Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 63 Fyrsti bíllinn, sem vann Austur-Afríkusafari-ralliö var fólksvagn og sest hann ner á myndinni. Meðfram vegunum, þar sem rallkapparnir fóru um, stóð fólk og fylgdist með keppninni. Eftir fyrsta áfangann var Walter Rohrl spurður að því hvernig honum hefði geng- ið. „Ég verð að játa að mér fannst fyrsti áfanginn mjög erfiður. Hér í Kenya er það ekki aðalatriðið að aka hratt eins og í Evr- ópu, en aksturinn reynir gífurlega á öku- mann og ökutæki." Það voru 45 bílar sem lögðu af stað í annan áfangann um klukkan tvö að nóttu. Framundan voru 1.686 kílómetrar. Öku- mennirnir höfðu hvílt sig í nokkra klukku- tíma. Rauno Aaltonen hafði 16 stiga forskot á aðalkeppinaut sinn, Shekhar Mehta, sem sagði áður en hann lagði af stað: „Mér hefur verið sagt að fara rólega í sakirnar, svo ég ljúki örugglega keppni.“ Kapparnir hurfu einn af öðrum út í nóttina, sem var svöl og himinninn þungskýjaður. Laugardagurinn 10. apríl Það rigndi töluvert á leiðinni að Viktor- íuvatni, sem er í vesturhluta Kenya, en förinni var heitið vestur á bóginn. Kvört- uðu bílstjórarnir yfir því að þoka byrgði þeim sýn. Framundan var ójafn vegur yfir Cherangani-fjöllin. Ekkert lát virtist á „hásinga“-bilunum í Datsun-bifreiðunum. Að sögn Hr. Wak- abayashi, sem var yfirmaður viðgerðar- þjónustu Datsun-bifreiðanna, þá höfðu þeir fengið „hásingar" sem höfðu verið illa aðstoðarökumaður hans voru komnir með 160 refsistig fyrir þessar 10 mínútur og voru dottnir úr 17. sæti í 25. sæti í keppn- inni. Það voru fleiri sem áunnu sér refsistig á þennan hátt. Mike Kirkland og Anton Lev- itan komu 7 mínútum of snemma til tíma- varðstöðvarinnar að Kakamega, vegna misskilnings. Áður en rallið hófst hafði Tony Fall, sem er fyrirliði Opel-liðsins, sagt að sá bíll sem hefði forystu fyrsta helming keppn- innar ynni sjaldnast. Svo virtist sem hann ætlaði að reynast sannspár, því í hinum grýtta Kerio-dal norðan við tímavarðstöð- ina að Kiporian, en þar var annar áfang- inn rúmlega hálfnaður, brotnaði „hásing“ í Opelnum þeirra Rauno Aaltonen og Lofty Drews. Þó að þjónustubíllinn flýtti sér til þeirra sem mest hann mátti, þá tafði þetta þá félaga um eina og hálfa klukkustund. Þannig náði Shekhar Mehta aftur foryst- unni og líkurnar á því að hann ynni saf- ari-rallið í 5. sinn voru orðnar mun meiri. Sunnudagurinn 11. apríl Shekhar Mehta var sagður heldur en ekki ánægður, þegar hann ók inn í Nairobi í lok annars áfanga um klukkan 4 þennan morgun. Var hann þá efstur með 159 refsi- stig. Hann var spurður hvernig hefði geng- ið. „Við vorum heppnir að komast hingað alla leið, því við fórum nokkrum sinnum út af veginum seinni hluta leiðarinnar." Næsti bíll til Nairobi var Datsun Silva, ekið af Tony Pond og Terry Harryman. Þrátt fyrir orðróm um að Terry hefði sofn- að á verðinum, en vaknað upp með andfæl- um og muldrað „gleðilega páska", þá virt- ust þeir félagar í góðu formi. Þriðji bíll var Ford Escort, sem George Barbour og Rob Combes óku. Á eftir þeim komu Mike Kirkland og Anton Levitan á Datsun Silva. Ekki langt undan voru svo Rob Cillinge og Mike Frasar á Range Rov- Varaforseti Kenya, hr. Mawai Kibaki, veifar hér þjóðfána Kenya til merkis um að nú skuli rallið byrja. um 100 metra langur forarpollur, sem tafði margan kappann. Shekhar Mehta og Mike Doughty töpuðu einnig 7 mínútum til Rauno Aaltonen og Lofty Drews. Walter Rohrl og Christian Geistdorfer töfuðust um 1 'k klukkutíma við að ná sínum bíl upp úr forinni. Á suðurströnd Kenya er hafnarborgin Mombasa, sem er ákaflega heillandi. Þar var ein tímavarðstöð af 82 sem voru á öll- um 3 áföngunum. Þar kom í ljós að bíll nr. 14, sem var Datsun Silva, ekið af Assan Nandra og Farakh Yusuf, hafði orðið að hætta vegna alvarlegrar vélarbilunar og annarra tæknilegra örðugleika. Vic Elford og Chris Bates á Subaru 4WD höfðu rekist á stein, sem braut framstellið og gírkass- ann og urðu þeir því líka að hætta keppni. Timo Salonen og Seppo Harjanna á Dats- un Silva áttu einnig við örðugleika að stríða, sem seinkaði þeim um 1 klukku- tíma. Þegar hér var komið sögu var Shekh- ar Mehta og Mike Doughty á Datsun Viol- et GT efstir með 39 refsistig, næstur var Mike Kirkland og Anton Levitan á Datsun Silva með 61 refsistig, þriðju voru Rauno Aaltonen og Lofty Drews á Open Ascona með 