Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 29 Afmæliskveðja: Anna Guðmunds- dóttir leikkona Á morgun, mánudaginn 19. apr- íl, verður frú Anna Guðmunds- dóttir, leikkona, 80 ára. Hún er fædd á Skálanesi í Vopnafirði, dóttir hjónanna Stefaníu Benja- mínsdóttur og Guðmundar Ólafs- sonar, veitingamanns á Seyðis- firði. í Reykjavík hefur Anna átt heima síðan hún var 15 ára, en þangað flutti hún með foreldrum sfnum. Anna hefur komið víða við á lífsleiðinni og alltaf full af áhuga á því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Ung að árum nam hún ljósmyndagerð, stundaði fimleika með góðum árangri, fór t.d. er- lendis með sýningarflokki oftar en einu sinni. Snemma var það á unglingsár- um Önnu sem leiklistin heillaði hana mest og stofnaði hún ásamt öðrum Leikfélag templara. Frá stofnun Þjóðleikhússins hefur hún starfað þar mikið, en áður lék Anna í mörg ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hún er söngelsk, söng í Dóm- kirkjukórnum yfir 40 ár. Hagmælt er Anna og veit ég að marga hefur hún glatt með sínum frumsömdu ljóðum, sem hún hefur flutt við ýmis tækifæri. 20. ágúst 1927 giftist Anna Páli Þorleifssyni, bókhaldara. Hann andaðist 10. janúar 1961. Á morgun er Anna frænka, eins og hún er kölluð af mér og mínum, 80 ára og er erfitt að trúa því, svo ungleg sem hún er, því ekki er hún að mikla hlutina fyrir sér, hún framkvæmir þá bara. Á skólaárum mínum 1954—1955 bjó ég hjá Önnu frænku og Paila í Tjarnargötu lOb og þakka ég fyrir alla umhyggju sem mér var veitt þar. Anna frænka, bestu afmælis- óskir' Inga P.S. Kunnugt er mér um að af- mælisbarnið verður að heiman á afmælisdaginn. Sjötugsafmæli: Sigurður Guðmundsson í dag, 18. apríl, er Sigurður Guð- mundsson, starfsmaður Melavall- arins hér í Rvík, sjötugur. Okkur sem höfum þekkt Sigurð í fjölda ára finnst, að hann gæti verið margfalt yngri. Það er óvenjulegt fyrir mann, sem fyllir sjötugasta tuginn, að hann skuli vera svo ungur í anda, sem raun ber vitni. Sigurður Guðmundsson er fæddur undir Jökli og má vera að sá duldi kraftur, sem talinn er búa í því fjalli hafi fylgt honum æ síðan, að minnsta kosti verða þeir sem leið eiga á Melavöllinn ekki varir við nein ellimörk á honum. Sigurður fékk ungur að árum berkla og var einn þeirra, sem var höggvinn að Vífilsstöðum og hefur hann því ekki alltaf verið sem beztur til heilsunnar. Þrátt fyrir það hefur aldrei verið hægt að merkja neinn bilbug á Sigurði og gætu margir lært þar af honum. Það er óneitanlega erfitt að tí- unda æfiatriði manns, sem hefur varið yfir þrjátiu árum af starfs- aldri sínum sem starfsmaður á Melavellinum. Sigurður hefur átt samskipti við þúsundir Reykvík- inga, sem hafa stundað æfingar og keppni á Melavellinum. í starfi sínu hefur Sigurður því haft sam- neyti við fjölda manna og ungl- inga, sem margir eiga skemmti- legar minningar um viðskipti við Sigurð, sem er manna orðhagastur og hefur gjarnan á takteinum eitthvað ekki alveg ónýtt um þjóð- málin og tilveruna. Aðaláhugamál Sigurðar hefur verið trilluútgerð og útúr Reykja- víkurhöfn hefur „Teistunni", báti hans og bræðra hans, gjarnan ver- ið siglt með fríðu föruneyti út í Flóann til fanga. Ég hef, eins og margir aðrir, fengið að fljóta með og hafa það verið hinar skemmti- legustu sjóferðir, þótt afli hafi orðið æri misjafn, enda er færa- fiskirí ekki sérstaklega gjöfult á miðunum næst Reykjavík. Sigurður býr ásamt eiginkonu sinni, Friðbjörgu Ólafsdóttur, að Lynghaga 12 hér í borg, en mun í dag halda upp á afmæli sitt hjá dóttur sinni, tengdasyni og barna- börnum. Sigurði og þeim öllum flyt ég árnaðaróskir í tilefni dags- ins. Þá senda starfsmenn Mela- vallarins og aðrir Melavallarbúar sínar beztu afmæliskveðjur með þökk fyrir allt og allt. Hreggviður Jónsson Kjartan Jóhannsson læknir - Afmæliskveðja Það var fyrir tæpum tuttugu