Morgunblaðið - 03.06.1982, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982
Staðan í
1. deild
STADAN í 1. deild íslandsmótsins
í knattspyrnu eftir fjórar fyrstu
umferóirnar er sem hér segir:
ÍBÍ 4 2 1 1 8-5 5
ÍBV 4 2 1 1 6-4 5
UBK 4 2 1 1 7-6 5
KA 4 1 3 0 4-3 5
KR 4 1 3 0 2-1 5
ÍA 4 1 2 1 3-2 4
Vikingur 4 1 2 1 6-6. 4
Valur 4 1 1 2 4-6 3
Fram 4 0 2 2 4-6 2
ÍBK 4 1 0 3 2-7 2
• «
V.#'
3. deild:
Víðir og
Tindastóll
eru effst
SEX leikir fóru fram í 3. deildar
keppninni í knattspyrnu um síð-
ustu helgi. Slæmt veður var á
mörgum stöðum þar sem leikið var
og setti það sinn svip á leikina.
Leikmenn þurfa ekki aðeins að
glíma við knöttinn og andstæð-
ingana, heldur líka óblíða veðráttu
í leikjum sinum. Úrslit í riðlum 3.
deildar um síðustu helgi urðu
þessi:
A-riðill:
ÍK - Víðir 1-3
Haukar - Grindav. 0-0
Selfoss - Víkingur Ó 1-1
Snæfell - HV 1-1
B-riðill:
Sindri - Huginn frestað
HSÞ - KS frestað
Tindast. - Magni 3-2
Austri - Árroðinn 0-0
í A-riðli er lið Víðis efst með 4
stig, en Tindastóll er í efsta sæti í
B-riðli með 4 stig.
- ÞR.
• *
V *
íþrótta-
námskeið
ÍÞROTTA- og leikjanámskeið á
vegum FH fer fram á Hörðuvöllum
i sumar. Námskeiðið hefst á raánu-
dag, 7. júní. Innritun fer fram á
staðnum.
Kl. 9.00-10.30 8 ára
Mánudaga til föstudaga.
Kennt á Hörðuvöllum og Víðiataðatúni.
Kl. 10.30-12.00 9 ára
Mánudaga til fóNtudaga.
Kennt á Hörðuvöllum og Víðiataðatúni.
Kl. 13.30-15.00 10-12 ára
Mánudaga til fóstudaga.
Kennt á Kaplakrika og Hörðuvöllum.
• ♦
Finnska knatt-
spyrnusambandiö
á 75 ára affmæli
FINNSKA knattspyrnusambandið
á 75 ára afmæli um þessar mundir.
Afmælisins er minnst á ýmsan
hátt. Meðal annars er landsleikur-
inn gegn Englendingum liður í há-
tiðarhöldunum. En þangað fóru
Englendingar með sitt sterkasta
lið. Tveir fulltrúar KSÍ sækja
finnska knattspyrnusambandið
heim á þessum tímamótum, þeir
Ellert B. Schram formaður og Frið-
jón Friðjónsson. Þeir fóru utan í
gærmorgun. _ þR
• íalonaki landalidahópurinn í knattapyrnu aom holdur í dag út til Sikileyjar. Efri röð frá vinatri: Jóhannea Atlaaon, landaliðaþjálfari, Einar
Gíalaaon, nuddari og ajúkraþjálfari, Helgi Daníelaaon, formaður landaliðanefndar, Þorateinn Bjarnaaon, Guðmundur Balduraaon, Saavar
Jónaaon, Atli Eðvaldaaon, Lárua Guömundaaon, Teitur Þóröaraon, Arnór Guöjohneen. Neöri röö frá vinatri: örn Óakaraaon, Viöar Halldóraaon,
Marteinn Geiraaon, Trauati Haraldaaon, Karl Þóröareon, Siguröur Grétaraaon, Ólafur Björnaaon. gówn.: Mrarinn Ragnamon
• Á þessari mynd sem Sigurgeir Jónasson, Ijósmyndari Mbl. í Vestmanna-
eyjum, tók, má sjá alla þá er unnu til verðlauna í Faxakeppninni í golfi sem
fram fór um síðustu helgi. Lengst til hægri má sjá umdæmisstjóra Flugleiða
í Eyjum. Þrír fyrstu í mfl. karla urðu Magnús Jónsson, Haraldur Júlíusson
og Sveinn Sigurbergsson. í kvennaflokki urðu Sigurbjörg Guðnadóttir, Þór-
dís Geirsdóttir og Sjöfn Guðjónsdóttir í þremur efstu sætunum.
Landsliðið utan í dag:
Löna oa strön
ferö framundan
ÍSLENSKA landsliðið í
knattspyrnu heldur f dag áleið-
is til Sikileyjar, en þar mun lið-
ið leika á laugardag fyrsta leik
sinn í Evrópukeppni landsliða
og þá gegn Möltu. Ástæður
fyrir því að heimaleikur Möltu
fer fram á Sikiley eru þær, að
Möltubúar voru dæmdir f
tveggja leikja bann á heima-
velli sinum vegna óláta, sem
urðu á leik við Pólverja á
Möltu, í undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar á
sfðasta ári.
Landsleikurinn gegn Möltu
verður fyrsti landsleikur
þjóðanna í knattspyrnu.
Ferðin hjá landsliðshópnum í
dag verður mjög ströng. Árla
var lagt af stað til Luxem-
borgar, þaðan flogið til
Frankfurt, þá til Rómar og
loks til Cataoia á Sikiley. Þar
mun langferðabíll bíða eftir
hópnum og flytja hann síð-
asta spölinn til hafnarborg-
arinnar Messina, en þar verð-
ur svo leikið síðdegis á laug-
ardags. Það verður því ekki
fyrr en löngu eftir miðnaetti
að íslenskum tíma sem lands-
liðsmennirnir komast í hvílu.
Sannarlega skammt stórra
högga á milli hjá þeim. Leik-
ið gegn Englendingum í gær
og síðan strax utan í annan
landsleik í dag. .— ÞR.
Stenzel búinn
að næla í
nýja þjálfarastöðu
VLADO Stenzel, hinn frægi og litriki
fyrrum landsliðsþjálfari Vestur-
Þjóðverja í handknattleik, hefur
nælt sér í nýja þjálfarastöðu, en
hann var sem kunnugt er settur af
hjá landsliðinu eftir ófarirnar í síð-
ustu HM-keppni. Þjóðverjum mis-
tókst þar ekki einungis titilvörnin,
heldur einnig að halda sér i A-flokki.
Stenzel tekur nú við stjórninni hjá
Schwabing, liði sem hefur unnið sér
sæti í 1. deild. Félagið hefur aðsetur
í Bayern, í samnefndu og kunnu
gleðihverfi þar i borg. Liðið tapaði
fyrsta leik sínum undir stjórn Stenz-
els, 15—20, gegn Grosswallstadt f
bikarkeppninni.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu