Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
37
Hjálmur Þorsteinn, lengst til hægri, rcAur rii skipverja á Árnesingi. Þeir eru
frá vinstri: Einar Ármannsson, Brynjólfur Gestsson og Tryggvi Marteinsson,
en la lúkarnum situr lukkuhvolpur sem þeir féiagar fengu i veiðarfærin.
Kristján Pálsson, lengst til hægri, ræðir við ritstjórn og blaðamenn Snáps í
Grunnskóla Þorlákshafnar.
reist það var von á liði smiða frá
Eyjum sem ætluðu að vinna
innivinnuna á skömmum tíma,
því það er ráðgert að opna í apr-
11, en byrjað var að byggja í
febrúarlok, þ.e. lið Gunnars
Helgasonar byrjaði að reisa
þetta 240 fermetra timburhús á
fimmtudegi og það var orðið
fokhelt á sunnudegi. Samskonar
hús mun vera í smíðum í Sand-
gerði.
Heimir Jónasson:
Fögur kirkja
rís í
Þorlákshöfn
I Þorlákshöfn er nú verið að
reisa glæsilega kirkju, við blaða-
menn hittum þar að máli Ingi-
mund Guðjónsson sóknarnefnd-
arformann og ræddum við hann
um kirkjuna. Ingimundur er
einskonar framkvæmdastjóri
kirkjunnar, og sér um að kalla
saman mannskap til verka. Eins
og fyrr sagði þá er þetta mjög
falleg kirkja, stærð hennar er
12X25 m og verða um 180 sæti
niðri, en loftið er um 120 fer-
metrar. Kirkjan er að mestu
leyti unnin í sjálfboðavinnu.
Ingimundur tjáði okkur að
það væri gífurlegur áhugi hjá
Þorlákshafnarbúum að standa
saman um að koma verkinu
áfram og ljúka því sem fyrst.
Fyrsta skóflustungan var tekin í
apríl þann 28. 1979 og er áætlað
að verkinu ljúki á því herrans
ári 1983. Prestur á staðnum er
séra Tómas Guðmundsson,
sóknarprestur í Hveragerði.
Hannes Gunnarsson yfirsmið-
ur hefur nokkurskonar yfir-
stjórn við verkið en bygg-
ingarmeistari er Sverrir Sigur-
jónsson. Kirkjuna teiknaði Jör-
undur Pálsson, húsasmiður
ríkisins. Áætlaður kostnaður
mun nú vera í kring um 50 millj.
gamalla króna og er það aðal-
lega efniskostnaður en Ingi-
mundur tók það skýrt fram að
fólkið hér í Þorlákshöfn væri
mjög jákvætt fyrir þessu. For-
maður byggingarnefndar er
Ragnheiður Olafsdóttir.
I kjallara undir austurenda
kirkjunnar er líkhús. Ætlunin
er að hlaða lágan vegg utan með
kirkjunni.
Er okkur fannst við hafa for-
vitnast nóg, pökkuðum við okkar
pjönkum saman, þökkuðum
Ingimundi fyrir spjallið og héld-
um á brott.
(á.j.).
Vió litum við í Meitlinum og þar voru konurnar f óða önn að pakka
útflutningsverðmætunum.
ÞAÐ
Traust og ending
hvers mannvirkis
byggist á góóu hrá-
efni og vandaðri
smíði.
Þiö fáiö
steypustál járnbindivír
mótavír gluggagirói
þakbita þakjárn
pípur í hitalögn og vatnslögn
í birgðastöö okkar
Borgartúni31 sími27222
Allt úrvals efni á hagkvæmu veröi.
BYGGISTÁ
ÞESSU
SINDRA
STALHE
RÆÐUM
BORGARMÁLIN
Frambjóöendur Sjálfstæöisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 22.
maí vilja opiö stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjós-
enda og kjörinna fulltrúa þeirra.
Þess vegna erum viö tilbúin til áö hitta ykkur aö máli og skiptast á
skoöunum til dæmis í heimahúsum, á vinnustööum eöa hjá félögum og
klúbbum.
Síminn okkar er 82900 eöa 82963 — hafiö samband
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl At GLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR
Þl' AIGLYSIR I MORGLNBLAÐINt