Morgunblaðið - 03.06.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
Áfengi og tóbak
hækka um 10,5%
ÁFENGI og tóbak hækkuðu að með-
altali um 10,5% í gær og voru áfeng-
isverzlanir lokaðar. íslenzkt brenni-
vín hækkaði úr 211 krónum í 233
Sjávarborg
tók niðri
EITT nýjasta og fullkomnasta
fiskiskip íslendinga, Sjvarborg
frá Sandgerði, tók niðri á sker-
inu Tösku fyrir utan höfnina á
Rifi á Snæfellsnesi í fyrrinótt.
Skipið losnaði að sjálfsdáðun af
skerinu, en óhappið mun hafa
viljað til með þeim hætti, að skip-
ið fór öfugu megin við innsigl-
ingarvitann.
Töluverðar skemmdir urðu á
Sjávarborg og dró björgun-
arskipið Goðinn skipið til
Njarðvíkur, þar sem það er nú
í viðgerð hjá Skipasmíðastöð
Njarðvíkur. Að sögn Þorsteins
Baldvinssonar, framkvæmda-
stjóra hjá skipasmíðastöðinni,
þá eru skemmdir á Sjávarborg
mun minni en menn áttu von á
í upphafi. Að vísu brotnuðu öll
botnstykki við fiskileitartækin
undan skipinu og skrúfan er
ónýt. Aðrar botnskemmdir eru
ekki teljandi. Sagði Þorsteinn
að viðgerð á skipinu myndi að
líkindum taka 10 til 14 daga.
krónur. Á einu ári hefur brennivín
hækkað um liðlega 53%, en þann 2.
júní í fyrra hafði nýlega orðið hækk-
un á áfengi og tóbaki og var verð á
íslenzku brennivini þá 152 krónur.
Algengar Wiskey- og Vodkateg-
undir hækkuðu úr 294 krónum í
325 krónur. Fyrir ári síðan kost-
uðu þessar víntegundir 211 krónur
og hafa hækkað um 54%. Meðal-
dýrt rauðvín, Geisweiler Grand
Vin, hækkaði úr 85 krónum í 94
krónur en kostaði fyrir ári 61
krónu. Loupiac, franskt hvítvín,
hækkaði úr 61 krónu í 67 krónur
en kostaði 44 krónur fyrir ári síð-
an. Campari hækkaði úr 179 krón-
um í 198 krónur en kostaði fyrir
ári 129 krónur.
Algengustu vindlingategundir
hækkuðu úr 21,65 krónum pakkinn
í 23,90 kr. Prince Albert píputóbak
hækkaði úr 18,05 kr. í 19,95 kr. Þá
hækkaði vindlapakki af Fauna-
tegund úr 29,50 í 32,50.
Viðskiptabankamir:
Sala aðgöngumiða á atriði Listahátlðar hófst í gær og myndaðist þegar löng biðröð og náði hún frá Gimli út á
Amtmannsstíg. (l.jósm, Guójón)
Versnandi gjaldeyrisstaða ein
ástæða minnkandi innlána
Fjöldauppsagn-
ir röntgentækna
Á FÉLAGSFUNDI í Röntgentækna-
félagi íslands 26. maí sl. var sam-
þykkt einróma að röntgentæknar
segðu allir upp störfum sínum. „Svo
virðist sem þetta sé eina færa leiðin
fyrir röntgentækna til að leggja
áherslu á kröfur sínar,“ segir í frétt
frá röntgentæknum.
Röntgentæknar átelja viðsemj-
endur fyrir lélega samninga und-
anfarin samningstímabil, til
handa heilbrigðisstéttum.
Fyrir minnihlutahóp innan
BSRB virðast því fjöldauppsagnir
vera eina leiðin til að ná fram
launahækkunum til jafns við aðra,
eins og nú hefur sýnt sig undan-
farið, segir ennfremur í fréttinni.
