Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Thuleveiðimaður hitar sér te á prímus sínum í 50 stiga gaddi á ísnum milli Grænlands og Ellersmerlands. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen. „Réttum fram höndina...“ fyrir Grænland nútímans, stendur undir merki og er ákaflega lifandi. Hið mikilvæga hlutverk sveitar- stjórnanna hefur því miður einnig haft í för með sér að það eru sveit- arfélögin sem fyrst verða fyrir barðinu á hinum sívaxandi efna- hagsvanda. Heimastjórnin varð til á tímum samdráttar í heimsvið- skiptum. Reyndar höfðu menn gert sér vonir um að stjórnir hér- aðanna yrðu betur til þess fallnar að færa sér í nyt þau efnahagslegu tækifæri sem stæðu til boða og reyndar sögðu menn í Danmörku að Grænland undir heimastjórn yrði ekki lakar sett en áður, en raunveruleikinn reyndist öðruvísi en ætlað var. Hinar sérstæðu forsendur sem ríkja í Grænlandi gera að verkum að héraðsstjórnin er oftlega ófær um að koma í kring æskilegum umbótum og breytingum. Vanda- málin koma hvað skýrast fram á sviði húsbygginga og mannvirkja- gerðar. Grænlensku byggöirnar, einangraðir heimar Grænlensku byggðirnar eru all- ar litlar, einangraðir heimar og þangaö verður aðeins komist sjó- leiðis eða flugleiðis. Víðast hvar er allsendis ómögulegt að komast landleiðina frá einum stað til ann- ars. Jafnframt er ekki um ýkja marga möguleika að ræða í flutn- ingum milli grænlenskra bæja. Yfirleitt eru vörur sendar til Dan- merkur og þaðan kemur svo aftur mestur hluti alls varnings til landsins. Það er þar af leiðandi mjög dýrt og erfitt fyrir grænlensk fyrirtæki að flytja vinnuafl og hráefni frá einum grænlenskum bæ til ann- ars. Yfirleitt má gera ráð fyrir að innanlandsflutningar í Grænlandi kosti jafnmikið og að flytja vörur til og frá Danmörku. Konunglega Grænlandsverslun- in (KGH) hefur enn einkarétt á vöruflutningum til Grænlands. Þess vegna getur KGH líka notað jöfunarverð þannig að vörusend- ing til Thule og Scoresbysunds kostar jafn mikið og til Nanortal- ik. Þetta jöfnunarverðlagskerfi er reyndar einnig notað í vörusölu hjá KGH. Eitt kíló af sykri kostar það sama alls staðar á Grænlandi án tillits til kostnaðar við flutn- inga og geymslu. Hinn raunveru- legi kostnaður er ákaflega mis- munandi og þrátt fyrir kosti og góð áhrif jöfnunarverðlagningar- innar eru hin raunverulegu út- gjöld og kostnaður ekki gerður upp, en það getur valdið óhagræði auk þess sem það mun reynast grænlensku þjóðfélagi afar erfitt að láta nokkur sinni af þessu kerfi, og slíkt getur orðið orsök rangrar og óæskilegrar þróunar. Þetta hefur þær afleiðingar þeg- ar kemur til mannvirkjaverkefna að sá hópur verktaka sem á heima á staðnum þarf ekki að óttast samkeppni að utan, nema verðið hjá þeim fari fram yfir sann- gjarnt verð fyrir mannvirkið að viðbættum kostnaði utanbæjar- verktakans við að koma sér fyrir. Auk þess geta útgjöld vegna flutn- ings- og dvalarkostnaðar hæglega numið samanlagt yfir 30% af heildarkostnaði við venjulegt mannvirki. Þar eð fjöldi verktaka í bæjun- um er venjulega mjög lítill, þekkja menn möguleika og veikleika hvers annars mjög vel. Við slíkar aðstæður dafnar samkeppni að öllu jöfnu mjög illa og hætta verð- ur á að afkastagetu hraki og verð- lag hækki þar með. Sveitarfélögin neyðast samt sem áður til að sætta sig við vinnureglur sem gera ráð fyrir markaðsaðstæðum eins og þær eru í Danmörku. Enginn getur með neinni vissu fullyrt nokkuð um hvernig ætti að ráða fram úr hinum sérstöku aðstæðum i Grænlandi. Heimastjórnin hefur breytt að- stöðu sveitarfélaganna til að taka þátt í atvinnulífinu í samræmi við hin sérstöku vandamál. Þetta er gagnger breyting boðið saman við hinar danskættuðu reglur