ár- um að ég kynntist Kjartani fyrst, hann var þá nýfluttur hingað suð- ur til að taka við embætti héraðs- læknis i Kópavogi eftir áratuga farsæl störf fyrir Vestfirðinga. Nú á þessu 75 ára afmæli Kjartans rifjast upp í huganum ýmsir ánægjulegir atburðir frá þessu tímabili, þótt ekki sé ætlunin að fara að telja þá upp hér. Kjartan lauk læknaprófi árið 1931, ungur maður, aðeins 23 ára gamall, og að námi loknu hóf hann störf úti í héraði eins og tíðkast um unga lækna, fyrst á Seyðis- firði, síðar á Blönduósi og Stykk- ishólmi. Árið 1932 hóf hann síðan störf á Isafirði og starfaði þar bæði sem heimilislæknir og sjúkrahúslæknir allt til ársins 1965, er hann varð héraðslæknir í Kópavogi, þar sem hann hefur starfað síðan. Ég veit, að þeir sem til hans hafa þurft að leita sem læknis, kunna vel að meta störf hans, enda er hann ávallt reiðubú- inn að veita aðstoð þegar á þarf að halda og þá er ekki spurt hvað klukkan sé eða hvort annað hafi staðið til að gera. Jafnframt störfum sínum hefur Kjartan farið fjölda námsferða til útlanda í þeim tilgangi að auka við þekkingu sína, aðallega á sviði skurðlækninga og heimilislækn- inga. Þrátt fyrir umfangsmikil lækn- isstörf hefur Kjartan þó átt fleiri áhugamál en læknisfræðina. Hann hefur starfað mikið, bæði að stjórnmálum og félagsmálum. Bæjarfulltrúi á ísafirði var hann í fjölda ára og alþingismaður sam- fellt frá 1953 til 1963, fyrst sem þingmaður ísafjarðarkaupstaðar og síðar, eftir kjördæmabreyting- una, þingmaður Vestfjarðakjör- dæmis. Enn þann dag í dag er tal- að um kosningaslaginn fyrir vest- an á þessum árum, sérstaklega á tímum einmenningskjördæm- anna, en á síðustu árum þeirra stóð baráttan aðallega milli Kjartans og Hannibals Valdi- marssonar. Til félagsmálastarfa hefur Kjartan jafnan verið eftir- sóttur, eins og duglegir menn gjarnan eru, hann var m.a. í hægri nefndinni svonefndu sem kom á hægri umferð hér á landi fyrir nokkrum árum, en sú framkvæmd þótti takast með afbrigðum vel. Á Isafirði stóð hann fyrir togaraút- gerð og ýmsum öðrum rekstri og framkvæmdum, svo sem byggingu flugvallar og fleiri þjóðþrifaverk- efnum og nú hin síðari ár, eftir að hann fluttist suður, hefur hann jafnan gefið sér tíma til að sinna þeim málum sem honum eru hug- leiknust. Öllu þessu hefur hann sinnt af frábærum dugnaði og samviskusemi, enda hefur hann ekki lagt í vana sinn að hlífa sér við þau störf sem hann hefur tekið að sér um ævina. Kjartan kvæntist ungur Jónu Ingvarsdóttur, hinni ágætustu konu, eignuðust þau 5 börn, allt börn sem þau geta verið stolt af. Elsta son sinn, Kjartan, misstu þau, ungan lækni sem lokið hafði löngu og erfiðu sérnámi í læknis- fræði og var nýkominn til starfa hér heima á íslandi. Ég vil að lokum óska tengdaföð- ur minum, þessum síunga heið- ursmanni, til hamingju með af- mælið þann 19. apríl og þakka honum góð kynni gegnum árin. Kjartan dvelur þessa dagana í orlofi hjá Kristjönu dóttur sinni og tengdasyni í Malmö, þar sem þau eru búsett. Guðmundur Björnsson Hrefna Tynes sjötug Síðbúin afmæliskveðja Til munu bækur á íslensku sem bera heitin Ömmu-sögur og Amma segir frá, eða eitthvað álíka. Margt barn hefur notið slíkra sagna, en þó munu hin kannski öllu fleiri a.m.k. í gamla daga, sem voru svo lánsöm að eiga ömmu er kunni að segja frá bók- arlaust og léðu barninu sínu þá töfra í veganesti sem aldrei gleymdust. Svona ömmur er sem betur fer ennþá að finna. Ein þeirra, frú Hrefna Tynes, er sjö- tug um þessar mundir. Hún er ekki bara fárra barna fræðaþulur, þau skipta hundruðum, já líklega þúsundum börnin hennar kirkju- ömmu, eins og þau gjarna kalla hana. Ef ég ætti ósk fyrir íslensk börn, þá myndi ég óska að þau ættu öll ömmur, sem í viðbót við eigið ágæti, ættu þá eðliskosti, sem börnin sjá í Hrefnu Tynes, þegar þau kalla hana kirkjuömmu. Þetta heiðursheiti felur