„ÞAÐ ERU tvær megin ástæður
fyrir slæmri stöðu viðskiptabank-
anna við Seðlabankann. Annars-
vegar er það minnkandi aukning
innlána allar götur frá því í sept-
ember í fyrra og hins vegar mikil
aukning útlána frá því í maí á síð-
astliðnu ári,“ sagði einn af for-
svarsmönnum viðskiptabankanna í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
eins og Mbl. skýrði þá frá, þá nem-
ur skuld viðskiptabankanna við
Seðlabanka nú um 500 milljónum
króna, sem er mjög óvenjulegt á
þessum árstíma.
Viðmælandi Morgunblaðsins
sagði, að á bak við minnkandi
innlán væri síðan mjög versnandi
gjaldeyrisstaða. Undanfarna
mánuði hefði verið mikill halli á
gjaldeyrisviðskiptunum, bæði
hefði viðskiptajöfnunuðurinn
verið mjög óhagstæður og til
viðbótar hefði tiltölulega lítið af
erlendum lánum komið inn. Þetta
hefði áhrif á innlánastöðuna og
47 af aðildarfélögum ASÍ höfðu
tilkynnt VSÍ um vinnustöðvun dag-
ana 10. og 11. júní næstkomandi og
eitt þann 11., þegar tilkynningafrest-
ur rann út í gærkvöldi. Sé Sjó-
reyndar einnig á útlánastöðuna.
Sá maður sem Morgunblaðið
ræddi við, sagði að erlenda stað-
an skipti miklu máli í stöðu bank-
anna nú. Eins og flestum ætti
mannasambandið undanskilið eru
aðildarfélög ASÍ 146 að tölu, þannig
að 99 félög taka ekki þátt í verkfalls-
aðgerðum ASÍ. Þá höfðu 14 félög
boðað þátttöku í allsherjarverkfalli
vera kunnugt um hefði engin út-
flutningur verið á loðnuafurðum
undanfarna mánuði, en svo virt-
ist sem ekki væru allir búnir að
átta sig á því.
frá og með 18. júní, en frestur til
verkfallsboðunar þá er ekki enn út-
runninn. Meðal þeirra félaga, sem
VSÍ hafði ekki borizt verkfallsboðun
frá, eru Iðja í Reykjavík og verka-
kvennafélagið Framsókn, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
sendu bæði félögin út verkfallsboð-
un í gær.
Eins og fram hefur komið hafa
hvorki Iðja í Reykjavík, né
verkakvennafélagið Framsókn
boðað til verkfalls og ekki heldur
verkalýðsfélög á Suðurnesjum, og
verkalýðsfélög á Snæfellsnesi.
Innan einstakra landssambanda
er þátttakan í vinnustöðvuninni
10. og 11. júní þessi: Af 42 félögum
með beina aðild innan ASÍ hafa
aðeins 7 félög boðað verkfall, innan
Landssambands iðnverkafólks
hefur aðeins annað félagið boðað
verkfall, Iðja á Akureyri, innan
Landssambands íslenzkra verzl-
unarmanna hafa 5 af 21 félagi
boðað verkfall, en það eru stærstu
féiögin í Reykjavík, Hafnarfirði
og á Suðurnesjum, Landssamband
vörubifreiðastjóra hefur boðað
verkfall, af 23 félögum innan
Málm- og skipasmiðja, hafði að-
eins eitt boðað verkfall. Af 8 félög-
un innan Rafiðnaðarsambandsins
hafði ekkert félag boðað verkfall,
af 18 félögun innan Sambands
byggingamanna höfðu 12 boðað
verkfall og af 46 félögum innan
Verkamannasambandsins hafði 21
félag boðað verkfall.
Vegna þessa hafði Morgunblað-
ið samband við Þorstein Pálsson,
framkvæmdastjóra VSÍ og sagði
hann, að þetta sýndi að auðvitað
væri verulegur brestur í þessum
verkfallsaðgerðum og sýndi að það
væri ekki stuðningur við þá verk-
fallsgieði, sem ríkti innan ákveð-
inna hópa í forustusveit verka-
lýðsfélaganna.
