Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 „ þessi' bok sem þú seldir mér „ þab Mist einn <x Kvcrri minútu"— er bartx. oskritub blöfc/" Ast er... ... að ganya í fötunum sem hún fékk fyrir hálfvirði á útsölunni. 1 Geturðu ekki sagt mér hvaé klukk- an er? HÖGNI HREKKVISI ,o-e 1981 VlrNaught Svnd . Inc » kRAKKAR MlW/R í É.C- HatO v/i& Sleppu/v\ S^s/i <eíUA/S \.yjN*n í bA&[ " Vonandi er skammt í það að öll þjónusta hér batni GuAfinna Hannesdóttir, Bláskóg- um, Hveragerði, skrifar: „Velvakandi! Fyrir u.þ.b. 23 árum, eða nánar tiltekið 21. ágúst 1959, skrifaði ég eftirfarandi greinarstúf í Morgun- blaðið: „Ég hef oft leitt hugann að því hvernig Kaupfélag Árnesinga fær- ir út starfsemi sína. Þar virðast fé- lagsmenn eða viðskiptavinir á fé- lagssvæðinu bera ærið misjafnt úr býtum, hvað snertir uppbyggingu atvinnuveganna. Þvi hefur löngum verið haldið fram, að kaupfélögin kæmu til móts við sína félagsmenn með því að stofna og starfrækja ýmis atvinnufyrirtæki á félags- svæðinu. Nú er það vitað mál, að þetta hefur verið framkvæmt með miklum myndarbrag á vegum sumra kaupfélaganna, svo að heil byggðarlög hafa að mestu byggt af- komu sína á þeirra framkvæmdum. En hér er eins og oft vill verða að hver er sjálfum sér næstur. Það þótti ekki gott í gamla daga að setja litlu börnin hjá þegar þeim stóru var gefinn biti. En það hefur nú hent þá háu herra sem fara með stjórn og framkvæmdir hjá Kaup- félagi Árnesinga á Selfossi, og er það áberandi þegar gerður er sam- anburður á fjárfestingu þeirra sem h.vggja upp atvinnulífið á Selfossi og hinu, hvað gert er fyrir félags- menn sem skipta við útibú KÁ í nærliggjandi þorpum. Aljur arðurinn rennur til Selfoss. Ekki er mér kunnugt um hvað þessi útibú kaupfélagsins skila miklum arði, en hitt er öllum ljóst, að hann rennur eins og fyrr segir, allur á einn stað á Selfossi, og er festur þar í hinum ýmsu fyrirtækjum sem Kaupfélag Árnesinga starfrækir og óþarft er upp að telja. Þetta er vissulega lofsvert þegar á það er litið hverja þýðingu það hefur fyrir fólkið, sem býr í skjóli þessara framkvæmda og getur því verið ör- uggt um næga vinnu, að minnsta kosti á meðan einhverjir starfa á sveitaheimilunum, en þaðan eru runnar allar þær stoðir, sem kaup- félögin standa á, og er mjólkurbúið þar máttarstólpinn fyrir KÁ. Þetta er ekki skrifað til þess að níða niður það sem vel er gert, heldur til hins, að vekja athygli á því, hvað ójöfn dreifing atvinnufyr- irtækjanna er á félagssvæðinu, og hef ég þá Hveragerði helst í huga, þó fleiri staði mætti nefna." Þótt nú séu bráðum liðin 23 ár síðan þetta var skrifað, og stjórn- endur ásamt starfsfólki hjá KÁ hafi komið og farið síðan, þá vildi ég bæta aðeins við þessa klausu til að láta í Ijós, hvað lítið hefur áunn- ist fyrir þá sem búsettir eru í Hveragerði. Ymsar vörutegundir fengust hér áður hjá KÁ til daglegra nota svo sem vinnuföt, skótau, vefnaðar- vara, tvinni og lölur, lopi og band, eða með öðrum orðum aliflest það sem heimili þurfa daglega til sinna nota. Auk þess eru ótaldar bygg- ingarvörur sem hér mátti fá, svo sem sement, járn og timbur, auk þess allur