67 refsistig og fimmtu Yoshio Iwash- ita og Yoshimasa Nakahra á Datsun 910 Turbo með 73 refsistig. Föstudagurinn 9. apríl Það varð uppi fótur og fit þennan morg- un, þegar fréttist að báðir Datsun-bílarnir, sem höfðu forystu hefðu orðið að láta skipta um „hásingu". Þar með var ekki öll sagan sögð, því nokkru seinna þurfti að skipta um drif, sem lak í bílunum. Á með- an geystust Rauno Aaltonen og Lofty Drews, Walter Rohrl og Christian Geist- dorfer fram úr þeim. Tony Pond og Terry Harryman, sem voru á Datsun S-110 urðu einnig að láta skipta um „hásingu“ i sínum bílum, svo greinilegt var að Datsun-bíl- arnir áttu þarna við alvarlegt vandamál að stríða. Þennan morgun varð það óskemmtilega atvik að stúlkurnar tvær, Lynda Morgan og Ruth Hiller, lentu í árekstri við Suz- uki-bifreið, sem í voru 3 farþegar, en eng- an sakaði. Stúlkurnar urðu að hætta keppni. Um klukkan tvö þennan dag komu fyrstu bílarnir aftur til Nairobi eftir að hafa tokið fyrsta áfanga. Fyrstur var Rauno Aaltonen og Lofty Drews, á hæla þeirra komu Walter Rohrl og Christan Geistdorfer. Síðan liðu 25 mínútur þangað til Shekhar Mehta og Mike Doughty birt- ust og skömmu síðar Mike Kirkland og Anton Levitan. Mönnum til nokkurrar undrunar birtist svo Rob Collinge og Mike Fraser á gula Range Rovernum sínum, en þeir voru nr. 9 en höfðu allan fyrsta áfang- ann verið meðal þeirra fyrstu. Þeir eru þaulvanir rallkappar, búsettir í Kenya. Klukkan 10.30 e.h. var tímavarðstöðinni lokað en ekkert bólaði á Timo Salonen og Seppi Harjanne, sem óku Datsun Silva, en allt virtist ganga á afturfótunum hjá þeim. soðnar saman á samskeytunum. Það voru því ekki aðeins keppnisbílarnir, sem liðu fyrir þetta, heldur einnig þjónustubílarnir. Allt gekk vel hjá Rob Collinge og Mike Fraser á Range Rover. Það var farið að kalla bíl þeirra gulu hættuna, vegna þess að eigandi hans ætlaði sér greinilega ekki að verða af neinu. Bíllinn er með 3500 rúmsentimetra Rover-vél, sem kemst 150 km á klst. og gaf Collinge bílnum óspart inn. Hann átti að hafa sagt einhvers stað- ar á leiðinni að annað hvort yrði hann í einu af fyrstu sætunum eða bíllinn hryndi. Það óku ekki allir heilum vagni til Kakamega. Einn þeirra var gula hættan. Á leiðinni höfðu þeir orðið að stöðva til að láta athuga vélina og hafði vélarlokið ekki verið fest nógu vel á aftur, þannig að þegar þeir voru komnir á fulla ferð úti á þjóðveg- inum, flaug lokið upp og braut framrúð- una. Þegar þetta gerðist var komið myrkur og sá ökumaðurinn því ekkert til og þaut út af veginum. Þeir komust þó af stað aft- ur en þetta atvik kostaði þá 20 mínútur. Það var ekki aðeins að bílarnir yrðu fyrir skakkaföllum, heldur gerði manns- heilinn ýmsar skyssur, sem gátu orðið af- drifaríkar. Ökumaðurinn Abdallah Omar frá Dubai gerði þá vitleysu að koma tvisv- ar sinnum of fljótt á tímavarðstöð. I fyrra skiptið kom hann 7 mínútum of snemma en í seinna skiptið voru mínúturnar 3. Reglurnar kveða á um að refsingin fyrir að koma of fljótt á tímavarðstöð sé tvö stig fyrir hverja mínútu fyrstu fimm mínút- urnar en 30 stig eftir það, svo að Omar og er. Sagt var að þeir hefðu verið mjög ánægðir með sig og Colline, sem alltaf var hress og kjaftagleiður, sagði: „Ég þen hveljuna sem mest ég má og ætla mér að komast í eitt af fimm efstu sætunum." Þegar Rauno Aaltonen og Lofty Drews komu til Nairobi eftir annan áfangann, þá voru þeir að sögn mjög vondaufir um að endurheimta forystuna, Aaltonen sagði við þetta tækifæri: „Þriðji áfanginn er of auðveldur, til að ég geti náð forystunni aftur. Eini mögu- leikinn til þess að svo verði er sá að eitt- hvað kæmi fyrir þá sem eru á undan okkur. Annars kom það okkur mjög á óvart að „hásingin" skyldi fara í bílnum, því það kom aldrei fyrir í reynsluakstrin- um.“ Eftir annan áfanga var staðan í efstu sætunum þannig: Shekhar Mehta og Mike Doughty á Datsun Violet GT voru efstir með 159 refsistig. í öðru sæti voru Ealter Rohrl og Christian Geistdorfer á Opel Ascona með 212 refsistig. í þriðja sæti Rauno Aaltonen og Lofty Drews á Opel Ascona með 240 refsistig. Fimmtu voru Mike Kirkland og Anton Levitan með 282 refsistig og sjöttu Tony Pond o£ Terry Harryman á Datsun Silva með 286 refsi- stig. Meðal þeirra sem ekki luku öðrum áfanga var Italinn Sandro Munari á SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.