um framkvæmdir hins opinbera sem áður giltu í Grænlandi. Samhliða því að Grænlendingar taka at- vinnufyrirtæki í sívaxandi mæli í sínar hendur, hefur áhugi stjórn- málamanna og almennings fyrir samvinnufélögum breiðst út. Sveitarfélögin taka oft á tíðum þátt í þessu bæði sem frumkvöðl- ar, með hjálp við framkvæmdina og með því að veita stuðning við öflun stofnfjár. Þannig fer ábyrgð grænlenskra stjórnmálamanna vaxandi. I hugum margra Græn- lendinga er samvinnuhugmyndin í fullu samræmi við hinar gömlu hefðir gagnkvæmrar hjálpar gegn ofurefli náttúruaflanna. Þegar nú stendur fyrir dyrum að ríkið taki í sínar hendur framleiðslustarfsemi Konunglegu Grænlandsverslunar- innar verður heimastjórnin að reyna að leita nýrra leiða og það verður spennandi að sjá hvort starfsemi sveitarfélaganna getur komið á stofn skólum og haft í för með sér þjóðfélagsþróun sem verður miðuð við grænlensk sér- kenni. Vernd hinna lifandi auðlinda Það er mjög svo táknrænt að atvinnumál vekja áhuga nær allra í Grænlandi. Landsstjórnin er þegar farin að láta vinna að nýrri almennri stefnumörkun fyrir at- vinnustefnu framtíðarinnar og þar eru óhefðbundin sjónarmið einkum höfð í huga. Menn vilja einkanlega vernda hinar lifandi auðlindir. I þessu sambandi verð- ur sérstaklega að hyggja að því að þess er ekki að vænta að þjóðfé- lagshagsmunir verði tryggðir sjálfkrafa. Það verður að skapa nýjar forsendur fyrir atvinnumál- um Grænlands þannig að hags- munir heildarinnar sitji í fyrir- rúmi án þess að réttindi einstakl- ingsins takmarkist meir en óhjá- kvæmilegt er. Enn sem komið er hafa hinar margvíslegu vanga- veltur og áætlanir ekki tekið á sig endanlega mynd. Hins vegar má greinilega líta á þjóðaratkvæða-^ greiðsluna um áframhaldandi þátttöku Grænlands í Efnahags- bandalagi Evrópu sem einn þátt hinnar víðtæku umræðu um at- vinnumálastefnu í Grænlandi. Hér er ekki aðeins um það að ræða að grænlenskt samfélag verði að lúta reglum stjórnaraðila í fjar- lægum löndum, heldur er ekki síð- ur um það að ræða að þátttöku í bandalaginu fylgja ýmis konar fjötrar sem koma í veg fyrir gagn- gera endurskipulagningu í Græn- landi. Margir andstæðingar þess að Grænland segi sig úr Efnahags- bandalaginu halda því fram að Grænland muni missa ýmsa mik- ilvæga styrki með því að ganga úr því. Þetta er að sjálfsögðu hluti sannleikans, enda þótt það megi sannarlega ræða það hvernig töfl- urnar litu út ef allar aðstæður væru teknar með í reikninginn. Þannig eru margir sem einblína einkum á hinar efnahagslegu kringumstæður til skamms tíma. Hin djúpstæðari umræða um endurskipulagningu atvinnulífs í Grænlandi í átt til þjóðfélags er leitar sinna eigin úrræða verður þó í sífellt ríkara mæli meginuppi- staða stjórnmálabaráttunnar. Fórnir fyrir framtíö Grænlands I þessu samhengi er um það að ræða að menn viðurkenni í Græn- landi að ungt þjóðfélag sem vill finna sínar eigin lausnir getur ekki byggt á því að vera efna- hagslega háð öðrum. Deilan um Efnahagsbandalagið er í fyllsta máta framhald baráttunnar um heimastjórnina. Grænland er enn ekki sjálfu sér nægt, efnahags- lega, en mikill hluti þeirra Græn- lendinga sem eru meðvitaðir í stjórnmálum viðurkennir að nú verður að færa fórnir til að tryggja framtíð Grænlands. Bar- áttan fyrir því að finna ný, hentug og framkvæmanleg úrræði til að koma á fót aðhæfðri, grænlenskri atvinnustefnu hefur einnig í sér fólgna þá skyldu Grænlendinga að bjarga sér sjálfir um ókomna tíð. Af þessum ástæðum er umræð- an um Efnahagsbandalagið hluti mun víðtækari umræðu um fram- tíðamynd hins grænlenska þjóð- félags. Landstjórnin hefur viður- kennt þetta og orðið við þeirri áskorun sem í þessu felst á þann hátt að þegar hefur