Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
23
Allir vildu heilsa Jóhannesi Páli páfa er hann kom til Bretlands f sex daga heimsókn, sem lauk í gær. Myndin
var tekin við móttökuathöfn fyrir páfa á Gatwick-flugvelli.
Pólskir tónlistarmenn
biðja um hæli í Noregi
Osló, 2. júní. AP.
ÞRÍR pólskir hljómlistarmennm
úr filharmóníusveit Krakár báðu
í dag um hæli sem pólitískir
Herlín, 2. júní. AP.
VESTTUR-ÞÝZK hryðjuverkasamtök
lýstu i dag ábyrgð á sprengjutilræði í
fjórum bandarískum herstöðvum í
nágrenni við Frankfurt i gær, og
sömu samtök sögðust hafa komið
fyrir sprengjunni, sem tókst að gera
óvirka við útvarpsmastur útvarps
bandaríska hersins í Berlín.
„Þetta var fyrsta kveðja okkar
til okkar heittelskaða bandaríska
gests," sagði í bréfi samtakanna,
sem sögðust mundu láta til skarar
skríða þegar Reagan, Bandaríkja-
flóttamenn í Noregi. Flýðu tón-
listarmennirnir strax eftir síð-
asta konsert hljómsveitarinnar í
forseti, kemur til Vestur-Þýzka-
lands síðar í vikunni.
Tilkynnt var um sprengjuna við
útvarpsmastrið og tókst að gera
hana óvirka í tæka tíð, og hætti
stöðin sendingum í 40 mínútur
meðan sprengjunnar var leitað í
stöðinni.
Enginn slasaðist þegar fjórar
sprengjur sprungu nær samtímis í
jafn mörgum herstöðvum banda-
ríska liðsins i V-Þýzkalandi, en
tjónið sem af hlauzt er talsvert.
Björgvin og urðu þeir því eftir
þegar hljómsveitin hélt heim-
leiðis í dag.
Þremenningarnir voru í dag yf-
irheyrðir í lögreglustöðinni í
Björgvin. Tveir hljómlistarmann-
anna, sem eru tveir karlar og ein
kona, hafa þegar óskað eftir störf-
um hjá sinfóníuhljómsveit Björg-
vinjar.
Pólskum flóttamönnum er
sjálfkrafa veitt þriggja mánaða
bráðabirgðadvalarleyfi og at-
vinnuleyfi þegar þeir sækja um
það. Rúmlega eitt hundrað Pól-
verjar, þ.á m. margir sjómenn,
hafa beðið um hæli í Noregi eftir
að herlög voru sett í Póllandi í
desember.
Að sögn norska blaðsins VG
voru hljómsveitarmenn hlaðnir
gjöfum þegar þeir héldu heimleið-
is í dag. Var andvirði gjafanna
upp á tugi þúsunda króna, en þar á
meðal voru áhöld og búnaður fyrir
hljómsveitina, matvæli, ferskir
ávextir, snyrtivörur og ýmsar
hreinlætisvörur.
Lýsa ábyrgð á
sprengjutilræði
Minnismerki tilefiii
pólsks taugastríðs
Varsjá, 2. júní. AP.
DEILA um óopinbert minnismerki
um námamenn, sem biðu bana á
fyrstu dögum herlaganna í Póllandi,
færðist á nýtt stig i dag, miðvikudag,
þegar yfirvöld þöktu staðinn þar
sem því var komið fyrir með stein-
steypu.
Félagar úr Samstöðu virðast
hafa komið steinminnismerkinu
fyrir á mánudaginn undir geysi-
stórum blómakrossi á Sigurtorgi á
þeim stað þar sem útför Stefans
kardinála Wyszynski fór fram.
Minnismerkið var fjarlægt
næstu nótt og í staðinn var komið
fyrir fánastöng. Þegar fólk hafði
málað áletranir á stöngina fjar-
lægðu yfirvöld hana og steyptu yf-
ir gatið í nótt. „Þetta gerir ekkert
til,“ sagði ungur maður í dag.
„Þriðja minnismerkinu verður
komið fyrir hérna."
