Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Range Roverinn eða gula hættan eins og hann er kallaður stóð sig vel í rallinu. Texti: Hildur Einarsdóttir. Myndir: Egill Ágústsson. Þar aka Sagt frá 30. safari-rallinu í Kenya, sem fór fram um páskana menn við Subaru-bifreiö nr. 21 valt á leiðinni, en gat þð haldið áfram keppni. Kenyabúar eru trúrækn- ir og á páskunum sækja þeir flestir kirkjur sínar sam- viskusamlega. Það sem setur þó ekki síður svip á páskana í Kenya er fjögurra daga saf- ari-rallakstur, vítt og breitt um landið og sækja það frægir rallkappar hvaðanæva að. Rallið í Kenya hefur sérstöðu að ýmsu leyti sé það borið saman við röll annars staðar í heiminum og telja margir að þetta sé eitt erfiðasta rall, sem hægt er að taka þátt í. Farið er um fjölbreytilegt landslag og aðstæður eru oft óútreiknanlegar. Eina stundina er ekið um grýttan fjallveg í 10.000 feta hæð, hina stundina bruna öku- tækin áfram á jafnsléttu niður við sjávar- mál eins og til dæmis í Mombasa, sem er hafnarborg landsins, en þar er ekið með- fram hvítri strönd Indlandshafsins. Um þetta leyti árs er regntíminn að hefjast í Kenya. Opnast þá flóðgáttir him- insins svo um munar og myndast stórir forarpollar á vegunum, sem dýpka eftir því sem fleiri fara um. Reynast þessir poll- ar ökumönnunum oft erfiðir. Ef rignir mikið geta svo árnar flætt yfir bakka sína og brýr og hafa orðið slys á ökumönnum er þeir hafa reynt að komast yfir árnar. Þó að regntíminn sé genginn í garð, þá getur veður haldist þurrt svo dögum skipt- ir og verður rykið þá óþolandi. Það blindar ökumennina og smýgur inn í vélarnar og gerir þar jafnvel einhvern óskunda. I Kenya eru eknir 5000 kílómetrar en venjulegar rallleiðir eru um 1000 kílómetr- ar að lengd. Rallið skiptist í þrjá áfanga, sem öllum lýkur í Nairobi, höfuðborg landsins. Aksturinn fer fram á vegum, sem opnir eru fyrir annarri umferð. Það er því ekki hægt að aka eins hratt þarna og gert er víða annars staðar í rallakstri. Reyndar er bílaeign landsmanna lítil, svo það er ekki mikil umferð úti á landsbyggðinni. En óvíða í heiminum er dýralíf jafn mikið og fjölskrúðugt og í Kenya. Það er því alltaf hætta á að eitthvert saklaust dýrið hlaupi fvrir bílana. I rallakstri í Kenya er nauðsynlegra en ella að hafa góðan aðstoðarökumann, sem í reynsluakstrinum hefur tekið vel eftir og lagt á minnið þær torfærur og aðra erfið- leika, sem eru á leiðinni. Því þar eð leiðin er löng og þjónustubílarnir oft langt á eft- ir, þá er um að gera að forðast allt sem valdið getur tjóni á bílnum. Það er líka mun dýrara að taka þátt í rallakstri í Kenya en í öðrum löndum vegna erfiðra aðstæðna og vegna þess að flutningsgjöld á bílum eru mjög há vegna fjarlægðarinnar. En þeir ökumenn sem keppt hafa í Kenya koma margir hverjir aftur og aftur, vegna þess að þeim finnst aðstæður spenn- andi. Það má segja að rall sem þetta sé ekkert annað en röð óhappa, sem eru misjafnlega alvarleg. Alltaf er eitthvað að koma fyrir, bílar bila, fara út af veginum, eða þeir sitja fastir í einhverjum drullupolli. Það eru því ekki nema um 40% þeirra, sem b.vrja keppi, sem ljúka henni. Það hefur komið fyrir að bílarnir séu ennþá færri, því