Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 BRESKI FLOTINN NÁLf^AST FALKLANDSEYJAR: Flugskeyti — breski herinn aðeins Herme* Ofl Invincible hafa hvort 8 Harner- þotur o 9 Sea King-þyrlur Til varnar skipun- um eru ieacat- og Sea Dart-eldflaugar Tundurspillarnir Antrim og Glamorgai Seaslug-. Exocet- og Seacat-flugske) Wessex-þyrlu gegn kafbátum. SEAWOLF Loftvarnaflaug á stuttu færi SEASLUG Gegn skipum og flugvélum. Drægni 24 milur. Stökkþota buin Sidewindei- og Harpoon- flugskeytum. Aden-byssurr. tækjum til raf- eindahernaöar og Ijosmyncavelum Getur far- iö 290 milur til árása SU KING Vopnuö sjálfleitandi tundurskeytum. !► SEACAT Gegn flugvélum. Drægni 3 mílur SIDEWINDER Flugvélaekfftaug. Draagni 2 mílur. Freigáturnar Plymouth og Yarmouth búnar Seacat-flugskeytum og Wasp-þyrlum meö tundurskeytum. SEA BART Loftvarn»ft»ug. | Drægni 24 mílur. EXOCET Gagnakipaflaug. Draagni 20 milur. Freigáturnar Broadsword og Brilliant bunar Exocet- og Seawolf-flugskeytum. Mk 46-tund- urskeytum og Lynx-þyrlum meö Mk 44-tund- urskeytum. Tundurspillarnir Sheffield, Exeter, Coventry og Glasgow meö Sea Dart- og Mk 46-tund- urskeyti. Lynx-þyrlur bunar Sea Skua- flugskeytum og Mk 44-tundurskeytum. Freigáturnar Antelope, Alacrity og Arrow bún- ar Exocet- og Seacat-flugskeytum. Mk 46-tundurskeytum og Lynx-þyrlum. •J1TÖ1 •Í-V Landgönguskipiö Fearless meö 400 land- gönguliöa um borö. 8 landgöngubáta, 15 skriödreka og herbila. Vopnaö Seacat-flug- skeytum og Bofors-fallbyssum. SNEFFIELD. L „Vika er langur tími í Þessi orð eru höfð eftir verandi forsætisráðherra þau ásamt einu orði öðru muni í framtíðinni verða hugskoti Margaret Á síðustu döKum marsmánaðar sat Thatcher á rökstólum með Frökkum og ræddi um framlöR Breta til Efnahagsbandalagsins og utanríkisráðherra hennar, Carrinfíton lávarðar, sem nú hefur sagt af sér, hafði nýlokið við að k.vnna skoðanir bresku ríkis- stjórnarinnar á deilumálunum fyrir botni Miðjarðarhafs. A heimavígstöðvunum sýndu skoð- anakannanir, að áiit þjóðarinnar á forsætisráðherranum fór vaxandi, og metaskálar efnahagslífsins sýndu, að ósveigjanleg stefna hennar síðustu þrjú árin var farin að bera nokkurn árangur. A einni nóttu, aðfaranótt 2. apr- íl sl., hrundi öll þessi mynd til grunna með innrás Argentínu- manna í Falklandseyjar. Pundið féll, verðbréfamarkaðurinn nötr- aði og hinn mikli breski floti sneri stöfnum í suður albúinn til orrustu. Argentínskt herskip í höfninni í Port Stanley. Byssunum er beint aö innsiglingunni. Eru stríðsátök óumflýjanleg? Pólitísk framtíð Margaret Thatcher er nú í óvissu, ekki vtgna afdráttarlausrar stefnu hennar í efnahagsmálum, heldur vegna þess, að nú bíður það henn- ar að heimta úr höndum Argen- tínumanna hálfgleymdar eyjar í Suður-Atlantshafi, sem byggðar eru 1.800 manns af breskum ætt- um og 600.000 sauðkindum. Fáir kostir og engir góöir Næstum helmingur breska flot- ans stefnir nú til Falklandseyja, 36 skip búin fullkomnustu vopn- um, og í öllum samanburði er hann algjör ofjarl argentínsku herskipanna. Fyrstu aðgerðir Breta voru að lýsa yfir hafnbanni á Falklandseyjar frá kl. fjögur síð- asta mánudagsmorgun og þó að bresku herskipin ættu þá langa leið fyrir höndum var talið, að kjarnorkukafbátar Breta væru þegar komnir á vettvang. Til að byrja með fær breski flotinn það verkefni að framfylgja hafnbann- inu sem gæti þó reynst honum erf- itt til langframa því að hér er fyrst og fremst um að ræða skip, sem gerð eru til snöggra átaka en ekki til langrar útilegu. Argentínumenn eru líka stað- ráðnir í að hopa hvergi frá Falk- landseyjum þrátt fyrir algert hafnbann Breta á eyjarnar í ein- hvern tíma. Þeir hafa þar nú um 8.000 menn, vel búna vopnum og vistum, og þeir munu geta flutt þangað nauðsynleg matvæli með flugvélum í trausti þess, að Bretar hefji ekki stríðið með því að skjóta þær niður. Ef hafnbann Breta ber ekki til- ætlaðan árangur eiga þeir fárra kosta völ nema að láta til skarar skríða gegn Argentínumönnum og reyndar er talið fuilvíst, að breski flotinn hafi um það fyrirskipun ef ekki tekst að finna lausn á deil- unni með samningum. Fyrsta stig- ið í þeim aðgerðum yrði að öllum líkindum landganga á Suður- Georgíu, eyju, sem er í 400 mílna fjarlægð frá megineyjunum, Vest- ur- og Austur-Falklandi, og 700 mílur frá ströndum Argentínu. Orrustuflugvélar Argentínu- manna hafa ekki flugþol svo langa leið, þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir noti ekki flugvöllinn í Port Stan- ley sem áfangastað. Til þess að geta það þurfa Argentínumenn að koma fyrir viðamiklum búnaði við flugvöllinn, ratsjám og öðrum tækjum, sem ekki verða flutt nema með skipum, og talið er að Bretar hafi einmitt sett á hafn- bannið svona snemma til að koma í veg fyrir slíka flutninga. A Suður-Georgíu geta Bretar búið sig undir frekari aðgerðir, sem hlytu að vera fólgnar í töku Falklandseyja sjálfra, bæði með fallhlífahermönnum og landgöngu af sjó. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt hvað Vestur-Falkland snertir, sem er lítt byggt, en á Austur-Falklandi yrði hins vegar Liöi fylkt til heiöurs breska landstjóranum fyrir utan St. Mary’s-kirkjuna í Port Stanley meðan ailt lék í lyndi. Nú heitir kirkjan Santa Maria, bærinn Puerto Hivero og eyjarnar Las Malvinas. Ascension-eyja ] St Helem Sudur- Atlants- haf Hoföaborgl / •i/ Simonstown í 40 "^200 milna möfkinl r -'jBelgrano ítomodoroRivadavia j ZONEl Tnstan da Cunha Falklands \ Suður-Georgía eyjar Arenas ; Suöur-Sandvikureyjar 1000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.