verið staðið fyrir umfangsmiklum ráðstefnum um húsnæðismálastefnuna og húsnæðisbyggingar á Grænlandi í framtíðinni og um noktun tölvu- tækni á Grænlandi. Jafnframt er verið að undirbúa gagngerar endurbætur í félagsmálum. Ef draga skal ályktanir um fyrstu æviár heimastjórnarinnar í ljósi þessa, má fyrst og fremst segja að landsstjórnin og þjóðin hafa við- urkennt að gildistaka heima- stjórnar breytti hinum ríkjandi aðstæðum ekki að neinu verulegu leyti, heldur að heimastjórnin hafi gefið Grænlendingum sjálfum tækifæri til að móta framtíð sína sjálfir. Þetta tækifæri viljum við færa okkur í nyt og þess vegna beitum við margvíslegum ráðum til endurskipulagningar og til að meta ríkjandi aðstæður með gagn- rýnum huga. Með þeim hætti verður heimastjórnin sama og trú á framtíð í sjálfstæði og með ábyrgð gagnvart þjóðinn, landinu og umhverfinu. Bönd framtíðarinnar milli Grænlands og íslands Dags daglega skynjum við sam- félag okkar sem óskiljanlega sam- suðu margvíslegra hagsmuna, reglna og óskráðra laga. I erindi mínu hef ég nefnt einstök, áþreif- anleg dæmi um aðstæður til að úrskýra að í mörgum efnum er í raun og veru um sérstakar græn- lenskar forsendur að ræða. Þess vegna einkennist myndin líka oft einkanlega af þeim sjónarmiðum sem gestir hafa með sér að heiman, þegar þeir dvelja í Græn- landi. Það er afar erfitt fyrir okkur að útskýra hversu ólíkar að- stæðurnar eru og hversu hættu- legt og villandi margt lætur í eyr- um okkar Grænlendinga þegar verið er að lýsa grænlenskum að- stæðum annars staðar. Af þessum ástæðum og auðvitað líka af því að við finnum þörf fyrir kröfuna um endurmat, um að læra hvernig aðrir hafa leyst verkefnin, óskum við okkur opins samfélags þar sem við getum rætt málin sem jafningjar, lært hvorir af öðrum og þar sem við getum haldið áfram að byggja upp í sameiningu. Að við skulum nú ætla að halda hátíðlegt 1000 ára afmæli komu Eiríks rauða til Grænlands með því að bjóða til okkar vinum og kunningjum er vottur um djúp- stæða gleði okkar yfir því að veita gestum, en það er jafnframt og engu síður hluti þjóðfélagsþróun- ar, meðvitaðs endurmats. Þess vegna er það Grænlendingi sérstaklega mikið gleðiefni að verða fyrir þeirri reynslu að ná- grannaþjóð vill leggja sig svo mik- ið fram til að læra meira um Grænland. Þá fyrirlestraröð sem stendur yfir í Norræna húsinu skil ég sem viðurkenningu við hið unga Grænland. Grænland og ísland eiga sam- eiginlega fortíð. En hafið sem að- skilur lönd okkar, bindur þau einnig saman nú sem fyrr. Og þeg- ar ég nefni hafið, á ég einnig við meginauðlind landa okkar, auð- lind sem við verðum að standa sa- man um að varðveita, þróa og njóta góðs af. Á nýjan leik út á hafíð Samt sem áður virðist mér að hið unga Grænland megi ekki láta sér nægja að ræða um fiskveiðar eingöngu. Þvert á móti tengjast ísland og Grænland margvísleg- um böndum og þau bönd eru eldri en efnahagsmundir, bönd sem ge- ta orðið hluti framtíðar okkar. Þess vegna vona ég að þetta ár, sem getur orðið örlagaár fyrir okkur, verði árið er við rötum leið- ina til endurnýjaðrar vináttu í hinum forna norræna anda sem frjálsbornir, jafnréttháir bræður í hverfulum heimi. Samstarf okkar er skynsamlegt og nauðsynlegt. Það er von mín að samvinna af þessu tagi reynist frjó og öflug og muni dafna báðum aðilum í hag án tillits til þeirra afla sem munu leitast við að leggja hindranir á leið okkar. A 1000 ára afmæli landnáms Eiríks rauða leggja norrænir menn og inuit (eskimóar) á nýjan leik út á hafið í hættulega og vara- sama siglingu, en öfugt við Eirík finnum við ekki framar fyrir- heitna, græna landið. Við verðum að skapa það sjálf."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.