saumur og málning, og síðast en ekki síst það sem mest reynir á hér í Hveragerði, þ.e. allt sem tilheyrir hitalögnum í íbúðir og gróðurhús og óþarft er upp að telja. Ein róttæk breyting var svo gerð í útibúi KÁ í Hveragerði, fyrir ekki alllöngu. Hér var drifinn upp svo- kallaður vörumarkaður, átti að vera sambærilegur þeim markaði er var á Selfossi á vegum KÁ. Margir lögðu leið sina þangað og gerðu góð kaup. Þjónusta var þar óvenju góð og vöruverð hagstæðara en annars staðar. En áðurgreind breyting hér bauð ekki upp á bætta þjónustu heldur þvert á móti því að nú eru aðeins á boðstólum matvör- ur og hreinlætisvörur. Allt annað var flutt á brott svo að Hvergerð- ingar þurfa að sækja allar þær vör- ur ýmist á Selfoss eða til Reykja- víkur. Við þetta verður ekki lengur unað. Ef Kaupfélag Árnesinga, sem rekur umrætt útibú hér í Hvera- gerði, sér enga möguleika á að bæta hér úr því sem að framan greinir, þ.e. að koma til móts við þarfir fólksins sem býr á staðnum, og gera aðeins meira en að hirða arðinn af því sem fyrir er, þá er meira en tímabært að fela öðrum umsjá þessa fyrirtækis. Hér er ný verslun komin í stað þeirrar er áður hét Reykjafoss. Fljótlega urðu þar umskipti sem lofa góðu og var ekki vanþörf á að úr rættist. Flestir þjófaspeglar voru fjarlægðir og fleira stefnir í þá átt að stugga ekki viðskiptavin- um út úr búðinni heldur koma til móts við þá með kurteisi og lipurð. Vonandi er skammt í það að öll þjónusta hér batni frá því sem nú er og hér hefur að nokkru verið lýst, svo að Hvergerðingar þurfi ekki lengur að fara um langan veg til að kaupa sér saumnál eða tvinna þegar á liggur." I Hverju á ég að trúa? — Fyrirspurn til fjármálaráðherra Guðmundur Þórarinsson skrif- ar: „Ragnar! Vegna þess að undirmenn þín- ir í fjármálaráðuneytinu virðast hættir að greiða fyrir Morgun- blaðið, sem við starfsfólk öskju- hlíðarskóla höfum lesið okkur til gamans eða leiðinda, eftir því hvar við stöndum í pólitíkinni, vil ég leggja þessar spurningar fyrir þig: 1. Er það vegna fyrirskipunar þinnar, í sparnaðarskyni trú- lega, að hætta var að greiða fyrir Morgunblaðið til okkar í desember sl., en áfram greitt möglunarlaust fyrir rauðu pressuna? 2. Heldur þú, Ragnar, eða þínir menn, að það sé góð leið til að tryggja sér atkvæði í vænt- anlegum borgarstjórnarkosn- ingum, að útiloka bláu press- una frá þeim vnnustöðum, sem þið þorið að beita ykkur við? 3. Er ekkert að marka orð und- irmanna þinna, þegar þeir þykjast ætla að líta á málin og kippa þeim í lag? 4. Er það eðlilegur afgreiðslu- máti hjá ráðuneytinu, að það taki 1—2 mánuði að greiða smáreikninga sem samtals telja litlar 410 kr., nýkrónur vel að merka? Ég trúi því ekki að óreyndu, að þetta sé undan þínum rifjum runnið. En þú berð ábyrgð á störfum þinna undirmanna og því bið ég þig hér með að kippa þessu í lag. Annað tel ég þér ekki sæmandi sem ráðherra, og kenn- ara í fríi!“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Liðin skoruðu sitthvort markið. Rétt væri: Liðin skoruðu sitt markið hvort. Leiðréttum börn sem flaska á þessu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.