Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Sjötugur:
Adolf Björnsson
bankafulltrúi
Adolf Björnsson, bankamaður í
Útvegsbanka Islands, er 70 ára í
dag. Adolf hefur á löngum starfs-
ferli sínum tekið virkan þátt í fé-
lagsstarfi bankamanna. Hann tók
snemma sæti í stjórn Sambands
íslenskra bankamanna eftir stofn-
un þess árið 1935 og hefur setið öll
þing þess.
Hér munu ekki upp talin öll
verkefni Adolfs Björnssonar í
þágu stéttar sinnar. Hins vegar
vill Samband íslenskra banka-
manna með þessum fáu línum
þakka honum mikil og óeigingjörn
störf að hagsmunamálum banka-
manna og ódrepandi áhuga hans
fyrr og síðar á framgangi þeirra
mála, sem Samband íslenskra
bankamanna hefur barist fyrir.
Lifðu heill!
Samhand íslenskra bankamanna
í dag, 18. apríl, er Adolf Björns-
son 70 ára. Adolf hóf störf í Út-
vegsbanka íslands árið 1934 og lét
hann strax félagsmál banka-
manna til sín taka. Hann sat í
stjórn Starfsmannafélags Út-
vegsbankans í 33 ár, þar af sem
formaður í 28 ár, í stjórn Sam-
bands ísl. bankamanna sat hann í
14 ár og þar af formaður í 4 ár.
Lengi var hann ritstjóri Banka-
blaðsins, og enn leggur hann til
drjúgt efni í það blað. Þá hefur
hann oft verið fulltrúi íslenskra
bankamanna á erlendri grund og
var hann í stjórn Norræna banka-
sambandsins í tvö ár. Adolf hefur
setið öll þing Sambands ísl.
bankamanna frá stofnun þess árið
1935. Að öðrum ólöstuðum hefur
enginn maður innan Útvegsbank-
ans unnið jafnmikið og gifturíkt
starf í þágu starfsmanna Útvegs-
banka Islands og Adolf. Meðal
annars beitti hann sér fyrir stofn-
un mötuneytis í bankanum, setu-
stofu starfsmanna, orlofsheimila
starfsmanna, sjúkrasjóðs, náms-
og kynnisfararsjóðs, sumarferða-
laga starfsmanna og síðast en ekki
síst hefur hann einn séð um ferða-
lög fyrir börn og barnabörn
starfsmanna bankans. Þrátt fyrir
að Adolf berðist af festu fyrir
kjarabótum til handa banka-
mönnum, var það alltaf ofarlega í
huga hans, að gott samstarf væri
á milli bankastjórnar Útvegs-
banka og stjórnar starfsmannafé-
lagsins.
A þessum tímamótum í lífi
Adolfs færir Starfsmannafélag
Útvegsbankans honum hugheilar
þakkir fyrir óeigingjarnt starf í
áratugi í þágu starfsmanna Út-
vegsbankans, svo og allra banka-
manna í landinu.
Það hefur verið gæfa þeirra
manna, sem tóku við forystu fé-
lagsins, að geta leitað í smiðju til
Adolfs og verður það seint full-
þakkað.
En fyrst og fremst þökkum við
honum drengskap og ljúfan hug til
Starfsmannafélags Útvegsbanka
Islands.
Lifðu heill!
Starfsmannafélag
Útvegsbanka íslands.
Á merkum tímamótum er oft
staldraö við og rifjað upp frá lið-
inni tíð.
Adolf Björnsson, félagsmála-
fulltrúi í Útvegsbanka Islands,
verður sjötugur í dag, sunnudag.
