Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 36

Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982 36 Snorri Ólafsson klœðskeri - Minning Minning: Sigríður Ásta Finnbogadóttir Fæddur 4. september 1932 Dáinn 25. maí 1982 . Snorri Ólafsson, klæðskeri, Sól- heimum 23, Reykjavík, lést skyndilega þriðjudaginn 25. maí sl., þegar hann ásamt eiginkonu sinni, Olöfu Jónu Ólafsdóttur, var á gangi í miðbæ Reykjavíkur. Hné hann niður og var þegar örendur. Hjartað hafði bilað. Þeir sem til þekktu vissu að hann gekk ekki heill til skógar og óttuðust að kall- ið gæti komi fyrr en varði. Utför hans verður gerð í dag frá Dómkirkjunni kl. 15.00. Þrátt fyrir veikindi sín gekk Snorri til daglegra starfa í verslun sinni, sem hann nefndi S.Ó. Búðin, án þess að láta á neinu bera. Aldr- ei minntist hann á þennan sjúk- dóm sinn, heldur hélt glaðværð sinni og rósemi. Snorri fæddist að Breiðabólstað í Miðdölum 4. september 1932, tví- buri við Árna, sem er kvæntur Ernu R. Sigurgrímsdóttur. For- eldrar þeirra voru Sigríður Ög- mundsdóttir frá Fjósum í Hörðu- dal, f. 14. júlí 1898, d. 4. ágúst 1933, og Ólafur Árnason frá Hólminum í L andeyjum, f. 20. ágúst 1892 d. 28. nóvember 1975. Ólafur bjó um hríð í Laugardal, stundaði ýmis störf og átti heima á Selfossi frá 1954 til dánardægurs. Hann kvæntist ekki. Þegar móðir þeirra bræðra lést, þá var þeim ellefu mánaða göml- um komið í fóstur. Fósturforeldr- ar Snorra voru þau Jón Teitsson frá Hóli í Hörðudal, f. 24. ágúst 1871, d. 21. desember 1951, og kona hans (Kristjana) Guðný Gests- dóttir frá Tungu í Hörðudal, f. 30. júní 1878, d. 20. nóvember 1958. Þau Jón og Guðný voru í vinnu- mennsku á ýmsum bæjum, aðal- lega í Dölum vestur, og Snorri fylgdi þeim. Var mjög kært með þeim alla tíð og Snorri mat þau mikils. Var Snorra mjög hlýtt til fósturmóður sinnar, sem tók hann að sér reifabarn og kostaði kapps um að koma honum til manns. Sautján ára gamall hleypti Snorri heimdraganum og fluttist til Reykjavíkur. Þar átti hann hauk í horni, Geir Gunnlaugsson, kunnari sem „Geiri í Eskihlíð", sem kom honum í klæðskeranám hjá Andrési Andréssyni, klæð- skera. Hjá Andrési lærði hann sína iðn; sveinsprófi í klæðskurði lauk hann 11. október 1956. Upp frá því helgaði hann sig því starfi og öðrum störfum sem tengdust fataframleiðslu — ýmist sem klæðskeri eða við afgreiðslu í fata- verslunum hjá Andrési, Gefjun í Reykjavík, Faco og hjá Andersen & Lauth. Snorri var fiinkur og vandvirkur klæðskeri, enda var honum trúað fyrir vandasömum verkefnum, sem hann leysti vel og samviskusamlega af hendi. Við- mót hans og framkoma var slík, að hann leiddist smám saman út í afgreiðslustörf, enda sóttust viðskiptavinirnir eftir því að hann sinnti þeim. Eg hef það fyrir satt að margur maðurinn gerði sér ferð þangað, sem Snorri starfaði, að- eins til að leita ráða hjá honum við sérstök fatakaup, því saman fór góð þekking á fataefni og sniði og einlæg viðleitni að leysa vanda kúnnans fljótt og örugglega, enda einstakt lipurmenni. Skal því engan undra að Snorra fýsti að setja á stofn eigin fata- verslun. Því var það að árið 1971, dyggilega studdur af eiginkonu sinni, opnaði hann barnafata- verslun á horninu á Njálsgötu og Frakkastíg. Sú tilraun heppnaðist ekki, enda var staðurinn ekki hentugur. Lokaði hann verslun sinni 1973. Ekki var fullreynt. Hann opnaði öðru sinni verslun, S.