Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Fagnaðarríkri hátíð fylgdu þeir dagar, sem voru kenndir við gleði. Gleðidagar. Enn varð- veitir kirkjan þennan fögnuð, sem fylgdi páskum, m.a. með því að láta hinn hreina, hvíta lit prýða altari og stól sunnudag- ana eftir páska. Og það er líka gleði á mörgum heimilum þessa daga. Gleði fjölskyldunnar, sem safnast í kringum fermingar- barnið, sem hefur gengið upp að altari kirkju sinnar til þess að játa með orði og athöfn hollustu sína við hann, sem gerir alla daga góða og færir gleði í lífið. Þó hafa ekki allir fundið til þessarar tilfinningar á liðinni hátíð né þeim dögum, sem pásk- ar fylgja og við köllum bæna- daga. Það er talað um það, að þetta sé svo leiðinlegur tími, að það sé vart hægt að þola hann nema með því að leita á náðir þeirrar gleymsku, sem vímu- gjöfum fylgir. Þetta kom fram hjá blaðamanni, sem skrifaði í blaðið sitt á skírdag um föstu- daginn langa. Ég las greinina vegna yfirskriftarinnar og vegna þess, að ég hafði fyrr les- ið fróðleg viðtöl, sem blaðamað- urinn ungi hafði tekið. En hryggð og undrun fylgdi lestri minum, en engin gleði. Þar var allt svart, allt tómt, já, autt og tómt eins og fyrr hafði verið sagt um þá sköpun, sem enginn lifandi naut. Og það sem olli hryllingi gagnvart deginum, sem við köllum langan var sú staðreynd, að blaðamaðurinn varð að láta sér lynda að vera einn með sjálfum sér án þess að geta flúið á vit þeirra staða, sem sagt er að skemmti, enda þótt meir bjóði í grun eftir slík- an lestur, að þeir deyfi frekar en gleðji, svæfi frekar en upp- byggi. Og það Fíggur við, að sefjun- artalið um „leiðindi" þessara mörgu frídaga sé orðin jafn við- urkennt eins og nöldrið um það, hversu mikið það kosti að gleðj- ast með fermingarbarni sínu á þess stóra degi. Þess vegna sé það undankomuleiðin eina eða skásta að halda sem allra lengst frá heimili sínu þessa daga eða breyta þannig um umhverfi, að allt sé öðru vísi en venjulega tíðkast. Þess vegna er þetta þá líka orðin ein mesta ferðahelgi ársins. Nú situr ekki á mér að amast við ferðalögum, það gott getur fylgt þeim, sem síðan er hægt að búa að árið allt. En þegar ferðir páskavikunnar og dimbulvikunnar á undan eiga flóttann að formerki, þá er eitthvað að. Eru þeir virkilega margir, sem eiga ómögulegt með að eiga frí og vera heima í faðmi fjöl- skyldunnar eða jafnvel einir eða í fámenni? Er það staðreynd, að óróleikinn, sem helgarskemmti- æðið elur af sér, eitri tilveru alla, ef skemmtistaðir eru lok- aðir? Það minnir á ábendingu, sem er að finna í afmælisriti Freeport-klúbbsins, þar sem skýrt er frá því, að alkóhólist- inn þurfi alltaf að vita af því, að hann hafði falið áfengi ein- hversstaðar og geti gengið að því vísu. Hann hafi því lag á því að „fela“ flösku eða flöskur á þeim stöðum, þar sem auðvelt er að finna þær, til þess að geta verið öruggur með ákveðinn hluta, þar sem engar eða litlar líkur eru fyrir því, að hann finnist. Og því aðeins geti hinn áfengissjúki tekið í móti nýjum degi, að hann viti, að hann eigi aðgang að vímugjafa vínsins. Og í afmælisriti Freeport- manna er sagt, að það þýði ekk- ert að vera að hella niður áfeng- isbirgðum hins sjúka, og ennþá síður að vera að eyða tíma í það að rífast við hann. Hann verður sjálfur að sjá, hvert stefnir og