til dæmis árið 1963 þá luku aðeins 7 bílar af 84 keppni og árið 1971 komust 7 af 91 bíl á leiðarenda. IJpphaflega var rallið eingöngu stundað af áhugafólki, bæði konum og körlum. Nú hefur það fengið á sig atvinnumannsyfir- bragðið, f>ó ennþá séu margir áhugamenn með. Atvinnuliðin senda sína bestu bíla, ökumenn og þjónustubíla með þeim. Jap- anska fyrirtækið Datsun var til dæmis mjög áberandi í rallinu í Kenya, því marg- ir bílar frá þeim tóku þátt í keppninni. En markaðshlutdeild Datsun er há í Afríku- löndum og leggja þeir því mikið upp úr keppni sem þessari. Þegar hafður er í huga sá útbúnaður sem nútíma rallbílar hafa, þá er erfitt að trúa því að það skuli hafa verið lítill fólks- vagn, sem vann fyrsta Austur-Afríku- safari-rallið árið 1953. Þessi bíll var ein- mitt til sýnis í Nairobi ásamt öðrum bílum sem unnið höfðu rallkeppnir þar undan- farin ár. Með þessari sýningu var verið að halda upp á 30 ára afmæli rallaksturs í Kenya. Sú leið sem farin var á fyrstu áratugum Austur-Afríku-safari-rallsins, eins og það var kallað þá, var um Kenya, Tansaníu og Uganda. Á valdatíma Idi Amins eða árið 1973 var hætt að aka um Uganda. Deilur milli Kenya og Tansaníu og upplausn Austur-afríska sambandsins varð þess svo valdandi að rallið færðist alfarið til Kenya. Kenya-búar fylgjast náið með rallinu og daglega er sagt frá því í útvarpi og sjón- varpi í Kenya, þ.e. Voice of Kenya. Þar sem bílarnir fóru um hafði fólk safnast saman til að sjá þá þjóta framhjá. Gert var ráð fyrir að um tvær milljónir manna fylgdust þannig með rallinu. Kenyna-menn hafa töluverðar gjaldeyr- istekjur af þessu ralli auk þess sem þeir telja það góða landkynningu. Til að það geti orðið að veruleika, þá leggjast margir á eitt um að hjálpa til. Gera má ráð fyrir að um 1.500 manns hafi þannig unnið endurgjaldslaust. En hvernig gekk rallið sjálft fyrir sig? Hér á eftir fer lýsing blaðamanns Morgun- blaðsins á þvi sem hann sá og heyrði er hann fylgdist með þessu þrítugasta saf- ari-ralli, er hann var á ferðalagi um Kenya um páskana. Fimmtudagurinn 7. apríl Stundvíslega klukkan tólf á hádegi veif- aði varaforseti Kenya, Hr. Mawai Kibaki, þjóðfána Kenya, þar sem hann stóð á rás- línunni, sem sett hafði verið upp fyrir framan Kenyatta-ráðstefnuhöllina, til merkis um það að nú skyldi Marlboro- safari-rallið ’82 hefjast. Bíll númer 1, öku- maður Shekhar Mehta og honum til að- stoðar Mike Doughty; þeir óku af stað á Datsun Violet GT. Shekhar Mehta hefur fjórum sinnum unnið safari-rallið, þar af þrisvar sinnum í röð. Hann er búsettur í Kenya og er ákaflega vinsæll rallkappi þar í landi og þekkir vel aðstæður. Mehta fór reyndar ekki langt, hann stöðvaði bílinn til að kyssa eiginkonu sína, Yvonne, að skilnaði en hélt svo áfram. Næsti bíll, sem fór af stað var blár Dats- un Silva, ekinn af Mike Kirkland og Anton Iævitan, sem einnig búa í Kenya. Kirkland hefur verið tíður þátttakandi í röllum í Kenya og hefur einu sinni orðið í fyrsta sæti í safari-rallinu. Á eftir honum komu Finnarnir Timo Salonen og Seppo Harjanen á Datsun Viol- et GT. Þeir urðu í fjórða sæti í safari- rallinu fyrir ári síðan, þó það væri i fyrsta skipti sem þeir tóku þátt í