Morgunblaðið - 03.06.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
11
Samkomulagið um landgrunnið við Jan Mayen:
Gekk formlega
í gildi í gær
SAMKOMULAG milli fslands og
Noregs um landgrunnið á svæðinu
milli íslands og Jan Mayen sem
undirritað var í Osló 22. október sl.
gekk í gildi í gær.
Samkomulagið var háð staðfest-
ingu íslenskra og norskra stjórn-
valda. Alþingi veitti heimild til
staðfestingar 18. des. sl. og Stór-
þingið og ríkisráð Noregs í síðustu
viku.
Á fundi Ólafs Jóhannessonar,
utanríkisráðherra, og Annemarie
Lorentzen, sendiherra Noregs í
Reykjavík, í gær var skipst á orð-\
sendingum um gildistöku sam-
komulagsins.
Bólstaðarhlíðarhreppur og iðnaðarráðuneytið:
Samningar hafa tek-
izt um Blönduvirkjun
Bólstaðarhlíðarhreppur gerð-
ist í gær aðili að þeim samningi
um Blönduvirkjun sem áður var
undirritaður af fulltrúum fimm
hreppsnefnda á virkjunarsvæði
Blöndu og virkjunaraðilar 15.
mars sl. og staðfestur var að
iðnaðarráðherra og síðar ríkis-
stjórn.
Gengið var frá formsatriðum
varðandi samninginn í iðnaðar-
ráðuneytinu í gær, en það voru
Pétur Sigurðsson á Skeggstöðum
og Sigurjón Guðmundsson á Foss-
um sem undirrituðu samninginn
f.h. Bólstaðarhlíðarhrepps. Sam-
þykkt hreppsnefndarinnar var
gerð á fundi 26. maí sl. og var hún
samhljóða hvað varðar öll atriði
samningsins.
Þar með hafa náðst samningar
við allar hlutaðeigandi hrepps-
nefndir, en enn er eftir að semja
við ýmsa einkaaðila um þeirra
hagsmuni svo og við veiðifélög á
virkjunarsvæðinu.
Hreppsnefndunum ber að til-
nefna fulltrúa í samráðsnefnd,
sem ásamt virkjunaraðila á að
vera ráðgefandi um mál er snerta
hagsmuni beggja, bæði varðandi
byggingu og rekstur virkjunarinn-
ar. Þessar tilnefningar eru þegar
farnar að berast.
Rafmagnsveitum ríkisins var í
júlí 1980 falið að vera virkjunar-
aðili við Blöndu í nánu samráði við
Landsvirkjun, en enn hafa ekki
farið fram samningar milli þess-
ara aðila, þar eð þetta mál tengist
víðtækari samningum við Lands-
virkjun. Ríkisstjórninni er í lögum
um raforkuver veitt heimild til að
semja við Landsvirkjun um að
reisa og reka vatnsaflsvirkjanir
sem lögin taka til, en þar á meðal
er Blönduvirkjun. Þar til þeir
samningar hafa tekist hafa Raf-
magnsveitur ríkisins með höndum
rannsóknir, hönnun og undirbún-
ingsframkvæmdir í nánu samráði
við Landsvirkjun.
Mrahamar, Stykklahólmi,
EpliA, ftafirói,
RAM, Húaavfk,
Skógar, EgHaatóóum,
Umboðsmenn
um land allt
Caaar, Akurayri,
Fataval, Kaflavfk,
Lindin, Satfoaai,
Óðinn, Akranaai,
BAran, Grindavik,
DakkóaiA llalnaifli M
tvBKnu»K), namamrcH,
Eyjabaar, Vaatmannaayjum,
fabjðminn, Borgamaai,
LEA, Ólafavik,
Paf,Ana RatraLaflrAI
rairona, rairvKtnrcM,
ÁlfhóH, Siglufirói,
Palóma, Vopnafirói,
« n.111,1. — , flayAaifiiAI
aUwWuflri vw]fvinwui|
Kaupfél. Rangainga,
aa__a___aai
rlTOIIyVill,
Aþana, BMnduóai.