sjálfur að hafa vilja og löngun til þess að bjarga sér úr ógöng- unum. Vera má, að í löngu vinnufríi flestra á bænadögum og pásk- um sé viðbótarþáttur, sem sjaldan er hugsað um, í því fólg- inn, að þá sé hægt að prófa sig til að vita, hvar maður er stadd- ur og á hvaða leið. Sé fríið kvöl og tilhugsunin um „skemmt- analaust" kvöld forboði mar- traðar, þá má líkja þeim hinum sama við alkóhólistann, sem hefur orðið uppiskroppa með felustaði og á engar birgðir lengur, þar sem hann getur gengið að vímugjafa sínum. Slíkur pirringur vegna innri tómleika ætti því að opna augun fyrir því, að eitthvað er að, ekki síður en hjá þeim, sem á við þau vandamál að stríða, sem rekja má til áfengisneyzlu. Sá sem er ofurseldur tóm- leikakennd, þarf alltaf að leita til annarra með að bæta úr vonleysistilfinningu sinni. Sá sem er í friði við sjálfan sig, getur notið þess að vera einn og þarf ekki sífellt að leita til ann- arra um uppfyllingu tímans. Eitthvert ljótasta orðatiltæki, sem ég heyri, er þegar talað er um að „drepa tímann". Hrollur- inn, sem þetta vekur mér, stafar vitanlega af því, að þetta lýsir flótta frá raunveruleikanum, flótta frá sjálfum sér, eirðar- leysi og tómleika, þar sem tím- inn er óvinur, nema einhver hjálpi manni til að koma honum fyrir kattarnef. Ég hef með vilja látið hjá líða að geta um það, sem ætti að geta gert þessa daga, sem sumir hafa kvartað yfir, uppbyggjandi og ástæðu tilhlökkunar en ekki kvíða. En það er vitanlega fólg- ið í því að leitast við að gera sér grein fyrir því, hver er boðskap- ur þeirra og tilefni hins langa frís. Gleði þeirra daga, sem við eigum nú, á rætur sínar að rekja til þess, að það er tekið alvarlega, að upprisa Jesú hafi valdið þáttaskiptum. Krossfest- ing hans og dapur dauði færir hugsandi hryggð, af því að hann veit sök sjálfs sín gagnvart hin- um líðandi syni Guðs. En vekj- andi básúnuhljómur páska- dagsmorguns veitir þeim hinum sama gleði og áræði, þegar hann veitir þeim boðskap viður- kenningu í trú, að svo elski Guð, að hann gefur allt með sér, jafnvel hlutdeild í eilífðinni sjálfri. En sú gleði, sem slíkt vekur, á aftur að verða til þess að gæða alla daga tilgangi og veita lífinu eitthvað til þess að keppa að. Kærleikur Guðs er andstæða tómleikakenndar og fúls geðs. Trúin er mótleikurinn gegn því að vilja „drepa tím- ann“. En nú kann einhver að kvarta undan því, að hann hafi ekki hlotið þessa trú að gjöf. Og rétt er það, að í trúnni er einhver mesta náðargjöfin, sem hægt er að öðlast. En svo sem það er nauðsynlegt að sýna trú sína í þjónustunni, eins og Pétur fékk fyrirmæli um, þegar Jesús birt- ist honum upprisinn, þá er líka hægt að auka trú sína og styrkja hana með því að rækja það, sem vitað er, að öðrum hef- ur reynzt vel, þegar þeir hafa sjálfir verið á þeirri leið. Og í stað þess að leita vímu til gleymsku og feta helvegu, er hægt að snúa sér til Drottins og þiggja hjálp kirkju hans og stika blessunarríkar kærleiks- brautir. Tíminn er ævinlega það, sem við gerum úr honum hverju sinni. Dagar geta verið leiðir, ef við erum þannig sjálf. En það er hægt að losa sig við þyngsl ar- mæðunnar og þiggja hjálp und- an byrði leiðindanna. Það er hægt að birgja sig upp af bless- unarefnum ekki síður en fela áfengi. Það er hægt að þiggja gleði, sem gerir alla daga