Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 19
heldur liðinu saman og þegar hún
brestur tvístrast hópurinn. Það er
stuðningurinn við ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen sem nú hitt-
ir þennan lausgyrta mótmælenda-
flokk eins og pólitískt búmerang,
og tvístrar honum. Og enn er ekki
sagan sögð. Konurnar, sem nú
fóru, kjósa aldrei aftur Alþýðu-
bandalagið í sinni núverandi
mynd. Vegna baráttugleði flokks-
ins fyrir þessar kosningar hefur
fáa grunað, að Alþýðubandalagið
berst nú fyrir lífi sínu. En ef mót-
mælahóparnir fara úr flokknum,
eru engir eftir nema erkisósíalist-
arnir og enginn venjulegur kjós-
andi á nokkra pólitíska samleið
með þeim. Sósíalisminn er dauður
sem þjóðmálastefna, hann á ekk-
ert erindi til nútímafólks, hann er
einungis til sem pólitísk helgi-
mynd, sem haldið er framan við
hin raunverulegu áform. Og ekki
þýðir fyrir Alþýðubandalagið að
skipta um forystu. Sigurjón Pét-
ursson er hæfur maður, sem ber
höfuð og herðar yfir aðra stjórn-
málamenn á vinstri væng borg-
armála. Framtíðin er dökk hjá
þessum flokki. Eins og venjulega
munu þeir vinda sér í kaup-
gjaldsbaráttuna til að hressa uppá
fylgið, ekki sérlega frumlegt, verð-
ur engum til góðs en öllum til
tjóns, en þetta er eina aðferðin
sem kommarnir kunna og þekkja,
ef hún bregst eru þeir endaniega
búnir að vera.
Kvennaframboöið
Á vinstri vængnum er jafnan
mikil óánægja með gömlu flokk-
ana, og rík hefð fyrir nýjum fram-
boðum. Þetta skildu konurnar,
spiluðu á þennan streng og fengu
mörg atkvæði. í kosningabarátt-
unni sýndu þær mikil hyggindi,
hættu sér t.d. aldrei útí neina
borgarmálaumræðu sem hefði
vafalítið orðið þeirra pólitíski
bani. Litlu munaði t.d., þegar full-
trúi kvennanna í sjónvarpsum-
ræðunni kvöldið fyrir kosningar
fór að býsnast yfir því að ungt fólk
væri að byggja sér raðhús. En
kvennaframboðið er tímaskekkja
og á enga framtíð fyrir sér sem
slíkt. En sem jafnréttis- og friðar-
flokkur eiga konurnar mikla
framtíð fyrir sér og þá með karla
jafnt sem konur í framboði. Ef
það á fyrir kommúnistum að
liggja að hverfa úr forystusveit ís-
lenskra vinstrimanna, þá geta
konurnar orðið til þess að bjarga
jafnréttis- og friðarhugsjónum
vinstri manna úr klóm hins deyj-
andi bjarnar.
Sjálfstæðisflokkurinn
Sigur Sjálfstæðisflokksins yfir
andstæðingum sínum er mikill, en
mestur er sigur flokksins yfir
sjálfum sér, sigur hans yfir klofn-
ingi eigin forystumanna. í barátt-
unni við sundurlyndið hefur
ákveðið afl skarað fram úr, en það
er fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík. Þessi hópur hef-
ur sýnt tvímælalausa hollustu við
flokkinn og hugsjónir hans og
órofa samstöðu á hverju sem gekk.
Jafnframt hefur málefnum verið
stýrt af ákveðni og festu. Ber þar
hæst þá ákvörðun að binda þátt-
tökurétt í prófkjöri við flokksað-
ild. Þessi ákvörðun var tekin gegn
næstum samstilltri andstöðu allra
frambjóðenda flokksins, en með
samþykki næstum allra annarra.
Hin ótvíræða samstaða almennra
flokksmanna um þetta mál sýndi
að hópurinn verður ekki klofinn.
Má þarna greina upphafið að
endurreisn Sjálfstæðisflokksins,
síðan fylgdi Landsfundurinn, að
honum loknum voru flokksmenn
samstilltir og ákveðnir. Þeir hófu
til vegs og virðingar nýjan for-
ingja sem fólkið vildi fylgja og þá
var sigurinn í höfn. Davíð
Oddsson er kraftmikill maður sem
hófst af sjálfum sér innan Sjálf-
stæðisflokksins, hann er ekki arf-
taki eins eða neins. Stóra spurn-
ingin var, hvernig honum mundi
reiða af í kosningabaráttunni.
