Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 RAFVÆDING Lítill kraftur í kjarnorkunni I»rjú ár eru nú liðin síðan leki komst að kjarnorkuveri á þriggja milna eyju í Pennsyl- vaníu í Bandaríkjunum en þrátt fyrir það hefur ótti bandarísks almennings við hugsanlega fylgifiska kjarnorkuiðnaðarins lítið sjatnað. Að vísu hefur beinum mótmælaaðgerðum gegn kjarnorkuverunum næst- um alveg verið hætt — barátt- an gegn kjarnorkuvopnum er nú mest í sviðsljósinu — en for- svarsmönnum kjarnorkuiðn- aðarins hefur samt lítið orðið ágengt í að endurvekja traust fólks á þessari orkuframleiðslu og heldur ekki tekist að koma í veg fyrir smáslys í öðrum ver- um. Staðreyndin er raunar sú, að þessum smáslysum hefur farið fjölgandi á síðustu árum og m.a. þess vegna hafa banda- rískum kjarnorkuveraframleið- endum engar nýjar pantanir borist frá árinu 1976 auk þess sem fallið hefur verið frá pönt- unum, sem gerðar höfðu verið fyrir þann tíma, og hætt við smíði vera, sem byrjað hafði verið á. Til að bæta gráu ofan á svart hefur svo verðfallið á olíunni og stöðnun í orkueft- irspurn vegna samdráttarins í efnahagsmálum gert útlitið enn dekkra fyrir kjarnorkuiðnaðinn og tilraunir Reagan-stjórnar- innar honum til hjálpar hafa lítinn árangur borið. Kjarnorkuiðnaðurinn banda- ríski getur sjálfum sér um kennt hvernig komið er því að hann hefur orðið uppvís að því að fara alls ekki eftir þeim ör- yggisreglum, sem settar voru í kjölfar slyssins á Þriggja mílna eyju. Til marks um það er nýlegur dómur yfir The Boston Edison Company, en það var fundið sekt um að hafa þver- brotið öryggisreglurnar í kjarnorkuveri sínu í Plymouth í Massachusetts og gert að greiða í skaðabætur 550.000 dollara, sem er mesta sekt sem fyrirtæki í þessum iðnaði hefur fengið til þessa. Minniháttar slys og brot á öryggisreglum koma stöðugt fyrir víðsvegar um Bandaríkin. í Kaliforníu ráku embættis- menn t.d. augun í það, að í teikningum að kjarnorkuverinu í Djöflagili, sem á að kosta 2,3 milljarða dollara, voru 111 vill- ur, sem gerðu það að verkum, að „mjög ólíklegt" var, að það gæti staðist verulega jarð- skjálfta. „í hvert sinn sem við skoðum teikningarnar finnum við einhverja skyssu," sagði einn embættismannanna. í janúar sl. var kjarnorkuver- inu í Rochester í New York- fylki lokað um fjögurra mánaða skeið vegna þess, að leiðsla í gufukatli hafði sprungið og geislavirk gufan síðan borist út í andrúmsloftið, og sú var einn- ig ástæðan fyrir því að öðru veri í Vermont var lokað í þeim sama mánuði. Að auki hefur kjarnorkuiðn- aðurinn í Bandaríkjunum enga samræmda heildarstefnu hvað það varðar að geyma og losa sig við geislavirk úrgangsefni og hefir það ekki síst ýtt undir gagnrýnina á hann. I Wash- ington-fylki er eitt kjarnorku- veranna þar t.d. að komast í þrot með geymslurýmið og „sorphaugar" alríkisstjórnar- innar verða ekki tilbúnir fyrr en eftir 20 ár í fyrsta lagi. — PETER PRINGLE II II Þetta kjarnorkuver var komiö í gagnid fyrir Pennsylvaníu-slysið. Þaö er í grennd viö Chicago og skilar 180.000 kilóvöttum. VÍTISEYJAN —B— í sprengjuregni í fjörutíu ár Úr fjarska barst dimmur dynur- inn frá springandi sprengjum og ákafri stórskotaliðshrid og fiski- mönnunum á Vieques-eyju var mikió nióri fyrir, allt að því óóa- mála á spænska vísu, þegar þeir ræddu um það sín á milli hvernig komið væri fyrir litlu eyjunni þeirra í Karabíska hafinu. „Þennan mánuðinn hafa þeir sprengt sem aldrei fyrr. Upp á hvern einasta dag,“ segir einn þeirra. „I síðustu viku vorum við staddir þar sem þeir ætluðu að sprengja og þeir létu skothríðina dynja allt í kringum okkur." „Eg er hættur þessu," segir annar. „Þeir eru búnir að drepa nautgripina, eyðileggja rifin og ströndina og nú er fiskurinn orð- inn