Adolf er borinn og barnfæddur
Hafnfirðingur. Sonur merkra at-
hafnahjóna þar í bæ. Hann ólst
upp á góðu heimili og naut ástríkis
foreldra og systkina í æsku. Á
uppeldisárunum var allsleysi ríkj-
andi almennt og ýmsir erfiðleikar
sem nútíma fólki, mörgu hverju,
er óþekkt og óskiljanlegt. Adolf
steytti fram hjó þonoum akerjttm-
og fór ungur að árum í Verzlun-
arskóla Islands og lauk þaðan
prófi með ágætum. Eins og að lík-
um lætur þá þurfti Adolf að leita
fanga á ýmsum stöðum, m.a. sjó-
mennsku. Adolf átti heima í Hafn-
arfirði um árabil og setti þar svip
á bæinn. Hann tók þátt í marg-
víslegum félagsmálastörfum þar,
svo sem í stjórn Lýsis og mjöls hf.,
stjórn Bæjarútgerðarinnar, hafði
afskipti af menningarfélaginu
Magna, studdi vel við bakið á Frí-
kirkjusöfnuðinum, og var þar í
ýmsum öðrum félagsmálum. Þá
var hann ötull stuðningsmaður
Alþýðuflokksins.
Starfsvettvangur Adolfs var að
öðru leyti í Reykjavík. Fljótlega
eftir að hann lauk prófi frá Verzl-
unarskólanum réðist hann í þjón-
ustu Útvegsbanka íslands og hef-
ur starfað þar síðan. Fljótlega
sýndi bankinn honum mikinn
trúnað og hefir vegur hans vaxið
þar árlega. Margt er minnisstætt
frá starfsárum Adolfs. Verður hér
fátt upp talið.
Eg vil færa afmælisbarninu
þakkir fyrir áralanga vináttu og
samstarf að félagsmálum bank-
anna. Fáir eru þeir í hópi banka-
manna, sem lagt hafa jafn mikið
starf á sig í þágu félagsmála
bankamanna og hann. Fljótlega
eftir að hann kom í bankann hóf
hann afskipti af félagsmálum
starfsmanna Útvegsbankans.
Hann var formaður í Starfs-
mannafélagi Útvegsbankans um
áraraðir og verður tæpast sagt að
nokkuö hagsmunamál banka-
manna hafi verið ráðið án hans
atbeina. Þá hefir hann gegnt for-
ustustörfum í heildarsamtökum
bankamanna og verið í stjórn og
formaður Sambands íslenzkra
bankamanna. Einnig var hann rit-
stjóri Bankablaðsins um nokkur
ár. Þá er vert að geta þess, að
hann átti sæti í stjórn Eftirlauna-
sjóðs Útvegsbankans og réði
miklu um gang mála þar og vel-
gengni sjóðsins. Þá hefir Adolf
verið umsvifamikill í ýmsum öðr-
um félagssamtökum.
Fyrir þessi félagsmálastörf hef-
ur Adolf verið sæmdur ýmsum
æðstu heiðursmerkjum þessara
félaga, m.a. gullmerki Sambands
íslenzkra bankamanna.
Adolf hefir verið gæfumaður í
einkalífi. Hann hefir víða lagt
hönd á plóginn. Einhleypur hefir
hann verið alla tíð, varla við
kvenmann kenndur, svo vitað sé,
og ekki er kunnugt um að hann
eigi börn. Barngóður er hann með
afbrigðum og vinsæll mjög.
Adolf! Nú er mikill hátíðisdagur
á sunnudag. Ég vil færa þér ein-
lægar vinar- og árnaðaróskir.
Þakka þér áralangt samstarf að
félagsmálum bankamanna, sem
aldrei hefir fallið skúggi á. Ég
vona að við eigum eftir að fagna
góðum dögum, þó starfsaldri þín-
um í Útvegsbankanum sé senn
lokið.
Ég færi þér alúðarkveðjur og
þakklæti bankamanna fyrir það
mikla starf, sem þú hefir leyst af
hendi fyrir bankamenn.
Lifðu heill og lengi.
Bjarni G. Magnússon
Adolf Björnsson, bankamaður,
þjóðkunnur af störfum sínum
margháttuðum, vinsæll maður og
vellátinn, er sjötugur í dag.
Nær hálf öld er liðin síðan við
stofnuðum til kynna, þá ungir
menn, merkisberar í musteri
Mammons á mótum Lækjartorgs
og Austurstrætis.
Margt var þá með öðrum hætti
en nú.
