Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 27 Skriðdrekaferja / 5 landgonguskip 2 birgðaskip / 8 oliuskip liðsflutningaskipið Canberra tekist á um höfuðstaðinn, Port Stanley, þar sem helmingur íbú- anna býr í timburhúsum, sem lítil vörn yrði að í alvarlegum átökum. Bretar binda vonir sínar við það, að þeir geti komist hjá blóðs- úthellingum með hafnbanninu einu en enginn veit hve lengi þeir verða að halda úti til þess. Með því er þá aöeins átt við hafnbann á Falklandseyjar en ekki á Argen- tínu sjálfa, sem líka hefur komið til umræðu, en slík aðgerð gæti haft mjög alvarlegar pólitískar af- leiðingar. Ef hafnbannið mistekst og engir samningar takast milli þjóðanna á ríkisstjórn Margaret Thatcher ekki nema um tvennt að velja: stríð við Argentínumenn, sem hefði töluvert mannfall í för með sér, eða að leggja niður rófuna og segja af sér um leið. I febrúar sl. vitnaði Margaret Thatcher i Hómerskviður þegar hún skýrði þá fullvissu sína, að þjóðin myndi styðja áframhald- andi harða stefnu hennar í pen- ingamálum. „Þið munið hann Ódysseif," sagði hún. „Hann lét ekki freistast af fagurgala Sírenanna og komst að lokum heilu og höldnu til hafn- ar.“ Nú, þegar stefnir í stríð út af Falklandseyjum, minnast menn enn hans Ödysseifs, sem að vísu komst heim en týndi skipinu og öllum sinum mönnum. Ofurefli Breta á sjó en óvissa í lofti Eins og fyrr segir liggja nú fjór- ir breskir kjarnorkukafbátar úti fyrir ströndum Argentínu, tilbún- ir til að skjóta í kaf hvert argen- tínskt skip, sem reyndi að rjúfa hafnbannið. Hver þeirra er búinn 20 sjálfleitandi tundurskeytum, sem sökkt geta skipi í 20 mílna fjarlægð. Ef slíku skeyti verður skotið er skollið á stríð, fyrstu meiriháttarátökin á okkár tímum þar sem beitt er fullkomnustu vopnum sem sjóherir ráða nú yfir. Argentínski sjóherinn stendur langt að baki þeim breska en ræð- ur þó yfir mörgum sömu vopnun- um og er svo fyrir að þakka bresk- um vopnasölumönnum. Argen- tínumenn eiga eitt flugmóðurskip, 40 ára gamalt; fjóra kafbáta dieselknúna, tvo 10 ára gamla og tvo 40 ára gamla; eitt 44 ára gam- alt beitiskip af bandarískri gerð; níu tundurspilla, þar af aðeins tvo yngri en 37 ára, og tvær fransk- smíðaðar freigátur. Tveir tundur- spillanna, þeir yngstu, sem eru af breskri gerð, og freigáturnar eru útbúnar með breskum Exocet- eldflaugum, afar hættulegum vopnum, sem ætlað er að granda skipum og draga allt að 30 mílur. I breska flotanum eru m.a. flugmóðurskipið HMS Invincible, sem er alveg nýtt, tekið í notkun fyrir tveimur árum; flugmóður- skipið HMS Hermes, sem er eldra en var gert upp 1980; fimm tund- gönguliðarnir og 3. fallhlífaher- sveitin telji til samans um 3.000 menn. í vopnabúnaði þeirra eru t.d. léttir skriðdrekar af Scorp- ion-gerð og brynvarðir vagnar af gerðinni Scimitar. Bretar treysta því enn, að þeir fái einhverju komið til leiðar með hafnbanni en enginn veit hve lengi það gæti staðið, sumir segja allt að eitt ár, og margt bendir til, að Bretar búi sig undir langt umsát- ur. Til dæmis hafa hermennirnir með í farangrinum sérstakan heimskautafatnað og heyrst hef- ur, að þegar sé farið að búa út skip til að taka við af þeim, sem nú eru á suðurleið. Argentínumenn geta ekki dregið sig til baka Þótt mesti vígamóðurinn sé að renna af þjóðunum, Argentínu- mönnum og Bretum, virðast allar ár renna að þeim ósi, að átök séu óumflýjanleg út af Falklandseyj- um. Utlendingar eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvað Falk- landseyjar eða Malvinas-eyjar eins og Argentínumenn kalla þær skipta miklu máli fyrir þá og „endurheimt" þeirra eða innrásin tínska herinn, sem á þessari öld hefur ekki barið á öðrum en sínum eigin landsmönnum. Siðast þegar hann barðist á erlendri grund átti hann fullt í fangi með að sigrast á smáríkinu Paraguay og naut þó við það stuðnings Brasilíumanna. Að auki þurfti svo herstjórnin á andlitslyftingu að halda í augum almennings en hún er ábyrg fyrir alls kyns grimmdarverkum í land- inu og þeim gífurlega efnahags- vanda, sem þar er við að glíma. Galtieri hershöfðingja og her- stjórninni er ekki jafn hugað um það og áður að fara með völdin í landinu og hann eins og fyrirrenn- ari hans, Viola hershöfðingi, hefur setið marga fundi með leiðtogum stjórnmálaflokkanna (sem eru bannaðir) til að reyna að finna einhverja útgönguleið, sem herinn getur sætt sig við. Þar ber hæst þá kröfu, að ef stjórnmálaflokkunum verði leyft að starfa að nýju verði ekki höfðað mál á hendur frammámönnum