því, það var því búist við miklu af þeim félögum nú. „Við vonum að það rigni meira núna en í síðasta ralli, því Datsuninn okkar er ekki eins kraftmikill og Opelinn, en við stönd- um okkur betur á blautum og hálum brautum," sögðu þeir félagar um leið og þeir óku af stað. Áhorfendur fögnuðu vel bíl númer fjög- ur, sem var Opel Ascona, ekið af Finnan- um Rauno Aaltonen og Bretanum Lofty Drews. Litli Finninn, eins og hann var iðu- lega kallaður í keppninni, var búinn að undirbúa sig vel fyrir keppnina og hafði ekið 10—1200 kílómetra í æfingaakstri til að reyna bílinn við hinar ólíkustu aðstæð- ur. Hann hafði 19 sinnum tekið þátt í safari-ralli en aldrei unnið en greinilegt var að nú átti að taka þetta með trompi. Bíll númer 5 var einnig Opel Ascona. Var þetta kraftmesti bíllinn í rallinu eða 340 hestöfl, ekið af Walter Rohrl og honum til aðstoðar var Christian Geistdorfer. Rohrl var efstur í heismeistarakeppninni, þegar þetta var með fjögurra stiga mun. Hann var spurður að því hvernig hann ætlaði að haga akstrinum: „Ég mun taka það rólega fyrstu tvo áfangana og fylgjast með því sem hinir gera. í þriðja áfanganum ætla ég svo að láta bílinn gluða," sagði Rohrl. Það væri of langt mál að geta allra sem tóku þátt í þessu fjölmenna ralli, enda bíl- arnir 73 að tölu. Það verður þó að geta Italans Sandro Munari, sem varð heims- meistari árið 1977. Einnig hefur hann unn- ið rallið í Monte Carlo fjórum sinnum. Hann var mættur á Porche og var honum og félaga hans, Ian Street, vel fagnað. Þá er ekki úr vegi að minnast á hjónin Tom og Anne Ryan, sem komu frá Bret- lándi. Eins og fjölmargir aðrir, sem tóku þátt í þessu ralli, þá kostuðu þau sig að mestu sjálf. Þau óku Toyota Corolla. Ekki má heldur gleyma þeim Lyndu Morgan og Ruth Hiller, sem báðar eru 21 árs og voru eina kvennaliðið. Lynda hafði tekið þátt í safari-rallinu í fyrra og lauk keppni, sem þótti góður árangur hjá svo ungum byrjanda. Þær stöllur óku Peugeot 504 og voru bjartsýnar þegar þær lögðu af stað. Lynda sagði: „Ég held að við eigum ágæta möguleika, billinn er traustur og við munum fara ró- lega í ójöfnurnar en gefa í þegar við kom- um að forarpollunum." Hvernig gekk svo ökumönnunum í fyrsta áfanga, sem var austur á bóginn? Fyrri hluta hans hélst veðrið þurrt og ekk- ert markvert henti fyrstu bílana nema hvað Timo Salonen og Seppo Harjanne áttu í erfiðleikum með bremsurnar, svo þeir töfðust. Johnny Hellier og Rob And- erson, sem voru nr. 10 á Datsun Bluebird Turbo, urðu að stöðva vegna bilunar í for- þjöppu. Bíll nr. 21, sem var Subaru, ekinn af Ramesh Kohoda og Jasvinder Matharu, valt einhvers staðar á þessari leið. Bíllinn skemmdist ekki mikið svo þeir gátu haldið áfram keppni. Það þótti sumum heldur fyndið, þegar það fréttist að nokkrir bílar hefðu verið staðnir að því að aka of hratt fyrsta spölinn frá Nairobi og voru sektaðir um 1000 kenyska shillinga. Þegar líða tók á kvöldið þennan fyrsta ralldag, skall á úrhellis rigning. Urðu það mikil viðbrigði fyrir ökumennina að aka nú í forarbleytu í Rukanga eftir að hafa ekið um þurrar og rykugar hlíðar Taita fyrr um daginn. í Rukanga hafði myndast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.