Þar sem Karnabær knýr gjall-
arhorn dægurtónlistar á 70 desí-
belum og sprengir hljóðhimnur
góðborgara er ganga hjá húsi
greifans; stóðu prúðir og~ kuí U-iSil
búðarþjónar á hljóðskrafi við
herramenn Reykjavíkur. Einvala-
lið Haraldarbúðar, Kristján
Gestsson, knattspyrnumaðurinn
góðkunni, Sveinbjörn Árnason,
Sigurður Halldórsson, Sigurður
Jafetsson og Guðrún Árnadóttir,
leituðu í hillum sínum að föl-
mynstruðum og kurteislega rönd-
óttum skyrtum, en efnispiltar í
verzlunarstétt, síðar máttarstólp-
ar i miðborg Reykjavíkur, allt frá
hatti ofan í skó, P&Ó, lærðu
hefðbundna siði séntilmanna. Og
sendu greiðslur viðskiptamanna
með hljóðlátum þrýstiloftsbúnaði
í upphæðir kontóra og bókhalds.
Og Eiríkur innheimtumaður
gekk með harðkúluhatt og svaraði
fimm króna innborgun á ævaforna
reikninga með reverenzíu og árn-
aðaróskum um batnandi fjárhag
og heislu.
í sömu deild, skemmu á lofti
Haraldarbúðar sýsluðu Sigga
Ólafs, Kjaransystur, Kristín, kona
Þorgríms bílstjóra, systurnar
Fríða og Rósa Gísla við seviots og
silkistranga eða undirföt af við-
kvæmasta tagi. Einhversstaðar
var Bjarni Sigursteindórsson og
starfar raunar enn hjá Haraldi.
Bræður Haralds Árnasonar, Árni
Björn og Björn bakari ráku fyrir-
tæki í sömu götu.
Allt voru þetta góðir og gegnir
viðskiptamenn Útvegsbankans og
komu daglega í bakann og við
starfsmenn til þeirra.
3 pylsuvagnar stóðu í skjóli Út-
vegsbankans. Bankans er reis á
grunni íslandsbanka, er steypti
stömpum og geispaði golunni
vegna gálausra milljóna lána til
Coplands útgerðarmanns og varð
fyrir stórtöpum. Hinsvegar tapaði
bankinn ekki á því að lána skít-
kokknum Þórbergi 3000 krónur
svo hann gæti sótt heimsþing guð-
spekinga í París og litið meistar-
ann mikla, Kristnamurthi.
Það var hart í ári og mörgum
synjað um lán. Svo rammt kvað að
lánsfjárkreppu, að jafnvel eigend-
ur pysluvagna reistu rammar
skorður við útlánum. Einn af-
greiðslumanna, forveri Ásgeirs
Hannesar, Benedikt, síðar starfs-
maður Slippfélagsins, neitaði
manni um pyslulán með svofelld-
um orðum: „Nei, góði minn, ég get
ekki lánað þér pylsu. Það er nefni-
lega samkomulag milli mín og
bankans. Ég stunda ekki láns-
viðskipti, gegn því að bankinn selji
ekki pylsur.“
Adolf Björnsson hafði lokið
prófi í Verzlunarskólanum, með
láði, þá er hann hóf störf í Út-
vegsbankanum. Bankastjórar voru
sammála um að sveinninn væri
milum mannkostum búinn, og fólu
honum ungum trúnaðarstörf.
Varð að ráði að hann hyrfi til
starfa í útibúi bankans á Isafirði.
Reyndist hann þar hinn nýtasti
starfsmaður og var því snemma
spáð að hann hlyti þar verðskuld-
aðan frama. Að liðnum reynslu-
tíma þar vestra kom Adolf suður í
höfuðstöðvar bankans, að endur-
nýja vinfengi og kynni við
starfsmenn og bankastjóra. Gekk
hann á fund aldins heiðursmanns,
Jóns Ólafssonar, bankastjóra og
útgerðarmanns. Það var hann,
sem var skipstjóri á jakt Þórbergs
Þórðarsonar. Ádolf kveðst nýkom-
inn að vestan, frá ísafirði, og
heilsar Jóni með virktum. „Jæja,
drengur minn. Á hvaða bát er þú,“
segir Jón.
