- ið á verði utan við höfnina, og síð- an hvert skipið á fætur öðru, rúm- um klukkutima síðar. Þar sem skip Breta voru hraðskreiðari liðu Sjá niðurlag á bls. 28. Skip Sturdees voru þegar komin til Port Stanley, hafnarborgar eyjanna, og voru að taka kol þegar Spee bar að. Bretum hafði tekizt að senda „Invincible" og „Inflex- ible“ frá Devonport án þess að þýzka leyniþjónustan gæti fylgzt með ferðum þeirra og á leiðinni suður á bóginn bættust í hópinn beitiskipin „Carnavon", flaggskip A.P. Stoddarts undiraðmíráls, „CornwalP og „Kent“ af gerðinni County Class og léttu beitiskipin „Bristol" og „Glasgow" (sem gert var við í skyndi í Rio eftir flóttann frá Coronel), auk „Canopus" gamla. „Invincible“, sem var flaggskip Sturdees, og systurskipinu „In- flexible" var komið fyrir á þann hátt í höfninni í Port Stanley, að erfitt var vegna landslagsins að þekkja þau af löngu færi. Graf von Spee taldi ekki á grundvelli fyrstu upplýsinga, sem hann aflaði sér um viðbúnað Breta þegar hann nálgaðist Falklandseyjar, að þeir hefðu komið fullkomnum „Dread- nought“-herskipum þangað. Þótt fréttirnar um að herskip hefðu verið send frá Falklandseyjum reyndust rangar taldi hann í fyrstu að aðeins veik brezk her- skip væru í höfninni í Port Stan- ley og auðvelt mundi reynast að ráða niðurlögum þeirra. Sturdee aðmíráll var heppinn. Hann hafði verið sendur af stað til að leita uppi þýzka flotadeild og eyða henni. Aðeins 22 tímum eftir komuna til Falklandseyja sigldi þýzka flotadeildin í flasið á hon- um. Hefði hann komið einum degi síðar hefðu það verið Þjóðverjar, sem hefðu beðið hans tilbúnir í höfninni og varizt árás, sem hefði verið mikið hættuspil að gera svo langt frá birgðastöðvum. Graf von Spee brá í brún þegar hann sá hvers kyns var og sigldi á brott í skyndi í suðausturátt. Hann hefur talið að enginn vafi gæti leikið á um úrslitin ef til orrustu kæmi við svona öflug brezk herskip og því reynt að flýja. Raunar leikur lítill vafi á því að ef hann hefði fyrirskipað tafarlausa árás á brezku flota- deildina, þar sem hún lá við festar Orrustan viö Dýrlingaayjar. Ófarir Þjóöverja viö Falk- landseyjar. „Inflexible" og áhöfn bjarga mönnum af „Gneisenau“. þess að brezki flotinn gæti nokkuð að gert. Því var engin furða þótt spurt væri: Hvar er brezki flot- inn?. Churchill og Fisher aðmíráll óttuðust að Spee mundi sigla með flotadeild sína fyrir Hornhöfða og inn á Atlantshaf, þar sem hann mundi gera óskunda á siglinga- leiðum og trufla mikilvæga flutn- inga til Evrópu á kjöti og korni og stuðla þar með að ósigri Breta í stríðinu áður en langt um liði. Viðbrögð Churchills voru skjót og róttæk: orrustubeitiskipin Sir Frederick Doveton Sturdee, sigurvegarinn viö Falklandseyjar. „Invincible" og „Inflexible" sigldu innan nokkurra daga frá Devon- port undir stjórn Sturdee aðmír- áls til að leita von Spee uppi og koma fram hefndum. í stað þess að sigla heim til Þýzkalands, eins og honum var ráðlagt, tók Graf von Spee stefnu á Falklandseyjar, eftir mánað- arhlé, sem reyndist honum dýr- keypt. Hann ætlaði að ráðast á mikilvæga kolastöð og loftskeyta- stöð, sem Bretar höfðu á eyjunum á þessum árum, ræna landstjóran- um og draga þýzka fánann að húni. Spee var bardagamaður og honum fannst það fyrir neðan sína virðingu að ráðast á kaupskip ein- göngu. Hann hefur varla búizt við að geta haft eyjarnar fyrir fasta bækistöð til víkingsaðgerða á Atl- antshafi og notað þær til þess að taka kol. En von Spee hélt að Falklandseyjar væru lítt varðar þar sem honum hafði borizt njósn um að herskip Breta þar hefðu verið send til Suður-Afríku til að taka þátt í að berja niður uppreisn Búa. Hann taldi að hann gæti Graf von Spee, yfirmaöur þýzku Austur-Asíu-flota- deildarinnar í orrustunum viö Coronel og Falklands- eyjar. unnið annan sigur á Bretum. Ákvörðun hans var afdrifarík — hann undirritaði sinn eigin dauða- dóm, dæmdi flotadeild sína til dauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.