Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ1982
37
Sigga er sú síðasta af þessum
alsystkinum sem kveður þennan
heim. Eftir lifa 3 hálfsystkini, Jón,
Finnbogi og Kristjana. Hún talaði
oft um að hún væri þakklát Finn-
boga hálfbróður sínum fyrir hvað
hann hefði verið hlýr og hjálp-
samur við föður þeirra þar til yfir
lauk, en á þeim tíma var Jón bú-
settur á Siglufirði og Kristjana er-
lendis. Ekki má gleyma fóstur-
systurinni, Guðrúnu Daðadóttur,
sem býr hér í bæ öldruð, en hress
og heilsugóð. Kom hún á heimilið
nokkurra ára gömul og víða mætti
leita að eins góðu systkinasam-
bandi og var milli þeirra allra.
Þegar Jónína amma dó var
Sigga aðeins 9 ára og mjög við-
kvæm í lund og kom það mikið í
hlut Guðrúnar að styrkja hana í
raunum. Stóðu Guðrún og Guð-
björg fyrir heimilinu þar til breyt-
ing varð á.
Afi orti mikið af tækifærisvís-
um og úr einu ljóði er þetta erindi
tekið og lýsir það vel, hvernig
samband var þar á milli:
„W átti ég tvo litla, ukltusa sveina,
bún Hyntir þeim vard við mitt borA og f leik.
Þnr blikaói dnglega barnnlundin hreina,
þau bmmknappar voru á heimilis eik.“
Sigga föðursystir, eins og við
kölluðum hana, var mér meira
sem vina, en máski helgaðist það
af þvi að aldursmunur okkar voru
aðeins 4 ár. Ferðirnar sem ég fór í
Brekku í Hafnarfirði standa fyrir
mér í ævintýraljóma og efalaust
minnisstæðari en sólarlandaferðir
barna í dag. Hamarinn yndislegi
var aðalleikvangur okkar, þar sem
huldufólkið hélt verndarhendi yfir
börnunum. Mun ég alltaf minnast
þess tíma með þakklæti, því allir á
heimilinu létu mig finna að ég
væri velkomin og var ailt gert mér
til skemmtunar.
Sigga lauk barnaskólaprófi og
eftir það fór hún í Flensborg, en
um 1930 fluttist hún til Reykjavík-
ur og var til húsa hjá Guðbjörgu
systur sinni og Jóni Bergssyni
manni hennar. Var sambandið
mjög gott á milli þeirra systra og
hefur það haldist með afkomend-
um þeirra.
Sigga starfaði lengi í Verslun-
inni Nínon sem þótti góð verslun í
þá daga, uns hún kynntist Þor-
steini Kristjánssyni, ættuðum úr
Dalasýslu. Gengu þau í hjónaband
21. des. 1935 og þar var ekki tjald-
að til einnar nætur, þau byrjuðu
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fvrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.
ekki með mikið, frekar en aðrir í
þá daga, en með forsjálni og dugn-
aði réðust þau í að byggja sér hús
í Efstasundi 22 og voru þau með
þeim fyrstu sem fluttu í þann
hluta bæjarins og voru ýmsir erf-
iðleikar með ferðir og aðdrætti í
þá daga. Þau hafa smám saman
breytt og bætt, svo nú er það orðið
eins fullkomið og mannanna verk
geta orðið. Frá fyrstu bú-
skaparárum þeirra hefur heimilið
verið hlýlegt og öllum liðið vel sem
þangað hafa komið. Þar ríkti
reglusemi og snyrtimennska.
Þorsteinn er alveg sérstakur
maður, sem borið hefur frænku
mína á höndum sér og reynst
henni vel i ölium hennar löngu
veikindum. Dæturnar, Ágústa og
Jónina, og aðrir afkomendur
ásamt tengdasonum hafa ekki
heldur látið sinn hlut eftir liggja.
Samheldni í fjölskyldunni er líka
frábær. Þau hafa fyrir nokkrum
árum byggt sér fagran sumarbú-
stað í Skorradal, efst í hlíðinni
þaðan sem útsýni er mjög fagurt,
og þar var hvílst og endurnærst á
sál og líkama.
Sigga hafði til að bera sérstak-
an yndisþokka sem fáum er gefið
og var öllum minnisstæð. Þótt
mörg ár séu liðin síðan hún flutt-
ist úr Hafnarfirði, bregst það
varla þegar ég hitti fullorðið fólk
þar, að það spyrji hvernig Sigga
Finnboga hafi það. Áhugamál
hennar voru ýmisleg, en þar var
heimilið og afkomendurnir efst á
blaði og litlu langömmubörnin
voru í sérflokki. Þau hjónin ferð-
uðust mikið innanlands og utan og
var gaman að heyra frásagnir
hennar, sérstaklega var henni létt
um að koma auga á ýmislegt
spaugilegt sem fyrir bar.
Hún hafði mjög mikinn áhuga á
þjóðlegum fróðleik og las mikið.
Ættfræði hafði hún mjög gaman
af. Hún tók lítinn þátt í félagsmál-
um, en fylgdist vel með og hafði
sínar skoðanir á hlutunum og tal-
aði enga tæpitungu um sínar
meiningar. Það lýsir henni máski
best sem presturinn sagði um föð-
urömmu hennar að hún væri
„kátlynd og greind gerðarkona".
Þorsteini, Jónínu, Ágústu og
fjölskyldum þeirra sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Minninguna um Siggu geymum
við í hjarta okkar og þökkum
henni fyrir allar ánægjustundirn-
ar sem hún veitti okkur öllum.
Elísabet Þ. Arndal
ÚRVALAF
NÝJUM SKYRTUM
miDnrn
LAUGAVEGI 47 SÍM117575
M BRIDGESTONE
Fyrir malarvegi
Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone
diagonal (ekki radial) hjólbaróar meó eóa án hvíts hrings. 25 ára
reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió
samanburó á verói og gæóum.