Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
27
Fjölbreytt landsmót harmonikkuunnenda:
Fjöldi harmonikku-
leikara á Lækjartorgi
Fyrsti fundur nýkjör-
innar hreppsnefndar
FYRSTA landsmót nýstofnaös'
Landssambands Harmonikkuunn-
enda verður haldið í Reykjavík dag-
ana 4.—6. júní og hefst nk. fostudag
Vitni vantar
SKEMMDARVARGAR unnu mikið
tjón á jarðýtu ístaks, á Kjalarnesi
skammt frá Saltvík, aðfaranótt laug-
ardagsins, svo sem fram kom í frétt í
Mbl. í gær. Allar rúður í jarðýtunni,
ellefu að tölu, voru brotnar, allir mæl-
ar og takkar í mælaborði og Ijósker
jarðýtunnar voru mölbrotin.
Þá réðust skemmdarvargarnir á
gröfu sem stóð skammt frá og einn-
ig var tjón unnið á bifreið, sem stóð
við bragga við Ullarnesbrekku í
Mosfellssveit. Þeir sem kunna að
hafa orðið varir við skemmdar-
vargana að verki, eða grunsamleg-
ar ferðir aðfaranótt laugardagsins
eru vinsamlega beðnir að gera
Rannsóknarlögreglunni í Hafnar-
firði viðvart.
kl. 4 ef veður leyfir, á Lækjartorgi
með uppákomu harmonikkuleikara
víðs vegar að af landinu, þar sem
mikill fjöldi harmonikkuleikara
mun leika.
Á föstudagskvöld verður síðan
stórdansleikur í Sigtúni þar sem
margir harmonikkuleikarar munu
þenja nikkur sínar og á laugar-
dagskvöld mun landsmótið halda
áfram í Festi í Keflavík, með
kvöldskemmtun. Áætlunarferðir
verða frá Umferðarmiðstöðinni kl.
8 um kvöldið og gestum úr Reykja-
vík skilað aftur á sama stað eftir
skemmtunina. Á sunnudag kl. 2
verður siðan skemmtifundur í
Glæsibæ, þar sem margir harm-
onikkuleikarar koma fram, bæði
stærri hópar, einleikarar og dúett-
ar. Allir harmonikkuunnendur
ásamt gestum eru velkomnir á
þessar skemmtanir að sögn
Bjarna Marteinssonar formanns
Félags harmonikkuunnenda í
Reykjavík.
Kgilstoðum, 1. júní.
FYRSTI fundur nýkjörinnar
hreppsnefndar Egilsstaðahrepps
var haldinn í dag. Þar fór fram
m.a. oddvitakjör og ráðning
sveitarstjóra.
Framsóknarmaðurinn
Sveinn Þórarinsson, verkfræð-
ingur, var kjörinn oddviti með
5 atkvæðum en tveir sátu hjá.
Varaoddviti var kjörinn
sjálfstæðismaðurinn Ragnar
Steinarsson, tannlæknir, með
öllum greiddum atkvæðum.
Guðmundur Magnússon var
endurráðinn sveitarstjóri, en
þetta er 3ja kjörtímabilið sem
hann gegnir því starfi. Áður
var Guðmundur oddviti Eg-
ilsstaðahrepps um 8 ára skeið.
Það er til tíðinda að kona
tekur nú í fyrsta sinn sæti í
hreppsnefnd Egilsstaða-
hrepps. Er það Vigdís Svein-
björnsdóttir, kennari, af
B-lista Framsóknarflokks.
Á fundinum var samþykkt
að flokkarnir, sem sæti eiga í
hreppsnefnd, Alþýðubandalag,
Framsóknarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur, geri með sér
málefnasamning, en sérstakur
meirihluti verði ekki myndað-
ur.
Nú eru rétt 35 ár síðan
fyrsta hreppsnefnd Egils-
staðahrepps kom saman til
fyrsta fundar, en í henni áttu
sæti: Sveinn Jónsson, Ari
Jónsson, Pétur Jónsson, Björn
Sveinsson og Stefán Péturs-
son.