í hernum vegna grimmdarverka þeirra gegn vinstrisinnum og perónistum. Þessa tryggingu hafa herforingj- arnir ekki fengið og þar til föstu- dagurinn 2. apríl rann upp voru ráðamenn í Argentínu uggandi Argentínski fáninn dreginn að húni á Falklandseyjum í táknrænni „árás“ nokkurra Argentínumanna árið 1968. urspillar búnir fullkomnasta eld- flaugabúnaði, sem nú þekkist; tvær freigátur vopnaðar sjálfleit- andi eldflaugum af gerðinni Type 22 og fimm aðrar freigátur búnar eldflaugum og fallbyssum. Með þessum flota fer svo landgöngu- skipið HMS Fearless og mörg olíu- flutninga- og birgðaskip. Einnig skemmtiferðaskipið SS Canberra, sem breski herinn tók í sina þjón- ustu, en það flytur lækna og hjúkrunarlið, þyrlur, fallhlífa- hermenn og landgönguliða. Það, sem veldur mikilli óvissu í hugsanlegum átökum Breta og Argentínumanna, er samanburður á getu þjóðanna til lofthernaðar á þessum slóðum og einnig það hve birgðaflutningaleiðir breska flot- ans eru langar (8.000 mílur til Portsmouth og 6.000 til Gíbralt- ar). Hvað flugmóðurskipin varðar þurfa Bretar ekki að óttast. Þeir ráða yfir 20 Harrier-þotum gegn 11 argentínskum af Skyhawk- gerð, smíðuðum eftir 25 ára göml- um bandarískum teikningum og einkum ætlaðar til árása á landi, og jafnvel eitt einasta breskt tundurskeyti gæti gert þennan flugstyrk Argentínumanna að engu. Mesta ógnunin við aðgerðir Breta kemur hins vegar frá sjálf- um argentínska flughernum, sem hefur yfir að ráða 68 Skyhawk- þotum og 19 hljóðfráum Mirage III-þotum af franskri gerð, sem eru hvort tveggja orrustu- og sprengjuflugvélar. Minni hætta, en þó ekki lítilvæg, stafar af Sea King- og Lynx-þyrlum argen- tínska sjóhersins en þær eru bún- ar mjög fullkomnum leitartækj- um, sem bresku kafbátarnir eru ekki með öllu óhultir fyrir. Ef svo óhönduglega tekst til, að Bretar og Argentínumenn fara að berjast, þar á meðal í lofti, fengju þeir fyrrnefndu þó alténd svar við einni spurningu, sem mikið hefur vafist fyrir hernaðarsérfræðing- unum, en það er hvort Harrier- þoturnar bresku, sem ekki eru hljóðfráar, mega sín einhvers gegn nýtískulegum og hljóðfráum árásarþotum. Breska varnarmálaráðuneytið lætur ekkert uppi um fjölda her- manna í herleiðangrinum til Falk- landseyja, en líklegt er, að land- Argentínskur brynvagn á götu í Port Stanley. Bresku herskipin, sem nú eru um það bil komin til Falklands- eyja, eru ekki aðeins vel vopnum búin heldur hafa þau einnig í far- angrinum framtíð staða eins og Hong Kong, Bresku-Jómfrúreyja og Gíbraltar, svo ekki sé minnst á smáríkið Belize í Suður-Ameríku, sem Guatemala ágirnist og hefur sér til varnar breskt setulið. Frammi fyrir þessu stendur ríkis- stjórn Margaret Thatcher og al- menningsálitinu að auki, sem þol- ir ekki, að staða þjóðarínnar á al- þjóðavettvangi, jafnvél þótt hún geti ekki talist stórveldi lengur, sé dregin niður í svaðið af illa þokk- aðri einræðisstjórn í Rómönsku- Ameríku. er ekki bara eitthvert ævintýri, sem herinn notar til að draga at- hyglina frá pólitískri og efna- hagslegri óreiðu heimafyrir. Argentínumenn hafa ekki haft ástæðu til að státa af mörgu á þessari öld og eiginleg þjóðarvit- und hefur átt þar erfitt uppdrátt- ar. Þess vegna m.a. líta þeir á töku eyjanna sem sjálfsagðan hlut og sameiningartákn, kjörna til að efla þjóðarstoltið. Að lyppast niður fyrir bresku herskipunum og hörfa með allt sitt hafurtask frá Falklandseyjum jafnaðist á við sálrænt sjálfsmorð og það hvarflar heldur ekki að herstjórn- inni í Buenos Aires. Falklandseyjamálið er ekki síð- ur þýðingarmikið fyrir argen- um sinn hag og stöðu hersins með- al þjóðarinnar. Hvað er í húfi fyrir Breta? I Bretlandi hefur ríkisstjórn Margaret Thatcher gerst merkis- beri í baráttunni fyrir breskum réttindum og hagsmunum um heim allan og hyggst í engu gefa eftir fyrir bellibrögðum Galtieris, sem John Silkin, talsmaður Verkamannaflokksins, kallaði í umræðum á þingi „Mussolini af billegustu sort“. Það, sem er svo ekki síður nauðsynlegt í þessu máli, fyrir utan þær kröfur, sem stjórnmálamennirnir gera, er að sýna og sanna fyrir umheiminum, að hvaða strákur sem er geti ekki sölsað undir sig smáríki og byggð- ir, sem enn eru upp á Breta komin viða um heim. Ef einhverjar líkur eiga að vera á samningum í þessari deilu verða ríkisstjórnirnar í Buenos Aires og London að stilla sig betur en þær hafa hingað til gert. Eins og nú horfir gengi það kraftaverki næst ef það tækist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.