Morgunblaðið - 03.06.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 47
ísland v erðskuldaði sigur gegn E nglandi
— en varð að sætta sig
JAFNTEFLI VARÐ í landsleik íslendinga og Englendinga í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum í gsrkvöldi, 1-1, enn einn stórsigur fyrir íslenska
knattspyrnu og það voru Englendingarnir frægu sem niðu jafntefli við þetta
tækifæri en ekki öfugt. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir ísland. Ekki er gott að
segja til um við hverju almenningur bjóst af íslenska liðinu, en ekki er
ólíklegt að lengst af hafi frammistaða þess farið fram úr björtustu vonum
hinna bjartsýnu. í fyrri hálfleik er skemmst frá að segja að íslenska liðið var
betri aðilinn og í síðari hálfleik mátti lengi vel vart á milli sjá. Hins vegar dró
nokkuð af íslenska liðinu síðasta stundarfjórðunginn, enda tveir af bestu
mönnum liðsins þá farnir út af meiddir, þeir Arnór Guðjohnsen og Lárus
Guðmundsson. Þessi leikur var fimmti landsleikur íslands í röð án taps og
eru þó þar inni í leikir gegn Tékkum, Tyrkjum, Wales og Englandi. Fyrir
fáum árum hefði verið hlegið hátt og snjallt ef einhver ofurhugi hefði spáð
slíku gengi. Þá gefur frammistaða liðsins í gærkvöldi fögur fyrirheit fyrir
leikinn gegn Möltu í Evrópukeppni landsliða á sunnudaginn, hins vegar er
það leikur þar sem alls ekki má vanmeta andstæðinginn.
við jafntefli
ísland — Ha
England ■■
legur. Enda kom hann góðu skoti í
gegnum varnarmúrinn, en Guð-
mundur Baldursson varði meist-
aralega eins og honum var von og
vísa.
Engilsaxar taka
að hressast.
Þeir ensku virtust ívið hressari
snemma í síðari hálfleik. Á 54.
mínútu fékk Peter Withe sæmi-
• Guðmundur Baldursson ver snilldarlega i leiknum í gærkvöldi þrumuskot frá Peter Withe. Ljósm. kök.
íslendingarnir betri!
Eftir að nokkrar þreifingar
höfðu farið fram fyrstu mínútur
leiksins náðu íslendingar góðum
tökum á leiknum. Um yfirburði á
vallarmiðjunni var ekki að ræða,
en sóknarlotur íslands voru sumar
hverjar hárbeittar og samleiks-
kaflamir stórgóðir. Fljótlega fór
að draga til tíðinda við enska
markið, fyrst á 8. minútu, er mik-
ill darraðardans var stiginn i víta-
teignum eftir hornspyrnu Karls
Þórðarsonar. Englarnir björguðu
á síðustu stundu, en nokkrum
mínútum síðar hrökk föst fyrir-
gjöf Teits aftur fyrir markið af
fótum risans Corrigan í markinu
eftir gullfallega sóknarlotu niður
hægri kantinn. íslendingarnir
voru ágengir og mínútu síðar, eða
á 13. mínútu fékk liðið dauðafæri
eftir glæsilegan samleik Atla og
Lárusar á vinstri kantinum. Atli
spyrnti fyrir markið, Teitur missti
af knettinum, en enskur varnar-
maður náði að pota knettinum
burt á síðustu stundu áður en
Arnór fékk knöttinn og þá hefði
ekki verið sökum að spyrja, þvi
pilturinn var einn á markteignum.
Arnór skorar.
Áfram héldu íslendingar að
hrella hina frægu gesti og Atli átti
skalla fram hjá markinu eftir
aukaspyrnu Janusar áður en að ís-
lenska markið ieit dagsins ljós á
22. mínútu. Og hvílíkt mark, að-
dragandinn og smiðshöggið frá-
bært. Atli Eðvaldsson náði knett-
inum á vallarmiðjunni, lék út á
vinstri vænginn og brunaði fram
völlinn. Lárus var á vinstri hönd,
Arnór á hægri og áður en þeir
ensku gátu spornað við stakk Atli
glæsilegri sendingu inn fyrir vörn-
ina, í veg fyrir Lárus sem hlaupið
hafði í eyðuna. Lárus lék að enda-
mörkunum og renndi knettinum
út til Arnórs sem skoraði með
þrumuskoti neðst í bláhornið.
Frábært mark! Markið kom
greinilega nokkuð á Englendinga
og áttu þeir erfitt uppdráttar allt
til leikhlés. Færi fengu íslend-
ingar þó ekki fleiri í hálfleiknum.
