Morgunblaðið - 03.06.1982, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982
Depeche Mode er hljómsveit,
sem stofnsett var í bænum Bas-
ildon í Bretlandi af fjórum ungum
piltum meðan þeir voru enn að
strita viö skólaboröin í gagn-
fræðaskóla. Allir eru þeir einlæg-
ir synthesizer-aödáendur og
eyddu öllum stundum heima hjá
Vinœ Clarke þar sem þeir sátu
með hljómborðin og æfðu lög
með heyrnartólin límd viö eyrun
og dilluöu sér í takt. Móöir Vince
var ekki mjög hrifin af smellunum
sem nóturnar á hljómboröstækj-
unum gáfu frá sér en þessir
smellir voru þó betri en ærandi
hávaðinn í venjulegum rokkur-
um.
Þeir byrjuöu smátt, á diskó-
tekum og álíka stöðum, þrír
þeirra með hljómborðin ein að
vopni, sá fjórði meö röddina og
hljóönemann í hönd. Tónlistin
seiddi ungt fólk til lags viö þá
sveina og aödáendahópurinn óx
hratt. David Gahan er sá meö
hljóönemann og hljómborösleik-
ararnir heita Andrew John
F-letcher, Martin Lee Gore og
Vince Clarke. Sá síöastnefndi
hefur lengst af veriö aöal laga-
og textasmiöurinn og jafnframt
sá dularfyllsti þeirra félaga. Nú í
ársbyrjun gaf hann út þá yfirlýs-
ingu aö frá og meö miöju ári
kæmi hann ekki oftar fram meö
Depeche Mode, heldur sneri sór
alfarið aö tónsmíöum.
Þaö var á síöasta vori aö De-
peche Mode gáfu út litla plötu
meö laginu Dreaming of Me og
vöktu þeir strax nokkra athygli.
Vinur þeirra og upptökustjóri,
Daniel Miller, gaf plötuna út á
litlu merki, sem heitir Mute. I júní
kom svo út smáskífa meö laginu
New Life og komst þaö (11. sæti
breska listans í ágústmánuöi. At-
hygli manna var nú fyrst vakin
fyrir alvöru.
Dómarnir sem hljómsveitin
fékk voru allir á einn veg og
menn fögnuöu þessum nýliöum
og þeir héldu ótrauöir áfram. I
september sendu þeir þriöju
• Depeche Mode á tónleikum. fsleneka hljómsveitin Mogo Homo sótti hugmyndir sínar nokkuó í
þessa átt.
ig mun þaö staöreynd aö
hljómsveitir tapa yfirleitt stórfé á
því að fara í löng og ströng
feröalög. Útkoman hjá Depeche
Mode hefur því einfaldlega veriö
sú aö þeir hafa þénað góöan
pening á því aö fara í stuttar vel
skipulagöar feröir.
Breiöskífa var þaö, sem allir
biöu eftir þegar þriöja lagið
renndi sér upp vinsældalistana.
Um svipaö leyti og Just Can't
Get Enough tryllti dansþyrstan
lýöinn voru fjórmenningarnir
önnum kafnir í Blackwing-stúdíó-
inu í London. Breiöskífan Speak
& Spell leit svo dagsins Ijós í nóv-
ember og enn á ný hrósuöu
gagnrýnendur framtaki Depeche
Mode og gáfu plötunni sfn bestu
meömæli. Strax fyrstu vikuna
komst platan í 10. sæti Music
Video Week-listans og hefur hún
selst mjög vel í Bretlandi sem og
í Evrópu.
Nú fyrir stuttu var Depeche
Mode ein þeirra 5 hljómsveita
sem Music & Video Week til-
nefndi sem „bestu bresku nýlið-
Nýbylgjusveinarnir í Depeche Mode:
Vatn á myllu hins dans-
tryllta almúga í Englandi
smáskífuna á markaöinn meö
laginu Just Can’t Get Enough og
komst þaö lag i 8. sætiö 17.
október. Allt sem piltarnir snertu
á varö aö gulli eins og sagt er.
Tilboöunum rigndi yfir þá en þeir
vildu ekki slíta samstarfinu viö
Daniel Miller og Mute-útgáfuna.
Classix Nouveaux og Toyah
buöu þeim aö „hita upp“ á
hljómleikaferö sem þessir aöilar
voru aö hefja, en piltarnir af-
þökkuöu boðiö og sögöust frek-
ar vilja halda sinni 14 daga
hljómleikadagskrá áfram.
Ástæöurnar fyrir þessari ákvörö-
un Depeche Mode munu aöal-
lega vera þær, aö því styttri sem
hljómleikaferöirnar eru þv( minni
hætta er á aö þreyta og leiöi
skapist meðal félaganna og einn-
ana“ í poppinu 1981 en þaö var
Human League sem endanlega
hreppti þann titil. Hjá blöðunum
Melody Maker, Record Mirror og
New Musical Express voru þeir
ofarlega á blaöi sem „bjartasta
vonin 1982“.
