Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982
73
Stúlkurnar, «em troda upp í þessum næturklúbbum, eru ekki aöeins bréðlaglegar oft á tíöum heldur og
ágætir dansarar. Skrautið vantar ekki í sýningarnar. Þessi mynd er úr Lídó.
in hefur staðurinn fest sig æ betur
í sessi í næturlífi borgarinnar;
töfrandi og æsandi dregur Rauða
Myllan að sér þúsundir í hverjum
mánuði, alls staðar að úr heimin-
um.
Lídó
Saga Lídó hefst 1945 þegar
Clerico-bræðurnir keyptu danshús
með sama nafni og réðu til sín
forstjórann Pierre Louis-Guerin.
Pierre, sem áður hafði verið við-
riðinn skemmtihús og gleðileiki
lét taka staðinn algerlega í gegn. í
janúar 1946 var frumsýningin á
fyrstu revíunni, sem bar nafnið
„Án samhengis, án skynsemi".
Sex mánuðum síðar hófst vinna
við enn frekari endurbætur á hús-
inu og möguleikarnir jukust fyrir
vikið. Farið var að bjóða upp á
kvöldverð með sýningum, sem
fljótt náði vinsældum og er enn
svo. Ótal frægir skemmtikraftar
tróðu upp og bestu stjórnendur
voru ráðnir. Allt fram til ársins
1962 var Lídó á sama stað, en síð-
an var nýtt húsnæði tekið í notk-
un. Skipt var um sýningar, að
minnsta kosti annaö hvert ár. Hið
sívinsæla Lídó er nú til húsa á 116
bis Avenue Champs Elysées, aðal-
breiðgötu Parísarborgar. Þykir
staðurinn einn glæsilegasti kab-
arett-veitingastaður í Evrópu ef
ekki heiminum.
Staðurinn tekur 1200 manns í
sæti og allir eiga að njóta sama
útsýnis. Andstætt því, sem gerist í
öðrum veitingahúsum, er það ekki
sviðið sjálft sem hækkar eða
lækkar heldur áhorfendur með
öllum stólum og borðum, þannig
að enginn skyggir á annan. Lídó
hefur yfir að ráða einhverjum
fullkomnasta búnaði sinnar teg-
undar, 360 ljóskastarar og tölvu-
stýrt ljósblendikerfi, tvö risastór
kvikmyndatjöld, bestu hljóm-
flutningstæki, sem völ er á, sund-
laug, skautasvell, gosbrunnar,
lyftitæki á sviðin fjögur og á
áhorfendasalinn, þannig að hægt
er að gera nánast hvað sem er.
Eldvarnir gerast ekki traustari og
loftræsting er til fyrirmyndar og
meðfærileg að auki.
Ekki færri en 60 dansstúlkur
vinna í Lídó, auk 24 karldansara,
fimm söngvara og 30 manna
hljómsveitar. Mjög oft koma fræg-
ir skemmtikraftar fram, um 800
búningar eru til reiðu, fleiri
hundruð kíló af glimmeri og öðru
skrauti, sex hundruðu pör af sér-
hönnuðum skóm, fjaðrir af fasön-
um, strútum og öðrum fágætum
fuglum, refapelsar í tugatali, fleiri
tonn af leikbúnaði og skreyting-
um, auk ógnvekjandi „vélaverks".
Hvorki meira né minna en 3000
manns starfa að staðaldri við að
halda staðnum gangandi. Daglega
eru framreiddar um 800 máltíðir
og ókjörin öll af sérbökuðu sæta-
brauði og viðlíka góðgæti. Nei, það
verður enginn fyrir vonbrigðum
með kvöldstund í Lídó. Nixon,
fyrrum Bandaríkjaforseti,
skemmti sér víst konunglega
kvöldið á undan mér. Daginn eftir
ætlaði tískukóngurinn Yves Saint
Laurent að halda afmæli sitt þar
fyrir vini og vandamenn.
Crazy Horse
Rétt eins og nafnið gefur til
kynna er allt „crazy“ í Crazy
Horse. Þeir, sem vilja sjá eitthvað
„brjálæðislegt" í tvo tíma á ferð
sinni um París, ættu að líta við
þarna. Þeir verða ekki fyrir von-
brigðum.
Það var í maí 1951 að klúbbur-
inn , var stofnsettur. Áður hafði
eigandinn, Alain, rekið lítinn veit-
ingastað í „Les Halles“-hverfinu
og fékk hugmyndina í blaði, sem
viðskiptavinur hafði skilið eftir og
fjallaði eitthvað um það, sem í
Bandaríkjunum var nefnt „list-
sýningar" eða „burlesque".
Strax við opnun varð „Crazy
Horse" einkar vinsæll staður.
Þetta var eitthvað nýtt, eitthvað
óþekkt og féll vel í kramið. Fimm
naktar konur með söng manna á
borð við Charles Aznavour inn á
milli atriða. Eftir þrjátíu ár eru
þessar sýningar orðnar víðfrægar
og aldrei vinsælli en nú.
í tvo klukkutíma á hverju kvöldi
dansa 24 naktar stúlkur víðs vegar
úr heiminum, við tónlist sérstakr-
ar hljómsveitar hússins. En fleira
er að vísu á boðstólum. Þarna
koma fram á hverju kvöldi frægir
skemmtikraftar víðs vegar að. Á
hverja sýningu koma 2—300
manns og tæpast er það stórmenni
til, sem ekki hefur eytt kvöldstund
í „Crazy Horse".
Þ*iur föngulcgu tátur troða upp í Crazy Horse-klúbbnum fræga. Sagt er aö flest stórmenni heimsins hafi
litið þar inn og vart að undra.
Kr. 432.-.
adidas
Kr. 401.-.
Kr. 395.-.
Kr. 447.-.
neldur sýningu í dag
frá kl. 10.00 til 18.00
SKOÐAÐU FYRSTU HÚSGAGNASÝNINGU
STÆRSTU, BESTU OG
ÓDÝRUSTU HÚSGAGNAVERSLUNAR LANDSINS