nefnilega í sér trúnaðartraust á handleiðslu viðkomandi, gleði í návist hennar og sýnir jafnframt að hún hefur til að bera bæði kunnáttu og kær- leika til að fara með gott orð, án þess að gera það leiðinlegt. Hrefna er búin að koma víða við sögu. Hún hefur lagt gott til, hvar sem hún hefur fengið því viðkom- ið, ætíð verið að vinna til mann- bóta og þorað að hafa á því skoðun hvernig slíkt yrði gert. Ég ætla mér ekki að fara að telja upp störfin hennar Hrefnu, enda frem- ur efni í bók en blað. Þar á ofan urðu okkar kynni óveruleg, þar til hún komst á ömmualdurinn, því er nú verr. En æ síðan á ég henni meira að þakka en öðrum fyrir smvinnuna í Neskirkju. Hvað verkefnum og viðhorfum viðvíkur, þá hefur Hrefna tekið alvarlega skáta- viðkvæðið að vera ávallt viðbúin. Fyrr eða siðar hef ég tæpast kynnst þvílikum áhuga og seiglu í kirkjulegu starfi og hef ég þó hitt marga mæta liðsmenn á þeim vettvangi. Að gefa af sér af hýrum fúsleika Drottni til dýrðar og börnum á öllum aldri til blessun- ar. Það eru í mínum huga ein- kennisorðin á lífsstefnunni henn- ar Hrefnu Tynes. Guð hefur gefið henni svo ótæpilega af lífskrafti og elskusemi að jafnvel stríðustu þreytu- og lúastrengir eru látnir lönd og leið ef þarf að stjórna fundi, segja sögu, leiða söng eða færa upp leikþátt. Hrefna er ávallt viðbúin. Það er kannski skrítilega til orða tekið að segja einhvern eiga holla trú af þvi að það gefur til kynna andstæðu sína. Engu að síð- ur sé ég í Hrefnu slíka eigind. Hún er svo holl hennar trú, að börnin finna að hún er sönn, kemur frá hjartanu, sýnir sig í viðmóti, laðar að og gefur næringu. Enginn skilji orð mín svo að Hrefna sé skapsmá eða afkasti öllu með blíðusemi ein- vörðungu. Fjarri því, það getur hæglega hvesst, enda konan stjórnsöm og vön að segja til. Hún er enda býsna raunsæ og veit að það þarf styrkleika og festu til þess að ná árangari. Hinsvegar hef ég varla heyrt hana segja svo til syndanna að sá sem í hlut á fyndi ekki hlýjuna að baki, löng- unina til að bæta úr, en aldrei til að lasta. Saga er til af litlum dreng sem var að draga þungan vagn upp bratta brekku. Maður nokkur, sem sá að drengnum var ofviða að valda þessu, hjálpaði upp á, þar til að á jafnslétt var komið. „Sástu ekki að þetta hlyti að verða þér um megn, drengur minn?“ spurði maðurinn. „Jú,“ ansaði drengur- inn, „en pabbi sagði að ég skyldi ótrauður halda áfram því það myndi einhver koma að hjálpa mér.“ Mér hefur oft verið líkt far- ið og piltinum í sögunni, hvað störfin í Neskirkju varðar, gjarna verið að fást við sitthvað, sem ég réði tæpast við. En Hrefna Tynes var ávallt viðbúin, ævinlega með framrétta hönd, albúin til að hjálpa og hvetja af óbugandi elju. Fyrir það er ég í ómældri skuid. Afmælisbarninu sendi ég þá eigingjörnu ósk, að hún haldi þrótti og kristnum ömmukostum allra kvenna lengst. Frá okkur, fjölskyldunni í Minnesota, sendi ég þessa bæn, Hrefna mín: Góður Guð varðveiti þig og blessi sem allra best. Guðmundur Oskar Ólafsson Jón Páll Þorbergsson við einn af flutningabílum sínum. Ljósm. Mbi.: HBj. Borgames: Nýr eigandi Steinars & Jóhanns Horgarnesi 4. apríl. EIGENDASKIPTI hafa orðið á vöruflutningafyrirtækinu Steinar og Jóhann í Borgarnesi. Jón Páll Þor- bergsson hefur keypt fyrirtækið af Steinari og Jónasi Ingimundarson- um. Steinar og Jóhann hafa annast vöruflutninga fyrir Borgarnesinga í 30 ár, Steinar einn fyrstu árin en í félagi við Jóhann bróður sinn síðan 1963. Þeir hafa nú ákveðið að hætta þessum rekstri eftir langt og gott starf og hafa nú far- ið til annarra starfa. Fyrirtækið verður rekið undir sama nafni og áður og mun kapp- kosta að veita góða þjónustu undir stjórn Jóns Páls sem fyrr. Af- greiðslur verða áfram í Vöruflutn- ingamiðstöðinni í Reykjavík og í Nesbæ í Borgarnesi. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.