Ó. Búðina, að Hrísateigi 47 hér í borg árið 1977. Var henni að vaxa fiskur um hrygg, þegar kallið kom, sem allir verða að hlýða. Hinn 7. október 1961 steig Snorri gæfuríkt spor, er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ólöfu Jónu Ólafsdóttur, af- greiðslumann í Reykjavíkur Apó- teki. Á hún ættir að rekja á Skóg- arströnd og út í eyjar Breiðafjarð- ar, til Svefneyja. Voru þau ein- staklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, sem heimili þeirra að Sólheimum 23 ber óræk- ast vitni. Þar höfðu þau búið sér fallegt og vinalegt heimili. Var þar gestkvæmt. Þar var gesturinn sem heima hjá sér í hlýju og ást- úðlegu umhverfi. Þar var gott að koma. Hjá þeim Snorra og Lóló, en svo er Ólöf Jóna jafnan kölluð, var amma mín og móðir Lólóar, Ölína J. Pétursdóttir frá Svefneyjum, en hún lést 1979. Snorri var henni 3em besti sonur, vildi hag hennar sem bestan og leitaðist við af fremsta megni að henni liði sem best. Börn hennar, barnabörn og barnabarnabörn standa í mikilli þakkarskuld við Snorra fyrir þá ástúð og hlýju sem hann sýndi Ólínu þau tæp tuttugu ár sem hún var á heimili þeirra hjóna, skuld sem aldrei verður greidd að fullu. Það var föst regla hjá foreldrum mínum og síðan einnig hjá okkur systkinunum að heimsækja ömmu, Lóló og Snorra á aðfanga- dagskvöld. Þar var tekið á móti okkur af mikilli rausn og á eftir- minnilegan hátt. Þessi fátæklegu orð um genginn vin segja ekki nema lítið brot af því, sem hugsað er á þeirri stundu, er góður drengur er kvaddur hinsta sinni. Söknuður býr í brjósti okkar, en minningin um mikinn heiðursmann er okkur kær og hún mun lifa. Foreldrar mínir og við systkinin sendum Lóló okkar innilegustu samúðarkveðjur og við vonum að sá sem öllu ræður styðji hana nú sem áður á þessari örlagastundu. Megi kær vinur hvíla í friði. Ó.H.Ó. Fædd 4. desember 1913 Dáin 25. mai 1982 Okkar barnabörnum langar til að minnast elsku ömmu okkar með örfáum orðum. Alltaf var jafngott að koma í Efstasundið til ömmu og spjalla um allt milli himins og jarðar. Helstu áhuga- mál hennar voru börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin. Strax í æsku áttum við huga henn- ar allan, það var sama hvort við vorum að læra að lesa eða seinna meir þegar við sátum margar kvöldstundir og lásum hjá henni undir dönskupróf. Aldrei fórum við í próf án þess að amma hringdi um leið og við komum heim til þess að vita hvernig hefði gengið, og hélt hún því áfram þrátt fyrir að hún lægi langt leidd á sjúkra- húsi. ömmu þótti ákaflega gaman að sauma falleg föt á okkur hvort sem var fyrir jólin eða við önnur tækifæri, allt virtist leika í hönd- unum á henni. Hennar aðal- skemmtun var þegar litlu lang- ömmubörnin komu í heimsókn. Naut hún þess að leika við þau og ekki mátti á milli sjá hver skemmti sér best, hún eða börnin. Amma beið spennt eftir hverju vori til þess að komast í sumar- bústaðinn í Skorradalnum. Amma og afi fóru eins oft og þau gátu og einstakt var að sjá hversu sam- hent þau voru um að bæta og fegra Skorrahlíðina okkar. Elsku ömmu þökkum við alla þá hlýju og ástúð, sem hún sýndi okkur og allt það sem hún veitti okkur gegnum árin. Elsku afi, við biðjum guð að styrkja þig í þinni miklu sorg. „Nú legg ég augun aftur ó, Guó, þinn náóarkraftur mín veri vörn í nótt Æ, viret mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég aofi rótt.“ Barnabörnin Þar sem við nú kveðjum mína kæru föðursystur, langar mig að minnast hennar lítillega, og að gömlum íslenskum sið, gera nokkra grein fyrir úr hvaða jarð- vegi hún var sprottin. Faðir hennar var Finnbogi J. Arndal, f. 31. ágúst 1877 að Lax- árdal í Hrepp, en ólst upp í Land- sveit. Hann braust til mennta og tók kennarapróf frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði, en starfaði mestan hluta ævinnar í Hafnar- firði og hafði þar á hendi mörg ábyrgðarstörf. Hann var einnig gott skáld og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hann andaðist í Hafnarfirði 28. júní 1966. Móðir hans var Sigríður Ei- ríksdóttir, f. 10. okt. 1835 í Stöðla- koti á Stokkseyri, d. 8. nóv. 1903. Prestur skrifar um hana í húsvitj- unarbók að hún væri „kátlynd og greind gerðarkona". Hún var af V íki ngslækj arætt. Faðir hans var Jóhann Jónsson, f. 9. des. 1836 í Mörk á Landi. Var lengi bóndi í Ósgröf á Landi, d. 18. maí 1901. Kona Finnboga var Jón- ína Árnadóttir, f. 8. jan. 1876 að Hlíðsnesi á Álftanesi. Ber öllum þeim er þekktu hana saman um að hún hafi verið gæðakona og ekkert aumt mátt sjá, án þess að rétta hjálparhönd. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Eyjólfsdóttir, f. 22. sept. 1844 i Valdakoti, Álftanesi. Flutt- ist hún til Reykjavíkur 1889 og starfaði þar til dauðadags. Árni Jónsson, f. 18. des. 1841 á Auðnum á Vatnsleysuströnd, en fluttist 18 ára að Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu. Hann var sagður greindur vel, víkingur til verka, bæði til sjós og lands. Var formað- ur á bát frá Skagaströnd og fórst með honum 2. jan. 1888. Sigríður ólst upp í Hafnarfirði ásamt systkinum sínum, en þau voru: Kristinus, f. 12. okt. 1897, dáinn 1. apríl 1973, Þorsteinn, f. 26. okt. 1901, dáinn 29. maí 1973, Guðbjörg, f. 6. mars 1905, dáin 4. júní 1971, og tvíburabróðirinn Helgi, dáinn 22. jan. 1980. Minning: Þórarinn Stein- dórsson Brandsbœ Fæddur 11. mars 1912 Dáinn 23. raai 1982 Eftir óvenju ianga og erfiða sjúkdómslegu, í meira en fimm ár, kvaddi æskufélagi minn og svili þennan heim. Hann lést á St. Jósefsspítala þann 23. maí sl., þar sem hann naut umönnunar og skilnings alls hjúkrunarfólksins. Útför hans verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 3 e.h. Þórarinn fæddist í Brandsbæ, sem þá var syðst í Firðinum, sonur sæmdarhjónanna er þar bjuggu um langt skeið, Þorbjargar Jóhannsdóttur og Steindórs Björnssonar. Var hann yngstur af fjórum börnum þeirra. Hin voru Ragnhildur, búsett í Reykjavík, Arnþrúður, er nú býr í Kanada, og Björg, en hana misstu þau árið 1935. Aður hafði Þor- björg eignast son, Þorstein, sem látinn er fyrir rúmum fjórum ár- um og flestir Hafnfirðingar af eldri kynslóðinni muna eftir. Þegar foreldrar mínir fluttu í suðurbæinn, kynntumst við fljótt fólkinu í Brandsbæ. Það var hreint ævintýralegt að horfa þangað. Bærinn stóð þá töluvert ofar í túninu en hann er nú og var okkur krökkunum helst ekki sleppt þangað einum, svo þótti fjarlægðin mikil í þá daga, séð neðan frá sjávarkambinum við gömlu Flensborg, þar sem við bjuggum fyrst. Við Þórarinn gengum saman í barnaskólann, sem þá var við Suð- urgötu 10, og seinna varð bæjar- þingsalur Hafnarfjarðar. Skóla- stjóri var þá Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni. Teiknikennarinn, Hákon Helga- son, fór fljótt að dást að hand- bragði Þórarins, og veitti honum mikla athygli. Sannaðist þar að lengi býr að fyrstu gerð. Það gilti því miður ekki sú regla þá fremur en nú, að geta talist næstbestur fyrir það eitt, að sitja við hliðina á þeim besta. Ég man eftir atviki, þegar mér þótti keyra úr hófi fram útlitið á minni teikningu, að ég tók blek- byttu úr statívi á skólaborðinu og hellti yfir örkina, svo hún þyrfti síður að þola samanburð í það skiptið. Á vorin þótti gaman að ferðast um holt og hæðir. Það gæti alveg heyrt undir náttúruskoðun nú á dögum. Þórarinn virtist gefa fugl- unum mikinn gaum, eins og öðru úti