Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 UNGT FÓLK MEÐ ÚRVAL STJORNUFERÐIR W \2) Fararstjóri: Jón Björgvinsson 25. maí fullbókaö 15. júní 6. júlí 27. júlí 17. ágúst 7. sept. laus sæti fullbókaö fullbókaö biölisti laus sæti Ð ORVAL /TGYTTTOIHCLUMOOD VID AUSTURVÖLL SIMI 26900 ngar þig í ítölsk Þú fœrð þau hjá okkur. PREMfO LJNEA D’QRO Gullverölaun fyrir hönnun og stíl HUSGÖGN Langholtsvegi 111 R, símar 37010 'L Ji'ij |»4* |3g||HKgi|>' ■ Æ Sfef. • 5 ■} ^ VjLg hj “ ^ . J ; , ■'M’Í . ,jj Grenivík: Starfsfólki frystihúsanna sagt upp vegna aflabrests (•renivík, 4. maí. UNDANFARNA daga hafa hér geis- að verstu vetrarveður með norðan- stórhríð og miklu frosti. Alhvít jörð er nú og hefur dregið í mikla skafla í hvassviðrinu og verið þungfært milli Akurejrar og Grenivíkur síðan fyrir helgi. Leiðin var þó rudd í gær en fljótlega skall veðrið á aftur og lokað- ist leiðin á ný, nema jeppar gátu brot- ist á milli. Vonast er til, að vegagerðin opni leiðina að nýju nú þegar veðrið er að ganga niður. Menn vonast nú eftir, að hinn átta mánaða langi vetur fari að taka enda, þó fyrr hefði verið. Fyrsti snjórinn kom um mánaðamótin september/okt- óber. Aflabrögð hafa verið með ein- dæmum léleg, eins og víðar um landið. Sama máli gegnir um grá- sleppuveiðina. Það sem hefur bjargað atvinnumálum hér er að Súlan frá Akureyri hefur landað hér í vetur, en í fyrradag, er hún kom úr síðustu veiðiferð sinni, var hún aðeins með 6 tonn eftir viku útivist, og kom inn vegna afla- tregðu. Vonast er til að aflinn glæðist í næstu veiðiferð, en skipið fór út seinni partinn í dag. Heima- bátarnir þrír, Sjöfn, Frosti og Ás- kell, hafa gert út frá Grindavík síð- an í febrúar en eru væntanlegir hcim nú er vertíð lýkur um næstu helgi. Þess má geta að öllu starfs- fólki frystihússins Kaldbaks hefur verið sagt upp störfum frá og með næstu helgi vegna aflabrests svo ekki lítur vei út með atvinnumálin hér á staönum. Lítið virðist ætla að verða um byggingarframkvæmdir hér í sumar, að því er varðar íbúðarhúsnæði. Ákveðið hefur ver- ið að reisa að minnsta kosti tvö fiskverkunarhús og búið er að sækja um lóðir undir önnur tvö. Byrjað var á byggingu nýs verslun- arhúss Kaupfélags Eyfirðinga seinni partinn í fyrrasumar og náð- ist það undir þak fyrir áramót, þrátt fyrir leiðinleg veður og hefur verið unnið innandyra í vetur og er áætlað að opna verzlun þann 1. júlí næstkomandi. Þar verður einnig benzínstöð og veitingasala og verð- ur þar mikil breyting til batnaðar frá því sem verið hefur. Vigdís. Verðlagsstofnun: „Engar breyt- ingar á gildandi samþykktumu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsstofnun: Vegna villandi túlkunar sumra fjöimiðla á nýsam- þykktum breytingum á lögum númer 56 frá 16. maí 1978 um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti vill Verðlagsstofnun vekja athygli á, að samkvæmt 4. grein breytingarlaganna verður upp- haf 8. greinar nefndra laga svohljóð- andi: „Þær samþykktir, um hámarks- álagningu, hámarksverð og aðra verðlagningu, sem í gildi eru þeg- ar lög þessi koma til fram- kvæmda, skulu gilda áfram. Verð- lagsráð getur tekið ákvarðanir um breytingar á þessum samþykktum og þegar samkeppni er að mati ráðsins nægileg til þess, að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag, getur það fellt verðlagningu á vöru og þjónustu undan verðlagsákvæðum." Þar sem Verðlagsráð hefur ekki tekið ákvarðanir um breytingar á gildandi samþykktum er ljóst, að þær eru í gildi, þar til og ef slíkar ákvarðanir verða teknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.