Adolf kvaðst hafa ráðist undir
áraburð formanns þess er standi í
stafni Útvegsbanka og hafi veið-
arfæri og hönk haldgóða að ein-
kennismerki, svo sem skjöl og
bækur sýni.
Tókst nú með þeim Jóni góð vin-
átta.
Um forræði Adolfs á ísafirði fór
öðruvísi en ætlað hafði verið.
Sneri hann nú suður til höfuð-
stöðva. Varð stafnbúi í víxladeild
bankans og trúnaðarmaður
bankastjóra. Treystu þeir honum
vel og þótti hann fjárglöggur með
afbrigðum. Tillögugóður og hollur
yfirboðurum sem viðskiptamönn-
um.
Á þeim árum var fylgst náið
með skilum viðskiptamanna.
Bankastjórar gerðu sér ferð til
víxlamanns og flettu í víxlabunka
er var geynid UT
hans. Voru þar jafnan 3 dagar í
seilingu. Fyrsti, annar og þriðji.
Jón Ólafsson, bankastjóri kom
jafnan fáum mínútum fyrir lokun
að fylgjast með víxilgreiðslum.
Fletti hann þá víxlum á síðasta
degi, þeim er enn voru ógreiddir.
Fylgdi þá jafnan athugasemdin:
„O, greyið, greyið. Er hann nú al-
veg að fara á rassgatið þessi.“
Og svo er klukkan varð fjögur.
Þá birtust þeir ísleifur Árnason,
fulltrúi lögmanns, eða Hákon
Guðmundsson. Tóku þeir ógreidda
víxla. Gengu snúðugt, með emb-
ættisfasi, að afgreiðsluborði og
hrópuðu fram í auðan salinn: „Er
nokkur hér sem vill borga víxil?"
Margan víxilinn langaði okkur
Adolf til þess að borga, þá og síðar
þótt fáum vörnum yrði við komið,
en notaralvottar biðu á kontórum
lögmanns, dr. Björns Þórðarsonar,
með stimpla sína, afsögn og votta-
gjöld.
Adolf hefir lifað tíma tvenna.
7 prósent víxilforvexti Útvegs-
bankans, 20 prósent „okurlán"
Sigurðar Berndsen, 50 prósent
„raunvaxtalán" Vilmundar Gylfa-
sonar og refsivexti Jóhannesar
Nordals.
Sjálfur er hann 100% maður og
vinur vina sinna. Barnlaus maður,
en þó barnmargur sem Steinn
Bollason, er átti hvert barn að
vini.
Heill Adolf sjötugum.
Pétur Pétursson, þulur.
Þeir munu ekki margir, sem les-
ið hafa hjartnæm eftirmæli um
sjálfan sig. Þetta henti Adolf
Björnsson, bankafulltrúa, í því
gamalvirta málgagni, Alþýðublað-
inu, á velmektartímum þess, en
hann er sjötugur í dag. Var það á
duggarabandsárum hans í Hafn-
arfirði endur fyrir löngu. Þá datt
sá góði drengur, Dolli, eins og
Adolf er jafnan nefndur í góðra
vina hóp, „í það“, og hent hefir
margan mætan manninn um dag-
ana. Hann hreinlega týndist dög-
um og nóttum saman, líkt og jörð-
in eða hafið hefði gleypt hann með
húð og hári. Þá var Adolf ekki
sköllóttur eins og nú, en skreyttist
fögru og feykjandi faxi eins og
skagfirzkur gæðingur á makkann.
Hans var leitað lengi, lengi dyrum
og dyngjum af Slysavarnafélaginu
og hjálparsveitum skáta án nokk-
urs árangurs. Höfnin var slædd af
ótal köfurum eins og um dýrmæt-
an gimsteinasjóð væri að ræða og
Hafnarfjarðarhraun var kembt
dag eftir dag með sömu natni og
lúsaleit á skólabörnum. Að lokum
gáfust menn upp og hann var tal-
inn af, týndur og tröllum gefinn.
Fagnaðarboði þeirra Hafnfirð-
inga, Alþýðublaðið, birti hugljúfa
minningarfregn eftir einn orðhag-
asta blaðamanninn og skáldið af
slíku listfengi, að tilfinninganæm-
ar konur felldu tár. Fánar drúptu
og grétu í hálfa stöng í Firðinum.