í náttúrunni. Fyrir kom að það var aumkvað sig yfir lasburða fugl, og hann fluttur heim að Brandsbæ, til að búa honum sem best skjól og var þá heldur ekki kastað höndunum til þess. Eftir að barnaskólanámi lauk, gekk Þórarinn í Flensborgarskól- ann. Varð hann gagnfræðingur þaðan árið 1928. Stundaði hann síðan ýmsa vinnu, var við tré- smíðanám hjá Timburverzluninni Dverg í tvö ár og sótti jafnframt iðnskólanám. Hafi nokkur maður verið smiður af Guðs náð, álít ég að Þórarinn hafi hlotið að vera það. Hann lagði gjörva hönd á margt, og virtist sama hvort um vélar, járn eða tré var að ræða, allt virtist leika í höndunum á honum. Vegna þessara sérstæðu eiginleika, varð Þórarinn fljótlega eftirsóttur, og margir tryggðu sér handbragð hans þegar vanda skyldi til hlutanna. Oft var breytt til og farið á sjó- inn, ýmist á síldveiðar eða gerður út trillubátur. Stundum hljóp strákunum kapp í kinn, þegar fiskivon var og kappkeyrðu trill- urnar að bólfærunum, t.d. á Vatnsleysuvíkinni. Það var ein- kennilegt á handfæraveiðum, að sumir drógu stóra fiska en fáa og aðrir marga fiska en smáa. Því var slegið föstu, að enginn drægi annars fisk úr sjó. Það mun hafa verið í kringum 1938, að stór trillubátur, sem Gunnlaugur Stefánsson, fyrrver- andi kaupmaður, gerði út og Þór- arinn var á, ásamt 4 öðrum félög- um, lenti í sjávarháska, er þeir voru að fara á vertíð. Hrepptu þeir aftaka veður á leið til Þorláks- hafnar og er ekkert spurðist til þeirra svo dögum skipti var fólk að vonum orðið vondauft um af- drif þeirra. En svo allt í einu barst gleðifregnin, og fór eins og eldur í sinu um Fjörðinn. Það hafði sést til þeirra og allir sagðir heilir á húfi. Þegar komið var með þá til Hafnarfjarðar, þusti mannfjöldi niður á bryggju og margir hlupu til og drógu fána að húni í gleði sinni yfir að hafa heimt sjómenn- ina úr helju. Það var álit margra, að Þórarinn hafi þarna með snar- ræði og útsjónarsemi átt drýgstan þátt í því, að svo giftusamlega tókst til, þótt sjálfur minntist hann aldrei á það. Árið 1942 kvæntist Þórarinn eftirlifandi konu sinni, Pálínu Hinrikdóttur frá Ölversholti í Holtum. Eignuðust þau eina dótt- ur, Þorbjörgu, sem búsett er í Hafnarfirði, ásamt dóttur sinni, Þórunni Pálmadóttur, og manni sínum, Sigurði Einarssyni. Var Þórunn, sem heitir í höfuðið á afa sínum, einkar kær honum, en hún ólst upp hjá afa og ömmu fyrstu árin. Árið 1977 veiktist Þórarinn al- varlega, og varð að flytja hann á sjúkrahús vegna lömunar og átti hann ekki afturkvæmt þaðan. Þrátt fyrir veikindi sín, gat Þórar- inn oft hughreyst sinn trygga lífsförunaut og nánustu vini með hnyttnum tilsvörum, en Pálína kona hans létti honum þrautirnar eftir mætti. Lét hún sér stundum ekki nægja að heimsækja hann minna en tvisvar á dag í öll þessi ár, sem hann lá rúmfastur. Vissulega átti Þórarinn innra með sér sína bjargföstu guðstrú, því gat hann viðhaldið kjarki sín- um óbiluðum í veikindunum þar til yfir lauk. Mér koma í hug orð skáldsins, Jónasar Hallgrímssonar, er við kveðjum kæran vin: „Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu ad fótum frióarboóanN, ojj fljúgóu á va ngjum mor^unroóana meira aó atarfa Guós um geim." Ég bið Guð að vernda eiginkon- una, aldraða tengdamóður og aðra ástvini. t Eiginkona mín og móöir okkar, SIGRÍDUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauðholti, Melgarði 5, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Helgi Jónaeon, Sigrún Bairdain, Guöný Andrésdóttir, Þórdis Andrésdóttir. Sigurður Gislason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.