Ólafur
Flateyri:
Gamla
Kaupfélagið
brann til
kaldra kola
Flateyri l.júní.
GAMLA Kaupfélagið hér á Flateyri
varð eldi að bráð á hvítasunnudag.
Brann það til kaldra kola á mjög
skömmum tíma en engan sakaði og
ekki komst eldur í nærliggjandi hús.
Það var um klukkan 19.00 að
eldurinn kom upp. Höfðu þá
nokkrir drengir borð eld að húsinu
og brann það til kaldra kola á að-
eins 10 mínútum. Drengina sakaði
ekki og komst eldurinn ekki yfir í
trésmíðaverkstæðið Hefil, sem
stendur rétt hjá gamla húsinu.
Húsið, sem var í eigu Kaupfélags
Önfirðinga, var um 100 ára gamalt
og friðað, en dregizt hafði að gera
við það og var það því tómt og
ólæst.
Fréttaritari.
Þýskir þingmenn
í boði Alþingis
Undanfarna daga hefur dvalið
hér á landi í boði Alþingis þing-
mannasendinefnd frá Landsþing-
inu í Schlewig-Holstein, sem að-
setur hefur í Kiel. Formaður
nefndarinnar er forseti Lands-
þingsins, dr. Helmut Lemke, og
alls eru í nefndinni tíu þingmenn
og embættismenn. Hafa þeir átt
viðræður við íslenska þingmenn,
embættismenn o.fl. og ferðast um
landið.
Skemmtun Sjómannadagsins
VEGNA auglýsingar á bls. 59 í
Morgunblaðinu sunnudaginn 30.
maí sl., þar sem auglýst er skemmt-
un Sjómannadagsins að Hótel Sögu
laugardaginn 5. júní, og að skemmti-
atriði verði söngflokkurinn Los
Paraguayos, óskast eftirfarandi tek-
ið fram:
Laugardaginn 29. maí kl. 14.00,
eftir að búið var að fullvinna
sunnudagsblað Morgunblaðsins,
hafði umboðsmaður söngflokksins
í Kaupmannahöfn samband við
Sjómannadagsráð og tjáði honum,
að tveir af félögum söngflokksins
hafi lent í bílslysi og því gæti ekk-
ert orðið af komu þeirra til lands-
ins. Ekki reyndist mögulegt að
draga auglýsinguna til baka úr
Morgunblaðinu, þar sem blaðið
var fullunnið. Skemmtunin verður
eftir sem áður, sem fyrr greinir,
en með öðrum skemmtiatriðum og
verður miðasala nk. fimmtudag og
föstudag kl. 17—19 og laugardag
kl. 14—17 að Hótel Sögu.
Nýkjörin hreppsnefnd Egilsstaðahrepps á fyrsta fundi sínum ásamt sveitar-
stjóra og fundarritara.
Egilsstaðin
SÆNSKA (:DUX) HEILSURÚMIÐ
Vaknar þú stirður á morgnanna?
Ert þú sífellt að bilta þér um nætur?
Færðu í bakið þegar þú liggur í rúminu þínu?
Ef eitthvað af þessu á viðþig.gæti þaðverið
slæmu rúmi um að kenna. DUX-springdýn-
an er hönnuð með það í huga að hvíla líkam-
ann eins vel og unnt er. Hún lagar sig að lík-
ama þínum. og styður við hann.
DUX heilsurúmin veita líkama þínum að-
hlynningu og auka daglega vellíðan. DUX
heilsurúmin eru fyrir alla sem þurfa á góðri
hvíld að halda hvort sem það eru sjúklingar
eða hraustir íþróttamenn. Góð hvíld og góð-
ur svefn er oft besta lækningin við mörgum
kvillum. DUX heilsurúmin hafa hjálpað
mörgum. Gefðu gaum að heilsu þinni.
Einstaklingsrúm 105x200 cm 7.528 kr.
m/DUX heilsudýnu.
Hjónarúm 183x200 cm 12.200 kr.
m/DUX heilsudýnu.
DUX springdýnu er hægt að fá stinna og
mjúka og eftir máli í hvaða rúm sem er.
| )UX AÐALSTRÆTI9 SÍMI27560