Skáldið og gáfnaljósið á ritstjórn-
inni, sem oft var leitað til þegar
mikið lá við, eins og þegar gegnir
og góðir mörkratar hrukku upp af
stjóri blaðsins og sparaði þá
hvorki fagurgala né skáldlegt hug-
arflug eins og vera bar. Þessi
fögru eftirmæli um Adolf enduðu
eitthvað á þá leið, að genginn væri
góður og mætur flokksbróðir,
stórt skarð væri fyrir skildi og
þessa dygga samherja yrði víða og
lengi saknað um ókomna tíð.
Löngu síðar á sólbjörtum
sumardegi kom Adolf léttstígur,
eins og hvítþveginn engill eftir
sjálfu „promenade" þeirra Hafn-
firðinga, Emileringunni, eina
steypta vegarspottanum í Firðin-
um um þær mundir og kenndur
var við sjálfan flokksforingjann,
Emil Jónsson ráðherra, sem öllu
réði þá þar suður. Gaflarar hurfu
til síns heima, skelltu hurðum og
skelfdust við slíka sjón um há-
bjartan dag og hugðu sig hafa séð
afturgöngu. „Draugnum" Dolla
hafði aldrei liðið betur en meðan á
þessu ævintýralega hvarfi stóð,
gagnstætt við hið heimsfræga
hótel-hvarf Agöthu Christie
mörgum árum fyrr. Allan þennan
langa tíma kvíða og örvæntingar
hafði þessi hógværi, lítilláti og
ljúfi bankamaður legið í ástarsælu
og algleymi í mjúkum ogylvolgum
faðmi fagurrar meyjar og datt því
út úr tímatalinu og almanakinu og
reis ekki úr rekkju fyrr en ástar-
eldar voru útbrunnir með öllu, líkt
og henti Staðarhóls-Pál forðum.
Síðan hefir Dolli gætt varúðar og
fullmikillar gætni í ástúðlegum
samskiptum við veika kynið. Dolli
nýtur ennþá mikillar hylli og
væntumþykju hinna lostfögru
meyja Útvegsbankans, sem ég
varð áþreifanlega var við er ég
mætti þeim, þar sem þær svifu um
sali og ganga stofnunarinnar um
þær mundir er ég málaði portret
af Adolfi sextugum fyrir starfs-
mannafélag bankans fyrir tíu ár-
um. Þá kölluðu einhverjar hvat-
vísar bankatátur til mín með
áherzlu: „Ef þú hefir ekki ástar-
krúttið og himnapunginn hann
Dolla sætan á myndinni, þá drep-
um við þig.“ Slíkt myndu streitu-
sérfræðingar nútimans kalla að
mála undir þrýstingi, sem er ólíkt
annað en „tryk pá dansk fra dam-
erne“. Annars sætir furðu að Út-
vegsbankinn skuli ekki hafa
rambað á barmi gjaldþrots fyrir
langa löngu, eins og hann hefir
jafnan haft mörgum glæsikonum
á að skipa innan vébanda sinna
um dagana. En ógæfu í fjármálum
hefir oft mátt rekja til freistinga
fagurra kvenna.
Þar sem Dolli er ekki nema
rúmir einn og sextíu sentimetrar á
hæð, samdist svo með listamann-
inum og stjórn starfsmannafé-
lagsins, að ekki þyrfti að beita
vafasömum uppmælingataxta í
verðlagningu myndarinnar. Þegar
upp var staðið, reiknaðist svo til,
að í Svíaríki hinu auðga þyrfti
snjall portretmálari ekki að mála
nema tvo, þrjá bankastjóra, helzt
af Wallenbergsætt, til að eignast
mannsæmandi þak yfir höfuðið.
Hér þarf aftur á móti að mála
minnst hundrað Dolla, eða þá alla
bankasltjora iandsíns, að meðtóíd-
niunnuU III, lUIIRCIdUI Ud Ilctll-
á púiti' f fórurri &i Idi 'hj,álrgvættirr og "ut,í'arar-,l,::"