eitraður. Ég þori þessu ekki lengur." Hamagangurinn á Vieques stafar ekki af rauriverulegum stríðsátökum, heldur af því, að bandaríski sjóherinn notar þessa litlu hitabeltiseyju, sem er að- eins 51 fermíla að stærð, sem æf- ingasvæði. Fyrir íbúana 8000 eru afleiðingarnar hins vegar nokk- urn veginn þær sömu. Vieques-eyja, sem er sex mílur fyrir suðaustan Puerto Rico, hef- ur allt frá 1941 verið ein megin- stöðin fyrir næstmestu flota- umsvif í heimi, eða næst á eftir Guam í Suður-Kyrrahafi. Næst- um 80% af eyjunni tilheyra bandaríska sjóhernum og er mikill hluti hennar eingöngu ætlaður sem skotmark. Sprengj- unum hefur sem sagt rignt yfir Vieques í fjörutíu ár og það var ekki fyrr en á síðasta áratug sem nokkrir fiskimenn tóku að mót- mæla því á þann hátt, að þeir sigldu litlu bátunum símmi í veg fyrir herskipin til að t.ufla þau við skotæfingarnar. Nú, þegar verulega er farið að hitna í kolunum í Mið-Ameríku, og Bandaríkjamenn beita sér fyrir stofnun Suður-Atlants- hafsbandalags í líkingu við NATO, er hernaðarlegt mikil- vægi Vieques miklu meira en ætla mætti af umfangi eyjarinn- ar og íbúafjölda. Bandaríkja- menn hafa nefnilega lengi notað hana sem sýningarsvæði fyrir Skothríóin dynur dag eftir dag. líklega vopnakaupendur frá Suður-Ameríku og Evrópu og sumir íbúanna segja, að í fyrra hafi verið æfð þar innrás í Kúbu og Grenada. íbúarnir á Vieques hafa hins vegar litlar áhyggjur af þessari hlið mála, þeirra vandamál eru miklu nærtækari. Atvinnuleysið á eyjunni er opinberlega sagt um 40% (óopinberar heimildir segja 60%) og nú finnst eyjarskeggj- um sem endanlega sé verið að kippa fótunum undan afkomu þeirra. Á Vieques var áður blómlegur landbúnaður og nautgriparækt en sá atvinnuvegur er nú að mestu horfinn og þeir, sem nú hafa skorið upp herör gegn um- svifum bandaríska sjóhersins, segja, að fiskveiðarnar séu að fara sömu leið. — DAN CONNELL VÆNDI Börnin „sem gátu aldrei verid börn“ í borginni Manizalcs í Colombíu er dálítið stúlknaheimili, sem rekið er með sérstöku sniði. Við fyrstu sýn virðast telpurnar, sem eru á aldrinum 7—13 ára, áþekkar öðrum börnum í fátækrahverfum Rómönsku-Ameríku. Þær eru vannærðar, hortugar og virðast kunna að koma ár sinni fyrir borð. I»ær eru 25 talsins. I»ær hlæja, gera grín, leika sér og hnoðast með brúður. Þegar maður nálgast þær, kemur hins vegar í Ijós, að þetta eru ekki venjulegar stúlkur. Þær verða skyndilega óttaslegnar, flóttalegar og þöglar sem gröfin. Ástæðan er sú, að þær hafa allar verið misnotaðar kynferðislega. Þær hafa verið í pútnahúsum víðs vegar í borginni, en nýlega verið bjargað þaðan. Að björgun þeirra stóðu samtök borgarhúa, sem reyna nú að gefa „börnum, sem gátu aldrei verið börn“, eins og stúlkurnar eru nú kallaðar, æsku sína aftur. Það er Armando Gomez, rúmlega fimmtugur tannlæknir í borginni, sem stofnaði stúlknaheimilið Hogar Juanita ásamt nokkrum vinum sínum. Þarna fá stúlkurnar nóg að borða. Þær eru hvattar til ýmiss konar leikja, fá fræðslu og þær hljóta einnig nokkuð, sem þær hafa hingað til farið gersam- lega á mis við í lífinu, þ.e. ástúð og hlýju. Hitt veit svo enginn, hvort þær muni nokkru sinni bíða þess bætur, hvernig búið hefur verið að þeim fyrr á ævinni. í öllum löndum Rómönsku- Ameríku er vændi mjög blóm- Vændið er oft sprottið af einskærri fátækt af þvf tagi sem sýnt er i þessari mynd. Þessir „byggingaverkamenn“ eru ekki háir í loftinu. leg iðja. í engu öðru spænsku- mælandi ríki er þessi elzta at- vinnugrein mannsins eins út- breidd og laus við alla launung og í Colombíu. Verðlag á þjón- ustunni er mjög mismunandi. Vændiskona á götum úti í verstu fátækrahverfunum setur upp 60 krónur, en þá upphæð >JL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.