Morgunblaðið - 03.06.1982, Síða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982
Borgarstjórnarfundur í dag:
Kosið í 33 nefiidir
Tillögur sjálfstæðismanna úr borgarráði afgreiddar
FYRSTI reglulegi fundur borgar-
stjórnar Reykjavíkur verður haldinn
i dag í Skúlatúni 2 og hefst fundur-
inn klukkan 17.00. Á dagskrá fund-
arins er kosning í nefndir og rád
borgarinnar og verður kosið í nefnd-
irnar ýmist til eins árs eða fjögurra
ára. Menn verða kosnir í eftirfar-
andi nefndir:
Kosningar til eins árs:
Fimm menn í hafnarstjórn og
fimm til vara. Formannskjör.
Tveir endurskoðendur borgar-
reikninga og tveir til vara. Fimm
menn í stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar og fimm til
vara. Formannskjör. Sjö menn í
útgerðarráð og sjö til vara. For-
mannskjör. Sjö menn í fram-
kvæmdaráð og sjö til vara. For-
mannskjör. Fimm menn í atvinnu-
málanefnd og fimm til vara.
Formannskjör. Einn fulltrúi í
stjórn Fiskimannasjóðs Kjalar-
nesþings. Einn endurskoðandi
Styrktarsjóðs sjómanna- og
verkamannafélaganna í Reykja-
vík. Einn stjórnarmaður Spari-
sjóðsins Pundsins til fjögurra ára
og tveir endurskoðendur til eins
árs. Sjö menn í byggingarnefnd og
sjö til vara.
Kosningar til loka
kjörtímabilsins:
Sjö menn í heilbrigðisráð og sjö
til vara. Formannskjör. Sjö menn
í heilbrigðismálaráð Reykjavík-
urhéraðs og sjö til vara. Sjö menn
í fræðsluráð og sjö til vara. Sjö
menn í félagsmálaráð og sjö til
vara. Formannskjör. Fimm menn
í stjórn veitustofnana og fimm til
vara. Formannskjör. Fimm menn
í stjórn SVR og fimm til vara.
Formannskjör. Fimm menn í
skipulagsnefnd og fimm til vara.
Formannskjör. Fimm menn í um-
ferðarnefnd og fimm til vara.
Formannskjör. Sjö menn í æsku-
lýðsráð og sjö til vara. For-
mannskjör. Fimm menn í íþrótt-
aráð og fimm til vara. Form-
annskjör. Tveir menn í almanna-
varnanefnd. Sjö menn í barna-
verndarnefnd og sjö til vara. Þrír
menn í stjórn Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar og þrír til
vara. Sjö menn í umhverfismála-
ráð og sjö til vara. Formannskjör.
Þrír menn í stjórn Kjarvalsstaða
og þrír til vara. Formannskjör.
Sjö menn í veiði- og fiskræktarráð
og sjö til vara. Formannskjör.
Fimm menn í stjórn Borgarbókas-
afns og fimm til vara. Tveir menn
í stjórn Lífeyrissjóðs Starfsmann-
afélags Reykjavíkurborgar og
tveir til vara. Þrír menn í skóla-
nefnd Iðnskólans og þrír til vara.
Þrír menn í stjórn Verkamanna-
bústaða í Reykjavík og þrír til
vara. Fjórir menn í stjórn Sjúkra-
samlags Reykjavíkur og fjórir til
vara. Atta menn í áfengisvarna-
nefnd. Einn maður til að annast
forðagæslu.
Varðandi kosningu í fram-
kvæmdaráð, sem boðuð er á
dagskrá fundarins, hafa borgar-
ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins
lagt fram tillögu, sem tekin verður
fyrir á fundinum, þar sem lagt er
til að framkvæmdaráð verði lagt
niður.
Að loknu kjöri í nefndir, verða
fundargerðir afgreiddar og síðan
fer fram fyrri umræða um árs-
reikning borgarsjóðs Reykjavíkur
og stofnana hans.
Einnig er rétt að geta þess, að
nokkrar tillögur sjálfstæðismanna
verða afgreiddar á fundinum, en
þær voru lagðar fram á fundi
borgarráðs á þriðjudag, eins og
skýrt var frá í blaðinu í gær.
sé besta plata sem
Jehtro Tull hefur sent
frá sér í langan tíma.
Þaö leikur ferskur
andblær um gömlu
popphetjuna lan
Anderson á þessari
plötu og tónlist hans á
fullt erindi til nýrra og
gamalla aödáenda
Jethro Tull.
sUinorhf
Símar 85742 og 85055.
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
to
Pl U (.LVSIR l M ALLT LAM) ÞEGAR
Þl Al'GLYSIR I \10R(.l NBLADIN'l
Ég þakka innilega öllum þeim sem sýndu mér
hlýhug og sendu mér gjafir og skeyti á afmœli
mínu þann 25. maí.
ÓlöfS. Jóhannesdóttir.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig
með kveðjum, gjöfum og heimsóknum á níræðis-
afmœli mínu þann 26. maí sl
Sigurbjörg Jónsdóttir
fri Hoffelli,
Elli- og hjúkrunarheimilinu Höfn Hornafírði.
SIEMENS
— vegna gæðanna
Vönduð ryksuga með still-'
anlegum sogkrallí, 1000
walla mótor, sjáltinndreginni o
snúru og Irábærum lylgi-
hlulum.
Siemens-SUPER
— öflug og fjölhæf.
SMITH & NORLAND HF.,
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
Til sölu
Saga 800, nýr frá Noregi. Lengd 7,60 m. Vél Perkins,
innanborös 82 hestöfl. Ganghraöi ca. 15—16 sml.
WC meö vaski, eldavél og glæsileg innrétting. 2
talstöövar, Whf og Cb. Dýptarmælir. Nýtt rafkerfi
(eftir kröfu siglingamálastofnunar). Uppl. í síma
21860 á daginn.
Boðsmót Taflfélags
Reykjavíkur 1982
hefst að Grensásvegi 46, miðvikudaginn 9. júní, kl.
20.00. Tefldar sjö umferðir eftir Moradkerfi þannig:
1. umferö, miövikudag 9. júní, kl. 20.00.
2. umferð, föstudag 11. júní, kl. 20.00.
3. umferð, mánudag 14. júní, kl. 20.00.
4. umferö, miðvikudag 16. júní, kl. 20.00.
5. umferð, mánudag 21. júní, kl. 20.00.
6. umferð, miðvikudag 23. júní, kl. 20.00.
7. umferð, mánudag 28. júní,i<C2©kö(T.
Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsun-
artími er V/2 klst. á fyrstu 36 leikjna, en síöan V2 klst.
til viöbótar til aö Ijúka skákinni. Engar biöskákir.
Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins á
kvöldin kl. 20.00—22.00. Lokaskráning veröur
þriöjudag 8. júní kl. 20.00—23.00.
Taflfélag Reykjavíkur,
Grensésvegi 44—46,
Reykjavík, símar 83540 og 81690.