Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
31
„Progressive tension". Eitt af fáum verkanna á vefnaðarsýningunni sem er
eftir karlmann, Kanadamanninn Marcel Marois.
Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur í tónleikasalnum sem tekur rúmlega 2000 manns í sæti. Tónleikasalurinn er
stærsti salur Barbican og þykir hljómburður þar með afbrigðum góður.
árum og staðið af sér alla storma Barbican-galleríið. „Dómararnir“ eftir André Fougeron, 1950.
sem hafa verið ófáir i gegnum tíðina.
Á „AFTERMATH“-sýningunni er
að finna þennan skemmtilega járn-
skúlptúr eftir Picasso. „Kona með
kerru“, heitir hann og er frá árinu
1950.
(I.jósm. Mbl.: hhs.)
það er sú franska sýning „After-
math (sem þýða má eftirköst)
1945—54“. „Það sem gefur að líta í
Barbican eru einmitt ein allsherj-
ar eftirköst eftir eftirstríðsárin,
ömurlegasta tímabilið í sögu
breskrar byggingarlistar," segir
Gradidge í greininni. Hann ber lof
á allt skipulag innandyra en segir
síðan að það sé undarleg árátta
meðal breskra, sem ættu að hafa
nóg af grárri Lundúnaþokunni, að
vilja endilega flytja hana með sér
inn í híbýli sín líka.
það verður þó að segjast þeim er
lögðu síðustu hönd á verkið fyrir
opnunina til hróss að reynt hefur
verið eftir föngum að draga úr
grámósku steypunnar og ýmsir
möguleikar eru skemmtilega nýtt-
ir.
Gróðurhús utan
um leikhús
Ekki eru allar vistarverur
Barbican komnar í gagnið þó að af
nógu sé að taka nú þegar. Barbi-
can-leikhúsið verður ekki opnað
fyrr en í byrjun júní, en þá hefur
Royal Shakespeare Theatre, sem
þarna hefur loksins öðlast fast
heimilisfang, sýningar á Hinriki
IV, eftir meistarann, að sjálf-
sögðu. Leikhúsið er hannað í ná-
inni samvinnu við leikhúsfólk, og
uppfyllir að sögn fróðra manna
marga drauma þess. M.a. þann að
geta alltaf horft framan í áhorf-
endur, sama hvar staðið er á svið-
inu. Engar raðir eru meðfram
bekkjunum, heldur gengið beint
inn í þá úr anddyrinu. Það er því
eins gott að vera ekki seinn fyrir
og álpast inn í vitlausan bekk.
Yfir leiksviðinu er gríðarmikill
geimur þar sem hægt er að hafa
sviðsmyndir allt að sex leikrita til
taks og láta síga niður á sviðið
eftir hentugleika. Er séð var fram
á að þessi „sviðsgeymsla" yrði, séð
að utan, enn einn steinkumbald-
inn, var brugðið á það ráð að gera
gróðurhús utan um turninn, sem
nú þjónar ágætum tilgangi jafnt
utan sem innan.
I tónleik^alnum hefur Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna hafið tón-
leikahald og þykir hljómburður-
inn með því besta sem völ er á,
enda miklu til kostað að svo mætti
verða. Oftar en einu sinni voru
innviðir salarins, sem eru úr
timbri að hluta, rifnir niður með-
an á byggingunni stóð og ekki
settir upp aftur fyrr en tónlist-
armenn voru fyllilega ánægðir.
Við opnunina stjórnaði Vladimir
Ashkenazy hljómsveitinni, en í
apríl munu m.a. fiðlusnillingurinn
Yehudi Menuhin og píanóleikar-
inn Cristina Ortez koma fram með
sinfóníunni, svo eitthvað sé nefnt.
I myndlistarsölunum stendur
sýningin „Aftermath 1945—54“,
sem áður var getið, til júníloka.
En þá víkur hún fyrir sýningum
sem tengjast „Festival of India“,
mikilli Indlandshátið sem mun
setja sterkan svip á listalífið í
London í sumar. „Aftermath" er
afar yfirgripsmikil sýning, fengin
að láni hjá Pompidou-safninu í
París. Þar er margt sem gleður
augað; verk Picassos, Giacometti
og ótal annarra snillinga, en sjón
er sögu ríkari.
Ekki er þó hægt að skilja við
myndlistina í Barbican án þess að
minnast á geysiskemmtilega sýn-
ingu á kanadiskri vefnaðarlist
sem prýðir anddyri og ganga til
júníloka. Fyrir þá sem eru bæði
listelskir og nýjungagjarnir er
þessi sýning sannkallað gósenland
og erfitt að ímynda sér að eitthvað
geti fylgt í kjölfar hennar, sem
hylji gráa veggi gímaldsins á jafn
sannfærandi hátt.
Völundarhús sem vert
er að skoða
Þegar inn í Barbican er komið
í siærsta anddyri Harbican hangir stór stál- og akrílskúlptúr eftir ástralska
listamanninn Michael J. Santry. Myndverkið er lýst upp að innan og á að
tákna nokkurs konar hjarta Barbican.
má segja að vegir liggi til allra
átta — ekki bara út og suður held-
ur líka upp og niður. A leiðinni í
kvikmyndasalina, sem allir eru
neðanjarðar, hefur til að mynda
verið komið upp speglaborg sem
skáskjótast þarf meðfram á leið í
djúpið og gerir það að verkum að
erfitt getur verið að átta sig á því
hvort maður er á leið upp eða
niður í völundarhúsinu. Blm. prís-
aði sig sælan að vera í fylgd með
þaulvönum manni, sem hefur það
að atvinnu að svala forvitni fjöl-
miðlafólks um báknið. Aðspurður
kvað sá það aðeins hafa tekið sig
þrjár vikur að læra áttirnar í
hverjum krók og kima. Hvort það
er met skal ekki fullyrt en hins
vegar er engin ástæða til að ferða-
menn láti stærð Barbican fæla sig
frá því að fara í skoðunarferð á
stað sem býður upp á jafn fjöl-
breytta menningarneyslu. Eða,
eins og það er orðað í auglýsing-
um, sem þessa dagana blasa við
um alla Lundúnaborg: „Fyrst að
Sinfóníuhljómsveit Lundúna og
Konunglega Shakespeare-leikhús-
inu tókst að finna Barbican og
gera það að heimili sínu, getið þið
það líka.“
Á eftir má síðan fá sér bol, sem
prentað hefur verið á: „Ég fann
Barbican“. Þess má líka geta að
fyrir þá sem eru fótgangandi í
City nægir að koma auga á St.
Páls kirkjuna, úr því er Barbican
með allar sínar lystisemdir ekki
langt undan. Fjórtán strætis-
vagnaleiðir liggja þangað og einar
tíú járnbrautastöðvar eru í nokk-
urra skrefa fjarlægð.