Enska liðið átti þó sína bestu at-
lögu rétt fyrir leikhlé. Liðið fékk
aukaspyrnu rétt fyrir utan hægra
vítateigshornið hjá íslendingum
og undir slíkum kringumstæðum
þykir Glenn Hoddle stórhættu-
legasta færi eftir ljót mistök
Marteins. Guðmundur varði skot
hans og siðan náði ísland aftur
undirtökunum. Aðeins mínútu síð-
ar fékk íslenska liðið dauðafæri er
Arnór Guðjohnsen komst á auðan
sjó eftir glæsilegan samleik við
Atla Eðvaldsson. Arnór spyrnti
föstu bogaskoti sem stefndi i
markhornið fjær, en Joe Corrigan
varði hreint stórkostlega. Á næstu
mínútunum áttu bæði Trausti
Haraldsson og Arnór góð skot, en
síðan fór að halla dálítið undan
fæti. Og á 69. mínútu jafnaði
enska liðið. Glenn Hoddle stal
knettinum af íslenskum leikmanni
á miðjum vallarhelmingi íslenska
liðsins, óð upp völlinn og sendi
knöttinn síðan til Paul Goddard
sem gat vart annað en skorað, þó
svo að Guðmundur hafi verið ná-
lægt því að verja. Eftir þetta
enska liðið miklu meira, Arnór og
Lárus fóru meiddir af leikvelli og
íslenska liðið dró sig aftur. Russel
Osman átti góðan skalla í þverslá
og nokkrum sinnum voru ensku
leikmennirnir alveg við það að
opna sér leið í gegnum vörnina, en
herslumuninn vantaði sem er eins
Jóhannes Atlason:
„Ég er stoltur af þessum strákum“
ÞAÐ voru þreyttir en ánægðir is-
lenskir knattspyrnumenn sem gengu
til búningsklefanna eftir landsleik-
inn í gærkvöldi. Þeir höfðu unnið
stórt afrek. Jafntefli í sínum fyrsta
landslcik við atvinnumenn Eng-
lands, stórveldisins í knattspyrnu.
Jóhannes Atlason landsliðsþjálf-
ari var hinn rólegasti. Hann var bú-
inn að kveikja í pipunni sinni og
tottaði hana ótt og títt. — Ánægður
með árangurinn, jú að sjáifsögðu. Ég
er stoltur af þessum strákum eins og
allir íslendingar geta verið. Þeir eru
satt best að segja löngu hættir að
kom mér á óvart. Það eina sem ég
var hræddur við var það að þeir
keyrðu sig alveg út. Á laugardag eig-
um við annan landsleik fyrir hönd-
um gegn Möltu á Sikiley. Sá leikur
skiptir miklu máli. Það er fyrsti leik-
ur okkar i Evrópukeppni landsliða
að þessu sinni. Við eigum erfitt
ferðalag fyrir höndum. En vonandi
ná allir að hvilast sæmilega, sagði
landsliðsþjalfarinn.
— Þetta er gott veganesti fyrir
okkur í Evrópuleikinn gegn Möltu.
Við megum samt ekki ofmetnast.
Við áttum mjög góðan fyrri hálf-
leik, en í þeim síðari komu dauðir
kaflar. En þetta var fyrsti leikur
okkar landsliðsmanna á sumrinu
og það hefur sitt að segja, sagði
fyrirliðinn Marteinn Geirsson.
— Ég er mjög ánægður með
fyrri hálfleikinn. Hann var góður.
Eg keyrði mig alveg út í leiknum
og var gjörsamlega búinn um
miðjan síðari hálfleik. Ég er ai-
heill orðinn af meiðslunum sem ég
hlaut. Og þessi góði árangur okkar
virkar eins og vítamínsprauta á
okkur, sagði hin mjög svo trausti
og snjalli miðvallarleikmaður
landsliðsins Janus Guðlaugsson.
— Fyrri hálfleikur var góður
hjá okkur. En við misstum niður
þráðinn í síðari hálfleiknum. Þá
voru menn greinilega orðnir mjög
þreyttir. Ég fékk mjög slæman
sinadrátt í leiknum og varð þess
vegna að fara útaf. En er nú orð-
inn góður og hlakka til leiksins
gegn Möltu á laugardag, sagði
Lárus Guðmundsson, hinn ungi og
leikni framherji íslenska liðsins.
— ÞR.
gott, því eins og leikurinn hafði
gengið fyrir sig hefði verið í hæsta
máta ósanngjarnt ef England
hefði gengið með sigur af hólmi.
Liðin.
Islenska liðið á ekkert nema
hrós skilið fyrir frammistöðuna í
gærkvöldi, það gaf enska landslið-
inu lengst af ekkert eftir nema
síður sé. Besti maður liðsins og
reyndar langbesti maður vallarins
var Arnór Guðjohnsen. Hann er
orðinn stórkostlegur leikmaður,
sívinnandi, síógnandi, fljótur og
teknískur. Einnig má geta Janus-
ar Guðlaugssonar, Lárusar Guð-
mundssonar, Arnar óskarssonar
og Guðmundar Baldurssonar. Atli
og Karl áttu mjög góða spretti, en
vörn liðsins var hins vegar ekki
traust á köflum. Sérstaklega virk-
aði fyrirliðinn Marteinn Geirsson
óöruggur. Þá bar lítið á Teiti
Þórðarsyni. Pétur Ormslev kom
inn fyrir Arnór, Sigurður Grét-
arsson fyrir Lárus. Þegar
draga tók af íslenska liðinu leyndi
sér hins vegar ekki hversu snjall
leikmaður Glenn Hoddle er. Peter
Withe og varamaðurinn Paul
Goddard stóðu einnig mjög vel
fyrir sínu. Liðin voru annars
þannig skipuð:
Island: Guðmundur Baldursson,
Örn Óskarsson, Trausti Haralds- -
son, Marteinn Geirsson, Sævar
Jónsson, Janus Guðlaugsson, Karl
Þórðarson, Atli Eðvaldsson, Arn-
ór Guðjohnsen, Lárus Guð-
mundsson og Teitur Þórðarson.
