Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 borlákshafnarrispa með skólapillum í starfsfræóslu: Fimm vaskir skólapiltar af Seltjarnarnesi dvöldu hjá okkur á Morgunblaðinu í nokkra daga fyrir skömmu í starfsfræðslu og í ferð fréttamanna Morgunblaðsins til Þorlákshafnar létu þeir ekki sinn hlut eftir liggja og öfluðu fanga fyrir blaðið, hver með sína trossu, eins og sagt var í gamni á leiðinni. Þessir ungu menn eru allir nemendur í Valhúsaskóla og heita: Hjálmur Þorsteinn Guðmundsson, Kristján Pálsson, Hafsteinn Ingi Grétarsson, Magnús Björnsson og Heimir Jónasson, allir í 9. bekk. Hjálmur Þorsteinn Guðmundsson: Rabbaö um borð í Árnesingi Við fórum að sjálfsögðu niður á bryggju í Þorlákshöfn til þess að fylgjast með bryggjulífinu í þessari vaxandi verstöð, en þar sem við vorum á ferðinni fyrri hluta dags var fremur rólegt yfir hafnarlífinu, en einn og einn bátur var þó við bryggjurn- ar. Við röltum um borð í einn bátinn, Arnesing, og röbbuðum við mannskapinn. Þeir voru nýkomnir að á Ár- nesingi og aflinn var sjö tonn, dágott það, enda voru þeir félag- ar hressir og kváðu þetta allt vera þorsk. Þeir sögðu að þetta væri tiltölulega þægilegt hjá þeim, lagt væri á miðin um klukkan hálfátta á morgnana og þeir væru búnir að landa 5—6 á kvöldin. Þeir kváðust sækja fremur stutt enda væri ekki hægt að ana langt út á haf á 30 tonna báti. Kristján Pálsson: Dagblaðið Snápur og brúin yfir Olfusárósa Vísir að dagblaðinu Snáp var sá að eina kennsluviku vetrarins var stundataflan leyst upp og nemendum gefinn kostur á að vinna ýmiskonar verkefnavinnu. 11 nemendur tóku að sér út- gáfu dagblaðs sem bar nafnið Snápur. Þar af voru 5 í ritstjórn og 6 blaðamenn sem sáu um að afla efnis í blaðið. Blaðamenn- irnir unnu að efnisöflun aðal- lega með því að ganga um bæinn og taka fólk tali. Eftir að efnis- öflun var lokið var farið í skól- ann og þar vann ritstjórn ásamt blaðamönnum að efninu sem fór í blaðið. Fjallað var um þau mál sem voru ofarlega á baugi í bænum, t.d. afmæli, árekstra, Á leiðinni í bærinn frá Þorlákshöfn brugðum við okkur spölkorn inn í Raufarhólshelli og þar tók RAX Ijósmyndari Mbl. myndina af þeim félögum frá Seltjarnarnesi sem hafa ritað þessa grein. Frá vinstri: Hjálmur Þorsteinn Erlinf Þór á meri sinni Guðmundsson (efst), Hafsteinn Helgi Grétarsson, Magnús Björnsson, Kristján Pálsson og Heimir Jónasson. Sjómannastofan Messinn f Þorlákshöfn á þriðja degi frá því að smíði hússins hófst Hafsteinn Helgi Grétarsson ræðir við Bjössa yfirsmið frá Gunnari Helgasyni. staðan væri ágæt en þó vantaði meira beitiland. Um peninga- málin sagði hann að yfir árið kostuðu þessir tveir hestar sig um 6— 7000 krónur í fóðri og hirðingu. Einnig þarf hann að leigja húsnæðið sem hann hefur hestana í. Erlingur sagði að aðal áhugamálin væru hand- og fót- bolti en því miður væri aðstaðan fremur léleg. Hann sagði að flestir krakkarnir ynnu í frysti- húsinu yfir sumarið og hefðu mjög gott upp úr því. Við þökk- uðum Erlingi fyrir spjallið og héldum á braut. Það eru einnig gamalgrónir Eyjamenn sem eiga Sjómanna- stofuna, Gísli og Svavar Guð- jónssynir. Messinn verður með mötuneyti og veitingasal og til dæmis geta sjómenn og ferða- menn nýtt sérhannaðar sturtur í húsinu. ferðalög, og fleira. í umræddri viku voru gefin út 4 blöð af Snáp og voru þau 4—8 síður hvert. Aðspurðir sögðu þessir eldhressu krakkar að lok- um að brúarmálið væri efst á baugi í bænum um þessar mundir. Magnús Björnsson: Dugmiklir krakkar og mikill áhugi á hestamennsku í Þorlákshöfn er mikill áhugi fyrir hestamennsku. Á förnum vegi hittum við að máli ungan hestamann, Erling Þór Sigur- jónsson. Við spurðum hann um áhuga Þorlákshafnarbúa á hestamennsku. Hann sagði áhugann vera mjög mikinn, hestaeign bæjarbúa væri um 3—400 hestar. Þeir væru geymd- ir í hesthúsum fyrir utan bæinn. Sjálfur á hann tvo hesta, 6 vetra meri og 3ja vetra fola. Erlingur Þór sagði að meðaleign hesta- manna væri 3—4 hestar. Erling- ur sagðist fara í útreiðartúr, helst á hverjum degi ef veður leyfði, það væri ágætis útreið- arland fyrir utan bæinn. Erling- ur er 13 ára gamall og gengur í grunnskólann á staðnum. Við spurðum hann hvernig aðstaðan væri og hvort ekki væri dýrt að eiga hross. Hann sagði að að- Ingimundur fyrir framan kirkjubygginguna f Þorláks- höfn. Það vakti athygli vegfarenda í Þorlákshöfn daginn sem við vor- um á ferð að menn sáu hús eitt rísa af grunni með slíkum hraða að líkja má við það þegar menn segjast sjá grös og jurtir spretta, en það var vígalegt lið frá Trésmiðju Gunnars Helga- sonar í Hafnarfirði sem var að reisa eitt af timburhúsum Gunnars og markmiðið með Bjarni Eiríkur Sigurðsson skólastjóri grunnskólans í Þorlákshöfn ræóir mál- byggingunni er rekstur Sjó- in vió nemendur sfna af fullri einurð. mannastofu með alhliða þjón- ustu við gesti og gangandi. Gunnar var áður með timbur- húsaverksmiðju í Eyjum, en flutti sig um set og kemur nú víða við sögu í byggingu téðra húsa. Blaðamenn Snáps færa nýjustu fréttirnar i plássinu f letur. Það er Teiknistofan Röðull sem teiknaði húsið, en þegar flokkur smiða frá Gunnari hafði Þessir knáu skólapiltar f grunnskólanum f Þorlákshöfn halda þarna á líkani af gömlu áraskipi sem gert var út frá plássinu. Hafsteinn Helgi Grétarsson: Sjómannastof- an Messinn, nýr veitingastaður „Það er svo margt efað er gáð...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.