Hér er á ferðinni enn eitt dæmi
um áframhaldandi mótþróa fólks
gegn herlögunum. Krossinn er
orðinn tákn mótþróa. Hann var
þrisvar sinnum fjarlægður í maí,
en nýir krossar hafa alltaf komið í
staðinn.
Krossinn var reistur fyrir einu
ári til að minna á staðinn, þar sem
kista Wyszynski kardinála stóð
þegar útför hans var gerð á vel-
gengninstíma Samstöðu.
Nokkrir lögreglumenn eru á
verði á torginu og fylgjast ná-
kvæmlega með krossinum og að-
gæta hvort einhver gerir sig lík-
legan til að minnast dauða náma-
mannanna frá Wujek, sem féllu í
átökum við lögreglu 16. desember.
I Moskvu sagði Tass að forset-
arnir Leonid Brezhnev og Gustav
Husak hefðu kallað ástandið í
Póllandi „neyðarástand" í viðræð-
um sínum, en menn minnast þess
ekki að það orð hafi verið notað
upp á síðkastið. „Þetta sýnir
vissulega að þeir hafa ennþá mjög
þungar áhyggjur," sagði vestrænn
diplómat, en bætti við: „Ég veit
ekki hvort þetta táknar endilega
stefnubreytingu."
í Genf sagði Francois Mitterr-
and forseti á ársþingi Alþjóða-
sambands Verkalýðsfélaga (ILO)
að undirokun Samstöðu veikti
„arfleifð mannkynsins" og stofn-
aði í hættu möguleikum á alþjóð-
legum framförum. Hann hvatti til
alþjóðiegrar samstöðu til að sigr-
ast á tíu ára efnahagskreppu og
kvaðst mundu vekja máls á þessu
á leiðtogafundinum um efna-
hagsmál í Versölum.
Pólski fulltrúinn á þinginu hót-
aði úrsögn Póllands úr ILO ef
vestræn gagnrýni á herforingja-
stjórnina í Póllandi yrði allsráð-
andi.
Eiginkonu pólska andófsleiðtog-
ans Jacek Kuron hefur verið
sleppt úr fangabúðum, þar sem
hún hefur verið í haldi í sex mán-
uði.
Ferðavörur
Hústjöld 4ra manna 2.800
Tjöld m/ tvöfaldri þekju 1.050
Bakpokar m / grind 535
Sólstólar frá 99
Sólbeddar frá 250
Garöborð 145-608
Göngutjald m/ aukaþekju 1.853
Svefnpokar 7 gerðir frá 522
Bílryksugur 12 volt 220
íþróttatöskur 198
Reiðhjólatöskur 369
Grill 445
Strandmottur 23
Dyratjöld 278
Ferðatöskur 80-200
Dyramottur, kaðall 37
Gönguskór, strigaskór, gúmmístígvél.
DOMUS
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
Vantar þig?
sumarhús og/eða
vetraríbúð?
Gísli Jónsson & Co. hf.,
Sundaborg 41, sfmi 86644.
Viö kynnum hér stór v-þýsk hjólhýsi sem eru þannig frágengin
aö hægt er aö búa i þeim bæöi sumar og vetur.
Húsin eru byggö úr svokölluöum „Sandwich“-einingum, sem
þýöir afar góö einangrun, þau eru meö tvöföldu gleri og mjög
góöum ofni sem blæs heitu lofti eftir sérstökum hitakanölum
um allt húsiö. Húsin eru yfir 6 metra löng og 2,30 á breidd, meö
svefnplássi fyrir 6 manns í þrem aöskildum hlutum. Klósettklefi,
fullkomiö eldhús meö ískáp, gufugleypi, innbyggöu útvarpi og
fleiru.
Húsin eru útbúin þannig að bæöi er hægt aö nota 12 volt (t.d.
bilgeymi) og 220 volt. Húsin eru byggö á galvaniseraða grind
og tvöfaldan öxul (4 hjól).
Hugmyndin er aö húsin séu notuö aö sumarlagi sem sumarhús
en aö vetrarlagi sem íbúö t.d. fyrir skólafólk.