Varamenn: Pétur Ormslev og Sig-
urður Grétarsson.
England: Corrigan, Neal, And-
erson, Watson, Osman, Devons-
hire, Hoddle, McDermott, Regis,
Withe og Morley. Varamenn:
Perryman og Goddard.
Dómarinn danski var góður.
-gg-
Bobby Robsson:
„Vanmátum ekki liðið“
— íslenska liöid lék mjög vel, og
verðskuldaði svo sannarlega þessi
úrslit. Það var ekkert vanmat hjá
okkur til. Við vissum vel að íslenska
liðið var sterkt og gat leikið vel. Það
er enginn landsleikur auöveldur.
Þessi úrslit hljóta að verða lyftistöng
fyrir íslenska knattspyrnu.
— Sér í lagi var ég hrifinn af því
hversu sterkur varnarleikur islenska
liðsins var í síðari hálfleiknum. Þá
varðist liðiö mjög vel. Við keyrðum
upp hraðann og reyndum allt hvað
við gátum til þess að skora. Bestu
leikmenn íslands fannst mér vera
Arnór, Lárus, Janus, og Karl. Þá var
markvörðurinn öruggur, sagði
Bobby Robsson, stjórnandi enska
landsliösins.
— Það var mikið í húfi hjá
okkur að leika vel í þessum leik og
vinna. Við vorum jú að reyna að
tryggja okkur sæti í landsliðs-
hópnum sem fer til Spánar á HM.
íslenska liðið lék vel. Það hefur
mjög góðum leikmönnum á að
skipa. Eg vona að ég hafi staðið
fyrir mínu og komist í 22 manna
hópinn sem fer á HM, sagði Peter
Withe eftir leikinn.
— Þetta er góður árangur hjá
ykkur. Það er ótrúlegt að svona
margir góðir knattspyrnumenn
komi frá ekki fjölmennari þjóð
sagði Steve Perrymann. Ég lék hér
með Tottenham árið 1971, og hafði
mjög gaman að því að koma
hingað aftur. Knattspyrnunni hef-
ur greinilega fleygt fram hjá ykk-
ur. Það eina sem hægt er að
kvarta yfir er völlurinn. Hann var
slæmur, ósléttur og þungur. — ÞR.
Arnór Guðjohnsen:
„Það var verst að skora
ekki úr dauðafærinu“
KJÖRINN var maður leiksins í
gær af sérstakri dómnefnd sem
þeir Guðni Kjartansson, Ásgeir
Sigurvinsson og Youri Sedov
skipuðu. Sá sem heiðurinn
hlaut var Arnór Guðjohnsen.
Hlaut hann 5.000 króna pen-
ingaverðlaun frá fasteignasöl-
unni Húsafelli. Arnór sýndi í
gær að hann er enn í stöðugri
framfor sem knattspyrnumaður
og ekki leikur nokkur vafi á
því að þessi ungi leikmaður á
eftir að komast f fremstu röð.
Þeir voru ekki margir i enska
landslíðinu sem sýndu jafn-
góða takta og Arnór.
— Það var fyrst og fremst
sterk liðsheild sem náði þess-
um góða árangri. Við börð-
umst vel og megum vel við
una að ná jafntefli við enska
landsliðið. Það er gott afrek,
sagði Arnór eftir leikinn.
— Það var bara verst að ég
skildi ekki skora úr dauða-
færinu sem ég fékk í síðari
hálfleiknum. Ég lagði mig
allan fram við að ná boga á
boltann en um leið að hafa
skotið fast. Ég mátti ekki
fara nær því þá hefði ég
þrengt skotvinkilinn um of.
Það sem skorti á skotið var
aÍ> boltinn var ekki alveg
nógu hár og í of litlum boga.
En engu að síður bjargaði
Corvigan meistaralega, en
hélt ekki boltanum.
— Ég hef átt við meiðsli
að striða í hné síðan í febrú-
ar. Og í leiknum varð ég fyrir
sparki og þau tóku sig upp.
Vonandi næ ég mér fyrir
leikinn gegn Möltu. Þetta eru
þrálát meiðsli og það má litið
útaf bera hjá mér. Ég þarf
alltaf að leika með bundið um
hnéð, sagði Arnór.
- ÞR.
1