góða. Sá er boðskapur hins upprisna. Sú gjöf Guðs til barna sinna. Birgðir til böls eða blessunar VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl Al'GLÝSIR I M ALLT LAND ÞEGAR Þl At'G- LÝSIR I MORGVNBLAÐIM Núpsverjar Nemendur Núpsskóla veturna ’60—’61 og ’61 — '62: Föstudaginn 14. maí nk. er ákveöiö aö hittast í átt- hagasal Hótel Sögu. Mætum öll og rifjum upp gömul kynni. Kennarar velkomnir. Húsiö opnað kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma: Lillu og Ómars 73763, Ingigeröar 66644, Svenný 54247, Ellu Dtsu 85124. Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 18. APRIL 1982 VERÐTRYGGÐ VEÐSKULDABREF SPARISKÍRTEINI MEO LÁNSKJARAVÍSITÖLU: RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- Sölugengi m.v. nafnvexti 2%% (HLV) Ávöxtun umfram 1970 1. flokkur 8.349.32 1 afb./ári 2 afb./éri verötr. 1970 2. flokkur 6.730.64 1 ár 95.79 96,85 7% 1971 1. flokkur 5.965,37 2 ár 93.83 94,86 7% 1972 1. flokkur 5.169,69 3 ár 91.95 92,96 7% 1972 2. flokkur 4.385.42 4 ár 90.15 91,14 7% 1973 1. flokkur A 3.203,88 5 ár 88,43 89,40 7% 1973 2. flokkur 2.951,15 6 ár 86,13 87,13 7’/4% 1974 1. flokkur 2.037.30 7 ár 84.49 85,47 7V«% 1975 1 flokkur 1.671,01 8 ár 82,14 83.15 7%% 1975 2. flokkur 1.258,69 9 ár 80.58 81,57 7%% 1976 1. flokkur 1.192.24 10 ár 77.38 78.42 8% 1976 2. flokkur 956.58 15 ár 70.48 71,42 8% 1977 1. flokkur 887,33 1977 2. flokkur 741.01 (0.27% afföll) 1978 1. flokkur 601.61 (0.64% afföll) 1978 2. flokkur 473.43 (0.94% afföll) 1979 1. flokkur 399.05 (1,25% afföll) 1979 2. flokkur 308.48 (1,62% afföll) 1980 1. flokkur 231,25 (2,01% afföll) 1980 2. flokkur 181.75 (2,36% afföll) 1981 1. flokkur 156.13 (4.30% afföll) 1981 2. flokkur 115.97 (5,10% afföll) Meöalávóxtun ofangreindra flokka um- fram verötryggingu er 3,7—5%. VERÐTRYGGD VEÐSKULDABRÉF HAPPDRÆTTISLÁN iölugengi , kr. 100.- ÓVERÐTRYGGO: RÍKISSJÓDS S Pr Sölugengi m.v. nafnvexti B — 1973 2,419.77 (HLV) C — 1973 2.057,88 12% 14% 16% 18% 20% 40% D — 1974 1.744.97 1 ár 68 69 70 72 73 82 E — 1974 1.193.71 2 ár 57 59 60 62 63 77 F — 1974 1.193,71 3 ár 49 51 53 54 56 73 G — 1975 791.83 4 ár 43 45 47 49 51 71 H — 1976 754.48 5 ár 38 40 42 44 46 68 I — 1976 574,05 J — 1977 534.19 1. fl. — 1981 106.01 TÖKUM OFANSKRÁÐ VEROBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Simi 28566 Tölvur og notkun þeirra Stjórnunarfélag Norðurlands efnir til námskeiös um tölvur og notkun þeirra og veröur þaö haldiö í sal Landsbanka íslands dagana 26. og 27. apríl nk. kl. 9—17 hvorn dag. Tilgangur námskeiðsins er að gefa stjórnendum yfirlit yfir helstu hugtök á sviði tölvutækni og kerfisfræði og betri forsendur fyrir ákvarðanatöku um notkun tölva við rekstur. Gerð verður grein fyrir grundvallarhug- tökum í tölvufræðum og lýst helstu tækjum og skýrð hugtök tengd þeim. Fjallaö verður um hugbúnaö tölva og hvernig byggja má upp tölvukerfi. Aöaiáhersla verður síöan lögö á aö kynna hvernig mæta má upplýsinga- þörf stjórnenda og leysa vandamál inn- an fyrirtækja með notkun tölva. í lok námskeiðsins verður gerð grein fyrir framtíðarþróun á sviðið tölvutækni. Dr. Johann Malmquist tölvunar- fraeöingur Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags Noröurlands í síma 86-21820. SUÓRHUNARFÉIAG ÍSIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.