Stór hópur kjósenda var óákveð-
inn fram á síðustu stund, en þegar
þeir sáu að hér var á ferðinni mað-
ur með þekkingu og greind til að
rökræða við andstæðingana og
ennfremur hyggindi og reynslu til
að gera ekki mistök, þá gerðu þeir
upp hug sinn og veittu Sjálfstæð-
isflokknum sigur. Slæleg fram-
ganga borgarstjóraefnisins í kosn-
ingabaráttunni hefði gert allar
sigurvonir að engu. En Davíð
Oddsson reyndist vandanum vax-
inn, í þrotlausri kosningabaráttu
sem mikið lagði á alla frambjóð-
endur tókst honum að sameina
kraftana svo um munaði. Þessi
þróttmikla framganga sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík hafði áhrif út
um allt land og hefur án nokkurs
efa átt sinn stóra þátt í almennum
sigri flokksins. Sjálfstæðisflokk-
urinn átti góða frambjóðendur úti
á landi og víðast hver unnu þeir á.
Slæleg framganga í Reykjavík
hefur verið óskaplegur dragbítur á
baráttu þeirra.
Hvert stefnir?
Stjórnmálaflokkarnir þurfa nú
að móta afstöðu sína til aðkallandi
vandamála þjóðarinnar. Fram-
leiðsla fér minnkandi og lífskjör
versnandi. Sjávarútvegurinn hef-
ur frá áramótum búið við afla-
brest sem á eftir að hafa skelfi-
legar efnahagslegar afleiðingar.
Góðærið er búið, að minnsta kosti
í bili. Við þessar aðstæður er mikil
nauðsyn að borgararnir sameinist
um að skjóta fleiri stoðum undir
atvinnulífið og létta af því höftum
í anda frjálslyndrar umbóta-
stefnu. En mjög er ólíklegt að
kratar og Framsókn fáist til slíks.
Þvert á móti er líklegt að verka-
lýðsforingjar allaballa og krata
muni sameinast um að knýja fram
nýjar kauphækkanir. Kratar
reyna með þessu að fella ríkis-
stjórnina, allaballar reyna að láta
hana sanna slagorðið að kosningar
séu kjarabarátta. Kauphækkanir
nú munu framkalla svipaðan topp
í kaupmáttarlínuritið og sólstöðu-
samningarnir frægu gerðu, en sá
kaupmáttarauki hverfur auðvitað
strax aftur því fyrir honum er
ekkert til. Þá munu verkalýðsfor-
ingjarnir reyna að vekja upp
kaupránskórinn frá 1978, en hann
færði allaböllum og krötum mik-
inn kosningasigur þá. Þessar að-
gerðir allar leiða auðvitað til enn
frekara efnahagsöngþveitis, sem
aðilar vinnumarkaðarins geta síð-
an kennt ríkisstjórninni um með
samdóma yfirlýsingum. Þetta
finnst áreiðanlega mörgum kald-
ranaleg lýsing á stöðu þjóðmála,
en þetta er nú það ástand sem við
höfum búið við, og munum búa
við, svo lengi sem ríkisstjórnin
lætur hafa sig í það að taka
ábyrgð á kjarasamningum á
vinnumarkaðinum. Þessari ábyrgð
getur ríkisstjórnin hvort eð er
ekki staðið undir eðli málsins
samkvæmt, svo með því að vera að
taka hana á sig gerir hún ekkert
annað en firra aðila vinnumarkað-
arins þeirri ábyrgð sem þeim ber
að axla, á efnahagslegri velferð
þjóðarinnar.
Hvað gerir stjórnin?
I ríkisstjórninni hafa flestir
ráðherrar haft mikil hlutverk
nema aðallega einn, forsætisráð-
herra, dr. Gunnar Thoroddsen.
Mun nú senn koma að hans þætti.