Braga Ásgeirssyni afhent bjartsýnisverðlaun Bröstes:
„Ég hef jafnan reynt að
líta á björtu hliðarnar“
Bjartsýnisverðlaun Bröstes voru
í gær afhent við athöfn í Christian-
havn og hlaut þau Bragi Ásgeirs-
son listmálari, sem tók við þeim
sjálfur. Verðlaun þessi eru afhent
einu sinni á ári íslenskum lista-
manni sem í list sinni opinberar
bjartsýni. Voru þau nú veitt í ann-
að sinn, í fyrra Garðari Cortes
óperusöngvara og nú listmálara.
Aðalræðumaður við afhendingu
verðlaunanna var K.B. Andersen,
fyrrum utanríkisráðherra Dana,
en í hans augum hefur norræn
menningarsamvinna jafnan skip-
að háan sess. Gat hann þess að
eitt fyrsta verk hans sem ráð-
herra, hefði verið að leggja
til í danska þinginu að íslending-
um væru afhent handritin og að
hann hefði margoft haft tækifæri
til þess í ráðherratíð sinni að
minna á sjónarmið íslendinga.
Sagði hann það skemmtilegt að
svo lítið land sem ísland gæti
veitt slíkt fordæmi. — En er það
svo lítið? spurði hann. — Hvað
gerir land lítið? Landfræðileg
stærð? Fólksfjöldinn eða aðrir
auðmælanlegir þættir? Svo ein-
falt er það nú ekki. ísland hefur
lagt sitt fram í mennmgarverð-
mætum í yfir 1000 ár. ísland hef-
ur um aldir varðveitt margt af
elstu og mestu bókmenntaverkum
heimsins.
Menningarlíf íslendinga er vel
þekkt í Danmörku. Ég skal ekki
telja upp öll nöfnin, en nefna má
Halldór Laxness, Jóhannes Kjar-
val og Pál ísólfsson. Einnig má
bæta við að engin tilviljun er það
að forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, kemur úr heimi leik-
listarinnar og tók við af Kristjáni
Eldjárn sem áður var þjóðminja-
vörður.
K.B. Andersen lauk máli sínu
með því að segja að lífshlaup
verðlaunahafans hefði átt sinn
þátt í að gera ísland stórt. Peter
Bröste forstjóri hafði áður boðið
gesti velkomna, sem voru frá List-
akademíunni og málaraskóla,
danskir vinir Braga Ásgeirssonar
úr stétt listamanna, ýmsir lista-
menn og forráðamenn listasafna
svo og íslendingar búsettir í
Danmörku og Einar Ágústsson
sendiherra. Las Bröste næst upp
skeyti frá forseta íslands og
nefndinni, þar sem getið var um
ástæðurnar fyrir því að Bragi
hlapt verðlaunin. Því næst las
Erik Sönderholm, fyrrum for-
stöðumaður Norræna hússins og
vinur Braga Ásgeirssonar þakk-
arorð frá listmanninum og sagði
þar m.a.:
Bragi Ásgeirsson hefur aldrei
velt því fyrir sér hvort hann sé í
eðli sínu bjartsýnis- eða svart-
sýnismaður, ekki frekar en hann
hefur velt vöngum yfir heyrnar-
leysi sínu. Verkefni hans hafa
verið svo krefjandi að þau hafa
tekið hug hans allan. Hann hefur
verið ánægður með samvinnu sína
við ungt fólk í listsköpun, að sýna
þeim að list er vald og að skap-
andi starf gefi lífinu gildi.
Hann hefur reynt sem list-
gagnrýnandi að vera jákvæður og
líta á björtu hliðarnar, en segja
þrátt fyrir það hug sinn. Bragi
segir einnig: Ég er mjög þakklát-
ur fyrir þá löngun mína að skynja
lífið kringum mig og sú skynjun
kemur í stað skilningarvits, ég vil
að minnsta kosti ekki skipta
heyrninni fyrir þá skynjun. Einn-
ig vildi hann þakka þessa viður-
kenningu, sem hann vogaði sér
ekki að halda að hann hefði til
unnið. Gestum voru síðan bornar
veitingar og nutu menn veður-
blíðu í Christianhavn við undir-
leik jazztónlistar.
47 af 146 ASÍ-félögum í
verkfall 10. og 11. júní
— verkfallsboðanir Iðju og Framsóknar bárust of seint