Simon og Garfunkel á ferð
Gífurleg hrifning greip um sig á
meöal 40.000 spænskra áhorfenda
á leikvangi knattspyrnuliösins
Rayo Vallecano í síöustu viku þeg-
ar þeir félagar Paul Simon og Art
Garfunkel hófu tónleÍKaferö sína
um Evrópu á þeim bæ. Beöið haföi
veriö eftir tónleikum dúettsins í
margar vikur í Madrid og voru allir
miöarnir, sem kostuöu 15 dollara
stykkiö, löngu uppseldir. Lokatón-
leikar feröar þeirrar veröa á
Wembley-leikvanginum í Lundún-
um, aöeins viku áöur en Rolling
Stones troöa þar upp.
Nú fyrir skemmstu var opnuö
ný plötuverslun í borginni og er
hún til húsa viö Laugaveg 20
þar sem áöur voru t.d. verslanir
eins og Bonanza og einhvern-
tímann þar á undan eitthvert
afsprengi Karnabæjarveldisins.
Verslun þessi ber nafniö
STUÐ og er sjálfstæö aö öllu
leyti, þ.e. er ekki hliöarfyrirtæki
hljómplötuútgáfu eöa annars
stórfyrirtækis eins og alla jafn-
an er hér í höfuöborginni a.m.k.
STUÐ leggur sérstaka áherslu
á sölu pönk- og nýbylgjuplatna,
en selur aö sjálfsögöu allar þær
plötur, sem almennt eru á
boðstólum.
Höfuöpaurinn aö baki þess-
ari verslun er söngvarinn Sæ-
var Sverrisson, sem getiö hefur
sér gott orö á undanförnum ár-
um í poppinu, nú síöast meö
Spilafíflum, sem ku reyndar
hafa sungiö sitt síöasta aö
sinni. Ekki sakar aö geta þess,
aö inni í búöinni hangir t.d.
auglýsingatafla þar sem hverj-
um og einum er frjálst að
hengja upp sínar tilkynningar
án nokkurs endurgjalds.
Þá gefur verslunin út blaö og
hefur eitt tölublaö þegar litiö
dagsins Ijós. Er í því að finna
smávegis fróöleik, en auglýs-
ingar eru yfirþyrmandi og
plötudómar ófullkomnir.
Kannski eru það bara byrjunar-
öröugleikar. Blaöiö er aö ööru
leyti mjög snyrtilega unniö.
Velgengni breska 7-manna
brosbylgjuflokksins Madness er
víst öllum poppunnendum hér-
lendis löngu kunn, enda hefur
hvert lagið á fætur öðru frá
þeim félögum rennt sér
upp vinsældalistana. Núna
síöustu dagana eru aliar
verslanir uppfullar af
safnplötu flokksins, sem
ber nafniö Complete Mad-
ness. Ekki mun af veita því
víst má telja aö platan
renni út eins og heitu
lummurnar foröum daga.
Fyrsta plata Madness-
drengjanna var lítil tveggja
laga og kom út á merki
Two-Tone, útgáfufyrirtækis
The Specials, sem nú eru
hættir. Lagiö The Prince
komst í 16. sæti vinsælda-
listans. Þann 26. október
1979 kom fyrsta breiö-
skífan út, One Step Be-
yond. Sú hlaut fágætar
viðtökur. Titillagið komst í
7. sæti og var í 3 mánuöi á
listanum. Sjálf platan var
alls í 63 vikur á listanum og
komst hæst í 2. sætið. Lag-
ið My Girl af sömu plötu
komst í 3. sætiö í janúar
1980. í marslok sama ár
kom út lítil 12 tommu plata,
m.a. meö laginu Night Boat
to Cairo. Þaö lag náöi 6. sæti
vinsældalistans. í september,
enn þetta sama ár, kom lagiö
Baggy Trousers út á lítilli plötu
og komst í 3. sæti vinsældalist-
ans. Þaö lag var í fjóra mánuöi á
„Top 75“ listanum.
Önnur breiöskífan, Absolu-
etly, kom út í septemberlok.
Hún þaut beint upp í 2. sætiö á
breiöskífulistanum, en ofar fór
hún ekki. Police-flokkurinn
sá til þess. Hins vegar ent-
ist hún i 41 viku á lista. Lag-
iö Embarrasment af þeirri
plötu komst í 4. sætið
nokkru síðar. Lag þeirra
The return of the Los Palm-
as 7, komst einnig inn á
lista í janúar í fyrra, náöi 7.
sætin og tolldi í 11 vikur.
Lag þeirra pilta Grey Day
og síðan annaö þar á eftir
Shut Up, komust bæöi inn
á „Topp 10“ listann. Þriöja
breiöskífan, 7, kom síöan út
í byrjun október í fyrra. Fór
hún ennfremur beint í
„Topp 10“. Lag af þeirri
plötu, It Must Be Love,
komst í 4. sætiö og hékk á
lista í 10 vikur. Næst síö-
asta afrek þeirra drengja
var svo lagiö Cardiac Ar-
rest, sem geröi það geypi-
gott á listunum eins og
reyndar flest þeirra lög. í
síöustu viku tyllti lagiö
House of Fun sér á toppinn.
Óljósar fregnir hafa borist
af hugsanlegri íslandsför
þeirra drengja til Járnsíö-
unnar. Hefur veriö talað um
aö e.t.v. gætu drengirnir séö sér
fært að drepa hér niður fæti í
endaðan júlí eöa þá í ágúst. Yröi
af þeirri heimsókn, þarf ekki aö
fjölyrða um aö þúsundir kátra
poppara myndu flykkjast á tón-
leika sjömenninganna.
M
A
D
N
E
S
S