Gunnar hefur lengi haft í undjr-
búningi frumvarp að nýrri stjórn-
arskrá þar sem meðal annars er
gert ráð fyrir fleiri þingmönnum
til handa þéttbýlinu. Þetta frum-
varp mun forsætisráðherra leggja
fram í fyllingu tímans. Verði
frumvarpið samþykkt á Alþingi
þarf stjórnskipan samkvæmt að
rjúfa þing og efna til nýrra kosn-
inga. Þær kosningar gætu snúist
um stjórnarskrármál líkt og gerð-
ist 1959. Þetta mundi óhjákvæmi-
lega draga athyglina frá kaup-
ránskórnum og kjarabaráttunni
svokölluðu, sem reyndar flestir
eru búnir að sjá að er ekki annað
en atkvæðaveiðar vinstri flokk-
anna. í þessari baráttu munu
sjálfstæðismenn væntanlega
reyna að standa saman í stjórn-
arskrármálinu. Það er sameigin-
legt áhugamál stjórnarsinna og
stjórnarandstæðinga í Sjálfstæð-
isflokknum að leysa stjórnar-
skrármálið. Sú lausn sem boðið er
uppá er ekki sérlega góð, en hún er
betri en ekki neitt. Það er því góð
von til að í næstu þingkosningum
muni sameinaðir sjálfstæðismenn
sigra enn á ný. Þessar kosningar
verða væntanlega fyrir áramót.
Listahátíð
í Reykjavík
5.-20. júní, 1982
ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNI
LAUGARDAGUR 12. JUNI
DAGSKRÁ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóöleikhúsið
Silkitromman
Frumsýning á nýrri óperu eftir
Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason
Leikstjóri Sveinn Einarsson
Hljómsveitarstjóri Gilbert Levine
SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ
kl. 16:00
Norræna húsiö
Trúðurinn Ruben
Fyrri sýning sænska trúösins Rubens
kl. 20:00
Gamla Bíó
Flugmennirnir
Frönsk leiksýning meö
Farid Chopel og Ged Marlon
kl. 20:30
Norræna húsiö
Vísnasöngur
Olle Adolphson syngur sænskar vísur
Fyrri tónleikar.
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Silkitromman
Ný ópera eftir
Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason
Önnur sýning
kl. 21:00
Háskólabíó
Tónleikar
Gidon Kremer og Oleg Maisenberg
leika á fiölu og píanó
kl. 20:00
Gamla Bíó
Úr aldaannál
Sýning Litla leikklúbbsins á nýju leikriti
eftir Böðvar Guðmundsson
Leikstjóri Kári Halldór
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Silkitromman
Ný ópera eftir
Atla Heimi Sveinsson og Örnólf Árnason
Síöasta sýning á Listahátíö
kl. 20:30
Norræna húsið
Vísnasöngur
Olle Adolphson syngur sænskar vísur
Síöari tónleikar
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ
kl. 19:00
Laugardalshöll
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveit íslands
Stjórnandi David Measham
Einleikari James Galway, flauta
FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóöleikhúsið
Bolivar
Rajatabla-leikhúsiö frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Fyrri sýning
kl. 21:00
Laugardalshöll
Hljómleikar
Breska popp-hljómsveitin
The Human League
Fyrri hljómleikar
kl. 16:00
Norræna húsið
Trúðurinn Ruben
Síöari sýning sænska trúösins Rubens
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Bolivar
Rajatabla-leikhusiö frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Síöari sýning
kl. 21:00
Laugardalshöll
Hljómleikar
Breska popp-hljómsveitin
The Human League
Siöari hljómleikar
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ
kl. 15:00
Háskólabíó
Tónleikar
Kammersveit Listahátíöar,
skipuöungu íslensku tónlistarfólki, leikur
undir stjórn Guðmundar Emilssonar
kl. 21.00
Gamla Bíó
African Sanctus
Passíukórinn á Akureyri
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Forseti lýðveldisins
Rajatabla-ieikhúsiö frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Fyrri sýning
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ
kl. 20:00
Þjóðleikhúsið
Forseti lýðveldisins
Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela
Leikstjóri Carlos Giménez
Siöari sýning
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ
kl. 21:00
Háskólabíó
Tónleikar
Einleikur á píanó: Zoltán Kocsis
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ
kl. 20:30
Gamla Bíó
Tónleikar
Breska kammersveitin
The London Sinfonietta leikur
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ
kl. 20:30
Leikfélag Reykjavíkur
Skilnaöur
Frumsýning á nýju leikriti eftir
Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leik-
stjóri
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ
kl. 17:00
Laugardalshöll
Tónleikar
Sinfóníuhljómsveit íslands
Stjórnandi Gilbert Levine
Einsöngvari Boris Christoff, bassi
kl. 20:30
Leikfélag Reykjavíkur
Skilnaður
Önnur sýning á nýju leikriti eftir
Kjartan Ragnarsson
Aðgöngumiðasala
í Gimli opin alla daga
kl. 14-19:30
Sími: 29055